Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 27 aö vera „Country-Pop“ meö Barry Manilow yfirbragöi (stundum). Auk þess minnir hann á fyrri plötur frá listamönnum eins og Björgvini og hans Brimkló, og Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. Bjarki hefur yfir að ráöa þýöri og fallegri rödd sem hann notar best í Ijúflingslögum eins og „Ég leita“, „Eftir hljómleik“, „Glókollur" sem er hér í nýrri útgáfu, (sem reyndar er ekki jafn melódísk og hin fyrri). Af erlendum virðist hann sækja nokkuö til Eagles (Einn á ferö) og Van Morrison (Ég er ástfanginn) í flutningi (og er aö sjálfsögöu ekki leiöum aö líkjast þar). Þaö veröur aö viðurkennast aö undirritaöur bjóst alls ekki viö svo góðri plötu frá Bjarka, þó vitanlega megi finna einstaka galla, eins og þegar hann lækkar tóninn í „Ég er ástfanginn" en slíkar aðfinnslur falla undir persónulegt mat hvers og eins. Bestu lögin á plötunni eru lögin „Hlustaðu á vindinn", „Ég er ást- fanginn" og „Einn á ferö“ sem hefur afar sterkan stemmn- ingar„sjarma“. HIA Stjörnur kvöldsins: George Adams á saxófón og Dannie Richmond á trommum. George Adams-Don Pullen Quartet ÞEIR félagar George Adams og Don Pullen leiddu hljóm- sveit sína fram á fjalirnar í Austurbæjarbíói síðastliðið sunnudagskvöld. Þessir hljómleikar voru án efa ein- hverjir þeir bestu sinnar teg- undar og ekki aö undra þó aö óhorfendur hafi hyllt þá vel og lengi, jafnvel þegar þeir gengu út af sviöi í hléinu. Þeir félagar léku nokkuð blandaðan jazz, þó með nokkuð sterkum blues-tón- um í flestum tilfellum, en líka alls kyns öðrum fyrirbærum. Saxófónleikarinn George Adams og trymbillinn Dannie Richmond nutu sýnilega mestrar hylli enda báðir af- burða-tónlistarmenn, sem búa yfir meiri tækni og til- finning en sést hefur hér- lendis um alllangt skeið. Adams náði auk þess athygli með ýmsum tilburðum í tíma og ótima. Richmond aftur á móti sýndi okkur hvernig hægt er að leika trommusóló á einn disk, og hvernig auövelda má annars tilþrifamikinn trommuleík. Þar utan lék hann stórt hlutverk í heildar- tónlistínni og virtist afar ánægður á sviðinu. Aftur á móti fór lítið fyrir píanóleikaranum Don Pullen en tónarnir svifu harðir og mjúkir, liprir og þungir út um hátalarana og augljóst var aö hér var á ferðinni mikilhæfur píanisti. Bassaleikarinn Cameron Brown er eini hvíti maöurinn í hljómsveitinni og þeirra minnst þekktur en engu að síður góður spilari, og hélt hann hinum vel saman í leik sínum auk þess aö gefa mjög gott kontrabassasóló. Þess má geta að óvenjulegt er, aö lög, sem maður heyrir í fyrsta skipti, hljómi í höfðinu þremur dög- um síðar, en það hefur gerst með eitt af þeim lögum sem ég heyrði þá leika á sunnu- dagskvöldið. Þaö eitt sýnir hversu góö og lífleg tónlist þeirra var og vel leikin. Adams söng meira að segja eitt „blues“ — lag við mikinn fögnuö áhorfenda. Þessir náungar eru allir þekktir í jazzheiminum, þeir Pullen Adams og Richmond léku t.d. allir með Charles heitnum Mingus, og Rich- mond hefur þar aö auki leikíð með Mark Almond, og var á þeirra bestu plötum, John Mayall og Elton John. Pullen hefur aftur á móti leikið með listamönnum eins