Morgunblaðið - 20.11.1979, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
LjÓNm. SuAurnesjatminai.
Saumastofan Sporið í Keflavík er í eigu 20 kvenna þar og var stofnuð
að tilhlutan Verkakvennafélajís Keflavíkur oj? Njarðvíkur.
Saumastof an Sporið
stofnuð í Keflavík
SAUMASTOFAN Sporið hefur
tekið til starfa í Keflavík og er
hún í eigu 20 kvenna i Verka-
kvennafélagi Keflavikur og
Njarðvíkur.
Suðurnesjatíðindi greina frá
stofnun Saumastofunnar og segir
í frétt blaðsins að hún hafi verið
stofnuð að tilhlutan Verkakvenna-
félagsins, en konur hafi talið
stefna í óefni þegar um 200 konur
voru í fyrra komnar á atvinnu-
leysisskrá. Voru keyptar 10 vélar
og hefur saumastofan m.a. fengið
það verkefni að sauma íþrótta-
galla, sloppa o.fl. Er hún til húsa
við Mávabraut 9 í Keflavík. í
stjórn Saumastofunnar Sporið
eru: Guðrún Ólafsdóttir, Sonja
Christiansen og Erla Jósefsdóttir.
Hreyfihamlaðir geta
kosið í Kópavogi
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
bæjarfógetanum i Kópavogi:
Þeim kjósendum, sem greiða
vilja atkvæði utan kjörfundar, en
eru hreyfihamlaðir svo að þeir
eiga óhægt með að komast inn á
þeim stöðum þar sem utankjör-
fundaratkvæðagreiðsla fer fram,
gefst kostur á að greiða atkvæði á
lögreglustöðinni í Kópavogi, en
þar er opinn kjörstaður kl. 10—15
og 18—20 virka daga, kl. 10—14 og
18—20 laugardaga og kl. 10—12
sunnudaga.
Þeir sem vilja notfæra sér þessa
þjónustu skulu hringja á undan
sér í síma 41200 eða flauta í
bifreið sinni utan við lögreglustöð-
ina að Auðbrekku 57.
Verður kjósendum bent á að aka
í bifreiðum sínum inn í stóra
bifreiðageymslu aftan við lög-
reglustöðina, en þaðan er innan-
gengt að kjörstaðnum.
Hjólastóll er á staðnum til
afnota fyrir kjósendurna.
Fulltrúi frá Ferilnefnd fatlaðra
hefur litið á aðstæður, og talið
þetta fyrirkomulag fullnægjandi.
B-álma Borgarspítalans:
Byggingaráform-
um hraðað
— segir í samþykkt borgarstjórnar
Á FUNDI borgarstjórnar
á fimmtudagskvöld var
samþykkt tillaga frá Páli
Gíslasyni, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, þess
Islending-
ur hlýtur
verðlaun í
evrópskri
ljóðakeppni
í MAÍ s.l. hlaut Baldur Ragn-
arsson fyrstu verðlaun í ljóða-
keppninni Poesia „Europa“
fyrir ljóð á esperanto. Ljóða-
keppni þessi fer fram árlega í
Milano á Italíu og geta kepp-
endur hvaðanæva að úr Evr-
ópu sent inn ljóð á eftirtöld-
um tungumálum: ítölsku,
frönsku, þýsku, ensku og esp-
eranto. Eftir Baldur Ragn-
arsson hafa birst tvær ljóða-
bækur frumsamdar á esper-
anto (Stupoj sen nomo, 1959,
og Esploroj, 1973), auk ljóða-
bóka og kennslubóka á íslens-
ku og þýðinga á esperanto úr
íslenskum fornbókmenntum
og nútímakveðskap.
efnis að borgarstjórn
Reykjavíkur legði megin-
áherslu á að haldið yrði
áfram og hraðað byggingu
B-álmu Borgarspítalans.
