Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 Fyrsta myndlistarsýning Islendings, sem undirritaður sá ytra er hann var við nám í Listaháskólanum í Kaupmanna- höfn, var sýning á verkum Svav- ars Guðnasonar í hinum mjög svo virta sýningarsal, Athenæum við Knabrostræde, árið 1951. Mér er þessi sýning enn í fersku minni enda heimsótti ég hana oft, því að ég dróst að henni, jafnvel þótt margar myndanna væru mér ráð- gáta í þá daga. Á þeim árum voru einkasýningar Islendinga ytra fágætur viðburður er mikla at- hygli vöktu og þá ekki síst heima á Fróni, — einn góður listdómur vakti þá mikið umtal og honum var slegið stórt upp í fjölmiðlum, —viðkomandi var þá umsvifalaust orðinn frægur í heimalandi sínu. Ég minnist þess líka hve mikla virðingu maður bar fyrir Svavari og félögum hans, sem máluðu samkvæmt sannfæringu sinni hvað sem tautaði og raulaði, misskildir, hæddir og jafnvel of- sóttir. Þeim gekk þó það eitt til að opna augu fólks fyrir nýjum víddum á sviði myndlistarinnar, nýjum sannleika um verundina í kringum okkur. Voru engir þjón- ustumenn markaðarins. Fyrir slíkum bar maður vissu- lega mikla og djúpa virðingu í þá daga og þorði naumast að yrða á þá væru þeir í næsta nágrenni, frekar var að maður faldi sig eða stóð álengdar og blimskakkaði á þá augum. Slíkum vildi maður gjarnan líkjast í framtíðinni hvað snerti áræði og heiðarleik við sannfæringu sína. Þola heldur fátækt, spott og spé, fyrirlitningu og mótlæti en þjóna grunnristum og fáfengilegum smekk þorra al- mennings. I hópi félaga sinna naut Svavar mikils álits, sem einn hinn djarf- asti og framsæknasti málarinn auk þess sem hann var mælskur og andríkur og var jafnan öllu frekar í sókn en vörn á málþingum svo sem frægt var og er. Það er undarleg örlaganna tilviljun að íslenzkír listamenn skuli ekki hafa hagnýtt sér viðamikla reynslu og mikla yfirsýn þessa listamanns og kosið hann sem fulltrúa sinn í listráð Listasafns íslands, en það er önnur saga. Á námsárum mínum í Kaup- mannahöfn fór ekki hjá því að ég tæki eftir því hve lítil auraráð nýlistamennirnir höfðu og klædd- ust jafnvel furðulegustu flíkum, voru sumir líkari fiskimönnum en mýndlistarmönnum. Ég kom oft á Trefoldigheden, en svo hét lítill sýningarskáli þar sem framúr- stefnumenn þeirra tíma sýndu verk sín og er mér minnisstætt hve fólkið sem gætti skálans kom mér iðulega undarlega fyrir sjón- ir. í dag eru sumir þessara manna vellauðugir og jafnvel heimsfræg- ir, söfn hafa verið byggð yfir verk þeirra og veglegar bækur gefnar út um athafnir viðkomandi á listasviði. Með því að flytjast til íslands einangraði Svavar sig frá þeim vettvangi er tvímælalaust hefði fært honum frægð og frama í stórum ríkari mæli en ættland hans gat nokkurn tímann veitt honum, en ekki held ég þó að hann sakni þess sérstaklega því að hann er ríkur af íslandi og það eru einnig mikil auðæfi hverjum manni. — Það er mikið af landinu í myndum hans, bæði hvað yfir- bragð og geðsveiflur snertir, haf og hauður vella yfir myndgrunn- inn í óstýrilátum en skipulögðum leik og á þann veg að maður bæði finnur og kannast við. Það er undarleg tilfinning að hugsa til þess, að hinir ungu, framsæknu menn fyrri ára skuli nú hvað aldur áhrærir vera í sporum þeirra Ásgríms, Jóns Stef- ánssonar og Kjarvals fyrir fáum áratugum. Nú heita þeir Þorvald- ur Skúlason, Sigurjón Ólafsson og Svavar Guðnason, — og allir eru þeir síungir í anda og ferskir í listsköpun sinni ekki síður en fyrirrennarar þeirra. Þeir gjalda þó þess, að meðal vor virðast nú ekki menn með dug og