Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
Þetta gerðist
14. desember
1975 — Frakkar bjóða Egyptum
aðstoð til að koma upp her-
gagnaiðnaði.
1973 — Fyrstu myrkvanir af
völdum orkukreppu í Bretlandi.
1962 — Kenneth Kaunda mynd-
ar fyrstu stjórn blökkumanna í
Norður-Rhódesíu.
1961 — Stórsókn gæzluliðs SÞ
tii Elizabethville í Kongó.
1960 — Tuttugu ríki undirrita
samning um stofnun efnahags-
bandalags Atlantshafsríkja í
Paris.
1954 — Enosis-málið á Kýpur
leiðir til óeirða í Aþenu.
1946 — Allsherjarþingið sam-
þykkir stofnun aðalstöðva SÞ í
New York.
1945 — George Marshall sendur
til Kína til að miðla málum.
1941 — Bandarískir landgöngu-
liðar veita viðnám á Wake-eyju.
1939 — Rússland rekið úr
Þjóðabandalaginu — Orrustan á
. Rio de la Plata.
1937 — Japanir mynda
kínverska leppstjórn í Peking.
1927 — Bretar viðurkenna sjálf-
stæði íraks — Kínverjar og
Rússar slíta stjórnmálasam-
bandi.
1918 — Sidonio Paes, forseti
Portúgals, ráðinn af dögum.
1916 — Danir samþykkja í
þjóðaratkvæði að selja Banda-
ríkjamönnum Dðnsku Vestur-
Indíur fyrir $25 milljónir.
1913 — Grikkir innlima Krít.
1911 — Roald Amundsen kemur
fyrstur manna á Suðurpólinn.
1877 — Serbar fara í stríð gegn
Tyrkjum með Rússum.
1822 — Verona-ráðstefnu lýkur.
1542 — Valdataka Maríu Skota-
drottningar við lát Jakobs V.
Afmæli. Tycho Brahe, danskur
stjörnufræðingur (1546—1601)
— James Bruce, skozkur land-
könnuður (1730—1794) — Roger
Fry, brezkur listmálari (1866—
1934) — Lee Remick, bandarísk
leikkona (1935------).
Andlát. George Washington,
stjórnmálaleiðtogi & hermaður,
1799 — Albert drottningar-
maður 1861 — Baldwin jarl,
stjórnmálaleiðtogi, 1947 —
Walter Lippmann, fréttaskýr-
andi, 1974.
Innlent. „Vísir", fyrsta íslenzka
dagblaðið, hefur göngu sína 1910
— Bændaflokkur stofnaður 1933
— „Coot“, fyrsti togari íslend-
inga, strandar á Keilisnesi 1908
— d. Árni Helgason biskup 1869
— Helgi Helgason tónskáld 1922
— Vígð kirkja á Eyrarbakka
1890 - 25 farast í fárviðri 1935
— Hæstiréttur dæmir í Olíumál-
inu 1963 — Carl Sæmundsen
gefur hús Jóns Sigurðssonar
1966 — f. Hannes Pétursson
1931.
Orð dagsins. Sú blekking að
tímarnir hafi verið betri en þeir
eru nú hefur trúlega ríkt á öllum
tímum — Horace Greeley,
bandarískur ritstjóri (1811—
1872).
fgekSZ
Kjötúrvalið hefur aldrei verið meira.
Svínakjöt — Lambakjöt — Nautakjöt — Kálfakjöt —
Folaldakjöt — Rjúpur — Kalkúnar — Villigæsir —
Unghænur — Kjúklingar — Léttreyktir kjúklingar —
Endur
Niðursoðnir ávextir
Kokteil 1/1 ds. 834 1/2 ds. 504
Perur 1/1 ds. 730 1/2 ds. 446
Ferskjur 1/1 ds. 693 1/2 ds. 426
Ananas 1/1 ds. 854
Kínv. 1/2 ds. 415
Ananasmauk 376 gr. ds. 484
Fengers rauðkál Beauvais rauðkál
595 gr. gl. 987 570 gr. gl. 1.047
115Ö gr. gl. 1.726
Sveppir 1/4 ds. skornir 488
sveppir 1/4 ds. skornir 375
Samodan marmelaði.
