Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 25 Gauti hetja KÁ KA-MENN geta þakkað Magnúsi Gauta Gautasyni öðrum fremur sigur sinn gegn Þrótti, 19—18 á föstudaginn. Magnús varði eins og berserkur þó einkum og sér í lagi þegar mest reið á. Staðan í hálfieik var 11 — 7 Þrótti í vil. Þróttarar höfðu ávallt frum- kvæðið til að byrja með í fyrri hálfleik en KA-menn hleyptu þeim aldrei langt framfyrir. En um miðjan hálfleikinn hljóp allt í baklás hjá KA og Þróttarar sigu framúr, og var staðan í hálfleik eins og áður sagði 11—7 fyrir Þrótt. KA-menn komu fílefldir til seinni hálfleiks og byrjuðu strax að saxa á forskot Þróttara. Með Þorleif Ananíasson í fararbroddi náðu KA-menn að jafna 16—16 þegar 6 mínútur voru til leiksloka og allt var á suðupunkti. Síðustu mínútur leiksins voru æsispenn- andi og allt virtist geta gerst báðum liðum í hag. En þá tók Magnús Gauti markvörður KA til sinna ráða og gerði sér lítið fyrir og varði tvö vítaskot frá Þróttur- um, en KA-menn komust í 19—17, en Ólafur H. Jónsson átti svo síðasta orðið í leiknum og úrslitin urðu 19—18 fyrir KA. í heild var leikurinn ágætlega leikinn, og voru varnirnar mjög góðar en sóknarleikurinn ekki sem bestur. Sanngjörnustu úrslit hefðu verið jafntefli. Lið KA átti afleitan fyrri hálfleik og voru mjög bit- lausir, en í seinni hálfleik náðu þeir sér á strik og voru þá sem allt annað lið. Hjá þeim var Magnús Gauti Magnússon bestur en einnig átti Þorleifur Ananíasson góðan leik í seinni hálfleik. MÖRK KA: Þorleifur Ananíasson 8, (4 víti), Alfreð Gíslason 6, Guðbjörn Gíslason 2, Jóhann Ein- arsson 2 og Gunnar Gíslason 1. Lið Þróttar spilar feikilega sterkan varnarleik og gafst hann mjög vel í fyrri hálfleik, en sóknin var ekki að sama skapi eins sterk. Hjá þeim var enginn öðrum fremri, nema þá helst Sigurður Ragnarsson markvörður. MÖRK Þróttar: Sigurður Sveins- son 8 (3 víti), Einar Sveinsson 4, Gísli Óskarsson 2, Magnús Mar- geirsson 2, Ólafur H. Jónsson og Páll Ólafsson 1 hvor. Agætir dómarar leiksins voru Guðmundur Kolbeinsson og Rögn- valdur Erlingsson. Armann lagði Fylki ÁRMANN batt enda a sigur- göngu Fylkis í 2. deild Islands- mótsins í handknattleik um helg- ina, er liðið sigraði með 24 mörkum gegn 18. Staðan í hálf- leik var 11 — 10 fyrir Fylki. Kom sigur Ármanns nokkuð á óvart, þar sem Fylkismenn hafa verið mjög sterkir það sem af er vetri og virst liða líklegast til að keppa um efsta sæti 2. deildar. Ármenn- ingar áttu sigurinn sannarlega skilinn, iið þeirra hefur verið í mikilli sókn eftir að hafa gert jafntefli við UMFA í fyrsta leik sinum í haust. Ármenningar voru lengst af yfir í fyrri hálfleik. í fáein skipti náði liðið tveggja marka forystu, en Fylkir minnkaði jafnan muninn. Síðla í fyrri hálfleik tókst Fylki loks að jafna og var staðan þá 7—7. Fylkir komst síðan einu marki yfir og hélt þeim feng til leikhlés. Enn var jafnt framan af síðari hálfleik, en engu var líkara en Fylkir væri að kveðja þegar liðið breytti stöðunni úr 12—12 í 14—12 og var þar á ferðinni Gunnar Baldursson með falleg mörk. Það sem gerðist næst var hins vegar Ármann — Fylkir það, að Fylkismenn fóru að leika eins og krakkar og mörkin hlóðust upp. Kom svo mikið fát á leik- menn Fylkis, að það virtist vera þeim sérstakt kappsmál að ljúka hverri sóknarlotu á minna en augnabliki eftir að þær hófust. Gott hefði verið að skora 2—3 mörk í hverri sókn, helst fleiri. En það gekk ekki upp og Ármenning- ar kafsigldu Árbæingana. Ármannsliðið var sterk heild að þessu sinni. Fylkismenn lögðu allt kapp á að gæta