og Nínu Simone og Art Blak- eys Jazzmessengers, og Adams hefur t.d. leikið með Art Blakey, Lightin Hopkins, Howlin Wolf og Gil Evans, þannig aö ekki er aö undra aö þeir leiti einnig til „blues“-tónlistarinnar. Cam- eron Brown er aftur á móti fyrrverandi bassisti Archie Shepps. Don Pullen lét Ktið á sér bera, en lék þeim mun betur Hver hefur erindi sem erfiói, en plata þeirra er komin út Líklega eru einhver áhrif frá þeirri hljómsveit hér, en hún var stofnuö upp úr Brimkló (sem fór svo aftur af staö síöar). Tónlistin á þessari plötu er flutt lýtalaust enda unnin af þaulvönum stúdíómönnum, og samin af köpp- um eins og Jóhanni G. Jóhanns- syni, Jóhanni Helgasyni, Arnari Sigurbjörnssyni, Magnúsi Kjart- anssyni og Magnúsi Þór Sig- mundssyni, sem renna frá sér óvenju miklu magni af ágætum lögum þessa dagana. Tónlistin fellur helst undir það Ekki alls fyrir löngu kom loks út litla plata norðlensku hljóm- sveitarinnar Hvers, en plata þessi, sem hefur að geyma tvö Íög, átti að koma á markaðinn fyrir alllöngu siðan. Bæði lögin eru frumsamin og heita „Helena“ og „Ég elska þig“. I stuttu spjalli sögðu þeir í Hver að sagan af plötunni væri mikil hrakfallasaga. Hún hefði verið tekin upp eina helgi í maí og átti þá að koma út snemma sumars. En fyrsta upplagið reyndist meingallað og því varð það ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum að skífan sá loks dagsins ljós. En fleira er að frétta úr herbúð- um þeirra Hver-manna. Þrír þeirra eru nú að halda til Banda- ríkjanna til að kynna sér stúdíó og annað er viðkemur hljómplötuiðn- aðinum þar ytra. Munu þeira dvelja í New York, Los Angeles og Miami og ætla sér að gera saman- burð á stöðu hljómplötuiðnaðarins þar og hér. Er þeir voru spurðir að því hvort þeir litu á litlu plötuna sem áfanga á leið til útgáfu breiðskífu, kváðu þeir svo ekki vera. „Við höfum að vísu fullan hug á að gefa út plötu, en það gerum við þó aðeins að við teljum okkur hafa eitthvað svo mikilvægt fram að færa að við verðum að þrykkja það í plast. Að okkar dómi er alltof mikið um það að hljómsveitir gefi út plötu, af tilbúinni þörf. Þá erum við heldur ekki sáttir við hljómgæði innlendra platna, sem við teljum alls ekki sambærileg við erlendar skífur. Okkur finnst einkennilegt að ekki sé hægt að hafa hljómgæði góð á þeim plötum sem teknar eru upp í Hljóðrita, miðað við að stúdíóið þar á að vera fyllilega sambærilegt við stúdíó erlendis." I fyrrasumar gerði Hver víðreist um landið og lék fyrir böllum á fjölmörgum stöðum og í bígerð er að taka til við þá iðju næsta sumar. Má sem dæmi nefna að Hver fór í tveggja vikna ferð til Færeyja og lék þar við góðan orðstír. Að lokum er svo tilhlýðilegt að minnast á plötu þeirra félaga. Má segja um hana að allt hljómi þar mjög kunnuglega. Lagið „Helena" er þó gott lag og eflaust mætti vinna það mun betur en gert er á plötunni. Mynd. Mbl. Kristinn. Hver, eins og hljómsveitin er skipuð í dag: Hilmar Þór Hilmarsson, Leifur Hallgrímsson, Þórhallur Vogar og Baldvin Pétursson. Auk þeirra er Steingrímur Óli Siguröarson í Hver, en hljómsveitin er í fríi fram yfir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.