Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 27 • Ársæll Sveinsson ÍBV varð stigahæstur í einkunna- gjöí Mbl. fyrir íslandsmótið í knattspyrnu síðastliðið sumar.Ljósm. Sigurgeir. Sigurlás Þorleifsson Víkingi varð markakóngur síðasta Islandsmóts í knattspyrnu, skoraði 10 mörk. Hér er Sigurlás í baráttu við hollenskan leikmann í landsleik. Ljósm. Kristján É. „Þetta óvænta gefur manni það besta" Fréttamaður Mortfunblaðsins heimsótti Ársæl Sveinsson kvöld citt í síðustu viku ok rabbaði stuttlega við hann. Ársæll býr í nýju einbýlishúsi, sem stendur á föKrum stað við rætur IlelKafells. ásamt eiginkonu sinni. SÍKrúnu, or dótturinni Karen. Ársæll var barnapía þetta kvöld ok við helltum okkur út i viðtalið. — Ilvenær byrjaðir þú í fótboltanum? „Ég var 6 ára gamall þegar ég fór á fyrstu æfinguna. Oli B. Jónsson var þá þjálfari hér í Eyjum. Ég lék síðan með öllum yngri flokkum Þórs og IBV. Ég man alltaf eftir fyrsta leiknum sem ég lék með IBV í Islandsmót- inu. Þá var ég 10 ára og við í 5. flokkiÍBV lékum við Víking í Reykjavík. Við unnum leikinn 4—1. Ég var svo lítill að ég náði ekki háum bolta sem datt í markið hjá mér, fyrsta markið sem ég fékk á mig. 1972 komst ég síðan í mfl. ÍBV en það ár er áreiðanlega það besta sem ÍBV hefur upplifað þangað til í ár, að meistaratitill- inn kom loksins til Eyja. 1972 urðum við bikarmeistarar og hlut- um annað sætið í 1. deild. Þá, eins og nú í sumar, var Viktor Helga- son þjálfari hjá okkur.“ — Eitt árið dvaldist þú í Danmörku? „Ég var við vinnu í Danmörku í eitt ár og lék þá með liði sem heitir Ölstykke og er svokallað „seríu“lið. Það var ágætt að breyta til. Miklu minni alvara var í þessu en hér heima og ekki til mikils að vinna. En aðstaðan hjá þessu litla félagi var margfalt betri en þekk- ist hér heima á Islandi, því er ekki saman að jafna. Til greina kom að ég dveldist eitthvað lengur þarna úti en gömlu góðu Eyjarnar tog- uðu okkur heim aftur eftir árið.“ — Nú kom árangur ykkar í ÍBV í sumar mönnum ákaflcga á óvart. Áttir þú von á þessum árangri? „Nei, það eru alveg hreinar línur. Frá árinu áður höfðum við misst Karl Sveinsson, Sigurlás Þorleifsson, Einar Friðþjófsson og Ólaf Sigurvinsson, allt toppmenn í liðinu, svo ekki var mikil ástæða til bjartsýni fyrir mótið. En það voru allir samtaka í því að leggja sig vel fram og eftir þrjá-fjóra fyrstu leikina þótti mér einsýnt, að við værum sloppnir af hættu- svæðinu og gætum sótt á bratt- ann. Eftir að við unnum í A uppi á Skaga vaknaði fyrst von um að okkur gæti tekist að sigra í mótinu. Ég hefi síðan ekki fyrr á mínum leikferli upplifað annað eins taugastríð og meðan við biðum á Laugardalsvellinum eftir úrslitum leiks KA og Vals. Þegar fréttin svo kom var sem við hefðum hreppt gull, gleðin var ólýsanleg. Þá mun ég seint gleyma móttökunum sem við fengum þeg- ar við komum heim til Éyja með bikarinn, þær voru hreint út sagt stórkostlegar. Þetta óvænta gefur manni það besta.“ — Hvcrju þakkar þú svo þcnnan árangur? „Við höfðum frábæran þjálfara, Viktor Helgason, sem hefur mjög gott lag á því að ná því besta út úr hverjum leikmanni og aðstoðar- þjálfarinn, Kjartan Másson, vann mjög gott starf í sumar. Sam- heldni leikmanna var til fyrir- myndar og liðsandinn hefur tvímælalaust aldrei verið betri en í sumar. Þá var mjög gott skipulag á öllum hlutum hjá knattspyrnu- ráðinu, alltaf allt á hreinu. Ekki má heldur gleyma góðum stuðn- ingi bæjarbúa almennt." — Landsliðið? „Það kom mér þægilega á óvart þegar ég var valinn í landsliðið. Það er mikill heiður að vera valinn fulltrúi lands síns í knattspyrn- unni og þarna kynntist maður ýmsu sem maður ekki þekkti áður. Ég naði því þó ekki að spila landsleik, sat á bekknum." — Ilvcr er eftirminni- lejíasti leikur þinn? „Það er leikurinn á móti IBK í 1. deildinni 1972. Keflvíkingar höfðu