þor Kristjáns Jónssonar og Ragnars í Smára, er gáfu út veglegar listaverkabækur um hina þrjá stóru, er opnuðu auga fjölda manna fyrir snilli þeirra og um leið íslenzkri málaralist yfir höf- uð. Hér ætti að bíða listsagnfræð- inga mikið og áhugavert verkefni og íslenzk list mun aldrei rísa til þeirrar virðingar er henni ber, nema að lögð verði margfait meiri rækt við þetta svið en gert hefur verið. Verði svo mun hún líka biómstra meir en nokkurn grunar og mál skipast á heilbrigðari grundvöll. íslenskir listamenn og íslenzk þjóð stendur í meiri þakkarskuld við Svavar Guðnason, þennan brautryðjanda nútímalistar hér- lendis, en flestir munu gera sér grein fyrir fyrr en honum hefur verið sýnd full ræktarsemi og virðing. Megi það gerast sem fyrst og með þeirri frómu ósk vil ég undirstrika hugheilar afmælis- kveðjur til Svavars Guðnasonar á þessum merkisdegi. Jafnframt vil að vera stoltur af. Hann hefur flutt jöklabyggðina með sér inn í heimslistina; heiðan, svalan himin norðurhjarans og hlýtt viðmót æskustöðvanna. Þannig er hann einn þeirra, sem hefur stækkað ísland á þessari öld; hávaðalaust, án tízku og tilgerðar, en markviss og sér fullkomlega meðvitandi um ábyrgð sína sem einn af frumherj- um norrænnar nútímalistar. Það var ekki lítill veigur í honum, þegar hún átti undir högg að sækja. Þegar Svavar Guðnason kom heim aftur til íslands með orðstír sem er óvenjulegur, svo mikils- virtur sem hann þá þegar var með Dönum voru móttökurnar heldur misjafnar, enda flutti hann með sér andrúm nýs tíma, orti myndir sínar undir nýjum, sérstæðum hætti og hafði ekki geð til annars en finna til í fjörbrotum gamla tímans. En hann bauð landlægri hreppapólitík hér birginn og gnæfir nú eins og sá tindur, sem hirðir ekki um dalalæðuna, en lætur himininn leika um sig, heiðan og bláan. Samt hefur Svavar alltaf verið með hugann við mannlífið í öllum sínum marg- brotnu myndum og er m.a. þekkt- ur sagnameistari í töluðum orð- um. Hann hefur gaman af að segja söguna af Ása austfirðingi, sem fluttist út á Höfn, þegar hann var að alast upp: ágætum náunga, sem Svavar sjötugur ég-tjá frú Ástu, sem frá fyrstu tíð hefur staðið sem klettur við hlið manns síns í blíðu og stríðu, ást mína og virðingu. Bragi Ásgeirsson Sjötugur Svavar Guðnason. Þannig líður tíminn án þess á stundum, að maður merki það að ráði. Ætíð finnst mér sá maður ungur í anda og viðmóti, er kom í þessa veröld fyrir sjö áratugum og nefndur var Svavar, sonur Guðna verts á Höfn í Hornafirði. Ekki kann ég að rekja ættir Svavars Guðnasonar, og eru þar aðrir miklu fremri í fræðunum, en hitt vil ég segja óhikað, hér á þessu blaði, að fáa hef ég þekkt í mínu lífshlaupi, sem eru eins sjálfstæð- ir og öruggir í vissu sinni og Svavar Guðnason. Hér á ég auð- vitað fyrst og fremst við listsköp- un Svavars, en listiðja og maður- inn sjálfur eru eitt og hið sama. Það er sannleikur, sem allir hugs- andi menn eru sammála um, og þarf ekki að fara frekar út í þá sálma hér. Ekki veit ég, hve margir hafa gert sér ljóst, að Svavar Guðnason er einn sérstæðasti málari okkar á þessari öld og hefur uppskorið eftir því, sem hann hefur sáð. Hann er dáður um víða veröld og það af miklu fleirum en menn gera sér yfirleitt ljóst. Hann er einn þeirra manna, er endurskóp Evr- ópulist á stríðsárunum og eftir seinustu heimsstyrjöld. Þeir menn voru oftast kallaðir COBRA- hópurinn. Þá starfaði Svavar aðal- lega í Danmörku og hefur ætíð verið virkur þátttakandi á mynd- listarsviði þar í landi síðan. Hann undi ekki erlendis, og fljótlega eftir