markamaskínunn- ar Friðriks Jóhannessonar. Það leiddi hins vegar aðeins til þess, að það losnaði um aðra, t.d. réðu Fylkismenn lítið við Þráin Ás- mundsson, sem átti stórgóðan leik. En besti maður Ármanns var án efa markvörðurinn, Heimir Gunnarsson, hann varði þokka- lega í fyrri hálfleik, en lokaði síðan markinu gersamlega í þeim síðari. Varði hann þá með miklum tilþrifum, meira að segja með því að skalla frá þrumuskot úr hraða- upphlaupi! Fylkismenn skutu hann líka í stuð með sannkölluð- um mýgrút ótímabærra skota, maður beið bara eftir því að markverðir Fylkis lyftu sér upp og létu langskot ríða af yfir þveran völlinn. Sigurður Símonarson barðist að venju vel og stóð fyrir sínu hjá Fylki. Ragnar Hermannsson átti ágætan leik í fyrri hálfleik, en lakari í þeim síðari, en að öðru leyti ríkti meðalmennskan eins og drepsótt í liði Fylkis. MÖRK Ármanns: Þráinn Ás- mundsson 7, Björn Jóhannesson 5 (2 víti), Smári Jósafatsson 4, Friðrik Jóhannesson 3, Kristinn Ingólfsson 2, Haukur Haraldsson, Einar Eiríksson og Bragi Sigurðs- son eitt hver. MÖRK Fylkis: Ásmundur Krist- insson 7 (5 víti), Ragnar Her- mannsson 4, Gunnar Baldursson 4, Sigurður Símonarson, Einar Ágústsson og Hafliði Kristinsson eitt mark hver. Leikinn dæmdu þeir Karl Jó- hannsson og Ingvar Viktorsson og var dómgæsla þeirra framúrskar- andi. — KK- • Erlendur Hermannsson fer inn úr hægra horninu en Hellgren markvörður ver skot hans. Erlendur var afar óheppinn með skot sin í leiknum á sunnudag. LJósm. Mbl. RAX. • Víkingurinn Sigurður Gunnarsson vígalegur á svipinn reynir markskot á móti Heim. Sigurður skoraði fimm mörk í leiknum. Ljófim. mm. rax. Evrópudraumur Víkinga úti SVÍUM TÓKST að slá Viking út úr Evrópukeppninni í handknattleik annað árið i röð. Sænska liðið Heim fór með sigur af hólmi i siðari leik sínum við Viking 22—19 í Laugardalshöl) á sunnudagskvöld. Fyrri leik liðanna lauk líka með öruggum sigri Svia 23—19 þannig að Heim hafði sjö mörk i plús þegar upp var staðið eftir viðureignina. í fyrravetur voru það Sviar sem kærðu Vikinga fyrir óspektir og fengu því framgengt að liðið var dæmt frá keppni eftir að hafa sigrað Ystad tvivegis. Víkingar sitja því svo sannarlega eftir með sárt ennið eftir þessi samskipti sin við Svia. Laugardalshöllin var troðfull af áhorfendum á sunnudagskvöldið og haía þeir flestir átt von á því að nú yrði tekið rækilega í lurginn á sænsku ieikmönnunum og þeim sýnt hvar Davíð keypti ölið. Þeir voru lika yel með á nótunum áhorfendurnir á pöllunum fyrstu 10 minútur leiksins þvi að þá virtist allt benda til þess að Heim fengi þann skell sem þeir þurftu. Lið Víkings byrjaði leikinn af krafti, lék vel og náði fljótt þriggja marka forskoti. En þá ætluðu leikmenn sér um of og einbeitni og yfirvegun í leiknum fór út i veður og vind. Leikmenn Víkings þoldu ekki pressuna og sænska liðið gekk á lagið og náði smátt og smátt að ná yfirhöndinni i leiknum og var sigur þess aldrei í hættu. Víkingur — Heim 19—22 Góð byrjun hjá Víking: Það var kraftur í leik Víkinga í byrjun leiks. Boltinn gekk vel og sendingar voru fastar og grip leikmanna góð. Sigurður Gunn- arsson gaf félögum sínum tóninn með fallegu marki strax á 3. mínútu leiksins og þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 4—1. Á þessum tima hafði Erlendur þó verið afar óheppinn að nýta ekki tvö dauða- færi sem hann fékk í horninu, sem er frekar ólíkt honum. Á 11. mínútu er staðan 5—2, og þá fór Víkinga að skorta einbeitni í leik sínum, sóknarlotur þeirra voru alis ekki nægilega langar. Ótíma- bær skot fóru að sjá