Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 43 islendingarnir fyrir fram an eitt af fornu hofunum á Baii. Rannveig, Búi, Jón og Ingibjörg. lega fallegur staöur, þá fannst mér hann ekki skemmtilegur fyrst. En þaö sama gilti reyndar ,um Bahrein í upphafi. Ég geröi þar líka þau mistök aö kaupa ekkert sem viö áttum sjálf. En eftir aö ein íslenzka konan, sem þar var, sagði mér aö ég ætti aö reyna aö skapa okkur notalegt heim- ili á hverjum stað meö persónulegum munum í kringum okkur, þá fór ég að kunna viö mig. Þau Jón og Ingibjörg eiga einn son, Þórhall, sem hefur veriö meö þeim fram aö þessu. í Bahrein var góöur enskur skóli og þaö því ekki vandamál. En á Bali er þaö erfiöara, enda vildi Þórhallur fara heim til íslands og byrja í gagnfræðaskóla á Akureyri í haust. — Svona útivist er ágæt meöan maður er meö ung börn og einnig eftir aö börnin eru upp- komin, segir Ingibjörg. En ekki meö unglinga. Þaö kemur of mikið rót á þá. Sé maður fluttur milli staða, þá veröa krakkarnir aö skipta um skóla, aölagast og eignast nýja félaga. Þau vita aö ekki er tjaldað nema til tveggja ára. Og þá er mjög algengt aö þau fari aö verja sig og hætti að eignast vini. Til hvers er það? hugsa þau. Ólæsir setja X í mínu landi! íslenzku fjölskyldurnar búa í sama húsi á Bali og halda heimili saman. Ölll segjast þau una sér oröiö vel. Þaö hafi tekiö tíma að venjast, til dæmis matnum. Karlmennirnir segja aö um borö virðist innfæddum nægja hrísgrjón, sem eru matreidd á mjög fjölbreytilegan hátt. En þeir þurfi eitthvað kjarnbetra. Kokkurinn hefur lært aö framreiöa egg og bakon handa þeim. Konurnar kváöust vera aö læra að verzla á mörkuöunum. Keyptu fyrst allt þaö dýrasta, en eru nú að þreifa sig áfram og læra á. verðlagiö. Þær sögöust gjarnan vilja laga matinn sjálfar og þá rétti, sem viö erum vön á íslandi. En enginn ofn er til í húsinu. Og eldavél ófáanleg. Og raunar kemur þaö illa viö stúlk- una þeirra, ef þær ætla að elda sjálfar. Henni finnst það sitt verk og kemur hlaupandi til aö taka viö. Niöurstaðan er sú, aö öll eru þau farln aö venjast og kunna aö meta indónesíska matinn. í húsinu hjá íslendingunum starfa ungur piltur og ung stúlka, einstak- lega aðlaöandi og starfsamt fólk. Og síbrosandi. Pilturinn fylgdi húsinu, þegar þaö var tekið á leigu, haföi gætt þess frá upphafi. En unga stúlkan var ráöin til aö gæta barna Lárusar. Þótt fjölskyldurnar tvær hafi ekki þurft á þeim báöum aö halda, eftir aö börnin fóru, þá hafði stúlkan reynst svo vel og vildi vera kyrr. Auk þess getur hún orðiö góöur félags- skapur fyrir Rannveigu, þegar karl- mennirnir verða lengi á sjónum og Ingibjörg farin til íslands um jólin. — Þau kenna okkur aö lifa hér. Og spara okkur ýmislegt, sem kemur á móti kaupinu þeirra, sögöu konurnar, „Hvað er Arabar og Indónesar ólíkir Ingibjörg og Jón segja aö fleiri íslenzkar fjölskyldur hafi veriö þeim samtíöa í Bahrein, um tíma fimm. Þar af voru 4 íslenzkir fjölskyldufeöur á sama skipi. — Bahrein og Bali eru mjög ólíkir staöir, segir Ingibjörg. Arabar og Indónesar eru líka ákaflega ólíkir. I Bahrein er umhverfið eyðimörk. Og fyrir okkur, sem vön erum íslenzku landslagi, tekur tíma aö venja sig viö þaö aö sjá ekki fjall, aldrei skýhnoöra á lofti og vinna í 50 stiga hita. Hér á Bali er ekki eins heitt og óskaplega gróöursælt, bætir hún viö. Sést ekki ógróinn blettur upp á fjallstlnda. Og vissulega er betra aö vera þar, sem er svo fallegt umhverfi. í Bahrein var allt fáanlegt, sem hugurinn girnist. Aö vísu nokkuö dýrt. En á móti kemur, aö í svo