að hörmungum lauk í Evrópu, kom hann hingað út með nýjungar sínar og gerðist einn framsækn- asti listamaður á sínu sviði. Sá róður var bæði þungur og langur og gaf ekki mikið í aðra hönd. Svavar þekkir því manna best vanþakklæti almennings. Hann má muna tímana tvenna, bæði erlendis og hér heima. En Svavar er gerður úr slíku efni, að ekki brotnar. Það getur svignað eins og reyr, en fer ekki í mola. Svavar Guðnason hélt til út- landa með bókstaflega ekkert millum handa. Hann leitaði sér menntunar á listasviði sínu og varð þess fljótt meðvitandi, að aðrir gátu lítið miðlað þeim manni, er var vaxinn úr jafn stórkostlegu umhverfi, sem íslensk náttúra er. Hið umhleyp- ingasama og óstöðuga tíðarfar, milt á köflum, en getur orðið að ofsa á nokkrum sekúndum. Hið sterka ljós og hið dulmagnaða myrkur. Straumhörð áin, er belj- ar fram með ofsakrafti, hið lygna lón, þar sem speglast fjallahring- ur með jökul að baki. Sólin í hinu tæra lofti, máninn vaðandi með ofsa og galdraljóma á vetrarnótt- um. Allt er þetta spegilmynd af manninum Svavari Guðnasyni. Hann er skapstór og á ekki samleið með fjöldanum. Hann er stundum óútreiknanlegur og kem- ur þá oft á óvart með list sinni. Því miður hefur of lítið verið gert af því að kynna hina margslungnu list Svavars hérlendis, og ekki verður annað sagt en að hann hafi oft á tíðum verið meira í sviðsljós- inu erlendis en hér heima. Enda er ekkert Svavari fjarlægara en að taka þátt í meðalmennsku þeirri, sem ræktuð hefur verið í myndlist hérlendis undanfarið. Hann á það til að vera ekki allra, og þá fer oft þannig, að hann kemur sér út úr húsi hjá fólki, sem kallað er. En þeir, er þekkja Svavar Guðnason að nokkru ráði, verða þess fljótt varir, að undir hinu hrúfa yfir- borði er viðkvæm sál. Einlægni listamannsins fer ekki framhjá neinúm, og oftast verður hún misskilin vegna vanþekkingar þeirra er umgangast Svavar. Ég tel mig þess umkominn að segja slíkt, því að við Svavar höfum starfað saman að mörgu um lang- an tíma og upplifað ýmislegt, sem væri of langt mál að tíunda hér. Og þess vegna sendi ég honum mínar bestu þakkir fyrir það tímabil, er hann hefur aukið við sögu íslenskrar myndlistar, en það eru ekki neinir smámunir. Varla verður svo orð ritað um feril Svavars Guðnasonar, að ekki verði getið hans ágætu konu. Ásta hefur verið sá bakhjarl, er Svavari sæmdi í allri sinni baráttu fyrir að koma hugmyndum sínum í list- rænt form. Fáir gera sér ljóst, hve mikið sumir listamenn eiga kon- um sínum að þakka. í þessu tilfelli vil ég aðeins minna á, að engin list væri sköpuð á þessu landi, ef ekki stæðu að baki margra listamanna þær ágætu kvinnur, sem raun ber vitni. Þannig er það með Ástu og Svavar Guðnason. Þessar fáu línur í tilefni þess, að Svavar Guðnason hefur losað sjöunda áratuginn í hérvist sinni, segja ekki mikið um hinn mæta dreng og framúrstefnumanninn. Þær eru aðeins ritaðar í því skyni að senda honum persónulegar þakkir fyrir allt, er hann hefur afrekað. Um Svavar hefur Halldór Laxness ritað bók, og er það vel. Um Svavar ætti að rita margar bækur og vanda álíka til og gera honum mikil skil. Það verður verk annarra og færari manna en mín. Svavar er þess virði, að framtíðin virði hann og meti réttilega. Látum oss sjá, hvað skeður, en minnumst þess, sem þegar er komið frá þessum Hornafjarðar- strák, er fór út í heim og kom aftur sem einn af framámönnum í menningu Evrópu. Heill þér sjötugum, Svavar minn, og kveðjur til Ástu. Valtýr Pétursson. Svavar Guðnason þarf ekki að kynna fyrir Islendingum, svo þekktur