Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 Allt logar í illdeilum innan meirihlutans — segir Birgir ísl. Gunnarsson „FJÁRHAGSÁÆTLUN heíur verið til umræðu í borgarráði i margar vikur. Enn hefur borgarráð ekki fengið neinar sundurliðanir á fjárveitingum tii einstakra framkvæmda. Það er einsdæmi að fjárhagsáætiun skuli logð fyrir borgarstjórn án þess að borgarráði hafi gefist tóm til að ræða einstaka þætti áætlunarinnar. Þetta er mjög ámælisvert, en skýringin er sú, að það logar allt i illdeilum innan meirihlutans og greinir menn á um skiptingu framkvæmdafjár. Það hefur kveðið svo rammt að þessu, að menn hafa gengið út af meirihlutafundum og skellt hurðum,“ sagði Birgir ísl. Gunnarsson borgarfulltrúi á fundi borgarstjórnar í gærkveldi, en þar fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1980. „Af þessum ástæðum er nokkuð erfitt að hefja miklar umræður um ræða hér þá einstöku þætti áætlunarinnar sem eru til ákvörðunar nú. Þessi áætlun sem hér liggur fyrir er önnur fjárhagsáætlunin sem núverandi meirihluti hefur gert. Það vekur óneitanlega at- hygli að hefðbundin vinnubrögð hafa verið notuð við gerð þessarar áætlunar. Hvergi örlar á neinum breytingum á gerð áætlunarinnar né í rekstri borgarinnar, hvað sem líður yfirlýsingum þessara flokka, bæði fyrir og eftir kosningar." Þessu næst rifjaði Birgir upp, að á síðastliðnum vetri breytti núverandi meirihluti álagningar- reglum, og hækkuðu þá aðstöðu- gjöld, lóðaleiga og fasteignagjöld frá því sem var í tíð Sjálfstæðis- flokksins. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fluttu því tillögu um að álagningarreglur þær, sem þá hefðu gilt, myndu á ný upp teknar. Lækkun aðstöðugjalda „Það verður að hafa í huga," sagði Birgir ísleifur, „hvers konar gjöld aðstöðugjöldin eru. Þau leggjast á útgjöld fyrirtækja án tillits til afkomu þeirra. Tillaga okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins miðar að því, að ýmsum atvinnufyrirtækjum verði hlíft við fullri álagningu." Þá nefndi Birgir nokkur dæmi um atvinnurekstur sem bæri að hlífa við þessum gjöldum. „Fyrst ber að geta rekst- urs fiskiskipa og fiskiðnaðar. Þetta er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar og grundvallarat- vinnuvegur borgarinnar og eins og öllum ætti að vera kunnugt um, er afkoma þessara fyrirtækja allt annað en góð. Þá má nefna matvöruverslunina, en hún er jafnan háð ströngum verðlags- ákvæðum. Kaupfélögin bera sig nú ekki betur en aðrar verslanir. Líklegt er að þessi háu aðstöðu- gjöld leiði til hækkana á nauð- þurftum almennings, því að hækk- unum er yfirleitt velt út í verðlag- ið. Hvað tryggingastarfsemina varðar nægir að nefna það, að því hærri sem tjónagreiðslurnar eru, þeim mun hærri eru aðstöðugjöld- in. Á sviði menningarmála má nefna útgáfustarfsemi. Að okkar mati er óeðlilegt að skattleggja um of þá menningarviðleitni sem felst í útgáfu blaða og bóka.“ „Þetta eru dæmi um nokkrar tegundir atvinnureksturs sem okkur sjálfstæðismönnum þótti nokkur ástæða til að hlífa. Við flytjum því breytingartillögu um þennan þátt. Tillagan er svohljóð- andi: Borgarstjórn samþykkir, að álögð aðstöðugjöld í Reykjavík árið 1980 verði sem hér greinir, sbr. heimild í V. kafla laga nr. 8. 1972 um tekjustofna sveitarfélaga: I. Rekstur fiskiskipa 0.20% II. Rekstur flugvéla 0.33% III. Matvara í smásölu, kaffi, sykur og kornvara í heildsölu 0.50% Endurtrygging 0.50% Kjötiðnaður 0.50% Fiskiðnaður 0.50% IV. Rekstur farmskipa 0.65% V. Iðnaður o.fl. 1.00% Landbúnaður 1.00% yátrygging 1.00% Útgáfustarfsemi 1.00% Verzlun ót. annarsst. 