Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Framsókn ekki treystandi Morgunblaðið spurði Alþýðubandalagið að því fyrir nokkrum vikum, hvort flokkurinn ætlaði að setja það sem úrslitaskil- yrði fyrir þátttöku í ríkis- stjórn að kosningum lokn- um, að sú stjórn hefði brottför varnarliðsins á stefnuskrá sinni eða hvort flokkurinn myndi áfram sætta sig við óbreytt ástand eins og í síðustu ríkisstjórn. Engin skýr svör hafa fengist við þess- um einföldu spurningum. í þessu máli eins og öðru gengur Alþýðubandalagið nú fram fyrir kjósendur með loðmullu í fyrirsvari. Svavar Gestsson, efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins, var spurður hér í blaðinu, hvort hann vildi ekki svara því, hvort brottför varnarliðsins yrði gerð að úrslitaatriði, hvernig sem á stæði með önnur mál. Og Svavar sagði: „Við munum freista þess að ná þessu máli fram ef til þess kemur, þetta er forgangsmál hjá Alþýðu- bandalaginu." Olíuorku- ráðherrann fyrrverandi sagði sem sé, að þetta væri „forgangsmár hjá flokki sínum. En hvar skyldi það vera í röðinni? Svarið við þeirri spurn- ingu fékkst við lestur á ræðu, sem Svavar flutti á félagsfundi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og birt- ist í Þjóðviljanum. I ræðu sinni lagði Svavar áherslu á 9 meginatriði flokksins og viti menn, hann sagði: „I níunda lagi munum við freista þess að skapa víðtæka þjóðarsamstöðu um að gerð verði áætlun um brottför bandaríska hersins úr landinu." Ef Svavar ætlar að taka þetta mál og þau átta, sem hafa forgang fram yfir það í stefnu flokks hans, sömu tökum og sovéska olíuokr- ið, þurfa menn ekki að óttast varnarleysi landsins á næsta kjörtímabili. Aldrei þessu vant mat forvígismaður herstöðva- andstæðinga stöðuna rétt, þegar hann sagði um af- stöðu Svavars: „Stjórn- málaflokkur sem ekki ger- ir það að skilyrði fyrir kosningar að aðild að ríkisstjórn sé bundin við brottför hersins getur ekki eftir kosningar hafnað r íkisstj órnarþátttöku vegna þess máls nema önn- ur baráttumál hans séu ekki í brennidepli." að vakti athygli í sjónvarpinu á þriðju- dagskvöldið, þegar Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins gat ekki gefið skýrari svör um afstöðu flokks síns til dvalar varn- arliðsins en þau, að ákveð- ið hefði verið að halda flokksráðstefnu um þau mál. Slíkt svar gefur ein- ungis til kynna ráðleysi, enda hefur Framsóknar- flokkurinn oft verið reikull í þessu máli allt síðan 1951, þegar allir þingmenn flokksins nema einn, sem sat hjá, greiddu atkvæði með varnarsamningnum við Bandaríkin á Alþingi. Þegar frambjóðendur allra flokka sátu fyrir svörum á beinni línu Vísis fyrir skömmu, var Guð- mundur G. Þórarinsson, 2. maður á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík, spurður um afstöðu flokks síns til Atlantshafsbanda- lagsins og varnarliðsins. Sagði hann, að framsókn- armenn vildu vera áfram í varnarbandalagi vest- rænna þjóða en bætti síðan við: „Við teljum hins vegar mjög marga ókosti fylgja því að hafa hér erlent herlið á friðartím- um og okkar stefna er sú, að við viljum koma hern- um burt í áföngum." Menn muna hvernig Framsóknarflokkurinn barðist fyrir þessari stefnu sinni í samstarfi við Al- þýðubandalagið 1971—74. Það var aðeins vegna fjöldastuðnings við undir- skriftasöfnun Varins lands og markvissrar stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem þá tókst að aftra því að öryggi og sjálfstæði lands- ins væri stefnt í voða. Með stefnu sinni nú er Fram- sóknarflokkurinn greini- lega að biðla til kjósenda Alþýðubandalagsins. Ekki nóg með það, hann er einnig að gefa forystu- mönnum Alþýðubanda- lagsins til kynna, að þeir þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir „herstöðv- armálinu" með framsókn, því að hún sé tilbúin í hvað sem er. Þótt brottför hersins sé níunda „forgangsmál" Svavars Gestssonar nú fyrir kosningar kann það að færast ofar á listann, fallist framsókn og komm- ar í faðma að kosningum loknum. Framsóknar- flokknum er því miður ekki treystandi fyrir ör- yggi þjóðarinnar nema undir ströngu aðhaldi. „Forgangs mál“ Alþýðubandalagsins -.HUNDA- SKIPULAGSHROKI Viö minntumst á Skrifstofu- bákniö eftir Davíð Stefánsson í síöustu hundadögum. Ljóöiö lýs- ir vel þróuninni hér á landi, en henni veröur ekki snúiö viö nema meö því aö Sjálfstæðisflokkurinn veröi stórefldur og fái tækifæri til aö spyrna við fótum, áöur en það er um seinan. Á þessum hroka er nú tekiö aö brydda í Reykjavík eftir aö vinstri flokkarnir náöu völdum í borginni. Þaö er kominn einhver komenskur trúboöshroki í pólitíska Kerfiö í höfuðborginni. En völdunum náöi vinstra liöiö með blekkingum og kosningalof- oröum, sem þaö hefur margsvik- iö eins og allir vita. „Samningana í gildi" var fyrsta vígoröiö, sem svikiö var. Framkvæmdir minnk- uöu, loforö um dagvistunarheim- ili voru sett í frysti. Risiö á Reykjavík hefur lækkaö, já allt hefur lækkaö — nema útsvörin, þau eru nú hærri en í nágranna- byggöalögunum. Hreggviöur Jónsson taldi sig eiga kosninga- loforöið um „samingana í gildi“ inni eftir aö vinstri flokkarnir náöu völdum í Reykjavík, fór meö máliö fyrir dóm, en tapaöi því. Þannig sést svart á hvítu, aö kosningasvik eru aö því leyti betri en önnur svik, aö ekki er unnt aö sækja menn til saka fyrir þau. Þaö hefur bjargað mörgum pólitískum trúboöanum hér sem annars staöar. Kosningasvik geta þó veriö þjóðhættulegri en ýmiss konar svik önnur. Hvernig væri að dómsmálaraöuneytiö beitti sér fyrir stofnun kosninga- svikadómstóls? Á annaö má benda. Vinstra liöinu tókst aö fæla marga kjós- endur í höfuöborginni frá því aö styöja Sjálfstæðisflokkinn í síöustu borgarstjórnarkosning- um meö þeirri biekkingu, aö þeim einum væri treystandi til aö sjá um umhverfisvernd í borg- inni. En hvaö gerist svo, þegar þeir hafa náð töglum og högld- um? Þeir sjá rautt, ef þeir sjá grænan blett í borginni. Þeir sjá engin úrræöi önnur en fylla Laugardalinn og önnur opin svæöi meö steinsteypu og legó- kubbum. Þaö er kallað „þétting byggöar". Enn er þó Austurvöllur óbyggður, en guö má vita, hvaö þaö veröur lengi úr því sem komiö er. Enn er t.d. óbyggt í beðinu framan viö styttu Jóns forseta. En þaö stendur kannski til bóta. Þá verður Austurvöllur oröinn „pottþéttur" af skipulags- hroka. Hér fer svo á eftir kafli úr Ijóöi Davíös Stefánssonar um skrif- stofubákniö og skipulagshroka þennan (en áöur er rétt aö benda á þau ummæli Kristjáns Bene- diktssonar framsóknarmanns í borgarstjórn, aö “einungis 8700 manns“ heföu ritaö undir mót- mæli gegn fyrirhuguðum skemmdarverkum í Laugardál. Þeir voru reyndar um 9000, eöa um 4700 fleiri en kusu Kristján í síöustu