sem hann er fyrir list sína og sérstæðan persónuleika. Verk hans eru víða kunn erlendis og í Danmörku er hann talinn í hópi brautryðjenda í nútímalist. Þá er hann ekki síður einn af frumherj- um íslenzkrar málaralistar og skipar nú öndvegið. Svavar Guðnason hefur ekki þurft á því að halda að vera sífellt að trana sér fram eða láta á sér bera, og hin síðari ár hefur verið heldur hljótt um hann, en því hærra um ýmsa, sem síður skyldi. Svavar á innra þrek og jafnaðar- geð þess manns, sem veit, að hann hefur með Iist sinni skrifað sig inn í menningarsöguna og áhrifa hans mun ávallt sjá stað. Hann þaut ekki eins og vigahnöttur um al- heiðan himin gervimennsku og tískutildurs, heldur þurfti hann að berjast fyrir viðurkenningu með list sína eina að vopni — og aldrei hvarflaði að honum að slá af þeim kröfum, sem hann hefur gert til sjálfs sín. Hann stendur því sjö- tugur að aldri sem tákn þeirrar miklu listar, sem hristir af sér öll veður, en kaupir sér ekki stundar- frið og vinsældir með gælum við þá, sem hæst láta og þykjast einir öll ráð hafa í hendi sér. List Svavars Guðnasonar er eins og hann sjálfur: sterk og sérstæð; en jafnframt með ljóð- rænu ívafi eins og sú sveit, sem fóstraði hann ungan í hlýju skjóli Vatnajökuls, þar sem fjöllin eru björt og hvöss eins og greinds manns tunga. Ófáar myndir Svav- ars Guðnasonar bera þessu Iitríka umhverfi þann vott, sem hægt er bjó með kellíngu, er Jóa hét. Ási hafði að orðatiltæki „það væri sko stuð". Eitt sinn er legið var í tjöldum á engjum, svaf Ási þar með Jóu sinni í tjaldi og gekk illa að vekja hana einn morguninn. Hljóðbært var á engjum og heyrðu menn Ása segja við kellíngu sína: „Jóa, ertu dauð, manneskja? Það væri sko stuð.“ Og enn er stuð á karli og þeir, sem bezt þekkja til, vita, að Svavar er til alls vís. Hann hefur aldrei verið — og verður guðisélof — aldrei aðalborinn full- trúi smáþorpsins. Minnimáttar- kennd, sem brýzt út í hroka og stórmennsku, er andstæð eðli hans og upplagi. Og hann hefur aldrei dýrkað meðalmennsku af þegnskap við annan mann. En þó að Svavar Guðnason hafi haft hljótt um sig og þögnin um hann sé að verða mesti hávaði á íslandi, heldur hann nú upp á sjötugsafmæli sitt með svipuðum húmor og Egill, þegar hann forð- um daga sáði silfrinu á Alþingi. Ekkert hefur hann á móti hrundn- ingum og pústrum og lætur sér hvergi bregða, þó að þingheimur berjist. En sjálfur þarf Svavar ekki að taka þátt í þeim hruna- dansi, sem nú einkennir íslenzkt þjóðlíf — allra sízt til að vekja athygli á sér og list sinni. Hún stendur allt af sér, það veit hann innra með sér. Hann hefur þrek til þess og þroska að gera engar kröfur til athygli. Hann þarf ekki á henni að halda, frekar en sá listamaður, sem trúir á verk sitt og vinnustund, eins og Kjarval myndi sagt hafa. Hann er ekki í „framboði". Hann hefur, grunar mig, sömu afstöðu til upphlaupa í lífi og list í kringum okkur nú um stundir og Öræfajökull, þegar hann brosir góðlátlega niður á hóla og hundaþúfur. En þá skulum við ekki heldur gleyma því, að Svavar Guðnason á ómetanlegan bakhjarl í veraldar- volkinu: sína góðu Ástu. Hún er ímynd kærleikans í lífi hans; langlynd, góðviljuð og hreykir sér ekki; breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Hefur umborið Svavar Guðnason öll þessi ár. „Þær eru svona þessar kerlingar," hefur Svavar sagt í samtali. En sá, sem á sína góðu Ástu, þarf ekki annað skjól fyrir ágjöf og úfnum sjó. Enginn veit það betur en sjálfur hann. Matthías Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.