Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 vl» MOBöJK/- BAFF/NU ÍtS' Jú, fyrsta tönnin er örugglega komin. Ég verð ekki nema svo sem 10 minútur, og mundu aö slökkva undir steikinni eftir klukku- tima. wmm:m Harmsaga höfð í flimtingum BRIDGE Umsjón: Pall Bergsson Áhugasamur lesandi hringdi á dögunum og spurði hvort mein- ingin væri að hætta að vera með úrspilsæfingar i þessum daglegu pistlum. Og svona sem svar fær hann hér eina. Austur og vestur hafa alltaf sagt pass. COSPER Norður S. G53 H. D83 T. 74 L. ÁD864 Suður S. Á1062 H. ÁG T. ÁD3 L. G1093 Suður er sagnhafi í þrem grönd- um og vestur spilar út tígulfimmi. Þú tekur gosa austurs með drottn- ingu og síðan er að ákveða fram- haldið. Spilið er einfalt ef vestur á laufkónginn, reyndar 10 slagir öruggir. En hættan á tapi eykst ef laufsvíningin mistekst. Þá má vestur ekki eiga hjartakónginn, þar sem tíglar hans verða orðnir fað fríspilum. Þegar spilið kom fyrir svínaði suður strax laufi, kóngurinn lá vitlaust og austur spilaði tígli, sem suður gaf en tók þann næsta og síðan tapaði hann spilinu með svíningunni í hjartanu. Norður S. G53 H. D83 T. 74 • L. ÁD864 8202 COSPER Má ég afbiðja allt þetta vatn! Nú þykir mér týra, sjálfur Búkovski farinn að senda mér tóninn í Velvakanda. (Þetta er rangt, Búkovski svaraði ásökunum R.Þ. málefnalega í Morgunblaðinu — innskot ritstj.). Hann ráðleggur mér að fletta upp orðinu „canvas" í enskri orðabók og gefur fjórar merk- ingar. (Mín orðabók virðist vera betri, þar eru gefnar sex merking- ar þessa orðs.) I öllum þessum gerðum „canvas" (selgdúks) eru efnin „cotton“ og „linen“ eða baðmull og lín (hör). Svo vil til að hvorugt þessara efna herpist sam- an við þurrk, svo við erum í sömu sporum. Fangarnir hafa því ekki verið vafðir í „canvas", en hvað þá? Ætli vafningasagan sé þá ekki klaufalegur samsetningur eða skáldleg hugdetta Soltsénitsins? Kannski verðum við að skrifa KGB. Þá segir hann mig gleyma að geta þess að Sovétmenn hafi ekki gefið út Kóraninn o.fl. á nýja letrinu. Það er nú svo með Kóran- inn að hann var upphaflega ritað- ur á arabísku og sanntrúaðir áhangendur Múhameðs, múslim- ar, viðurkenna ekki að hann sé hin heilögu orð spámannsins, ef hann er þýddur á önnur mál. Þess vegna er lítið um þýðingar á Kóraninum. Fyrir nokkrum árum kynntist ég Indverja, múslim. Hann sagðist hafa lært ögn í arabísku í skóla til þess að geta þulið valda kafla úr Kóraninum á hinu heilaga máli spámannsins. Ég á sjálfur Kóran- inn á ensku, en það er ekki heilög bók. Ég veit ekki hvort hinar sovésku Miðasíuþjóðir hafa átt Kóraninn á sínum þjóðtungum, en ég efa það stórlega. Ríkisútgáfur í Sovétríkjunum gefa ekki út trúarrit. Kirkjan og hin ýmsu trúfélög sjá um útgáfu og dreifingu Biblíunnar á hinum ýmsu þjóðtungum Sovétríkjanna. Eitthvað hljóta þessar Miðasíu- þjóðir að gefa út á nýja letrinu og það er nú fleira bókmenntir en Kóraninn. Ragnar Þorsteinsson, Blöndubakka 13. • Ó, þið heimskingjar! Um leið og Morgunblaðið, í tilefni af málflutningi bréfritara (sem Búkovskí hefur raunar sjálf- ur svarað hér í blaðinu), vill hvetja lesendur til að kynna sér písllarsögu Búkovskís og reynslu í þrælabúðunum í Gúlaginu, minnir það á fjölda frásagna annarra andófsmanna í Sovétríkjunum, en Vestur S. D97 H. K94 T. K10952 L. 75 Austur S. K84 H. 107652 T. G86 L. K2 Suður S. Á1062 H. ÁG T. ÁD3 L. G1093 í rauninni er besta leiðin einföld þó vandséð sé. Átta slagir eru öruggir og til að ná örugglega þeim níunda spilum við hjartagos- anum