dagsins ljós, og Svíar ná að jafna leikinn á 15. mínútu 6-6. Síðan var jafnt á öllum tölum þar til flautað var til hálfleiks þá var staðan 11—11. Víkingar fóru afar illa að ráði sínu í fyrri hálfleik. Þá misnotuðu þeir ekki færri en sex dauðafæri og að auki eitt vítakast. Sænski markvörðurinn Hellgren átti alls- kostar við þá. Þeir höfðu ekki lært af reynslunni, en Hellgren hafði ieikið þá grátt í Svíþjóð. Leikmenn sem komnir voru einír í dauðafæri úr hraðupphlaupum, hornum eða línu skutu of fljótt. Víkingar skoruðu ekkert mark úr hornum í fyrri hálfleik, en það er ein þeirra sterkasta hlið. Ög ekkert mark kom úr hraðaupphíaupi. Leikur Víkings riðlast Greinilegt var í byrjun síðari háifleiks að nokkuð var af Víking- um dregið. Enda hafði verið mikill hraði í leiknum allan fyrri hálf- leikinn. Svíar ná yfirhöndinni þegar á 1. mínútu síðari hálfieiks- ins og ná tökum á leiknum. Víkingum tókst að misr.ota níu sóknarlotur í röð án þess að skora mark. Svíar breyta stöðunni í 15—11, og það er ekki fyrr en á 38. mínútu að Sigurði Gunnarssyni tekst að skora 12. mark Víkings. Þá taka Víkingar við sér og á 43. mínútu leiksins er aðeins eins marks munur á liðunum 16—15. Og allt gat gerst. Blaðran springur Víkingar fá dæmt vítakast, en Hellgren ver, og ekki nóg með það Víkingar fá boltann en dauðafæri af línunni er líka varið. Svíar bruna upp og skora. Nú sprakk blaðran hjá Víkingi. Leikur þeirra varð afar kraftlít- iil og alla ógnun vantaði í spil leiksins. Breiddin var ekki nýtt. Mörk komu hvorki af línu eða úr hornum. Svíar taka leikinn algjör- lega í sínar hendur og á 48. mínútu hafa þeir náð fimm marka for- skoti 20—15 og gert út um leikinn. Síðustu 10 mínúturnar skora svo Víkingar fjögur mörk á móti tveimur mörkum Svíanna sem greinilega fóru sér í engu óðslega. Brást leik- reynslan? Það mátti heyra á áhorfendum er þeir yfirgáfu húsið að þeir höfðu orðið fyrir vonbrigðum með leik Víkings. Hvað var það sem brást? Lið Svía var gott og lék léttan og hraðan handknattleik. Þá er liðið með hreint út sagt frábæran markvörð. Þetta fengu Víkingar að reyna úti í Svíþjóð. Þeir töldu engin vandkvæði á að finna veikleika á markverðinum en það brást illa, hann sá við þeim. Þá er undirritaður þeirrar skoðun- ar að of mikill hraði hafi verið í ieik Víkings. Eftir góða byrjun átti liðið að leika yfirvegað en ekki láta teyma sig út í mikinn hraða og missa við það tök á leiknum. Víkingur býr yfir ieikreyndum mönnum sem hefðu átt að geta leikið rólega og haldið boltanum lengur en gert var. Lið Víkinga Lið Víkings átti góðan leik í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega í byrjun leiksins, en smátt og smátt dró af þeim. Leikkerfi liðsins virtust ekki ganga upp, og spilið var of þröngt í síðari hálfleiknum. Bestu menn Víkinga í þessum leik voru þeir Páll Björgvinsson, Sig- urður Gunnarsson og markverð- irnir Jens Einarsson og Kristján Sigmundsson. Varnarleikur VSkings var ekki nægilega sterkur, og meiri baráttu vantaði S liðið í heildina. Lið Heim Sænska liðið Heim lék vel. Mikiil hraði var í leik liðsins og línuspil þess afar skemmtilegt. Bestur liðsmanna var markvörð- urinn Hellgren sem varði frábær- lega vel. Lið Heim er nú S fjórða sæti í 1. deildinni sær.sku. Það er því leiðinlegt til þess að vita að efsta liðið í 1. deildinni á íslandi geti ekki sigrað það á heimavelli með fullt hús af áhorfendum sér til stuðnings. MÖRK VÍKINGA: Sigurður Gunnarsson 5, Páll Björgvinsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 4, Steinar Birgisson 3, Ólafur Jóns- son 