Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 Hastings: Anderson ef stur Ha-stings, 3. janúar. — AP. SVllNN Ulf Anderson hefur for- ustu á Hastingsskákmótinu á Englandi. Að loknum sex umferð- um hafði Ulf Anderson 4,5 vinn- inga og biðskák við Bretann John Nunn. Anderson hefur held- ur betri stoðu. Jonathan Speel man, Bretlandi er í öðru sæti með 4 vinninga og eina biðskák. Sovéski stórmeistarinn Sergei Árekstur í Norðursjó Bremen. 4. janúar — AP. Argentínskt flutningaskip var í dag í togi mikið skemmt 'eftir árekstur í nótt við ítalskt bílaflutningaskip. Tveggja af argentínska skip- inu var saknað og þeir taldir af en 43 var bjargað, þar af 4 konum og 5 börnum. Skipin rákust saman í svartaþoku skammt undan strönd V-Þýzkalands og kom upp mikill eldur í argentínska skipinu, „Buenos Aires 11“ en það er rétt um 10 þúsund tonna skip. ítalska skipið, „Doria Riparia" sig'.'i með stefnið inn í argentínska skip- ið og það stefndi til Brem- erhaven, mikið skemmt en án aðstoðar. Makarychev tefldi fimm fyrstu umferðirnar án þess að vinna — en einnig án þess að tapa og þóttu skákir hans heldur bragð- daufar. Hins vegar tókst honum vel upp í 6. umferð og vann Júgóslavann Vladimir Raicevic í 31. leik. Unglingurinn, Nigel Short, að- eins 14 ára gamall hefur sýnt að við miklu má af honum búast, þrátt fyrir að hann hafi fengið slæmt kvef. í 6. umferð náði hann jafntefli gegn landa sínum Jona- than Mestel í 29 leikjum og er nú í 3.-6. sæti með 3,5 vinninga ásamt Makarychev og Raicevic. Vantar aðeins einn og hálfan vinning að ná titlinum FIDE-meistari. Stað- an er nú að loknum 6 umferðum: Anderson 4,5 og biðskák, Speel- man 4 og biðskák, Makarychev, Raicevic og Short 3,5, Nunn og Lein 3 og biðskák, Stean, Christ- iansen Georgadze, Mestel og Lib- erson 2,5 og biðskák hver, Biyasas og Seirawan 2 og biðskák hvor, Zibler 1,5 vinninga og biðskák og lestina rekur brezki meistarinn Bellin með 1 vinning. Elizabeth Bretadrottning sló Alfred Hitchcock kvikmyndagerðarmann til riddara á nýársdag, eins og skýrt hefur verið frá. Á meðfylgjandi mynd afhendir Thomas W. Aston ræðismaður Breta í Los Angeles Hitchcock skjal til staðfestingar nafnbótinni við athöfn í kvikmyndaveri Universal kvikmyndafyrirtæk- isins. Mun Hitchcock héðan í frá skarta titlinum Sir Alfred Hitchcock. Indversku kosningarnar: IATA hvetur til stuðnings við flugfélög Genf, 4. jan. AP. Framkvæmdastjóri IATA, alþjóðasambands flugfélaga, Knut Hammar- skjold hvatti í dag ríkis- stjórnir til að styðja dyggi- lega við bakið á flugfélög- um landa sinna á nýbyrj- uðu ári þar sem 1980 yrði eitt hið erfiðasta í sögu flugsins. Hann sagði að ríkisstjórnir yrðu að stytta flugleiðir og betr- umbæta flugstjórn. Þá sagði Hammarskjold brýna nauðsyn að finna leiðir til frekari eldsneyt- issparnaðar. Hann sagði að flugfélög um allan heim hefðu þegar gripið til víðtæks eldsneytissparnaðar, sem næmi 10—15% frá því olíukreppa fór verulega að kreppa að flugfé- lögum. Hammarskjold tilgreindi ekki nánar hvað hann ætti við með því að stytta flugleiðir en talsmaður IATA sagði í samtali við AP að ríkisstjórnir gætu verulega komið til hjálpar með því að stytta flugleiðir, á milli ýmissa helstu borga Evrópu . Hann tiltók flug- leiðina milli Zurich og Brussels sem skýrt dæmi. Milli þessara tveggja borga væru 440 kílómetr- ar eftir stystu leið en vegna ýmissa takmarkana væru þotum gert að fljúga 600 kílómetra á þessari flugleið. Hann sagði að takmarkanirnar væru einkum hernaðarlegs eðlis og tiltók í þessu dæmi V-Þýzkaland. Þá sagði hann að ríkisstjórnir settu krók á flug- leiðir með tilliti til hernaðarlegra mikilvægra staða. „Það sem er áreiðanlegt er, að verð á eldsneyti mun halda áfram að hækka á nýju ári — við vonum einungis að dragi úr þeirri hækkun," sagði Hamm- erskjöld í Genf. Þá sagði hann það mikið vandamál hve lítil sam- vinna væri ríkja í milli á flug- stjórn. Kjörkössum stolið og stétt- leysingjum meinað að kjósa Nýju-Dehli, 4. janúar. AP. TALNINGU atkvæða var í dag frestað í Bahdag, kjördæmi for- sætisráðherra landsins, Charan Singh. Fréttir í indversku blaði hermdu að stéttleysingjum hefði verið meinað að kjósa í þorpinu Katha af Hindúum hærra settum í samfélaginu. Þremur kjörköss- um var stolið í kjördæminu. Kosning átti að hefjast á sunnu- dag en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Tii