dýru landi, er okkur greidd staöaruppbót, sem ekki er gert á Bali. Hvar sem er þarf upp undir ár til aö venjast svo ólíkum aöstæöum og sætta sig viö þær. Maöur veröur aö gera sér þaö Ijóst. Þótt mér fyndist Bali strax dásam- Látin kona borin út í rjóöur. og þau eru þrælheiöarleg bæöi, sem skiptir ekki svo litlu máli. í fyrramálið ætlar hún til dæmis aö borga raf- magniö, og fer kl. 6 til aö standa í biörööinni bættu þær viö. Hún er mjög skynsöm og kann aö lesa og skrifa. Hann aftur á móti lenti í mestu vandræöum, þegar hann fékk kaupiö sitt í fyrsta skipti og Jón baö hann um aö kvitta fyrir. Við uröum öll mjög vandræöaleg, þegar viö áttuöum okkur á því aö hann kunni ekki að skrifa nafnið sitt, en Búi bjargaði málum meö því aö segja: — Ef einhver kann ekki aö skrifa í okkar landi, þá krotar hann bara X. Og strákurinn varö fjarska feginn. Læknirinn, sem leigir okkur búsið, skellihló. Þórhallur sonur okk- ar varö honum svo reiður fyrir aö hlægja aö stráknum, aö daginn eftir hófst hann handa um aö kenna honum aö skrifa nafnið sitt. Nú getur hann þaö og þarf aldrei aftur aö lenda í slíkum vandræöum. Þjónustufólkinu borga íslend- ingarnir ríflega miðaö við þaö sem tíökast, enda vill þaö sýnilega allt fyrir þá gera. Eftir aö þau keytpu bíl, komust þau aö því aö pilturinn fór aö Heimaanta é Bali. læra aö aka, í von um aö fá einhvern tíma aö grípa í bílinn. En hann er alltaf aö þrífa bílinn og þurrka af honum rykið. Finnst hann ekki síður sinn en fjölskyldunnar og er mjög stoltur af honum. Bíllinn var alveg nýr, þegar blaöa- maður Morgunblaösins kom til Bali. Fram aö þeim tíma höföu íslend- ingarnir fariö sinna feröa og jafnvel ferðast nokkuö um eyna á mótorhjól- um. Frúrnar sátu aftan á. Þaö er mikið gert á Bali, og getur feröafólk lelgt sér slík hjól. Enda veðurblíöa mlkil. Hitinn á Bali er þægilegur, alltaf um 30 stig, og rakt. En svalara er uppi í fjöllunum. Ingibjörgu og Jóni finnst loftslag mun þægilegra en í Bahrein, þar sem hitastigiö fór upp í 50 stig og niöur í 11 stig í janúar. Þar var reyndar kæling í öllu húsinu, en þarna aöeins í svefnherbergjum. A Bali er loftiö svo rakt að föt vilja mygla, ef þau eru ekki viðruð. íslendingarnir vöruöu sig ekki á þessu í fyrstu, en nú eru öll föt látin hanga á slám, sem bornar eru út í bakgarðinn á morgnana og inn á kvöldin. Önnur aðferö til aö verja fötin, er aö leiða rafmagn í fataskáp- inn og láta loga á peru til aö þurrka loftið. Það er því ekki að furöa þótt alltaf sé verið aö þvo og maður sjái fatnaö hvarvetna hangandi til þerris. Enda Indónesar hreinlegt fólk meö afbrigðum. Tvær nýdánar og engin lykt Gestinn að heiman bar að garöi einmitt í þann mund sem íslend- ingarnir voru farnir aö nota nýja bílinn til aö feröast um eyna, aka upp í fjöllin og kynnast lifnaöarháttum á Bali, ef færi gafst. Brottför var því frestaö til aö gela fariö meö þeim á Batur-fjall á noröausturhluta eyjar- innar. En þar er eldfjall meö gríöar- lega stórri öskju með stööuvatni, alveg eins og Askja á íslandi, nema hvaö skógur hefur þegar fest rætur milli vatns og fjallatinda í kring. Brattur vegur haföi verið lagöur þangaö upp áriö 1975 og niður öskjubarminn aö vatninu. Þarna hefur fólk lifaö í algerri einangrun viö rætur hins heilaga Batur-fjalls frá aldaööli og er taliö meö frumstæöasta fólki í Indónesíu. Áriö 1917 gaus Batur fjall og eyöi- lagöi 65 þúsund hektara lands og tók 1000 mannslíf og 2500 gömul hof, en stanzaöi við hofið í Baturþorpi. Var það talið kraftaverk, á borð við þaö er hrauniö stöövaöist viö