1.00% Matsala 1.00% VI. Ýmsar sérverzl., þjónusta o.fl. 1.30% Þessi tillaga mun, ef samþykkt verður, hafa í för með sér tekju- lækkun hjá borgarsjóði um 1.122 milljónir króna." Lækkun fasteignaskatta „Það er ljóst að fasteignaskatt- arnir í ár verða miklu þungbærari nú en nokkurn tímann áður, ef álagningarreglum núverandi meirihluta verður fylgt. Þess má geta, að lagaheimild er fyrir því að hafa fasteignaskatta af íbúðar- húsnæði 0.5% af fasteignamati. Af atvinnuhúsnæði nær heimildin upp í 1.0%. Þá má annaðhvort draga frá eða leggja við 25% af þessum stuðlum. Þegar Sjálfstæð- isflokkurinn var í meirihluta þá var ekki öll álagningarheimildin nýtt. Við gáfum um 20% afslátt og höfðum skattinn 0.421% á íbúð- arhúsnæði og 0.842% af atvinnu- húsnæði. Þess bera að geta að fasteignaskattur á vissulega rétt á sér, a.m.k. að því marki sem borgin heldur uppi margvíslegri þjónustu við fasteignir, og má nefna sorphirðingu í því sam- bandi. Hins vegar eru fasteigna- skattar óeðlilegir umfram það mark sem þjónustan setur," sagði Birgir. „Ibúðaeign er mjög almenn hér á landi. Fólk eignast íbúðir með baráttu og vinnusemi. Að sjálf- sögðu greiðir fólk tekjuskatt af þeim tekjum sem þannig skapast. Frá borgar- stjórn þessa fjárhagsáætlun. Þó mun ég Fasteignaskattana ber því að leggja á í hófi. Vinstriflokkarnir hækkuðu álagningarprósentuna stórlega á síðasta ári, en þeir gengu of langt. Nú er verið að vega í sama knérunn. Þá ber og að líta á þá staðreynd að fasteignaskattar vinstriflokkanna verða við næstu álagningu þungbærari en þeir voru við þá síðustu því að fast- eignamat á íbúðum hefur hækkað um 60% á milli ára, en á atvinnu- húsnæði hefur það hækkað um 55%. Brunabótamatið hefur hækkað um 52%. Hins vegar hafa laun borgarbúa ekki hækkað til jafns við þetta. Hækkun þeirra nemur aðeins 43%. Það er því ljóst að það verður gífurlega erfitt fyrir borg- arbúa að greiða þessa miklu skatta. í tilefni þessa flytja því borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins tillögu, en tillagan miðar að því að færa álagningarreglur fast- eignaskatta og lóðaleigu til þess marks sem var, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn var í meirihluta í borgarstjórn. Tillagan er svo- hljóðandi: Leiga eftir verslunar- og iðnað- arlóðir skal á árinu 1980 vera 0,58% af fasteignamatsverði. Á árinu 1980 skal hlutfall fast- eignaskatta samkvæmt a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga vera 0,421%. Á árinu 1980 skal hlutfall fast- eignaskatta samkvæmt b-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga vera 0,842%. Tillagan kæmi, ef samþykkt yrði, til með að hafa í för með sér tekjulækkun að fjárhæð 1386 milljónir króna, að því er fast- eignaskatta varðar og 107,4 millj- ónir að því er lóðaleigu varðar," sagði Birgir ísl. Gunnarsson. Ríkið seilist inn á tekjuöflunarsvið borgarinnar „Við sjálfstæðismenn finnum okkur knúna til að mótmæla frumvarpi því sem lagt hefur verið fram á Alþingi nú nýverið og kveður á um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Við flytjum því hér tillögu þar að lútandi: Borgarstjórn Reykjavíkur mót- mælir framkomnu frumvarpi til endurnýjunar á sérstökum skatti á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði og skorar á hæstvirt Alþingi að fella frumvarpið. Fjölmargar ástæður liggja til þess, að skattheimta sú, sem hér um ræðir, er bæði óréttlát og erfið í framkvæmd. Það eru þó einkum tvö atriði sem valda því, að ástæða er fyrir Reykjavíkurborg að láta málið til sín taka. I fyrsta lagi er hér verið að seilast inn á tekjuöflunarsvið borgarinnar með því að nota hér sama skattstofn og sveitarfélög nota við álagningu fasteigna- gjalda. Þar sem með frumvarpi þessu virðist stefnt að því að gera umræddan skatt að varanlegum tekjustofni fyrir ríkið, má telja, að þróunin sé komin inn á hættulega braut að því er varðar framtíðar- tekjuöflun borgarinnar. I ár nam álagður skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði rúmum 760 milljónum króna í Reykjavík, en hann skiptist þann- Einstaklingar greiddu 176.047.000 kr., og voru það 450 gjaldendur sem þetta greiddu. Félög og stofnanir, samtals 356 aðilar, greiddu alls kr. 584.718.000. Samtals gerir þetta 760.765.000 krónur, greitt af 806 aðilum. Til samanburðar verða fast- eignagjöld í Reykjavík í ár 3.6 milljarðar kr. Þessi sérstaki skatt- ur nemur því yfir 20% af álögðum gjöldum, sem verður að teljast Birgir ísl. Gunnarsson afar