Alþýðublaðið - 28.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tollabandalag ihalds og ,Framsóknar‘. Tillögur Alpýðuflokksfulltrú- 1 anna um lækkun tolla á nauð- synjavörum almennings, er {>eir báru fram við verðtollsfrumvarp- ið, sem stjórnin flytur, en íhald-s- og ,,Framsóknar“-flokkarnir standa að í sameiningu, voru all- ar feldar í gær við 2. umræðu frumvarpsins í neðri deáld al- pingis. „Tírninn" hefir flutt nokltrar greinar um það í vetur, að nauð- syn beri til að minka dýrtíðina, sérstaklega í Reykjavík. Er pað með pví að viðhalda tollapung- anum og auka hann á alþýðunni, sem flokkur „Tímans" ætlar að gera pað ? Franifærslulasiiíibæftufe'. EnginH L'éttindansissir vefjna Iramfærslastyrks, sem veittnr er sökiam ámégðar, slysa eða heilsnleysis. Landið eitf framfæi slnhérað. Fulltrúar Alpýðuflokksins íefri deild alpingis, Jón Baldvinsson og Erlingur Friðjónsson, flytja frumvarp til framfærslulaga,. er komi í stað fátækralaganna. Landið sé sameiginlegt fram- færsluhérað og eigi hver maður framfærslurétt í dvalarsveit sinni. Þar með hverfa allir fá- tækraflutningar af sjálfu sér og alt pjark milli sveitarstjórna út af framfærslustyrkjum og sveit- festi. Sveitarstjórnir skulu sénda at- vinnumáiaráðuneytinu ársskýrsl- ur yfir -framfærslukostnað, hver í sinni sveit, ásamt sönnunar- gögnum, en pað jafni kostnaðin- ,um á öllu landinu síðan niður á hreppana og kaupstaðina eftir gjaldgetu peirra, en hún sé mið- uð að hálfu leyti við samanlagt skattmat fasteigna í sveitinni samanborið við samanlagt skatt- mat allra fasteigna á landinu, en að hálfu leyti við samanlagða fjárhæð skuldlausra eigna og tekna af eign og atvinnu í sveit- inni samanborið við þær fjár- hæðir á öllu landinu. Síðan inn- heimtir ráðuneytið eftirstöðvar framfærslukostnaðar hjá þeim sveitum, sem greitt hafa minna en peim bar að tiltölu, og endur- greiðir mismuninn peim sveitum, sem greitt hafa meira en svarar til gjaldpols þeirra. Þannig verð- ur framfærslukostnaðinum jafn- að niður eftir sameiginlegri gjaldgetu iandsmanna, en hann ekki lagður á þá að miklu Ieyti eftir pví, hvar þeir eiga heima, syo sem nú er títt. Nú eru að eins sextugir menn trygðir gegn réttindamissi vegna framfærsiustyrks-, en samkvæmt frumvarpinu telst sá -styrkur heldur ekki framfærslustyrkur, p. e. er ekki endurkræfur, og veldur ekki réttindamissi, sem veittur er vegna ómegðar, pegar karlmaður hefir fyrir fjórum börnum eða fleirum að sjá eða kona fyrir tveimur. Sama gildir um styrk, sem veittur er vegna slysa eða heilsuieysis, pegar styrkþegi hefir verið óvinnufær af þeim sökum samfleytt í árs- fjórðung eða lengur. Þá er og lögð áherzla á það í frumvarpinu, að vinnandi mönnum, sem að prengir um stund, sé úíveguð vinna við framkvæxndir hjá bæjar- eða sveitar-félagi. Er það sjálf-sögð aðferð, bæði frá mannúðar- og hagfræði-sjónarmiði. Stjórnarskrárbreytingu parf til pess að afnema, að framfærslu- styrkur varði nokkru sin'ni rétt- indamissi. Til pess að sú réttar- bót skuli lögtekin flytur Jón Baldvinsson breytingatiliögu pess efnis við stjórnarskrárfrum- varpið. Nú er að sjá, hvort réttlætis- tilfinning nógu margra þing- manna er svo rík, að þeir sam- pykki þessar rétíarbætur. 7 Þýzk-awstnrríski tollmálasamninguriim. Wasliington, 27. marz. United Press. — FB. Sendiherrar Frakklands, Þýzka- lands og Tékkóslovakiu hafa hver í sínu lagi átt viðtal við Stimson , innanríkismál aráðherra um pýzk-austurriska tollmála- samninginn. — Þýzki sendiherr- ann, von Britswitz, kvað hafa skýrt málið fyrir innanríkismála- ráðherranum og lýst þvi yfir, að sainningurinn væri alls ekki stjómmálalegs eðlis og innihaldi ekki nein ákvæði, sem geti vald- ið stjórnmálalegum brytingum í Evrópu. Berlín, 28. marz. United Press. — FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum