Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 Getur verið heilsusam- legt að komast undan hin- um borgaralegu skyldum Rætt við Sigurð A. Magnússon rithöfund Undir kalstjörnu er nafn nýrrar bókar sem Sigurður A. Magnússon hefur ritað í út- gáfu Máls og menningar. Bók- in er uppvaxtarsaga, „rekur atvik sem gerðust í reyndinni en getur þó ekki talist sann- söguleg vegna þess að hún endurvekur og umskapar löngu liðna atburði samkvæmt lögmálum, sem ekki eru alténd virk í daglegu lífi“, segir höfundur m.a. í aðfaraorðum bókarinnar. — Segja má að með sögunni sé ég að koma frá mér hlutum sem búið hafa með mér árum saman. Það er undir hælinn lagt hvaða atburði ég man og hverjir hafa fallið í gleymsku, ég kann enga skýringu á því. En það hefur ekki verið erfitt fyrir mig persónulega að taka saman efnivið; atvikin standa mér Ijóslifandi fyrir hug- skotssjónum og þau gerðust raunverulega, en takmörkuð sýn barnsins gefur auðvitað mjög einhliða mynd af þeim persónum sem koma við sögu. Þær hafa miklu fleiri fleti en ég sá á sínum tíma, sagði Sigurður er Mbl. ræddi við hann um bókina og hvað á daga hans hefur drifið undan- farið. Á bókarkápu segir þú, að fyrirmyndir sögupersónanna verði ekki dregnar til ábyrgð- ar á verkum þeirra eða við- horfum, en byggir þó á ákveðnum atburðum. Hvernig er að samræma þetta? — Það er í raun mjög erfið jafnvægislist, og ég tek fram að hvergi er ætlunin að særa fólk, en eigi að síður er komið inn á mjög viðkvæma hluti þar sem greint er frá atvikum sem raunverulega gerðust. Þá atburði þekkja kannski þeir fáu sem þar áttu hlut að máli, en aðrir ekki, og því held ég að mér hafi tekist að sigla milli skers og báru. Var Reykjavík ekki nánast eins og sveitaþorp á þessum tíma? — Reykjavík var heilmikill sveitabær, en byggðin var talsvert mikil hér kringum Tjörnina og líf í tuskunum við höfnina og kolakranann, og ég held að í bókinni komi fram nokkurn veginn rétt mynd af lífinu eins og það var. En Pólarnir höfðu sérstöðu; þar hafði fólk lítinn samgang við aðra. Pólabúar voru stimplað- ir og tilheyrðu ekki því þjóð- félagi sem venjulegt fólk til- heyrði; þeir voru utangarðs. Voru lífskjörin erfið? — Vissulega voru þau erfið hjá mörgu verkafólki, og þessi uppvaxtarsaga á sér areiðan- lega margar hliðstæður. I Pól- unum bjuggu á þessum árum kringum 30—40 fjölskyldur og átti margt það fólk ömurlega sögu sem endaði hjá sumum í rennusteinunum. Þó var það mjög einstaklingsbundið, og segir t.d. í bókinni frá pilti, sem gerði sér far um að einangra sig, bjó sér sinn eigin heim og vildi sem minnst af samferðafólki sínu vita. Eg held það hafi bjargað honum og komið honum til manns. Sumir strákarnir náðu langt í knattspyrnu, en lífið í Pólun- um hafði sín neikvæðu áhrif og dró þá niður aftur. Það sem ég held að hafi t.d. bjargað mér er sú staðreynd, að í Pólunum bjuggum við ekki nema einn vetur og fluttumst þá inn í Laugarnes. Var betra mannlíf í Laug- arnesinu? — Á vissan hátt var það betra. Pólabúar voru nánast þjóðflokkur út af fyrir sig. Á það kannski helst við um krakkana, en í Laugarnesi var hægt að fylgjast meira með því sem var að gerast, t.d. byggingu Laugarnesskólans, og þar átti ég um tíma mitt annað athvarf. En fátæktin hjá okkur var hin sama, og hún átti sér m.a. rót í drykkju- skap föður míns, sem ég á þeim árum skildi ekkert í. Fátækt á heimilum leikbræðr- anna mátti rekja til atvinnu- leysis á þessum tíma og þann- ig má segja að nokkur að- stöðumunur hafi verið á milli okkar strákanna; hjá okkur var þetta sjálfskaparvíti. — Eitt var það líka sem ég get