Morgunblaðið - 05.01.1980, Page 3

Morgunblaðið - 05.01.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 3 Loftleiðaflugmenn og flugvirkjar deila hart á stjórn Flugleiða: Telja röngum aðferðum beitt til að rétta við hag félagsins í TILEFNI af fjöldauppsögnum Flugleiða á starfsmönnum félagsins nú nýverið og vegna frétta i fjölmiðlum þ.a.l., boðuðu stjórnir Flugvirkjafélagsins og Félags Loftleiðaflugmanna til fréttamannafund- ar i gær. Kom fram á fundinum að mikil óánægja er meðal félagsmanna þessara félaga með starfshætti stjórnar Flugleiða almennt. Loftleiðaflugmenn telja ranglega staðið að uppsögnum flugmanna og sögðu þeir að stjórn Flugleiða hefði algjörlega gengið fram hjá gerðum samningi um sameiginlegan starfsaldurslista fiugmanna. Þá kom einnig fram hörð gagnrýni á breytingar á N-Atlantshafsflugi félagsins, flugvélakaup og sölu eldri véla og eins á það fyrirkomulag, að viðhald og viðgerðir véla skuli fara að mestu fram á erlendri grund. bá kom og fram, að stjórn Flugleiða hefur sagt upp samningum við flugmenn, sem renna út 1. febr. n.k., en venjan hefur verið sú, að flugmenn hafa sagt samningum upp. „Höfum ekki tor- veldað starfsemina“ Baldur Oddsson formaður Fé- lags Loftleiðaflugmanna hafði orð fyrir fundarboðendum og gerði grein fyrir áliti þeirra. Hann sagði það rangt, sem komið hefði fram í fjölmiðlum, að Loftleiða- flugmenn hefðu staðið gegn sam- einingu starfsaldurslista flug- komið í fjölmiðlum, að Loftleiða- flugmenn hefðu torveldað starf- semi Flugleiða og sagði Loftleiða- flugmenn margsinnis hafa boðið og beðið um samvinnu, sem vísað hefði verið á bug. Loftleiðaflugmenn og flugvirkj- ar lýstu einnig mikilli óánægju vegna væntanlegra flugvélaskipta félagsins. Sögðu þeir, að hér væri Fríhafnar, Islenzks markaðar, tollþjónum, lögregluþjónum og mörgum fleiri. Bentu þeir á, að talið er að fyrir hverja eina stöðu í flugstarfi njóti um 10 einstakl- ingar starfs og lífsviðurværis af. Ekki fullreynt að leita nýrra markaða Fundarboðendur sögðu, að þessi minnkun á flugvélakosti félagsins Loftleiðaflugmenn sögðust áður hafa bent stjórn Flugleiða á að ekki væri raunhæft að draga saman flug á N-Atlantshafsleið- mm. tþaö sem mestu máli skipt- ir,“ segir í yfirlýsingu, er þeir lögðu fram á fundinum, „er, að sá veigamikli atvinnuvegur sem N-Atlantshafsflugið er og hefur verið um 25 ára skeið, virðist nú vera að lognast út af í höndunum á núverandi rekstraraðilum. Sam- eining starfsaldurslista fær engu þar um breytt. Það er hins vegar bjargföst sannfæring Félags Loft- leiðaflugmanna, að sé rétt á málum haldið, geti flugið á N-Atl- antshafi framvegis sem hingað til gegnt mikilvægu hlutverki í at- vinnulífi þjóðarinnar." Keflavíkurflugvelli, en öllum um- leitunum um að ráðist yrði í slíka byggingu verið hafnað. Sveitarfé- lög á Suðurnesjum hefðu einnig boðið fram aðstoð sína. Þó væri útreiknað verð á skýli, sem rúmað gæti stærstu vélar félagsins að- eins 800 millj. kr. Bygging slíks skýlis og heimflutningur viðgerða á vélum félagsins gæti þýtt aukn- ingu starfsliðs í þessum greinum um 200 manns og sögðust þeir ekki skilja staðhæfingar um að viðgerðarþjónustan gæti verið dýrari í höndum heimamanna; því hlyti að vera öfugt farið. Spurt var á fundinum, hvort flugmenn og flugvirkjar hygðu á mótmælaaðgerðir. Svörin voru á Fundarboðendur, talið frá vinstri: Hallgrimur Jónsson, Gunnlaugur P. Helgason, Baldur Oddsson, Einar Guðmundsson, Stefán Gíslason og Árni Falur Ólafsson. manna á s.l. ári. Hið rétta væri, að Félag Loftleiðaflugmanna hefði ítrekað skrifað Flugleiðum og óskað efnda á samkomulagi frá 4. jan. 1979 um sameiningu starfs- aldurslista flugmannafélaganna. Enn hefði stjórn Flugleiða ekki séð ástæðu til svara. Baldur sagði einnig alrangt, sem fram hefði um að ræða sölu á tveimur vélum með um 400 farþegasætum, en í staðinn kæmi ein 160 farþega vél. Þetta þýddi mikinn