borgarstjórnarkosning- um (4368)). Davíð Steíánsson ÚR SKRIFSTOFUBÁKNINU >að teygir sij? vítt yfir bytíRðir ot? borK ok bólKnar af skipulaKsbroka, en KeÍKv®snt er loftið af KjaldeyrissorK ok Krátt, eins ok Lundúnaþoka. En borRarinn fálmar sík buKaður inn ok biður um rétt til að lifa, svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn, , má hamast að reikna ok skrifa. En þarna fær borKarinn skjal eftir skjal, sem skráö er KeKn réttlátri borKun, ok honum er vísað sal úr sal og sagt — að koma á mornun, ok svona genjfur það ár eftir ár, því alltaf er nÓK að skrifa, og alltaf fær borgarinn skipulagsskrár og skilríki fyrir að lifa. . . . Með kænsku er þessari skrifstofu skipt í skápa og bása og deildir, en þar eru skjölin svo skorin og klippt og skipað í flokka og heildir, uns hlaðarnir minna á fannþakin fjöll, sem flóa í mórauðum lækjum, og við þetta bætast svo ógrynnin öll af allskonar vélum og tækjum . . . Reyki aví kurbréf Laugardagur 17. nóvember Alþýdu bandalagið í vörn Alþýðubandalagið er komið í vörn og er á undanhaldi í kosn- ingabaráttunni. Jafnframt hafa komið í ljós meiri brestir í innvið- um þess en áður og verður að leita aftur til sjöunda áratugarins til samanburðar, þegar átökin voru hörðust milli Hannibals Valdi- marssonar og forsvarsmanna Sósíalistaflokksins. Kosningabar- áttan hefur dregið fram og undir- strikað svik Alþýðubandalagsins við launþega. Alþýðubandalagið lofaði launþegum „samningunum í gildi“. Eftir þrettán mánaða stjórnaraðild flokksins var niður- staðan orðin sú, að kaupmátturinn er 12% minni en hann var, þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fór frá völdum í ágústlok 1978. Munurinn á launum láglaunafólks eins og þau hafa orðið í raun undir stjórn Alþýðubandalagsins og eins og þau hefðu átt að verða, ef Alþýðubandalagið 1 fði staðið við loforðið um samningana í gildi nemur hvorki meira né minna en 3 vikna kaupi verkamanns. Þau eru svik Alþýðubandalagsins í krón- um talið. Ekki hefur hlutur lífeyr- isþega orðið betri undir stjórn Alþýðubandalagsins. Kaupmáttur elli- og örorkulífeyris með tekju- tryggingu er 11,3 stigum lægri eftir stjórnarsetu Alþýðubanda- lags en hann var áður. Það er eftirtektarvert að svik Alþýðu- bandalagsins eru mest við þá, sem minnst mega sín, láglaunafólk og lífeyrisþega. Þessi ferill Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn í launamálum kemur ekki á óvart. I vinstri stjórninni 1971—1974 var Alþýðubandalagið alltaf reiðubúið til að taka þátt í aðgerðum sem skertu kaupmátt launafólks. Um mánaðamótin maí—júní 1974 tók Alþýðubandalagið þátt í að setja bráðabirgðalög, sem afnámu vísi- tölubindingu launa. Alþýðubanda- lagið stóð einnig að lagasetningu í sumar um bann við verkfalli og gerðardóm til þess að leysa verk- fall. Tillöguflutningur ráðherra Al- þýðubandalagsins í vinstri stjórn- inni segir sína sögu. Sl. vetur lögðu ráðherrar Alþýðubandalags fram ítarlegar tillögur um aðgerð- ir í efnahagsmálum. í tillögum þessum var kafli um kjaramál en þar var auð síða. Þar var ekkert að finna. Ahugi ráðherra Alþýðu- bandalagsins á kjaramálum var ekki meiri en svo. í sumar lagði Svavar Gestsson fram tillögur um 15 milljarða álögur á almenning í landinu með 7% innflutnings- skatti. Þessar tillögur eru athygl- isverðar fyrir tvennt. I fyrsta