Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 7 1— l i i Sveifla frá vinstri Reynt hefur verið að túlka niðurstöður kosn- inganna sem kröfu um vinstri stjórn. Naumast styðst sú túlkun við þá staðreynd að vinstri flokkarnír, Alþýöubanda- lag og Alþýðuflokkur, töpuðu samtals sjö þing- mönnum — í kjölfar 13'h mánaöar vinstri stjórnar. Framsóknarflokkurinn, sem er milliflokkur, bætti við sig fylgi — en ein- göngu ó kostnað vinstri flokkanna tveggja. Nann fékk til baka fylgi, sem hann missti til þeirra 1978, auk nokkurs hluta svokallaðs Samtakafylg- is. Sjálfstæðisflokkurinn jók einnig fylgi sitt og þingmannatölu, þó aukn- ing hans yrði minni en skoðanakannanir bentu til. En niðurstaðan er Ijós: sveifla frá vinstri flokkun- um til millifiokks og frjálshyggjuflokks. Kosn- ingaúrslitin naglfestu þá staðreynd, sem ýmsum bauð í grun, að Alþýðu- bandalagið er, í fyrsta sinn um langt árabil, á niðurleið. Hvers konar krafa felst í þeirri stað- reynd getur hver og einn sagt sjálfum sér. Framsóknarflokkurinn hrókeraði Ólafi Jóhann- essyni í oddvitasæti á höfuðborgarlista sínum. Jafnframt var hann kynntur í kosningabarátt- unni sem „ókrýndur for- ingi“ flokksins. i skoð- anakönnun, sem síðdeg- isblað gekkst fyrir, fékk Steingrímur Hermanns- son 2% fylgi sem líklegur forsætisráðherra en Ólaf- ur rúmlega tuttugufalt Steingrímsfylgið. Það virðist því út í hött að eigna Steingrími sér- staklega endurheimt fyrra fylgis Framsóknar- flokksins. Orð hans og persóna skiptu ekki meg- inmáli í baráttu flokksins, en Steingrímur var opin- mynntastur framsókn- armanna um uppvakn- ingu vinstri stjórnar, enda situr hann nú viö særingar, þótt kraftur þeirra sé tíkargjólulegur. Framsóknarflokkurinn naut þess nú aö vera miðsvæðis í sveiflu fólks frá vinstri til frjálshyggju. „Fánýtt málþóf um aukaatriöi“ Jón Baldvin Hanni- balsson fjallar í leiöara Alþýðublaðsins í gær um stöðu þjóðmála á líðandi stund og stjórnarmynd- unarviðræöur. Hann stað- hæfir að óðaverðbólgan á íslandi sé „ekki fyrst og fremst torleyst tæknilegt vandamál, í hagfræði- legum skilningi, heldur mælikvarði á pólitíska óstjórn, sem viðgengist hafi í landinu í heilan áratug“. „Orsakir ófar- anna eru fyrst og fremst þær,“ segir ritstjórinn, „aö þjóðarbúskapur íslendinga — og þá eink- um ríkisbúskapurinn — hefur eytt meiru en hann hefur aflað.“ Erlend skuldasöfnun sé komin í 355.000 milljónir króna, auk tugmilljarða viðvar- andi skuldasöfnunar hjá Seðlabanka. Ritstjórinn bendir rétti- lega á það, að yrðum við nú fyrir svipuðum efna- hagsáföllum og 1967/ 1968, þegar saman fór eyðing síldarstofns og verðhrun útflutnings- framleiðslu okkar (þá lækkaðí verðmæti út- flutnings okkar á tveimur árum um 46%), hryndi efnahagskerfi okkar eins og spilaborg. Þá kæmi sér betur að eiga í hand- raðanum öryggissjóði, fremur en þær skulda- súpur, sem efnt hefði verið til á undanförnum árum í tiltölulegu góðæri líðandi áratugar. Of seint sé að iðrast eftir dauð- ann. Leiðara blaðsins lýkur á þessum orðum: „Þeir stjórnmálamenn, sem ganga upp í þeirri dul, að þeim líðist að eyða mörg- um vikum í fánýtt málþóf um aukaatriði, í stað þess að taka af skarið um stefnu flokka sinna og myndun starfhæfrar ríkisstjórnar þegar í stað, munu ekki veröa langlífir í landinu". Hér er tæpi- tungulaust lýst, hvert er fálm og fuður Steingríms Hermannssonar við svo- kallaðar stjórnarmyndun- artilraunir. Hvaóa sem er, raKar sj vel af þér Skeggrót þfn er sérstök, hver húð hefur sfn einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Suþer 12,dýptarstillingu. Handhægur refinistillir velur réttu stillinguna.sem best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þéss vegna velur þú líka PhTITshave. Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á augabragði. Hraðari og betri rakstur. Það er kostur nýja Philishave 90-Super 12,kerfis ins. Teldu hnifana í gömlu Philips rak- vélinni, þeir eru 18. Nýja Philishave 90-Super 12,hefur 36 hnífa.Auk þess hefur þrýstingur sjálfbrýnandi rakhnífanna á rakhausinn.verið aukinn. Árangurinn er hraðari og betri rakstur en áður. öll hár hverfa á svipstundu.Finndu bara muninn. Löng og stutt hár í sömu stroku. Nýja Philishavo 90-Super 12,kerfið hefur aíiðvitað hina þrautreyndu hringlaga rakhausa með 270 rakraufum (90 á hverjum haus). Árangurinn Iætur ekki á sér standa: Löng og stutt hár hverfa i sömu stroku og rakhausarnir haldast eins og nýir árum saman. Fitindu muninn. Philishave 90-Super 12,er rennileg og nýtfskuleg. Hún fer vel f hendi og er þægileg í notkun. Rak- flöturinn hallast ögn, til aukinna þæginda. Reyndu philishave 90-Super PHILIPS il2,og þú velur Phifishave. P 1121 — Stillanleg rak- lýpt.sem hentar hverri keggrót. Bartskeri og þægiíegur rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. Fullkomin þjónusta tryggir yðar hag. Pilips kann tökin á tækninni. ýia Philishave Super 12 3x12 hnffa kerfið. Spennandi saga sem gerist á Islandi, frlandi og í Danmörku á síöari hluta 16. aldar. Snjólaugu sýslumannsdóttur er rænt af óprúttnum samsærismönnum sem stjórnast af ágrind til ásta, auös og valda. En þeir eiga eftir aö kynnast þeim sem gengur í gegnum eld og vatn fyrir stúlkuna sem hann elskar. ÖRN &ÖRLVGUR VESTURGÖTU42.SÍMI 25722 Fyrren. dogurns Skáldsaga eftir Jörn Riel Dr. Friörik Einarsson, læknir, þýddi. Stórbrotin saga af einangraöri eskimóa- byggö og fyrstu kynnum hennar af hvíta manninum og þeim örlögum sem þau kynni færa byggðinni. Þetta er saga af mannlegu eöli viö mismunandi kringumstæöur. ÖRN&ÖRLVCUR VESTURGÖTU 42, SÍMI25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.