Tillagan er svohljóðandi:
Borgarstjórn samþykkir að
leggja megin áherslu á að haldið
verði áfram og hraðað byggingu
B-álmu Borgarspítalans. Borgar-
stjórn telur að nauðsyn á auknu
sjúkrarými fyrir aldraða sé svo
brýn að þetta verkefni verði að
vera forgangsverkefni á sviði heil-
brigðismála á næsta ári.
Þessi tillaga Páls er samhljóða
tillögu sem Páll lagði fram í
heilbrigðisráði hinn 7. nóvember
sl. en þar var tillagan einnig
samþykkt.
Nokkrar umræður urðu í borg-
arstjórn um tillögu þessa og í máli
þeirra sem til máls tóku kom
fram, að nauðsyn á auknu lang-
legurými væri mjög brýn og
hvöttu borgarfulltrúar til þess að
tillagan yrði samþykkt. Síðan var
tillaga Páls borin undir atkvæði
og var hún samþykkt með 15
samhljóða atkvæðum.
INNLENT
Fiskiþing ályktar:
Veðurfréttir verði á
þriggja tíma fresti
í ÁLYKTUN Fiskiþings
um öryggismál segir m.a.
að „með tilliti til þess, að
margir skipstjórnarmenn
hafa sýnt ótvíræðan
trassaskap, hvað snertir
tilkynningaskyldu þeirra,
þá ber brýna nauðsyn tií
að nú þegar verði fundin
leið til að tryggja að hér
verði gerð bragarbót á“.
í ályktuninni um öryggismál
segir, að talið sé brýnt, að veður-
fréttir í útvarpi verði jafnan
byggðar á nýjustu upplýsingum
Veðurstofunnar og útvörpun
þeirra verði með jöfnu millibili á
þriggja tíma fresti allan sólar-
hringinn. Ennfremur verði það
kannað, hvort ekki megi bæta
veðurþjónustuna með því að fá
skip til að gefa upp vindstyrk og
vindátt jafnhliða tilkynningar-
skyldu.
Hvatt er til þess í ályktuninni,
að átak verði gert í hafnarmálum
þeirra staða, sem búa við erfið
hafnarskilyrði. Vitastjórn til-
nefnd af hagsmunasamtökum
verði gerð að virkri stjórn vita-
mála. Komið verði á lögskráningu
á alla báta, sem nýttir eru til veiða
í atvinnuskyni. Ennfremur er lagt
til í ályktun um öryggismál að
Fiskifélag íslands sjía til þess, að
Leiðabók fvrir sjófarendur verði
endurprentuð.
Frá umræðum á Fiskiþingi á laugardagsmorgun er fjallað var fiskveiða.
(Ljósm. Mbl. RAX).
38. Fiskiþingi lauk á laugardag:
Samningum um veiði-
leyfi erlendra þjóða
verði þegar sagt upp
FISKIÞING, sem lauk síðastliðinn laugardag, lagði til að á næsta
ári yrðu aðgerðir í þorskverndunarmálum álíka og gilt hafa á
yfirstandandi ári og fyrri árum, þótt markmiðum hafi ekki verið
náð að fullu með því, eins og segir í greinargerð Fiskiþings með
ályktun um stjórnun fiskveiða. Var þetta mál mikið hitamál á
Fiskiþingi og skoðanir mjög skiptar.
Meðal þess, sem samþykkt var
að leggja til við sjávarútvegsráð-
herra og ríkisstjórn að gert yrði
á næsta ári við stjórnun fisk-
veiða, er tafarlaus uppsögn
samninga um veiðiheimildir er-
lendra þjóða í fiskveiðilandhelgi
íslands. Segif í ályktun Fiski-
þings að meðan íslendingar
sjálfir þurfi að takmarka veiðar
helztu fisktegunda, sé enginn
möguleiki á veiðiheimildum
fyrir aðrar þjóðir, nema um
gagnkvæman veiðirétt sé að
ræða. Fyrir þessu verði að gera
viðsemjendum grein.
