Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 41 Hólmfríður Hall- dórsdóttir prófasts- frú — Kveðjuorð Aldurhnigin heiðurskona hefir lokið vegferð sinni hér á jörðu. Hinn 4. þ.m. lést í Landspítalan- um frú Hólmfríður Halldórsdóttir frá Setbergi við Grundarfjörð. Útför hennar var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 13. þ.m. Hólmfríður var fædd 19. febrúar 1891, hér í Reykjavík, á Suðurgötu 5, og ólst þar upp og síðar á Suðurgötu 4. Hún var einkadóttir foreldra sinna, Krist- jönu, dóttur Péturs Guðjohnsen organista og Guðrúnar Knudsen, og Halldórs Jónssonar banka- gjaldkera Halldórssonar bónda að Bjarnastöðum í Bárðardal (Hraunkotsætt) og Hólmfríðar Hansdóttur frá Neslöndum í Mý- vatnssveit. Bræður hennar fjórir voru: Pétur, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, Jón, þekktastur sem söngstjóri Karlakórsins Fóst- bræðra, Gunnar, verslunarmaður, og Halldór, bankaútibústjóri, ísa- firði. Jón lifir nú einn þeirra systkina. Heimasætan í Suðurgötu fékk besta uppeldi þess tíma til mennt- unar og þroska. Hún þótti næm til lærdóms, en fljótt var áberandi sá þáttur, er ríkastur var í gáfnafari hennar, tónlistargáfan. Hún var gædd hinu svokallaða óbrigðula eyra. Hún lærði píanóleik hjá Astu Einarsson, frændkonu sinni, bróðurdóttur tónskáldsins Svein- björns Sveinbjörnssonar. Síðar lá leiðin til Danmerkur og Þýska- lands til frekara tónlistarnáms. Árið 1916 giftist Hólmfríður sr. Jósep Jónssyni frá öxl í Húna- þingi. Séra Jósep vígðist árið 1915 að Barði í Fljótum sem aðstoð- arprestur en 1916—18 þjónaði hann sem aðstoðarprestur á Sauðanesi og þar varð heimili prestshjónanna fyrstu búskapar- árin. 1918 flytjast þau að Setbergi við Grundarfjörð og bjuggu þar í 35 ár. Að Setbergi kom ég aldrei meðan frú Hólmfríður og séra Jósep bjuggu þar, en svo margar sögur og frásagnir hefi ég heyrt frá þessu heimili að mér finnst ég þekkja Setberg þess tíma. Síðar á sólskinsdegi gengum við hjónin þar um garða undir leiðsögn Jóns mágs míns og systur mirinar. Það var fagur dagur og Kirkjufellið speglaðist í firðinum. Mér er í barnsminni að heyra talað um bæði prófastshjónin og staðinn af virðingu. Ég hefi þekkt maga, sem dvöldu þar á sumrum og eiga ógleymanlegar minningar. Heimilið var mannmargt og gestkvæmt mjög, þó ekki lægi við þjóðbraut. Börnin urðu fimm, Halldór, starfsmannastjóri, kvæntur Unni Jakobsdóttur, Kristjana, gift Friðþjófi Óskars- syni, rakarameistara, er lést árið 1967, Skafti, garðyrkjumaður í Hveragerði, kvæntur Margréti Jónsdóttur, Jón, skrifstofumaður hjá Flugleiðum, kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdóttur, og Pétur, kenn- ari, Akureyri, kvæntur Rósu Dóru Helgadóttur. Ennfremur ólst upp á Setbergi bróðurdóttir Hólmfríð- ar, Ása Gunnarsdóttir, gift Gunn- ari Egiisyni, klarinettuleikara. — Séra Jósep lagði mikla rækt við embættisstörf sín, en Hólmfríður var organisti í kirkjunni alla hans embættistíð og rak heimilið af rausn. í þann tíð þótti sjálfsagt að bjóða veitingar öllum kirkjugest- um eftir athafnir. Auk þess að spila í kirkjunni og æfa kirkjukór- inn, þurfti líka að sinna hinni veraldlegu hlið. Getur hver hús- móðir ímyndað sér hina miklu vinnu, sem öllu þessu hefir verið samfara. Og allt varð að gera vel. Ég veit að prófastshjónin nutu bæði mikillar hylli og virðingar sóknarbarnanna. Það sýndi best sambandið við sóknarbörnin sem hélst eftir að hjónin fluttu til Reykjavíkur. — Frá Setbergi fluttust prófastshjónin eftir 35 ára búsetu, keyptu sér hús við Efstasund í Reykjavík og undu vel hag sínum. Við húsið var stór garður, einhver hinn fegursti í Reykjavík meðan frú Hólmfríðar naut þar við. Hún unni blómum