Jarðaberja 650 gr. gl. 1.442
Hindiberja 650 gr. gl. 1.442
Sólberja 650 gr. gl. 1.442
KJÖRORD OKKAR ER LÁGT VERD
GÓD ÞJÓNUSTA
Ætlaði
Golda að
svipta
sig lífi?
Tel Aviv 14. des. AP.
GOLDA Meir, fyrrverandi for-
sætisráðherra ísraels, var al-
varlega að hugsa um að svipta
sig lífi í Yom Kippur striðinu
1973, vegna þess hún taldi sig
persónulega ábyrga fyrir því
tjóni, sem ísraelar biðu fyrstu
daga stríðsins, að því er náinn
vinur hennar sagði í dag. Þó
svo að hún herti sig upp og
hyrfi frá sjálfsmorðshugmynd-
um „lauk lífi minu þessa októ-
berdaga“ sagði hún þessum vini
sínum, Yaakov Hazan, fyrrver-
andi þingmanni.
Við athöfn, sem var haldin í
gær til að minnast þess, að ár
var liðið frá láti Goldu Meir,
sagði Hazan frá þessu. „Ég gat
aldrei fyrirgefið mér — ég gat
aldrei losað mig undan þessari
ógnarþungu sektarkennd,"
hafði hann eftir Goldu og bætti
við, að þó að sérfræðingar ýmsir
hefðu reynt að sýna henni fram
á, að flest annað en andvaraleysi
hennar hefði þarna verið valdur,
hefði hún aldrei borið sitt barr
eftir þetta.
Saudi-Arabía
hækkar olíuna
Bahrain. 13. dosombor. Routor.
SAUDI-ARABÍA Arabiska furstasambandið og Qatar ákváðu í dag,
skommu fyrir fund OPEC i Caracas, að hækka hráoliuverð um sex
dollara tunnuna eða 33 af hundraði að því er oliuráðherra
furstasambandsins, Mana Al-Oteiba, tilkynnti i dag.
Skömmu eftir tilkynninguna
hækkaði verð á gulli í London í
458,75 dollara únsan sem er nýtt
met. Verðhækkunin mun gilda frá
deginum í dag þótt þess væri ekki
getið. Enn hefur fréttin ekki verið
staðfest í Saudi-Arabíu og Qatar.
Verðhækkunin mun þjóna þeim
tilgangi að koma í veg fyrir átök
við róttæk ríki eins og íran og
Líbýu á fundinum í Caracas. Olía
selst þegar á um 40 dollara tunnan
á skyndimarkaðnum í Rotterdam.
Bent er á, að samþykki Saudi-
Arabíu við verðhækkuninni boði
meiriháttar stefnubreytingu, þar
sem stjórn landsins hefur á liðn-
um árum staðið gegn þrýstingi
annarra OPEC-ríkja, sem hafa
hækkað verðið, og hvatt til hóf-
semi i þágu efnahagskerfis alls
heimsins.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum verður sennilega sætzt á
það í Caracas að nýja verðið verði
17,56 dollarar tunnan, en það er
það verð sem Arabíska furstasam-
bandið hefur ákveðið, ef til vill
fyrir fyrra árshelming 1980.
Olíuverð OPEC hefur flotið á
bilinu 18 til 23,5 dollarar tunnan.
En íran, Libýa, Alsír og Nígería
hafa nýlega hækkað sitt verð
talsvert langt yfir núverandi þak
vegna hins háa olíuverðs á skyndi-
mörkuðum.
fiPHJúPun
ÓmÓTSTPEÐIlEG SHfilDSflGfl EPTIR
SUSflfl ISflflCS
„Sprikklandi af fjöri, afburðaskemmtileg1 ■ •
„ómótstæðileg" . . . „hrífandi afþreying sem
heldur lesandanum föstum " . . .
Þannig voru umsagnir gagnrýnenda um
þessa skáldsögu Susan Isaacs.
AFHJÚPUN er bráðfyndin, beitt og afhjúpandi
lýsing á hjónalífi, glæpum, samdrætti og
leynibralli.
lounn