samdrátt, sem ekki einungis bitnaði á flugfólki heldur og fjölmörgum öðrum stéttum, s.s. starfsliði hótela, leigu- og hópferðabifreiðastjór- um, einnig á starfsmönnum yrði til þess, að ekki væri hægt að sinna pílagrímaflugi sem skyldi, en flugfélög um allan heim sækt- ust eftir því. Þeir sögðu sína skoðun, að vandamál félagsins yrðu ekki leyst á þennan hátt og ekki væri fullreynt af hálfu fé- lagsins að leita nýrra markaða, s.s. í Evrópu og víðar. Öllum boðum um aðstoð hafnað Flugvirkjar á fundinum sögðust margítrekað hafa boðið fram að- stoð sína til að rétta við starfsemi félagsins. M.a. hefðu þeir boðist til að gefa hluta launa sinna til að unnt væri að byggja flugskýli á þá leið, að þeir væru í mjög erfiðri aðstöðu. Ástandið væri þannig í öllum deildum félagsins, að mikil spenna væri meðal starfsliðsins. Allir hefðu það yfir höfði sér að vera sagt upp störfum hvenær sem væri og virtist fátt til ráða annað en vona hið bezta. „Byrjaður að ræða við ýmsa aðila um allt land“ — segir Albert Guðmundsson, en segir skipulagða kosningavinnu ekki hafna Myndin var tekin i vinnslusal íshúsfélagsins í gærmorgun Gáfu vinnulaun sín í einn dag „ÉG ER byrjaður að tala við ýmsa aðila, einkum vini og kunningja, um allt land, en skipulagður undirbúningur eða skipan landsnefndar er ekki komin á dagskrá enn sem komið er,“ sagði Albert Guðmundsson alþingismaður í gær, er Morgunblaðið innti Álfabrenna í Kópavogi Á ÞRETTÁNDANUM, þ.e. á morgún, sunnudag, verður álfa- brenna á Fífuhvammsvellinum i Kópavogi á vegum tómstunda- ráðs bæjarins, en Hestamannafé- lagið Gustur sér um framkvæmd hennar að þessu sinni. Hefst brennan klukkan 17. Þarna verður margt til gamans gert, álfakóngur, álfadrottning og púkar munu stíga dans, hesta- menn fara í hópreið og að lokum verður flugeldasýning. hann eftir undirbúningi for- setakosninganna. Albert kvaðst hafa boðið nokkrum mönnum heim til sín í fyrradag til að ræða þessi mál. Þar hefðu einkum verið menn sem hefðu reynslu í þessum málum, svo sem dr. Gunnar Thoroddsen og fleiri. Á reynslu og þekkingu þessara manna sagðist Albert mundu grundvalla kosningabaráttu sína og kosningavinnu auk þess sem hann byggi að eigin reynslu í kosningabaráttu. „En ég er sem sagt að undir- búa mig með að fara í gang með frekari vinnu,“ sagði Al- bert að lokum. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðs- ins hefur Albert Guðmunds- son einn lýst yfir framboði sínu til forsetakjörs, en nýr forseti lýðveldisins verður kjörinn þann 29. júní næst- komandi. Bolungarvík, 4. jan. SEXTÍU og fimm starfsmenn íshúsfélags Bolungarvíkur tóku sig saman rétt fyrir jólin um að gefa afrekstur jóladags til söfn- unarinnar „Brauð handa hungr- uðum heimi.“ Jóladag bar upp á virkan dag að þessu sinni og er því þorri laun- þega á launum á meðan þeir njóta jólanna. Laun þessara 65 starfs- manna þennan dag voru um 500 þúsund krónur samtals. Segja má að um þriðjungur fastráðinna starfsmanna hafi tekið þátt í söfnuninni en geta verður þess að af um 200 starfsmönnum, sem eru hjá íshúsfélaginu í dag er fjöldi starfsmanna, sem ekki hefur rétt- indi til helgidagagreiðslu, þ.e.a.s. skólafólk og annað íhlaupafólk. — Gunnar. Jóhann varð í 9.-15. sæti Evrópumeistaramót ungl- inga í skák, 20 ára og yngri, lauk í Groningen í Hollandi í gær. Jóhann Hjartarson tefldi fyrir íslands hönd og varð hann í 9.—15. sæti af 32 keppendum með 7 vinninga af 13 mögulegum. Jón er tæpra 17 ára og með yngstu keppendunum. Verður ár- angur hans því að teljast góður. Jóhann byrjaði mjög illa í mótinu, hlaut aðeins 2 vinn- inga í fyrstu 6 skákunum en út úr 7 síðustu skákunum hlaut hann 5 vinninga. í gær gerði Jóhann jafntefli við Curten frá írlandi. Sigurveg- ari mótsins varð Chernin frá Sovétríkjunum með 10% vinning. AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 JHareunbtnbið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.