Reykja- hlíöarkrikju í Mývatnssveit eöa fór hjá kirkju eldklerksins í Síðu. En aftur varö gos 1926 og tók nú þorpiö meö hofum og öllu saman. Er viö komum aö vatninu, kom kænueigandi á móti okkur og sagöi: Þiö eruö heppin, tvær nýdánar, og engin lykt! Skýringin er sú, aö þjóðflokkurinn handan vatnsins hef- ur í heiöri sína fornu „grafsiöi", að bera líkin út í rjóöur í skóginum, þar sem þau eru aðeins varin fyrir fuglum meö stráskýli, og rotna á skömmum tíma. Þeir trúa því aö þá fyrst geti sálin sameinast almættinu aö líkam- inn hafi leystst upp. Þessi aöferð er í samræmi viö það. Því fyrr sem líkaminn rotnar, því betra. En nú, þegar feröamenn komast upp aö vatninu, hafa bátaeigendur komist að raun um aö þeim þykir akkur í aö sjá svona framandi siði. Viö leigðum bát og fórum um öskjuvatnið, komum að þorpi með leifunum af gamla hofinu, sem byrjað var aö reyna aö endurreisa 1922. En flest húsin, sem voru 285 talsins vantar enn. Og einnig fórum við í land viö greftrunarrjóörið. Þar lágu hauskúpur og bein, sem sýnilega var ekki nein helgi á, eftir að rotnað var utan af þeim. En undir fléttuðu basti lágu tvö lík, tveggja og þriggja daga gömul, en samt oröin svört og rotnandi. Mér varö beinlínis illt við að sjá flugur skríða um vitin, þótt ég reyndi aö segja við sjálfa mig, aö þær væru sjálfsagt ekki verri en ormarnir. En sinn er siöur í landi hverju. Þá vildi bátseigandinn endilega sýna okkur þaö merkasta viö vatniö, heitar laugar. Og viti menn, þegar stigiö var á land blasti viö kunnugleg sjón, önnur útgáfa af heita skuröin- um í Nauthólsvík, og allsnakiö fólk aö baöa sig. Ekki heföi ég raunar þurft að feröast yfir hálfan hnöttinn, þar upp 1717 metra hátt fjall og á kænu yfir stórt vatn til aö sjá þetta. En ferðin var öll ákaflega skemmti- leg og fróöleg. Þar sem ekið var upp fjallahlíðarnar, mátti sjá í hnotskurn lífiö á eynni. Einkum eru fallegir fagurgrænir hrísgrjónaakrarnir á hlöðnum stöllum. Vatniö ber meö sér frjósama eldfjallaöskuna, um leiö og þaö vökvar þá á leiö sinni niöur hlíðarnar. Og stallar hafa verið hlaönir á hundruöum ára til aö hemja jarðveg og vatn. Viö brúna á ánni Penatu komum viö aö fornfrægu stóru hofi og útimarkaði. Þar var sýnilega líka mikil helgi á heitum uppsprettum í hofgaröinum. Konur lauguöu sig á einum staö og kariar á öörum, áður en þeir báöust fyrir, og mínnti aöbúnaður nokkuö á Grjótagjá í Mývatnssveit. Þannig eru þessi tvö eldfjallalönd, ísland og Indónesía, aö mörgu leyti mjög lík, þótt annað sé vafiö gróðri, en hitt nakiö mjög. Þolinmæöi nauðsynleg En víkjum aftur aö löndum okkar á Bali. Þegar þeir voru kvaddir, mátti búast viö aö karlmennirnir væru aö leggja í tveggja mánaöa sjóferö, burtu frá heimilinu. Ingibjörg hugöist þá fara á eftir syni sínum til Islands á meöan, sinna a.m.k. öðrum karl- manna sinna. Rannveig kvaöst ekk- ert kvíöa því aö veröa ein eftir. — Ég er svo vön því.að bíöa, sagði hún. Ég beiö meöan Búi var á Nýfundna- landsmiðum, og get eins beöiö hér. Ég stytti mér stundir viö handavinnu, fer á kvenfélagsfundi og slíkt, og er hin rólegasta. Öll voru þau sammála um aö gaman væri aö fara út í heim og sjá ýmislegt nýtt. — Þaö eru alltaf viöbrigöi fyrst, en maður lærir margt og venst framandi aöstæöum, sögöu þau. — Þaö sem nauösynlegast er aö læra hér, er „sober“ eöa þolinmæði, sagöi Ingibjörg þegar hún ætlaði að aka mér á flugvöllinn og viö kom- umst hvergi fyrir strákum, sem voru aö malbika þvert yfir götuna og hlógu bara aö óþolinmæði okkar. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.