árið áður unnið ÍBV í úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn 4—0 og nú átti að hefna ófaranna. Viktor þjálfari átti afmæli þennan dag og bað okkur um góða afmæl- isgjöf. Við máðum mjög góðum leik á Hásteinsvellinum og unnum ÍBK 6—1 og var Viktor hinn ánægðasti með afmælisgjöfina. Þá var leikurinn við Glentorian í Belfast í fyrra ógleymanlegur. Með því að ná 1—1 jafntefi komust við áfram í keppninni og fór það mjög í skapið á áhorfend- um í Belfast. Þeir ruddust inn á völlinn og gerðu aðsúg að okkur og var Friðfinnur Finnbogason bar- inn í höfuðið með fánastöng með þeim afleiðingum að hann varð að liggja á sjúkrahúsi um nóttina." — Er ekki aðstaða ykk- ar allt önnur cn liðanna á Faxaflóasvæðinu? „Jú, svo sannarlega. T.d. þurfa Reykjavíkurliðin ÍÁ og ÍBK að ferðast einu sinni á sumri til Eyja og einu sinni norður til Akureyr- ar, en við þurfum níu sinnum að ferðast til lands. í sumar fórum við að heiman frá okkur kl. 8 á morgni þegar við áttum útiieiki og komum ekki heim aftur fyrr en kl. 7 að kveldi. Þá erum við ávallt í vandræðum á vorin með að fá æfingaleiki og erum því ekki eins vel undirbúnir þegar mótið hefst, oft seinir í gang. Þessar flugferðir og tilheyrandi bið á flugvöllum eru mjög þreytandi og það kemur niður á okkur í leikjum. Svo kemur það nokkrum sinnum fyrir að við verðum veðurtepptir og er það jafn slæmt hvort heldur það veldur því að við komumst ekki upp á land eða ekki gefur flug heim aftur eftir leik." — Sérðu eftir þcim mikla tíma sem fcr í fót- boltann? „Það fer ótrúlega mikill tími í þetta sport, meiri tími en margur gerir sér grein fyrir. í sumar æfðum við og funduðum í minnst 10 klst. á viku og ferðalögin tóku mikinn tíma eins og ég gat um áðan. En ég sé ekki eftir þessum tíma. Ánægjan er mikil, góður félagsskapur og ég hefi ferðast vítt og breitt um heiminn vegna þátttöku minnar í knattsp.vrn- unni. Ætli ég hafi ekki komið til 12 landa á þessum árum. En þetta hefur óneitanlega komið niður á fjölskyldunni.“ — Ilvað um önnur áhugamál? „Maður hefur ekki tíma fyrir önnur áhugamál. Að vísu er ég heltekinn golfbakteríunni og reyni að skjótast á golfvöllinn hvenær sem smuga gefst. Golfið er nú ígripaíþrótt hjá mér meðan knattspyrnan hefur forgang. Þeg- ar ég legg skóna á hilluna er ég ákveðinn í því að hella mér út í golfið, en golf er hægt að stunda allt þar til maður kemst á grafar- bakkann." — Hvað um atvinnu- mennsku í knattspyrn- unni? „Alla knattspyrnumenn dreym- ir um það einhvern tíma á sínum ferli að komast að hjá þekktu liði sem atvinnumaður og vissulega hefi ég átt mér slíkan draum. Én sennilega er sá draumur búinn hjá mér.“ — Ilvað finnst þér að helst þyrfti að breytast í knattspyrnunni hér á landi? „Númer eitt er það æfingatím- inn. Við verðum að fá tækifæri til þess að æfa á daginn án þess að missa laun. Þetta getur ekki gengið svona miklu lengur, að við vinnum dag hvern til kl. fimm eða sjö á kvöldin og erum síðan mættir á æfingu kl. hálf átta, en hver æfing tekur minnst tvo tíma. Þetta er stærsta málið hjá okkur í dag. Þá vil ég að bannað verði að leika á malarvöllum í 1. deildinni." — Og nú crt þú lcik- maður íslandsmótsins 1979. „Já, og ég er Morgunblaðinu ákaflega þakklátur fyrir að þessi veglega viðurkenning hefur fallið mér í skaut. Þetta hefur svo sannarlega verið ánægjulegt keppnistímabil hjá mér, íslands- meistari, valinn í landsliðið síðan hreppi ég þessi eftirsóknarverðu verðlaun Mbl. Einkunnagjöf blaðsins vekur ávallt mikla eftir- tekt og ekki eru allir alltaf á eitt sáttir, en hún hefur tvímælalaust aukið áhuga bæði leikmanna og áhugamanna á 1. deildarkeppn- inni.“ Við þökkum Ársæli Sveinssyni fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í framtíðinni. — hkj. Spjallað við verðlaunamenn Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.