ætlar Frakkland að segja upp frakknesk-þýzka verzlunar- samningnum, sem gerður var 1927. E* pað bersýnilega gert í andúðarskyni, v'egna Þýzk-aust- urríska tolimálabandalagsins. Skiðamótið á Slglnlirði. Það héfst í gær £ ágætn veðri og fyrirtaks færð. Þeir stnkkn par á skíðnm eins langt og yffir hálfai Anstnrvoll. Siglufirði, 27/3. (Einkaskeyti.) í gær hófst hér sá merkis.við- burður í sögu gamla (en ávalt unga) íslands, að fyrsta skíða- mótið, þar sem kept var í skíða- stökki, var haldið. Veðrið var ágætt og færið fyr- irtak á aðalbrautinni. Skíðabraut- in var afmörkuð með fánum. Þátttakendum í stökki vár skift í tvo flokka. Voru í fyrsta flokki 15 ára piltar og fullorðnir menn, voru keppendur par fjórián. Lengst stökk Jóhann Þorfinnsson 28 metra (en það er viðlíka og frá Thorvaldsen-styttunni út að götunni), Jón Stefánsson stökk 27 metra og Ottó Jóakímsson 261/2 metra. Norski ípróttakennarinn Helge Torvö hóf mótið og stökk 35 metra, en pað er sem næst eins langt og frá þrepinu, sem Ingólfsstyttan stendur á, og að Hverfisgötu. ! öðrum flokki voru 12—15 ára drengir, voru peir 18. Stökk lengst peirra Ketill ólafsson 13 metra, en næst honum voru Björn ólafsson og Óli Fersæth (12 metra). Færðin í brekkunni par sem yngri flokkurinn kepti var ekki góð og féllu flestir. Stúlkur keptu í langbrekku, en féllu allar nema Kristín Aðal- björnsdóttir, 11 ára gömul. Kept verður laugardag, yngsti flokkur, og stúlkur í loftstökkí og eldri flokkur í 10 rasta göngu. Verðlaunum úthlutað laugardags- kvöld. Dómarar við mótið eru Toi*vö, Ólafur Vilhjálmsson og Sveinn Hjartarson. Yfir púsund manns voru við- staddir. „Pó vínviðar hreini“. Ný bók eftir Halldór Kiljan Laxness. Viðtal við hðfundinn. 1 gær kom út ný bók eftir Hálldór Kiljan Laxness. Alþýðu- blaðið hefir hitt höf að máli og spurt hann um bókina. Um hvað fjallar hin nýja skáld- saga yðar? Hún gerist í smáporpi hér á landi á árunum 1910—1914, eða á pví tímabili, þegar hin nýja öld nýrra viðhorfa og viðfangs- efna var enn ókomin, en skamt undan. Bókin sýnir m. a., hvernig 'fátæk manneskja í litlu plássi lif- ir og deyr með innskriftaverzlun- ina á aðra hönd og sáluhjálpar- boðskapinn á hina. Yfirleitt má segja, að bókin gerist öll í slæmu veðri og vondum húsakynnum meðal einstaklinga af yfirstétt og undirstétt, sem báðar eru jafn- óbjörgulegar, hvor á sína vísu, og síðast, en ekki síst, i alveg glórulausTÍ örbirgð. En unga stúlkan í sögunni er, prátt fyrir pótt hún sé snemrna hart leikin af grimd mannlíEsins, ímynid þeirrar sigurvonar, sem jafnvel hinum fátækustu og lítilmótleg- ijistu í pessu plássi mætti leyfast !að bera í brjósti, énda pótt guð og rnenn kunni oft að virðast jafn óvinveittir einstaklingnum. Inn í söguna eru ofnar marg- pættar örlagaflækjur. Hvenær er skáldsagan skrifuð? Ég hefi aldrei fyr hreyft pessu (efni í bókum mínum. Ég byrjaði að skrifa hana, er ég kom úr utanför minni frá Ameríku, en Halldór Kiljan Laxness rithöfundur. ég fann alt af annmarka á hand- ritinu, er ég var kominn langt á veg, og reif það. Síðast liðið sumar dvaldi ég á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þar tókst mér að iifa mig inn í efnið. — Ég skrif- aði söguna í núverandi formi á tímabilinu frá septemberbyrjun til miðs dezember s. 1. Hver gefur bókina út? Menningarsjóður. Hann stendur undir yfirráðum mentamálaráðs; er ekki svo? Jú; petta er fjórða bókin, sem Menningarsjóður gefur út. Hve stór er bókin? 20 arkir. Hafið pér nokkuð nýtt í smíð- um? Já; ég er nú að skrifa fram- hald þessarar sögu, sem gerist 10—12 árum síðar. Karlakór Reykjavikur hefir samsöng annað kvöld kl. 9 í dómkirkjunni. Aðgöngumiðar munu næstum uppseldir, en pað, sem eftir er verður salt í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.