lagi er hér um að ræða almennan innflutningsskatt, sem hefði kom- ið illa við láglaunafólk ekki síður en aðra. Ráðherra Alþýðubanda- lagsins hefur því ekki haft í huga að haga þessari skattlagningu þannig, að hún kæmi síður við láglaunafólk og lifeyrisþega. I öðru lagi tók hann sérstaklega fram, að skattur þessi ætti ekki að koma fram í kaupgjaldsvísitölu. Þetta hefði þýtt 2% hækkun vísitölu bótalaust fyrir launþega. Af þessu yfirliti er ljóst, að Alþýðubandalagið hefur gert allt það í launamálum, sem það hefur alltaf sakað aðra um. Það hefur tekið vísitöluna úr sambandi. Það hefur skert vísitöluna. Það hefur skert kjör lífeyrisþega. Það hefur staðið að verulegri kaupmáttar- rýrnun. Það hefur lagt fram til- lögur um stórfelldar bótalausar álögur á launþega. Það hefur bannað verkfall með lögum. Það hefur sett gerðardóm á launþega með lögum. Það er því engin furða, þótt innviðir þess séu að bresta. Enda er tvískinningurinn víðar á ferðinni en í málefnum launþega. Innviðir bresta Samtök herstöðvaandstæðinga hafa að undanförnu ráðizt harka- lega að Alþýðubandalaginu fyrir það, sem samtökin telja svik þess í varnarmálunum. Herstöðvaand- stæðingar telja greinilega, að Al- þýðubandalaginu sé ekki fremur treystandi í þeim málum en öðrum flokkum. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki treysta einum flokki fremur en öðrum í þeim efnum. Þeir hafa krafizt skýlausra yfirlýsinga frá ráðamönnum Al- þýðubandalagsins um það, að þeir muni ekki fara inn í ríkisstjórn á ný án þess, að sú stjórn hefði það á stefnuskrá sinni, að varnarliðið færi af landi brott. Ráðamenn Alþýðubándalagsins hafa færzt undan því að gefa slíka skýlausa yfirlýsingu eins og bezt kom fram í ummælum Svavars Gestssonar hér í Morgunblaðinu. I þrjá ára- tugi hafa Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag barizt hart fyrir brottför varnarliðsins. Ýmsir nú- verandi forystumenn Alþýðubandalagsins hófu stjórn- málaferil sinn í samtökum herst- öðvaandstæðinga eins og t.d. Ragnar Arnalds. Þegar samtök herstöðvaandstæðinga lýsa því nú yfir, að Alþýðubandalaginu sé ekki treystandi í herstöðvarmál- um er ljóst, að sú afstaða er reiðarslag fyrir Alþýðubandalag- ið. Hið sama má segja um síðustu yfirlýsingar Sambands íslenzkra námsmanna erlendis. Sú hreyfing hefur í fjöldamörg ár verið eins konar útibú frá Alþýðubandalag- inu. Ekki virtist breyting ætla að verða á því fyrir þessar kosningar. Forsvarsmenn SÍNE lýstu því yfir, að þeir ætluðu að hafa sérstaka samvinnu við Alþýðu- bandalagið um kjörskrárkærur. Þetta er auðvita fáheyrð afstaða hjá samtökum, sem hafa innan sinna vébanda mikinn fjölda ungs fólks með margvíslegar stjórn- málaskoðanir, fólk, sem greiðir gjöld til þessara samtaka til að halda starfsemi þeirra uppi í þágu hagsmuna námsmanna en ekki til þess að halda uppi útibúi frá Alþýðubandalaginu. Nú hefur SÍNE snúizt gegn Alþýðubanda- laginu, sakað það um rangfærslur og ótrúlega sjálfumgleði í tilefni af því að Alþýðubandalagið hefur sent námsmönnum erlendis bréf, þar sem tíunduð eru „afrek“ Al- þýðubandalagsins í málefnum þeirra. Þessi yfirlýsing SÍNE er meiriháttar áfall fyrir Alþýðu- bandalagið, sem hefur lagt mikla áherzlu á að tengjast ýmsum „fjöldahreyfingum“. Loks er Alþýðubandalagið kom- ið í mikil vandræði gagnvart jafnréttishreyfingunni