Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 Hólmfríður Björns- dóttir-Afmæliskveðja Hólmfríður Björnsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Nesi við Loðmund- arfjörð, nú til heimilis í Álfheim- um 52, Reykjavík, átti 95 ára afmæli 8. nóvember s.l. — Þó rannsóknir muni hafa leitt það í ljós, að meðalaldur þjóðarinnar hafi farið hækkandi á þessari öld, eru slík afmæli ekki viku- eða mánaðarlegur viðburður meðal þegna þjóðfélagsins og því síður, að þeir sem svo háum aldri ná beri hann svo vel sem Hólmfríður frá Nesi. Slíkt heyrir til fárra undan- tekninga. Hólmfríður er fædd í Dölum í Fáskrúðsfirði 1884, dóttir hjón- anna Björns Stefánssonar, er bjó þar lengi, sem þekktur sveitar- höfðingi á Austurlandi, og konu hans Margrétar Stefánsdóttur prests á Kolfreyjustað í sömu sveit. Standa að Hólmfríði merkar bænda- og prestaættir á Austur- landi, er á sinni tíð gerðu þar garðinn frægan. — Hjónin í Döl- um, Björn og Margrét, eignuðust 5 dætur, sem allar urðu mætar og velmetnar konur og húsmæður og einn son, sr. Stefán, er lengi var prestur á Hólmum í Reyðarfirði og fluttist síðar til Eskifjarðar, er presstsetrið var flutt þaðan frá Hólmum. Séra Stefán var og um mörg ár prófastur í Suður-Múla- prófastsdæmi. Árið 1916 giftist Hólmfríður sveitunga sínum, Halldóri búfræð- ingi Pálssyni í Tungu í Fáskrúðs- firði. Var Halldór sonur hjónanna í Tungu, Páls hreppstjóra Þor- steinssonar og konu hans Elín- borgar Stefánsdóttur. Tengdust, með giftingu þeirra Halldórs og Hólmfríðar, saman tvö þau heim- ili, sem mest fór myndarorð af, ekki einungis á Fáskrúðsfirði, heldur víðar um land, bæði á Austfjörðum og annars staðar. Vorið 1917 fluttust þau Halldór og Hólmfríður að Nesi í Loðmund- arfirði, þar sem þau bjuggu góðu menningarbúi til ársins 1941, er þau létu af búskap og fluttust til Suðurlands, fyrst að Saltvík á Kjalarnesi, þar sem þau tóku að sér bústjórn um hríð, en síðar alfari til Reykjavíkur, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. Halldór, maður Hólmfríðar, lést fyrir nokkrum árum og hefur Hólmfríður síðan haldið heimili með Birni syni sínum. Halldór og Hólmfríður eignuð- ust þrjú börn, en þau eru: Auður, kona séra Jóns Kr. ísfeids fyrrum sóknarprests á Bíldudal og víðar, Leifur frummótasmíðameistari og Björn gullsmiður. Öll eru þau systkinin nú búsett í Reykjavík. Eru þau öll vel gert og vel metið fólk, svo sem þeim stendur ætterni til. Hér hefur verið stiklað á stóru um helstu æviatriði Hólmfríðar frá Nesi, enda ekki hægt í stuttri VOLVO ÞJÓNUSTA IMú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka VETRARSKOÐUIM 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleðslu 5. Hreinsun á blöndung 6. Hreinsun á bensíndælu Verð með söluskatti: 4 cyl. kr. 37.057,- 6 cyl. kr. 39.990,- Innifalið í verði: Platínur, olíusía, ísvari, ventlalokspakkning, kerti, vinna, vélarolía. Akranes: Bílvangur, Bílaverkstæði Gests Friðjónssonar. Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness. Stykkishólmur: Nýja bílaver. Tálknafjörður: Vélsmiðja Tálknafjarðar. ísafjörður: Bifreiðaverkstæði ísafjarðar. Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. Sauðárkrókur: K.S., Sauðárkróki. Akureyri: Þórshamar hf. Húsavík: Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar. Þórshöfn: Bifreiðaverkstæði K.L. Egilsstaðir: Fell sf., Hlöðum við Lagarfljótsbrú. Hornafjörður: Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn. Kirkjubæjarklaustur: Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar. Hvolsvölur: K.R. Hvolsvelli og Rauðalæk. Selfoss: K.Á. Við Austurveg. 7. Skipt um kerti 8. Skipt um platínur 9. Stilling á viftureim 10. Skipt um olíu og olíusíu 11. Mæling á frostlegi 12. Vélastilling 13. Ljósastilling Fasteign á hjólum 3 vo ^7 VOLVO) VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 afmæliskveðju að fara þar yfir sögu, svo sem vert væri. Eg var 10 ára drengur, þegar Halldór og Hólmfríður fluttust í Nes og hef ég æ síðan haft af Hólmfríði kynni. Og það þykist ég geta um hana sagt, að þar sem hún fór og hvar sem hún fór, þar hafi farið kona, sem var og er góðrar gerðar. Hólmfríður hefur alla sína tíð verið mikil húsmóðir. Heimili sitt og fjölskyldu sinnar, hvort sem það stóð austur á Nesi eða það fluttist til Reykjavíkur, hefur hún byggt upp af einskærri smekkvísi, snyrtimennsku og umhyggju, og yfir því hefur vakað blær heil- brigðrar hófsemi og þjóðlegs virðuleika. Bæði voru þau hjón þekkt fyrir rausn og gestrisni og þótti öllum gott til þeirra að koma. Hólmfríður er að eðlisfari gædd ríkri listhneigð og handlægni og eru verk hennar á sviði útsaums og ýmissa kvenlegrar handavinnu rómuð meðal allra er séð hafa. Hef ég heyrt ýmsa, sem betur hafa en ég þekkingu á að meta slíka hluti, láta þau orð falla, að margt af þessari tómstundaiðju hennar heyrði til sannri listmunaiðn. Og svo hefur þessi listsköpun verið henni ástfólgin, að allt fram á þennan dag, þó að aldur hennar sé orðinn óvenju hár, hefur hún síður en svo lagt hana á hilluna. Og áreiðanlega er henni það óblandið fagnaðarefni, að börn þeirra hjóna öll hafa hvert á sínu sviði, erft listhneigð hennar og verksnilli. Hólmfríður Björnsdóttir er kona trúhneigð og trúrækin. Veit ég, að nú þegar hún lítur yfir farinn veg frá hinu háa aldurs- sæti, verður henni ríkt í huga þakklæti til þeirrar forsjónar lífsins, sem hún hefur ávallt trúað á, fyrir handleiðslu hennar svo_ langt og farsælt æviskeið. En það er fleirum sem á slíku afmæli má vera þakklæti í huga. Auðlegð hverrar þjóðar, þó mörg- um sjáist títt yfir það, er ekki fyrst og fremst fólgin í fjármun- um, skrauti eða öðru fallvöltu gengi. Farsæld og auður hvers þjóðfélags byggist á því, að meðal þess fæðist, lifi og starfi sem mest af góðum þjóðfélagsborgurum, konum og körlum, sem með lífi sínu og starfi lyfta þjóðinni fram til þroska og bjartara mannlífs, í smáu og stóru. — Þess vegna stendur hvert þjóðfélag í þakk- arskuld, er slíkum mönnum, hvar í stöðu og stétt sem er, auðnast að lifa langan og farsælan starfsdag. Hólmfríður frá Nesi er einn þeirra góðu þegna, sem þjóðfélagi okkar er hollt að hafa mátt njóta sem lengst. Þess vegna þakka ástvinir hennar, ættingjar, vinir og kunningjar einnig á þessu stórafmæli hennar langa og giftu- ríka samfylgd hennar og færa henni hugheilar kveðjur og óskir á þessum merkisdegi. Knútur Þorsteinsson. Þetta gerdist 18. nóv. 1978 — „Jonestown-fjöldamorð- in í Guyana: 900 manns úr sértrúarsöfnuði fremja sjálfs- morð og bandarískur þingmaður myrtur ásamt fjórum öðrum. 1976 — 27 teknir af lífi í Eþíópíu fyrir meint samsæri. 1970 — Kínverjar skipa sendi- herra í Moskvu — Vestur-Þjóð- verjar og Pólverjar taka upp stj órnmálasamband. 