alltaf furðað mig á svona eftir á, að þeir sem sóttust eftir félagsskap pabba voru oft menntamenn, áhrifamenn, og er furðulegt að þeir skyldu leita eftir félagsskap hans, sem var aðeins sjálfmennt- aður. Kannski var skýringin sú, að hann var ákaflega ljóðelskur og kunni heilu bæk- urnar utan að — var næstum talandi skáld. Það var margt sem gerði lífið bærilegt á þessum tíma. í Laugarnesi voru til dæmis áhrif Valsara allmikil, og ég var Valsari um tíma. Það var þó ekki fyrir áhrif frá séra Friðrik, því í KFUM fór ég ekki fyrr en seinna. Nafnið á bókinni, hvernig kemur það til? — Það er sótt í ljóð Þor- steins frá Hamri. Eitt Ijóða hans fannst mér lýsa einkar vel því sem bókin segir frá, og átti vel við að sækja nafnið í ljóðið; hann veitti leyfi sitt til þess. Kalstjarna er orð sem Þorsteinn hefur sjálfur smíðað, og segir hann mér að lesendur geti lagt í það þann skilning sem þeim þóknast! Sigurður A. Magnússon hef- ur ritað ljóðabækur, skáldsög- ur, ferðabækur og leikrit og þýtt fjölda bóka úr grísku, ensku, dönsku og þýzku, auk þess sem hann hefur þýtt íslensk nútímaljóð á enska tungu. Hann starfaði um 18 ára skeið við blaðamennsku, að loknu námi erlendis árið 1956, var skólastjóri Bréfa- skólans, en hætti fyrir tæpum 2 árum og hvarf utan. — Reynt var að sannfæra mig að nú væri ég endanlega genginn af vitinu þegar ég fór að tala um að taka mig upp og dveljast erlendis um tíma, maður á sextugsaldri, sagði Sigurður. Síðustu tvö sumur hef ég starfað sem leiðsögu- maður í Grikklandi á vegum Útsýnar, og haustið 1978, þeg- ar því starfi var lokið, þýddi ég 2 bækur um norræna og gríska goðafræði, sem eru nýkomnar út hérlendis, en um síðustu áramót fluttist ég til Berlínar og hef þar vetursetu. Ég fékk 12 mánaða starfs- styrk og vann í fyrra að ritun bókarinnar Undir kalstjörnu, og það tók mig rétta 5 mánuði að ljúka bókinni. í vetur geri ég ráð fyrir að sinna ritstörf- um eftir því sem styrkurinn og fjárhagur leyfa. Styrkurinn verður búinn um áramótin, en ég verð í Berlín fram á vor, ferðast síðan um Grikkland næsta sumar og kem aftur heim að hausti. Hyggstu þá vinna að fram- haldi Kalstjörnunnar? — Það er ætlunin að halda áfram með hana, því sagan nú nær aðeins til 9 ára aldurs og eru því öll skólaárin eftir, unglingsárin og gelgjuskeiðið. En hvernig er að starfa erlendis að ritun bókar á íslensku um atburði sem gerð- ust á íslandi? — Ég hef góða reynslu af því. Mikilvægast er að fá næði, sem ég hafði sjaldan á íslandi. Hér er verið að vasast í alltof mörgu og lítið tóm til einbeit- ingar. Ráðleggurðu fólki þá að hverfa um tíma til útlanda til að starfa? — Ég get óhikað mælt með því að menn breyti til, fari utan til náms eða vinnu, og þar á aldurinn ekki að skipta máli. Það getur verið ákaflega heilsusamlegt að komast frá hinum borgaralegu skyldum sem íþyngja okkur alltof mik- ið. — Indverjar, sem hafa hindúasið að leiðarljósi, skipta mannsævinni í 4 tímabil. Fyrsta er bernskan með áhyggjuleysi og leik, síðan kemur skólinn og námsárin þar sem menn búa sig undir líf og starf næstu árin og tekur það yfir 5-10-15 ára tímabil; á þriðja tímabilinu hlaðast upp ábyrgðarstörf þegar menntun- in er notuð og menn koma sér upp fjölskyldu og ala upp börnin. Loks er fjórða tímabil- ið þegar maðurinn yfirgefur fjölskyldu sína og gerist betl- ari, verður andlegur og hverf- ur út á stræti og þjóðvegi. Kannski er óþarft að taka forskrift Indverja alveg bók- staflega, en skipting þeirra á mannsævinni er fróðleg og ef til vill ekki út í hött.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.