en flokkur- inn hefur talið sig jafnéttissinn- aðri en aðra flokka.Astæðan fyrir því að Alþýðubandalagið er komið í vandræði á þessum vígstöðum einnig er sú, að það þurfti að tryggja Ólafi Ragnari Grímssyni öruggt þingsæti. Ef hann hefði verið í fjórða sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík áfram hefði hann fallið út af þingi. Þess vegna var gripið til þess ráðs að færa konuna til og ýta henni í fjórða sætið. Þetta hefur að vonum vakið mikla reiði meðal þeirra. kvenna, sem starfa innan Alþýðubandalagsins og í jafnréttishreyfingunni og ekki að- eins meðal kvenna heldur líka meðal karla, sem hafa áhuga á jafnréttismálum. Þetta er skýr- ingin á því að Þjóðviljinn hamast nú við það daglega að halda því fram, að fjórða sætið sé ekki fallsæti og að tvær konur séu í baráttusætum Alþýðubandalags- ins í Reykjavík! Þegar litið er yfir stöðu Alþýðubandalagsins tveim- ur vikum fyrir kosningar blasir þetta við: Flokkurinn hefur svikið launþega. Flokkurinn hefur brugðizt herstöðvaandstæðingum, námsmönnum og jafnréttishreyf- ingunni og í þessum hreyfingum öllum er andstaðan við Alþýðu- bandalagið að að magnast. Al- þýðubandalagið hefur greinilega ekki þolað stjórnaraðild tvívegis á þessum áratug. Tvískinningurinn hefur komið of greinilega í ljós. Fylgismennirnir þola ekki við. Þeir hafa séð, að hinir nýju forystumenn Alþýðubandalagsins eru tilbúnir til að fórna hvaða málefni, sem er fyrir ráðherra- stóla, hvort sem það eru málefni launþega, herstöðvaandstæðinga eða námsmanna. Þeir hafa séð, að Alþýðubandalagið er tilbúið að fórna jafnréttishugsjóninni fyrir öruggt þingsæti fyrir Ólaf Ragn- ar. Af þessum ástæðum eru miklir brestir nú í inniviðum Alþýðu- bandalagsins. Og þeir eru alvar- legri og meiri en þegar Hannibal var að kljást við kommúnista í gamla daga. Ný stjórnaraðild Al- þýðubandalags að kosningum loknum mundi að öllum líkindum leiða til opinbers klofnings í flokk- num. Verðbólga kratanna Þau tíðindi spurðust í síðustu viku, að verðbólgan væri komin yfir 80%. Ekki hefur verið reynt að bera brigður á þessa tölu. Framfærsluvísitalan hækkar um 16% hinn 1. desember. Þetta þýðir, að verðbólguhraðinn nú er yfir 80% miðað við síðustu þrjá mánuði. Allan sl. vetur stóðu hörð átök innan vinstri stjórnarinnar um stefnuna í efnahagsmálum. Eins og menn muna kynntu kratar í desember fyrir ári nýtt lagafrum- varp, sem að vísu var aldrei lagt fram á Alþingi. Eftir áramótin lögðu þeir þetta frumvarp fram innan ríkisstjórnarinnar sem til- lögu sína í efnahagsmálum. Þessi tillaga þeirra olli miklu fjaðrafoki innan vinstri stjórnarinnar. Svo fór að lokum, að Ólafur Jóhann- esson gerði á því ákveðnar breyt- ingar, sem allar voru þess eðlis, að hann tók afstöðu með krötum gegn Alþýðubandalaginu. Eftir mikil átök innan vinstri stjórnar- innar varð samkomulag um þetta frumvarp með nokkrum breyting- um og það var samþykkt, sem lög frá Alþingi í byrjun aprílmánaðar sl. Þessi lög hlutu nafnið Ólafslög en voru að höfuðefni til frumvarp kratanna. Þeir höfðu því sitt fram innan ríkisstjórnarinnar enda lýstu talsmenn þeirra því yfir,að hér væri á ferðinni lagasetning, sem markaði tímamót í stjórn efnahagsmála á íslandi. Síðan hafa kratalögin hans Ólafs verið í gildi og þróun efnahagsmála verið í samræmi við ákvarðanir