Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 13 LÍNURITIÐ sýnir hvernig markaðshlutdeild þriggja iðngreina hefur þróast á árinu 1978 og fram á 3. ársfjórðung 1979. Athyglisvert er að markaðsstaða þessara iðngreina virðist heldur hafa versnað á 3. ársfjórðungi 1979 borið saman við sama ársfjórðung árið áður. Það er þó rétt að geta þess, að erfitt er að draga nokkrar einhlítar ályktanir af þessum tölum, þar sem farmannaverkfallið hefur sennilega haft umtalsverð áhrif á framleiðslu í upphafi 3. ársfjórðungs. Námskeið Stjórn- unarfélagsins STJÓRNUNARFÉLAG íslands er að hefja námskeiðahald sitt á nýjan leik eftir að það lá að mestu niðri í desembermánuði. — Þórður Sverrisson framkvæmda- stjóri félagsins sagði í samtali við Mbl. að námskeið yrði í fram- leiðsluhagræðingu 17.—18. jan- úar og áfram 21.—23 janúar. Þá verður námskeið um mat fjárfestingavalkosta í verðbólgu- þjóðfélagi 25. janúar og 28.—30. janúar. Skattskil einstaklinga með atvinnurekstur verður 24.-26. janúar. Námskeið verður svo í verð- bólgureiknisskilum 11. janúar, 16. janúar, 24. janúar og 1. febrúar. Þá má nefna að 7.-9. janúar verður námskeið á vegum félags- ins um rekstur veitingahúsa og munu um 40 manns taka þátt í því. Svíþjóð: V öruskipta jöf nuður- inn mjög óhagstæður INNFLUTNINGUR Svía jókst um 30% á s.l. ári sé miðað við árið á undan. en útflutningur jókst hins vegar ekki um nema 20% og var vöruskiptajöfnuður lands- manna óhagstæður um 2400 milljónir sænskra króna, eða sem næst 230 milljörðum íslenzkra króna. Alls var flutt út fyrir að verð- mæti um 96 milljarðar sænskra króna, eða því sem næst 9200 milljörðum íslenzkra króna, en innflutningurinn nam að verð- mæti um 98 milljörðum sænskra króna, eða því sem næst 9400 milljörðum íslenzkra króna. Olía og olíuvörur voru fluttar inn fyrir um 20 milljarða sænskra króna, eða sem næst 1900 millj- örðum íslenzkra króna og hafði verðmæti olíunnar miðað við sama magn árið áður vaxið um 65%. Páll V. Daníelsson: Nú reynir á fyrr en á sjálfum brennur Þegar frá því var skýrt að um 4000 íslensk ungmenni hefðu komið við sögu varðandi neyslu og dreifingu eiturefna hrukku margir við og ekki að ástæðu- lausu. Jafnframt var látið að því liggja að íslendingar mættu reikna með því, að það sama gerðist hér á landi og í ná- grannalöndunum. Fíkniefna- neyslan færi vaxandi. Og er við öðru að búast? Viljum við leggja eitthvað á okkur til þess að forðast það, að eiturefnin flæði yfir landið? Ög þótt við reynum að gera þetta eða hitt í málum þessum er það þá ekki aðallega í orði til þess að hafa hálmstrá til að grípa í til þess að friða okkur sjálf? Ef við viljum gera eitthvað í alvöru þá komumst við ekki hjá því að viðurkenna þær stað- reyndir, að áfengið og áfengis- neyslan er það fíkniefni, sem ryður öðrum eiturefnum braut- ina. Þar sem áfengið er frjálsast er ástandið verst. Þetta þurfum við að hafa í huga og gera stjórnvöldum ljóst að þau geta ekki haldið áfram þeirri iðju sinni að losa um hömlur á meðferð áfengis, nema þá að þau treysti sér til þess að bera fulla ábyrgð á aukinni neyslu á hassi, og heróíni. Staðreyndin er sú, að fólk þarf ekki síður að drekka í sig kjark til þess að þora að byrja á öðrum eiturefnum en áfengi heldur en það þurfi að drekka í sig kjark til þess að gera ýmsa aðra hluti. Reynsla aldanna hefur líka kennt okkur það að áfengi hefur löngum þótt gott til þess að sljóvga dóm- greind fólks svo að hægt væri að Páll V. Daníelsson fá það til þess að vinna óþurftar verk sjáflum sér og öðrum til tjóns, sem það hefði aldrei feng- ist til þess að gera með fulla dómgreind. Ef við ætlum að rísa upp og forða íslenskum ungmennum frá eiturefnunum, forða þeim frá örkumlun og dauða löngu fyrir aldur fram, þá verðum við bæði að vilja og þora að takast á við vandann og það án tafar. Nú reynir á alþingismenn, hvort þeir vilja í alvöru hefja baráttu gegn eiturefnunum. Nú reynir á ráðherra og ráðuneyti, hvort þeir aðilar vilja vinna gegn fíkniefnaneyslu jafnt áf- engis sem heróíns. Nú reynir á dómgæsluna, hvort hún slær slöku við við að framfylgja