1936 — Þjóðverjar og ítalir viðurkenna stjórn Francos. 1935 — Gripið til efnahagslegra refsiaðgerða gegn ítölum. 1918 — Lettland verður sjálf- stætt lýðveldi. 1905 — Stórþingið kýs Karl Danaprins (Hákon VII) konung Noregs — Japanir gera Kóreu að verndarríki. 1903. — Bandaríkin semja við Panama um lagningu Panama- skurðar, stjórn hans og notkun og Panamaskurðsvæðið. 1830 — Þjóðþing í Belgíu lýsir yfir sjálfstæði. 1666 — Frakkar taka Antigua, Vestur-Indíum, af Bretum — Skotar sigraðir í orrustunni á Pentland-hæðum. 1626 — Péturskirkja í Róm vígð Afmæli Sir W.S. Gilbert, enskt leikritaskáld (1836—1911) — Ignaz Jan Paderewski, pólskur píanóleikari & stjórnmálaleið- togi (1860—1941). — Amelita Galli-Curci, ítölsk sópransöng- kona (1889—1963). Andlát. Karl von Clausewitz, herfræðingur, 1831 — Marcel Proust, rithöfundur, 1922. Innlent. Sjómannafélagið Báran stofnað 1894 — d. Hannes Fin- sen stiftamtmaður 1892 — Matthías Jochumsson 1920 — Bardaginn í Suðurgötu (sigur Ólafs Friðrikssonar og fylg- ismanna á lögreglu) 1921 — d. Guðmundur Magnússon skáld 1918. — Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði 1918 — Annað ráðuneyti Hermanns Jónassonar skipað 1941 — ASÍ endurskipulagt 1940 — „Ægir“ bjargar 20,000 tonna olíuskipi við Eldey 1969 — f. Páll Zóphóníasson 1886 — Svavar Guðnason 1909. Orð dagsins. Ég hef aldrei séð asna, sem tala eins og menn, en ég hef hitt marga menn, sem tala eins og asnar — Heinrich Heini, þýzkt skáld (1797—1856). Þetta geróist 19. nóv. 1977 — Anwar Sadat kemur til Israels í friðarferð. 1976 — Auðmannsdótturinn Patricia Hearst sleppt úr haldi. 1973 — Orkukreppa veldur mestu verðbréfalækkun í 11 ár í New York. 1972 — Willy Brandt endurkos- inn kanzlari Þjóðverja. 1969 — Önnur lending mannaðs geimfars á tunglinu (Conrad & Bean). 1962 — Fyrstu Jazz-tónleikar í Hvíta húsinu haldnir. 1946 — Fyrsta ráðstefna UN- ESCO haldin í París. 1942 — Þýzki herinn í Stalíngrad umkringdur 1919 — öldungadeildin-hafnar Versala-samningnum. 1858 — Brezka Kólombía (í Kanada) verður krúnunýlenda. 1809 — Frakkar sigra Spán- verja við Ocana og ná allri Andalúsíu nema Cadiz. 1808 — Stein kemur á sveitar- stjórnum í Prússlandi. 1807 — Frakkar gera innrás í Portúgal. 1792 — Franska byltingar- stjórnin býður fram aðstoð til allra þjóða sem vilja steypa ríkisstjórnum. 1493 — Kristófer Kólumbus finnur Puerto Rico. Afmæli. Robert Devereux, 3ji jarl af Essex (1566—1601) — Karl I af Englandi og Skotlandi (1600-1649) - Bertel (Albert) Thorvaldsen, dansk-íslenzkur myndhöggvari (1770—1844) — Ferdinand de Lesseps, faðir Súezskurðar (1805—1894) — James Garfield, bandarískur forseti (1831-1881) - Indira Gandhi, indverskur stjórnmála- leiðtogi (1917—). Andlát. Franz Schubert, tón- skáld, 1828 — Sir William Siem- ens, uppfinningamaður, 1883. Innlent. Geirfinnur Einarsson hverfur 1974 — f. Albert Thor- valdsen 1770 — Myndastytta Thorvaldsens afhjúpuð á Aust- urvelli 1875 — d. Páll Sæmund- arson frá Odda 1216 — Þorkell Fjeldsted stiftamtmaður 1796 — Fríkirkjan í Reykjavík stofnuð 1899 — d. Jón Stefánsson list- málari 1962 — Bjarni Jónsson vígslubiskup 1965 — f. Elsa Sigfúss 1908. Orð dagsins. Orð cru það eina sem varir að eilífu — William Hazlit enskur rithöfundur (1778-1830).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.