2. MÖRK HEIM: Roger Helgeson 5, Hans Andreasson 4, Ingemar Andersson 3, Thomas Agustsson 3, Rolf Brunström 2, Gunnar Söderberg 2, Curt Magnusson 1, Roman Marciniak 1, Jan Frankelt 1. -þr. ”i Hellgren varði 21 skot BÓKHALD yfir gang leiks Víkings og Heim ber ekki öllum jafn vel söguna. enda áttu Víkingar slæman dag og margir leikmenn gerðu meiri og fleiri mistök heldur en þeim er eðlilegt í einum leik. Verst gekk þeim í viðskiptum sínum gegn sænska markverðinum. Klaes Hellgren. en hann varði eigi færri en 21 skot i leiknum. flest þannig að maður var gegn manni, Víking- arnir komnir einir í gegn og í dauðafæri. Eftir fyrri leik lið- anna í Gautaborg, lýstu Vík- ingarnir því yfir, að þeir væru búnir að læra á kappann, auk þess sem hann hefði átt slíkan toppleik, að hann myndi aldrei standa sig jafn vel tvisvar í röð. Þetta reyndist fjarstæða. Vík- ingarnir voru alls ekki búnir að læra á Hellgren og hann átti annan toppleik. Til samanburðar má taka frammistöðu markvarða Víkings. Kristján stóð í markinu framan af og varði aðeins þrjú skot... þar af 2 víti! Það var ekki fyrr en á 20. mínútu leiksins, að markverðir Víkings vörðu skot sem kom utan af velli. Jens stóð sig síðan mjög þokkalega og- varði samanlagt 8 skot. En betur má ef duga skal. Fróðlegt er að líta á nýtingu einstakra leikmanna. Sigurður Gunnarsson var markhæstur í liði Víkings með 5 mörk, en önnur fimm skot rötuðu ekki í netið hjá Sigurði, auk þess sem hann glataði knettinum einu sinni. Skoðum nú einstaka leikmenn og eru fram- angreindir liðir í sömu röð. Stein- ar Birgisson 3—4—3, Ólafur Jóns- son 2—2—3, Páll Björgvinsson 4—5—1, Erlendur Hermannsson 0—5—1, Árni Indriðason 1—1—1, Þorbergur Aðalsteinsson 4—3—1. Víkingar skoruðu tvö mörk úr hraðaupphlaupum, eitt úr hornun- um, en þeir hafa löngum þótt sérstaklega sterkir á þessum slóð- um. Víkingarnir skoruðu 9 mörk utan af velli, ýmist með tilheyr- andi uppstökkum eða þá hreinlega úr kyrrstöðu. 3 mörk komu af línu, 3 eftir gegnumbrot og loks eitt úr víti. Brottrekstrar í leiknum voru á þá leið, að Steinar Birgisson og Thomas Augustsson viku af velli í fjórar mínútur hvor, Jens Ein- arsson, Rolf Brtinström og Hans Andreason í tvær mínútur hver. gg- Sagt eftir leikinn Ingemar Andersson fyrirliði Heim: — Við lékum nú öllu betur en heima í Svíþjóð. Sérstaklega var varnarleikurinn sterkari hjá okk- ur. Við lærðum á leikkerfi Víkings úti og gátum auðveldlega stöðvað þau. Við áttum von á erfiðari leik en raunin varð á. Víkingsliðið lék óyfirvegað á köflum. Vonandi lendum við ekki á móti liði frá Austur-Evrópu í næstu umferð, þá er draumurinn búinn. Jón Erlendsson fqrmaður tækninefndar HSÍ: — Þetta var fjörugur og skemmtilegur leikur á að horfa. Betra liðið sigraði í leiknum. Það sem varð Víkingum fyrst og fremst að falli var of einhæfur leikur. Hornin nýtast til dæmis ekkert. Eysteinn Helgason formaður handknatt- leiksdeildar Víkings: — Þetta var betri leikur af hálfu Svía en úti. Okkur vantaði alla baráttu í leikinn. Og jafn- framt einbeitingu í skotum. Betra liðið sigraði í leiknum að mínu mati. Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings: — Við lékum ekki eins vel nú og úti í Svíþjóð. Við náðum ekki að opna hjá þeim vörnina. Við sýnd- um of mikið bráðlæti í leiknum. Sérstaklega í skotum. Það eru mikil vonbrigði að tapa leiknum. Það var búið að keyra upp mikla spennu á okkur fyrir leikinn, það hefur haft sín áhrif. Bodgan þjálfari Víkinga: — Við gerðum sömu vitleysurn- ar hér eins og úti í Svíþjóð. Dauðafæri bregðast, vitaköst o.fl. Þegar allt gengur vel þá rúllar spilið vel. En um leið og á móti blæs og mótstaðan eykst þá koma mistök. Vantar meiri hugsun í leikinn af okkar hálfu. Þegar staðan var orðin 5—1 fyrir okkur átti að gera út um leikinn, skotið var of fljótt, sóknirnar of stuttar. Þá brugðust menn hrapallega þeg- ar aðeins markvörðurinn var einn eftir. Áhorfendur stóðu sig best. — þr. • Þorbjörn Guðmundsson reynir markskot á móti Brentwood. Ljósm. Mbl. RAX. Fátt um varnir hjá Brentwood Valur Brentwood 38 - 14 VALSMENN áttu ekki í umtals- verðum erfiðleikum með að tryggja sér endanlega farseðilinn í næstu umferð Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik er liðið mætti ensku meisturunum Brentwood í Laugardalshöllinni um helgina. Fyrri Icikinn vann Valur 32—19, þannig að Vals- menn hefðu nánast gctað leikið i vinnugöliunum i siðari leiknum og unnið samt, svo slakt er hið enska lið. Þó að mann hafi grunað ýmislegt í þeim efnum, þurfti engu að síður að sjá til Brentwood til að trúa sinum eigin augum. En handknattleik- ur á enn ekki upp á pallborðið hjá fjöldanum i Englandi, en sú milljónaþjóð ætti að geta náð langt i handknattleik sem öðru væri áhugi fyrir hendi á annað borð. Staðan í hálfleik í leik Vals og Brentwood var 16—10 og var leikur Vals þá lengst af í molum bæði í sókn og vörn. Valsmenn voru með ýmsar yfirlýsingar á kreiki fyrir leikinn hvernig þeir ætluðu að sigra með 20 marka mun og fá á sig færri mörk en 10. Það fyrra tókst þó ekki hafi litið út fyrir það í fyrri hálfleik. Valsmenn hófu leikinn með mikilli flugeldasýningu og komust á skömmum tíma í 4—0 Þeir ensku svöruðu með tveimur mörkum í röð, 4—2, og síðan hélt enska liðið í við Val allt þar til að skammt var til leiksloka, en þá sigu Valsmenn rólega fram úr. Var afleitt að sjá til Valsmanna lengst af fyrri hálfleiks, en erfitt er að áfellast þá fyrir slíkt í leik gegn lélegum mótherja þar sem úrslit eru að- eins formsatriði. Það hitti í mark sem kynnir leiksins, Hermann Gunnarsson, sagði um miðjan hálfleikinn, „það má ekki milli sjá hvort liðið er sterkara .. En það má segja Valsmönnum til hróss að þeir tóku sig á i síðari hálfleik og æddu eins og snjóflóð yfir þá ensku. Hvert markið rak annað og hrundi enska liðið eins og spilaborg. Oft og tíðum virtust Valsmenn þó ætla sér að skora 2—3 mörk í hverri sókn og ef slíkt væri einhvern tíma möguleiki, þá var það þarna! í síðari hálfleik skoruðu Valsmenn 22 mörk gegn 4. Valsliðið var mjög jafnt í þess- um leik og allir leikmenn liðsins áttu sín góðu augnablik, enda auðvelt að plata slíkt lið í sókn- inni. Maður leiksins var þó öðrum fremur Steindór Gunnarsson, en það er ekki á hverjum degi sem línumenn skora 9 inörk í Evrópu- leik. Og Steindór hefði getað skorað a.m.k. 12—15 mörk miðað við færin, en hann var frekar óheppinn í skotum sínum. Enska liðið ætti í erfiðleikum gegn 3. deildar liðum hérlendis og enginn innfæddu leikmannanna var sérstakur, allt meðalkarlar. Og erfitt er að trúa að Júgóslavinn Goran Gazivoda hafi í eina tíð verið í landsliði Júgóslavíu. Þrír eða fjórir ensku leikmannanna voru snjallari handboltamenn en hann. Mörk Vals: Steindór Gunnars- son 9 (1 víti), Stefán Halldórsson 6 (3 víti), Þorbjörn Guðmundsson og Þorbjörn Jensson 5 hvor, Björn Björnsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Gunnar Lúðvíksson og Jón Karlsson 2 hvor, Hörður Hilm- arsson og Stefán Gunnarsson eitt hvor. Goran Gazivoda var markhæst- ur hjá Brentwood með 5 mörk, en Beechener skoraði fjögur mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.