lögum varðandi dreifingu fíkniefna, dulbúinna áfengis- auglýsinga o.fl. Nú reynir á sveitarstjórnir, sem æ ofan í æ hafa gengið erinda eiturefnasal- anna með því að stuðla að - fjölgun útsölustaða fyrir áfengi, endurskoða þær stefnu sína? Nú reynir á fjölmiðla, þar sem stöðugt er verið að læða inn áfengisáróðri í einni eða annarri mynd. Nú reynir á útvarp og sjónvarp, sem oft og tíðum er með viðtöl og auglýsingar, sem flokkast geta undir áfengisáróð- ur og geta aðeins þrifist í skjóli slappleika þeirra sem löggæslu- eftirlit eiga að annast. Nú reynir á að menn beiti sjálfa sig þeim aga að reyna ekki að haganast á ístöðuleysi fólks varðandi eitur- efnaneyslu, áfengið innifalið. Nú reynir á okkur hvert og eitt að hafna eiturefnunum sjálf, hvort sem við teljum þau okkur hættu- leg eða ekki. Nú reynir á hvort við viljum færa hinum veika þá fórn. Nú reynir á að vera virkur, en gefast ekki upp fyrirfram og segja það munar ekkert um mig. Nú reynir á hug og þor til þess að takast á við eiturefnin hverju nafni sem þau nefnast og vinna gegn þeim af alefli. Nú reynir á okkur öll, hvort við viljum með sofandahætti og eða sjálfselsku fórna ungmennum þessa lands í vaxandi mæli á altari eiturefn- anna, altari áfengis, hass, morfíns og heróíns, altari misk- unnarlauss áfengis- og annarra eiturefna-auðvalds. Nú reynir á þjóðfélagið í heild, nú reynir á bæði mig og þig, hvort við viljum halda eiturefnabrunninum opn- um eða ekki. Nú reynir á fyrr en á sjálfum brennur. Hressingarleikfimi kvenna Kennsla hefst aftur mánudaginn 7. janúar í leikfimisal Laugarnesskóla. Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun Get bætt viö nokkrum konum. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari þetta ástand veldur byggingariðn- aðinum miklum erfiðleikum. Hér veltur mikið á stefnunni í opin- berri fjárfestingu og breytingum á húsnæðislánakerfinu hjá þeirri ríkisstjórn sem við tekur. Hús- byggjendur eru eins og áður fjár- vana, en þung vaxtabyrði og sú óvissa, sem hefur ríkt í vaxtamál- um, veldur því að menn halda að sér höndum. Ef bornar eru saman niðurstöð- ur á 2. ársfjórðungi og 3. ársfjórð- ungi 1979 kemur í ljós hve veru- lega skipting eftir verksviðum hefur breytzt. Samanburðurinn lítur þannig út: Verkefnasvið 2. ársfj. 3. ársfj. 79 79 Við íbúðarhúsnædi 40.9% 26,9% Við atvinnuhúsnæði 30,3% 16,1% Við opinberar byggingar 9,1% 14,4% Við annað 19.7% 42,6% Samkvæmt niðurstöðum í könn- uninni á 2. ársfjórðungi og 3. ársfjórðungi var starfsmanna- fjöldi í byggingariðnaði eftirfar- andi: 2. ársíj. 3. ársfj. 79 79 410 Verktakar 3.851 4.016 491 Húsasmiði 1.277 1.140 492 Húsamálun 432 519 493 Múrsmíði 748 522 494 Pípulagnir 399 389 495 Raflagnir , 632 743 496 Vegglóðrun og dúkalogn 85 71 Alls 7.424 7.400 Þrátt fyrir að mannaflinn sé lítið eitt yfir meðaltali ársins á undan, en hann var þá 7218 ársmenn, var mannaflinn á 3. ársfjórðungi óvenju lítill þegar tekið er tillit til þess, að um háannatíma er að ræða í þessari atvinnugrein. A 4. ársfjórðungi 1979 er al- mennt búist við verulegum sam- drætti byggingariðnaðarins. í heild bjuggust fyrirtæki með 44,6% mannaflans við samdrætti, en fyrirtæki með 7,4% mannafl- ans bjuggust við aukningu á starfseminni. Fyrirliggjandi verkefni gefa ótvírætt til kynna að atvinnu- ástand muni á næstunni stefna mjög til verri vegar. Niðurstöð- urnar sýna, að fyrirtæki með um 30,8% nettómannaflans telja fyrirliggjandi verkefni vera of lítil. Til nánari glöggvunar má taka fram, að í byggingarkönnun fyrir 3. ársfjórðung 1978, sem talinn var mjög lélegur ársfjórð- ungur, töldu fyrirtæki með nettó 20,7% mannaflans að fyrirliggj- andi verkefni væru of lítil. Útsalan í fullum gangi Opiö til hádegis Herra vattúlpur T5:9Ö0 9.995 Herra skyrtur 37995 2.995 Drengjaskyrtur 1.995 Dömublússur 3.995 1.995 Dömupils 1i.90a 6.995 Ungbarnaúlpur '5.495. 2.995 Úrval búta á hagstæöu veröi. Ur matvörudeild Bulgarjaröaber 1/1 dós T>195 959 Heilhveiti-spaghetti 439. 389 Ananasbitar 1/1 dós '6Q9 495 HAGKAUP Reykjavík/ Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.