eftir fyrsta slaginn. Saitia er hvor fær slaginn, tígulinn gefum við einu sinni og svínum síðan laufi. • (_Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 137 — Ég geri það ekki, sagði James ákveðinn. Læknirinn sem hafði skoðað Eileen hafði fundið brotið rif- bein og hann sá einnig að innvortis blæðingar all alvar- legar höfðu átt sér stað. Hann kom niður eftir að uppskurðin- um var lokið og sagði Logan Field að hann mætti sjá konu sína i fáeinar minútur það kvöldið. Að hans dómi myndi hún ná sér, en það var alltaf fyrir hendi sá mögueliki að hún myndi fá taugaáfal) eftir á. Blöðin slógu blóðbaðinu upp sem aðalfréttum. Logan sá frönsku blöðin. Hann og James voru saman í litlu biðstofunni fyrir framan sjúkrahcrbergi Eileen. Hann hafði tekið nær- veru James sem sjálfsagðan hlut. Hann hafði einnig verið hjálplegur í sambandi við blöð- in. Hann hafði talað stuttlega við fréttamenn fyrir hönd Logans. Unz frú Field næði sér nægilega mikið til að skýra frá hvað hefði gerzt ætlaði eigin- maður hennar ekki að láta að sér kveða né gefa út yfirlýs- ingu. Hann viðurkenndi að Eileen hefði verið fórnardýr alþjóðiegra hryðjuverkasam- taka en sagðist ekki mundu skýra það nánar á þessu við- kvæma stigi málsins. Hjúkrunarkona færði þeim kaffi og spurði hvort þeii hefðu lyst á að borða. Báðir afþökk- uðu. — Þú hefur ekki spurt um Janet, sagði James. Logan hrukkaði ennið. — Ég var búinn að gleyma henni. Hún getur komið sér inn á hótel Hún er farin heim til Eng- lands sagði James. — Mér finnst þú hafa sýnt henpi ansi mikla hörku, Logan. Þú ættir að hringja til hennar og segja henni hvað hefur gerzt. — Ég veit ekkert enn hvað sjálfan mig varðar, sagði Log- an. — Ég bíð alténd til morguns. Ég held að þú ættir að fara aftur til Teheran eftir að ég hef talað við Eileen. Þú verður að semja yfirlýsingu fyrir mig og gættu þess að hvergi sé hægt að hanka mig á neinu. Við kærum okkur ekki um að hefja póli- tískt öngþveiti og valda keisar- anum erfiðleikum. Ég kem eins fljótt til baka og ég get, eða þegar Eileen er úr allri hættu. James tók fram sigarettu og kveikti í. Hann leit á Logan. Ég fer ekki aftur til Teheran, sagði hann. — Ég segi starfi minu Iausu. Ég verð hér um kyrrt. — Láttu ekki eins og bölvað fifl, sagði Logan. — Vertu ekki að kasta öllu frá þér i æði. Nú fer Imshan f gang af fullum krafti og þú getur náð langt innan Imperialfyrirtækisins. Jæja, ef þú vilt ekki fara strax til Teheran, er mér náttúrlega sama þó að þú verðir hér fáeina daga. Að minnsta kosti skaltu hugsa málið. — Ég er búinn að hugsa málið, sagði James. — Hvort sem þú varpar Janet fyrir róða eða ekki veit ég að Eileen kemur aldrei aftur til þín. Þú virðist halda þú hafir gengið með sigur af hólmi. Þú tefldir lífi hennar i tvísýnu vegna hagsmuna þinna og nú kem- urðu út úr þessum leik með Imshan í farangrinum og held- ur að þú getir farið aftur til hennar eins og ekkert sé. Janet má nú sýnilega fara fjandans til. En það er bara ekki svona einfalt. Þú virðist hafa tapað — aldrei þessu vant — að minnsta kosti í þessu spili. Hjúkrunarkona sat við rúm Eileen. Það var dauft ljós i herbcrginu þegar Logan kom inn og i fyrstu sá hann ekki að hún lá með opin augun. Hann gekk að rúminu og hallaði sér yfir hana. Hjúkrunarkonan reis á fætur. — Aðeins örfáar minútur, hr. Field. Hún er ekki búin að jafna sig eftir svæfinguna. Ég verð fyrir framan. Eileen sá andlit Logans sem i þoku. Svo talaði hann og henni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.