og hafði lag á að láta allt gróa. Séra Jósep lést árið 1974. Eftir lát hans bjó frú Hólmfríður til skiptis á hemilum barna sinna, lengst af hjá Kristjönu dóttur sinni í Efstasundi 33. Sem barn man ég eftir að heyra oft talað um þessa frænku mína, — en móðir mín og hún voru systkinadætur — og þá einkum í sambandi við tónlist. Eg man eftir henni í stuttum heimsóknum á heimili foreldra minna. Móðir mín hafði dvalið í tvo vetur á Suður- götu 5, þegar hún gekk á Kvenna- skólann. Hún talaði oft um heimil- ið á Suðurgötu 5, sem var hið fyrsta sem hún kynntist, er hún fór að heiman. — Ég man eftir Hólmfríði á æfingum hjá dr. Urbancic í Fríkirkjunni, þegar verið var að undirbúa flutning á „Messias"efti Hándel í fyrsta sinn hér í Reykjavík. Þá hafði þessi prestskona vestan úr Grundarfirði tíma til þess að sitja klukkutímum saman og hlusta á æfingar, eyða dýrmætum tíma af stuttrí heim- sókn í höfuðborginni. Mér verður hugsað til þess er ég heyrði sem barn og lýsir henni hvað best. Árið 1907 var frumflutt Kantata eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Alþingishúsinu í tilefni konungsk- omunnar. Frú Ásta Einarsson annaðist píanóleik og aðstoðaði Hólmfríður hana við að fletta nótunum — Hólmfríður hafði annars ekki nóturnar undir hönd- um, en lærði samt allt verkið utanað. Þegar ég innti hana eftir þessu fyrir nokkrum árum, gekk hún að píanóinu og sagði: „Já, það var þetta" og spilaði. Ég kynntist ekki frænku minni fyrr en hún fluttist aftur suður til Reykjavíkur. Heimilið í Efsta- sundi var aðlaðandi, margar bæk- ur, blóm og hljóðfæri. Húsbóndinn las mikið, hún ræktaði blóm, vann feiknin öll í höndum og spilaði á píanóið. Uppáhaldstónskáldið var án efa Schubert. Þegar hún lék og raulaði „An die Musik", leið öllum vel. Minnið var með ólíkindum og sterk tilfinning fyrir hljómum. En alla músik sagði hún vera borna upp af taktinum. „Hann verður að vera réttur." Oft ræddum við um tónlist, stundum sammála og stundum hroðalega ósammála. Þá hlógum við, hlógum dátt þegar við vorum mest ósammála, hvorug slakaði á, en gaman var að ræða mismunandi sjónarmið. Hún hafði ímugust á allri tilgerð í tónlist og ómstríð hljómasambönd yngri tónskálda skáru hana í eyru. Allt átti að vera tært og hreint, eins og hjá Schubert. Hólmfríður Hall- dórsdóttir var falleg kona. Hún var lág vexti, grönn og fínleg, ljós yfirlitum en sérkennilegur glampi í augunum. Hún var hógvær í allri framkomu og mjög háttvís. Hún var alla ævi dáð. Hún var dáð af foreldrum sínum og bræðrum, dáð af eiginmanni og dáð af börnum sínum. Að sjá á bak aldraðri móður þykir ekki tíðindum sæta, né eiga skylt við sorg, en söknuð- urinn getur orðið býsna sár og enst ævina út. Þá er gott að draga fram í hugann óm liðinna ára og gleðjast yfir því, að takturinn var alltaf réttur. Eg kveð frænku mína og þakka henni vináttu við mig og mína. Ástvinum hennar bið ég blessunar. Guðrún J. Þorsteinsdóttir. SHARP r SG-450H sambyggt steríósett % HlUStaðu!- og þú heyrir mismuninn-tóngæði "Sánd" sem ekki eiga sinn líka. SHARP hljómflutningstæki eru ekki nein eldri módel send hingað til íslands á útsölu, heldur það allra nýjasta á sviði hljómflutningstækja. Tæki sem þú rekst á ífremstu hljómtækjaversl- unum stórborga og fríhöfnum um allan heim þar sem toppgæði eru í fyrirrúmi. SG-450H sambyggða steríósettið er tæki í toppklassa-á tækifærisverði. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: MAGNARI: 2X25 WÖTT R.M.S. ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR, FM, FM STERIO, LW, MW, SW. PLÖTUSPILARI: SJÁLFVIRKUR, S-ARMUR, MAGNETIC PICKUP. MEÐ ^)ApgS SJÁLFLEITARA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.