átaka kom þegar kjörkössunum var stolið og múgurinn gerði aðsúg að starfsmönnum i tainingarmið- stöðinni. Tveir biðu bana í dag í Maduri og er tala látinna í kosningunum nú komin upp í 13. Til átaka kom í Maduri í suðurhluta landsins. þar áttust við marxistar og stuðn- ingsmenn Indiru Gandhi. Lögregl- an skaut á múginn og féllu tveir og að minnsta kosti 15 særðust. Þá voru átök víðs vegar um landið en hvergi eins alvarleg. Þá bar til tíðinda, að Indira Gandhi, sem nú er 62 ára gömul og var forsætisráðherra í 12 ár, gat ekki kosið í gær. Flugvél hennar, sem lenda átti í Dehli, varð frá að hverfa vegna þoku. Einnig var í vélinni Jagjivan Ram. Indversk blöð áætluðu í dag að kjörsókn væri nú orðin á milli 50 og 55% í þeim 244 kjördæmum, sem þegur hefur verið kosið í. Það er minni þátttaka en í kosningunum 1977. Eftir er að kjósa í 280 kjördæmum og fer kosning fram á sunnudag. Kosningaúrslit eiga að liggja fyrir á mánudag. Veður víða um heim Akurayri 1 alskýjað Amsterdam 2 rigning Aþena 1t heiöskírt Barcelona 11 heiöskírt Berlín -6 heiðskírt BrOssel 5 skýjaö Chícago -2 skýjaö Feneyjar 1 léttskýjaö Frankfurt 1 skýjaö Gent 1 snjókoma Helsinkí -1 heiðskírt Jerúsalem 14 heiðskírt Jóhannesarborg 29 skýjað Kaupmannahöfn -4 skýjaö Las Palmas 19 léttskýjað Lissabon 15 heiöaktrt London 8 heiöskírt Los Angeles 25 skýjaö Madríd 13 heiöskírt Malaga 15 léttskýjaö Mallorca 14 léttskýjað Miami 21 skýjaö Moskva -2 skýjaö New York 3 skýjaö Ósló 9 heiöskírt París 5 skýjaö Reykjavík 2 léttskýjaö Rio de Janeiro 29 heiösktrt Rómaborg 5 léttskýjaö Stokkhólmur 2 skýjaö Te) Aviv 19 heiöskírt Tókýó 32 heiðskírt Metsöluhöfundur varð ljóni að bráð Nairobi, 4. jan. AP. JOY Adamson, höfundur metsölubókarinnar „Borin frjáls" beið bana í dag, að því er álitið er þegar ljón réðist á hana þar sem hún var á göngu skammt frá bústað sínum í Kenýa. Hún var 69 ára gömul. Hún var á gangi rétt um 100 metra frá búðum sínum þar sem hún vann að rannsóknum á pardus- dýrum. Ekkert hljóð heyrðist og lík hennar fannst skömmu eftir að hennar var saknað. Ástæðan fyrir því, að ljón er talið hafa orðið henni að fjörtjóni er, að ljón höfðu sést á svæðinu og á líkinu mátti sjá för, svipuð og eftir stórt kattardýr. Adamson hlaut heims- frægð fyrir sögu sína „Borin frjáls". Hún var um ljónynjuna Elsu, sem Adamson og maður henn- ar tóku að sér sem unga, og hvernig ljónynjunni gekk að aðlagast hinu villta dýralífi. Kvikmynd hefur verið gerð um Elsu og eins var samið frægt lag um Elsu. Joy Adamson kom til Kenýa árið 1937 og varð eins og hún sjálf sagði, ástfangin af landinu. Hún giftist manni sínum, George árið 1944 og þau unnu að rannsóknum á dýralífi. Hún samdi bækur um reynslu sína af dýrum, skreyttar myndum og teikningum. Þetta gerdist 5. janúar 1976 — Sjónvarp leyft í Suður- Afríku. 1972 — Brezkum hermönnum veitt aukið svigrúm til að skjóta skæruliða á Norður-írlandi. 1969 — Rússar senda ómannað geimfar til Venusar. 1964 — Páll páfi VI og Benediktos patriarki hittast í Landinu helga — fyrsti fundur páfa og patriarka rétttrúnaðarkirkjunnar í fimm aldir. 1929 — Alexander konungur I nemur júgóslavnesku stjórnar- skrána úr gildi og tekur sér alræðisvald. 1919 — Uppreisn Spartakista hefst í Berlín — Flokkur þjóðern- isjafnaðarmanna stofnaður í Þýzkalandi. 1899 — Aguinaldo hershöfðingi krefst þess að Bandaríkin veiti Filippseyjum sjálfstæði. 1895 — Þýzki eðlisfræðingurinn Wilhelm Röntgen kunngerir upp- götvun röntgengeisla. 1809 — Bretar og Tyrkir semja um Dardanellasund. 1477 — Orrustan við Nancy: Svisslendingar sigra og fella Karl djarfa af Búrgundi. Afmæli. Konrad Adeanauer, þýsk- ur stjórnmálaleiðtogi (1876—1967) — Juan Carlos de Borbon y Borbon Spánarkonungur (1937 —). Andlát. Catherine de Medici Frakkadrottning 1589 — Elísabet keisaradrottning af Rússlandi 1762 — Joseph Radetzky, hermað- ur, 1858 — Sir Ernest Shackleton, landkönnuður, 1922 — Amy Jo- hnson, flugmaður, 1941. Innlent. 1874 Stjórnarskráin gefin út — 1959 Fjórir farast í flugslysi á Vaðlaheiði — 1965 Útför Ólafs Thors — 1972 Cessna-flugvél nauðlendir við Engey — 1979 Fyrsta breiðþota íslendinga lendir í Keflavík — 1874 f. Jón Krabbe. Orð dagsins. Diplómat er maður sem man eftir afmælisdegi konu en aldrei hvað hún er gömul — Robert Frost, bandarískt skáld (1874-1963).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.