Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 39 firði og flytjast þangað. Árið 1947 lýkur samvistum þeirra, en nokkru síðar sest Iðunn að í Reykjavík, þar sem hún dvaldist æ síðan. Börn þeirra Iðunnar og Vil- helms eru þrjú, Valgeir, kvæntur Sigurlaugu Þorleifsdóttur, Þuríð- ur Sveinbjörg, gift Baldri Hólm- geirssyni, og Hrafnhildur, gift Sigmundi Fr. Kristjánssyni. Þau búa öll með fjölskyldum sínum á Reykjavíkursvæðinu. Til Reykjavíkur fluttist hún með eftirlifandi manni sínum, Ólafi Jónssyni, ættuðum úr Döl- unum, og bjuggu þau á ýmsum stöðum í Reykjavík, þar til Ólafur bjó þeim af kunnri eljusemi sinni varanlegan bústað að Ásgarði 45, þar sem hún bjó til dauðadags, en þá voru þau tvö ein eftir „í kotinu", er börn þeirra höfðu mundað sín eigin heimili. Þau eru: Jón Haukur, kvæntur Helene Pálsdóttur Pampichler, Sævar Már, kvæntur Regínu Jóhanns- dóttur, Grétar Þórarinn, kvæntur Þorbjörgu Jóhannsdóttur, og Ragnheiður Alda, gift Ingibergi Finnboga Gunnlaugssyni. Barnabarnahópurinn er orðinn stór. Þau eru nú 18 talsins, ömmubörnin hennar, sem nutu ástríkis hennar í svo ríkum mæli, og sakna góðrar ömmu. Það er eftirtektarvert og eftir- minnilegt, hve innilegt það ástríki var, sem hún sýndi hverju nýju barnabarni sínu, um leið og hún vissi af tilvist þess. Kærleikur hennar var svo mikill, að hvert og eitt þeirra, að ekki sé minnst á foreldrana, hlaut að skynja sam- stundis þá einlægu ást, sem hún bar í brjósti til þeirra, allt frá því, að fyrsta lífsmark gaf til kynna, að nýr einstaklingur, nýtt ömmu- barn, var að koma til sögunnar. Innan sviga hlýt ég að geta þess, að ég er ekki frá því, að henni hafi nú fundist það dragast á langinn, að við stæðum við marggefin loforð um að endurnýja Iðunnar- nafnið, meðan hver strákurinn af öðrum fæddist, áður en litla stúlk- an, sem ber hennar nafn, leit dagsins ljós. Öll voru þau, á sama hátt og börnin hennar, sólargeisl- ar, sem hún kunni að meta, og gerði aldrei upp á milli. Hugur hennar var óaflátanlega hjá okkur öllum, ástvinum hennar. Oft voru það áhyggjur, en alltaf umhyggja. Það var ekki alltaf stórvægilegt í augum okkar hinna, en aldrei afskiptasemi, sem skapaði leið- indi, heldur fyrst og fremst hlý- hugur, og aldrei haggaðist sálar- róin hjá henni, þótt oft væri ólátasamt, þegar augasteinarnir hennar ólmuðust í stiganum heima hjá henni í Ásgarðinum, Stundum margir í einu. Um hana get ég sagt, umfram marga aðra, sem ég hef kynnst, að hún var trúuð kona. Hún trúði á kærleikann, og Guð er kærleikur- inn, áþreifanlega í þeirri mynd, sem hún sýndi okkur með lífsskoð- un sinni og breytni. Þess vegna er minning hennar kær öllum þeim, sem henni kynntust, og hlutu að laðast að henni, strax við fyrstu kynni, sem urðu ævilöng. Um vináttu fór hún nærfærnum hönd- um og kunni aðgát í nærveru hverrar sálar, hver svo sem skapn- aðurinn var. Ég minnist þess frá þeirri tíð, þegar strákarnir hennar, sem nú eru sjálfstæðir fjölskyldufeður, voru yngri, og áttu marga vini, sem vitanlega áttu sitt helsta athvarf í Ásgarðinum. Ég held ég fari rétt með, að í eitt sinn þegar ég kom þangað, hafi dvalið í kjallaranum læða með nýgotna kettlinga, flækingsköttur, sem hvergi átti annars staðar höfði sínu að halla, og hundgrey, sem elt hafði einhvern strákinn heim úr skólanum og fékk að vera, þangað til honum var komið fyrir á öruggum stað uppi í sveit, auk allra dúfnanna. Öll elskuðu þau strákana og þó sérstaklega Iðunni, það sá maður á þöglu látbragði þeirra, þegar hún nálgaðist þau til að gefa þeim að éta og tala við þau. Þá vissi hún jafnan af þeim, sem áttu í erfiðleikum a.m.k. í nágrenninu, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Og aldrei talaði hún um skynlausar skepn- ur. Ég hef enn ekki minnst á blómin hennar og umhyggju henn- ar fyrir þeim. Sá arfur hefur gengið ósvikinn til dætra hennar, tengdadætra og ótal vinkvenna, enda orðið okkur hinum, sem aðnjótandi höfum verið, til yndis- auka og hvers konar ánægju í lífinu. Heilsufari hennar fór mjög hnignandi síðustu árin, sem hún lifði, og við vissum svo sem öll saman, að hverju dró. Þegar verst gegndi, lét hún orð að því liggja, að nú færi hún að leggja upp í langferðina sína, enda þótt það væri í samræmi við skap hennar, að við eyddum talinu með græsku- lausri glettni. Engu að síður tókst henni að koma á framfæri nokkr- um fyrirmælum um, hvernig að útför hennar skyldi staðið. Því verður hún nú með söknuði sungin heim í heiðardalinn, þang- að sem heimþráin og vorið séiðir hana — og ég veit, að þar bíður hún okkar hinna og umvefur okkur, eins og jafnan áður, ástúð og hlýju, þegar við þörfnumst þess hvað mest. Guð blessi minningu góðrar konu, veiti henni gott athvarf, og gefi okkur eftirlifandi tregendum trúarstyrk og sólarsýn í skamm- degissortanum. Baldur Hólmgeirsson. LEGSTEINAR S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA, SKEMMUVEGI 48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. AK.I.VSINCASIMINN KK: 22480 ^ ÞaÖ fosst ýmislegt í VALHÚSGÖGN Verð kr. 169.000.- Verð kr. 196.000.- Rennibrautir með eða án arma. Tilvaldar fyrir útsaum eða yfirdekktar með plussáklæði. Verö 158.000.- Ruggustólar úr massívri eik. Áklæði eftir eigin vali. Verð kr. 149.000.- Athugið Fallegir og vandaöir símabekkir. — takmarkaöar birgöir. Sendum gegn póstkröfu. Valhúsgögn h/f Ármúla 4, s. 82275. FALLEGT OG STERKT Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á Hríngdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema Innréttingahúsið SNOREMA Háteigsvegi 3 Verslun sími 27344

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.