þeirra. Nú eru liðnir 8 mánuðir síðan þessi tímamótalöggjöf var sett. Hún hefur því haft úrslitaáhrif á efnahagsþróunina á þessum tíma. Þetta er nægilega langur tími til þess að efnahagslög kratanna hafa fengið að sýna hvað í þeim býr. Efnahagsstefna Alþýðu- flokksins hefur verið í fram- kvæmd síðustu 8 mánuði. Ekkert atriði sem máli skiptir í efna- hagsstefnu Alþýðuflokksins var tekið út út þessari löggjöf enda hafa kratar ekki getað bent á nokkurn verulegan þátt efna- hagsstefnu þeirra, sem þeir ekki komu fram. Þeir voru líka í sjöunda himni sl. vor þegar lögin höfðu verði samþykkt. Eftir að efnahagstefna Alþýðu- flokksins hefur verið í fram- kvæmd í 8 mánuði liggur fyrir, að verðbólguhraðinn er kominn yfir 80%. Raunar er hann að nálgast 90% vegna þess, að kratarnir settust á hækkunarbeiðnir frá fjölmörgum aðilum rétt eins og það nægði til að draga úr verð- bólgunni! Ef áhrif þeirra hækkana væru talin með kæmi í ljós, að verðbólgan væri að nálgast 90%. Þetta er árangurinn af efna- hagsstefnu Alþýðuflokksins. Verð- bólgan er komin í 80—90% eftir að efnahagsstefna þeirra hefur verið í framkvæmd nær allt árið. Alþýðuflokkurinn gekk til kosn- inganna 1978 undir því kjörorði, að hann ætlaði að setja samning- ana í gildi, hreinsa til í þjóðfélag- inu og ná tökum á verðbólgunni. Hann hefur svikið loforðið um samningana í gildi með sama hætti og Alþýðubandalagið. Vil- mundur situr í dómsmálaráðu- neytinu en engar fréttir berast af verkum hreinsunardeildar Al- þýðuflokksins. Og verðbólgan er komin yfir 80%. Enginn flokkur hefur lofað kjósendum jafn miklu og Alþýðu- flokkurinn og svikið jafn margt. Alþýðuflokkurinn hefur ekki gert nokkra grein fyrir því í þessari kosningabaráttu hver stefna hans í efnahagsmálum er nú. Þess vegna verður að ganga út frá því sem vísu, að hann boði óbreytta stefnu þ.e. þá stefnu, sem felst í svonefndum Ólafslögum. Fram- bjóðendur Alþýðuflokksins hafa ekki upplýst, hvaða breytingar þeir boði frá þeirri stefnu sem þar var mörkuð og nú er í fram- kvæmd. Þeir hafa ekki gefið til kynna, að þeir hyggist afnema Ólafslög fái þeir endurnýjaðan stuðning kjósenda í kosningunum í desember. Þeir hafa nákvæmlega ekkert upplýst um það, að þeir ætli að breyta um stefnu í efna- hagsmálum. Þess vegna verður að líta svo á, að efnahagsstefna kratanna sé óbreytt, að stefna þeirra sé sú, sem nú er í fram- kvæmd. Hún hefur leitt til 80% verðbólgu. Hafa menn einhvern áhuga á að gefa krötunum leyfi til að sýna, að þeir geti komið verðbólgunni yfir 100%? Ef Al- þýðuflokkurinn fær áfram stuðn- ing kjósenda mun þeim áreiðan- lega takast að koma verðbólgunni yfir 100%. Slík hafa afrek þeirra í verðbólgubaráttunni verið á þessu ári. Alþýðuflokkurinn hefur á síðustu 13 mánuðum skipað sér í sveit með hinum verðbólguflokk- unum, Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi. Þessir þrír flokkar bera sameiginlega ábyrgð á þeirri óhugnanlegu verðbólguþróun, sem nú ríkir í landinu. Enginn þessara þriggja flokka hefur boðað breytta stefnu. Það þýðir að þeir hyggjast allir halda sömu stefnu og þeir hafa gert síðustu 13 mánuði. Kjósendur geta því gengið út frá því sem vísu, að efli þeir þessa flokka til áframhaldandi valda- stöðu mun verðbólgan halda áfram og hún mun magnast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.