Fiskiþing leggur ríka áherzlu
á, að fiskveiðistefna og reglur
um takmörkun á veiðum ein-
stakra fisktegunda liggi ætíð
fyrir, áður en undirbúningur
vertíðar hefst. Ákvæði um
nauðsynlegar veiðitakmarkanir
ársins verði birtar fyrir áramót,
en síðan haft stöðugt samband
við hagsmunaaðila um nánari
útfærslu reglna, eftir reynslu,
sem fæst af veiðunum.
Vegna efnahagsástæðna þjóð-
arinnar telur Fiskiþing, að
landsmenn verði að sætta sig við
hægari uppbyggingu hrygn-
ingarstofns þorsksins, en felst í
ráðgefandi tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Reglur um
veiðitakmarkanir verði settar í
ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt
hefur undanfarin ár. Hámarks-
þorskafli miðist við, að hrygn-
ingarstofn haldi áfram að
styrkjast og reglur um veiðitak-
markanir feli í sér, að ekki verði
leyfð meiri þorskveiði tímabilið
1. janúar — 31. maí en 50%
heildarveiði, sem áætluð er fyrir
árið.
Þorskveiði verði bönnuð í öll
veiðarfæri 10 daga um páska og
20 — 31. desember. Sett verði
reglugerð um réttindi og skyldur
þeirra, sem þorskveiðar stunda,
en útgáfu sérstakra veiðileyfa
verði hætt. Á tímabilinu 1. júlí
til 10. ágúst verði þorskveiðar
bannaðar, en þorskur má þó
nema 1/5 hluta aflans í hverjum
þremur samfelldum veiðiferðum.
Þegar verðlagning karfa, ufsa
og grálúðu er metin óhagstæð
fyrir útgerð, skal Verðlagsráð
sjávarútvegsins falið að ákveða
verðbætur á þessar tegundir,
eftir því sem markaðsverð gefur
tilefni til. Karfi verði verðbætt-
ur allt árið, ufsi 1. janúar — 29.
febrúar og 1. maí — 31. desem-
ber og grálúða 1. júní til 31.
desember. Tekna til verðbóta
verði aflað með 1-1,5% af út-
flutningsverði allra sjávaraf-
urða, er renni í sérstakan Afla-
jöfnunarsjóð, sem verði í umsjá
Fiskifélags íslands. Hámark út-
flutningsgjalda verði 6% og eft-
irstöðvum gjaldsins, 4,5 — 5%,
verði skipt að nýju milli fyrri
verkefna.
í ályktuninni segir, að skyndi-
lokanir togveiðisvæða vegna
smáfisks í afla hafi reynst ár-
angursríkar og þeim beri að
halda áfram. Þess verði gætt, að
þeim veiðisvæðum, sem lokað
hefur verið fyrir togveiðum
vegna smáfiskgengdar, sé einnig
lokað fyrir öðrum veiðarfærum.
Sérstök bannsvæði, s.s.
Frímerkið, verði áfram.
Þingið taldi að svo margir
augljósir ókostir og annmarkar
fylgdu svonefndri verðlagsað-
ferð, þ.e. að selja aðgang að
fiskimiðunum, hvort sem það
yrði gert í formi auðlindaskatts
eða með sölu veiðileyfa, að hún
kæmi alls ekki til greina við
stjórnun veiða. Meirihluti sjáv-
arútvegsnefndar komst að þeirri
niðurstöðu, að kvótakerfi fyrir
hvert skip á þorskveiðum væri
svo viðamikið og vandasamt, að
engin tök væru á að taka það
upp, enda mundi það hafa í för
með sér fleiri alvarlega galla en
kosti, eins og segir í greinargerð
nefndarinnar. Var tillaga um
kvótakerfi borin upp á Fiski-
þingi, en felld með miklum mun
atkvæða.