Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 37 CANTER vörubíllinn f rú MITSUBISHI Árgerð 1980: Heildarþungi — 5,5 tonn Vél — Diesel Verð: kr. 7.800.000 m/palli Amitsubishi MOTORS CORPORATION P. STEFANSSON HF. HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 •# Im,tsubish« ## Ljósm. Mbl. Kristján. Stjórn Kaupgarðs hf. og framkvæmdastjóri í nýju verzluninni. Á mvndinni eru (fv.) Torfi Torfason formaður, Gústaf Sófusson og Ingi Jónsson meðstjórnendur, svo og ólafur Torfason framkvæmdastjóri. Kaupgarður í nýju húsi VERZLUNIN Kaupgarður hf. tók til starfa í vikunni i nýju húsnæði við Engihjalla í Kópa- vogi, en fyrirtækið hafði áður verið til húsa að Smiðjuvegi 9 í sama bæ. í nýju verzluninni starfa 15—20 manns og fram- kvæmdastjóri og verzlunarstjóri er Ólafur Torfason. Kaupgarður h/f var stofnaður 5. sept. 1973 og var tilgangur félags- ins að reka vörumarkað með matvörur, hreinlætisvörur og fleiri algengar neysluvörur. Þann 4. des. 1973 var verslun félagsins opnuð í leiguhúsnæði að Smiðju- vegi 9 í Kópavogi. I ágústmánuði 1977 hófust byggingarframkvæmdir við nýtt verslunarhúsnæði við Engihjalla í Kópavogi og var grunnur grafinn og sökklar steyptir um haustið. Framkvæmdir lágu niðri um veturinn en vorið 78 hófust þær að nýju og hafa staðið síðan. I dag er búið að steypa upp I. áfanga hússins ásamt kjallara II. áfanga. Verslunarhæðin í dag er 1035 fm. Kjallari undir báðum áföngum auk bifreiðageymslu er ca. 1464 fm. Annar áfangi hússins er um 488 fm og á hann að vera 2 hæðir auk kjallara. í þeim áfanga eru hugsaðar smáverslanir auk aðstöðu fyrir ýmsar þjónustu- greinar. Anthony Hopkins í hlutverki búktalarans Corky ásamt brúð- unni Feiti. Búktal- arinn í Nýja bíói NÝJA BÍÓ hóf í gær sýningar á kvikmyndinni Búktalarinn (Mag- ic) sem gerð er eftir sögu Will- iams Goldmans. Framleiðendur eru Joseph E. Levine og Richard P. Levine en leikstjóri er Richard Attenborough. Tónlistin við myndina er eftir Jerry Gold- smith. I aðalhlutverkunum eru Ant- hony Hopkins, Ann-Margret, Burgess Meredith og Ed Lauter. Myndin greinir frá töframanni nokkrum, Corky, sem jafnframt er búktalari. Ákveðið hefur verið að hann skuli taka að sér þátt hjá NBC-útvarpsstöðinni. En þegar Corky fréttir að hann þurfi áður en hann undirritar samninginn að gangast undir læknisskoðun hætt- ir hann við allt saman. Fer hann til fundar við æskuunnustu sína, Peg, sem býr í ástvana hjónab- andi. Maður Peg er í burtu og er allt leikur í lyndi hjá þeim Corky kemur umboðsmaður hans. Fund- ur þeirra endar með skelfingu þar sem Corky er orðinn svo tengdur brúðu sinni að hún nær stundum völdum á honum. Maður Peg kemur heim og sér strax hvað gerst hefur og hyggst hefna sín á Corky. Nýtísku Hafa baðinnrétting ar í baðherbergið ykkar Utsölustaöir Málningarþjónustan Akranesi Atlabúöin Akureyri Bústoö Keflavík Valberg Ólafsfiröi Húsgagnav. Patreksfjaröar J.L. húsið Reykjavík G.Á.B. Selfossi Brimnes Vestmannaeyjum Harald Johannssen, Seyöisfiröi og flest kaupfólög um land allt. Ath: Baðskápasýning í dag kl. 2-5II. hæð. Vald Poulsen h/f Suðurlandsbraut 10. Sími 38520 - 31142.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.