óæskilegt og varasamt álag á hefðbundinn tekjustofn borgar- innar. í öðru lagi er vilji fyrir því að auka verzlun og viðskipti í gamla miðbæjarkjarnanum og lífga með því upp á mannlífið í borginni, þar sem í kjölfar viðskipta skapast samskipti. Telja verður öruggt, að þessi sérfasteignaskattur hefti þessa þróun verulega og stuðli jafnvel að því að gera Kvosina enn lífssnauðari en hún nú er. Af þessum sökum er full ástæða til þess af hendi borgarstjórnar að vara sterklega við þessari skatt- heimtu, sem allt bendir til að eigi að gera varanlega. Þá finnst mér rétt að gera að umtalsefni þá tillögu um hækkun á kvöldsöluleyfi sem liggur fyrir þessum fundi. í tillögunni er gert ráð fyrir að kvöldsöluleyfi hækki í 360 þúsund. Ég tel það óeðlilegt að skattleggja í vaxandi mæli þessa grein viðskipta, en þetta er nauð- synleg þjónusta við borgarbúa. Því mun ég greiða atkvæði gegn þessari hækkun, þegar til atkvæða kemur. Þetta viðhorf mitt gildir einnig um þá hækkun á leyfi til reksturs pylsuvagna sem liggur fyrir þessum fundi. Ég hef nú lokið máli mínu um tekjuliði borgarsjóðs. Hér kemur fram skýr og ótvíræður munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstriflokkanna. Annars vegar er vinstri stefna, með stöðugt hækk- andi skatta og opinbera eyðslu — hins vegar stefna Sjálfstæðis- flokksins um óbreyttar álagn- ingarreglur, aðhald og sparnað. Það er ljóst að engin efni eru til að taka fjárhagsáætlunina fyrir í heild m.a. vegna þeirra ástæðna sem ég gat um í upphafi ræðu minnar. Þó má nefna nokkur dæmi. Til verðhækkana á árinu er aðeins ætluð 471 milljón króna. Sú upphæð er að lang mestu leyti þegar eydd. í áætluninni er ekki gert ráð fyrir 3,2% af þeim 13%, sem laun hækkuðu um hinn 1. desember síðastliðinn. Það verða um 400 milljónir króna, og er því stórt gat í áætluninni." Vandi Strætisvagna Reykjavikur „Nú blasir við hrikaleg fjár- hagsstaða S.V.R. Rekstrarhallinn mun nema 1.080 milljónum króna, en framlag borgarsjóðs mun nema um 35% af reksturskostnaði. Stefnan hefur lengi verið sú að SVR gæti með fargjaldahækkun- um staðið undir rekstri, en borg- arsjóður gæti staðið undir nýjum fjárfestingum. Framlag borgar- sjóðs vegna stofnkostnaðar verður á næsta ári 920 milljónir. Samtals gerir áætlunin því ráð fyrir að borgarsjóður leggi SVR til 2 millj- arða. Þetta er þó miðað við verulega hækkun fargjalda. Ef sú hækkun fæst ekki, virðist, af þeim gögnum sem við fengum í hendur, að framlag borgarinnar þurfi að hækka um 600—700 milljónir króna til viðbótar. Þetta getur ekki gengið lengur. Vinstri meirihlutinn hefur sýnt allt of mikla linkind í þessu máli og hann á reyndar erfitt um vik. Alþýðubandalagið ásakaði okkur um það fyrir kosningar að vilja aðeins hækka fargjöld, en ekki bæta þjónustuna. Nú hefur það komið í ljós að þjónustan hefur ekki verið bætt í tíð þessa meiri- hluta. Alþýðubandalagið er að sjá það fyrst nú að fargjöldin skipta verulegu máli“, sagði Birgir. „Þá má einnig nefna sælgætisverslun- ina á Hlemmi, þó að þar sé ekki á ferðinni neitt stórmál. Eins og menn muna varð þetta ágrein- ingsmál í borgarstjórn á sínum tíma. Sjálfstæðismenn vildu leigja þessa verslunaraðstöðu til einka- aðila, því að við töldum það líklegra til árangurs. Borgin fengi leigutekjur af þessu húsnæði, skatta og skyldur. Hins vegar vildu vinstri menn að SVR ræki þetta sjálft og græddi á því, — að láta báknið græða, eins og Adda Bára orðaði það. Nú er árangurinn kominn í ljós. Nú geta menn metið, hver hafði rétt fyrir sér. Þetta fyrirtæki er rekið með raunverulegu tapi. Áætlaðar tekjur þessa árs nema 102,5 milljónum, en gjöld 99,7 milljónum. Hagnaður er því 2,8 milljónir samkvæmt þessum töl- um. Hins vegar ber að geta þess að í gjöldunum eru aðstöðugjöld ekki talin < með, ekki kvöldsöluleyfi, engir beinir skattar, enginn bók- halds- eða stjórnunarkostnaður af hálfu SVR. Hér er því um tap- rekstur að ræða, ef allt er reiknað. Eru þetta byrjunarörðugleikar? Ekki getur það verið, því salan á þessu ári nemur um 100 milljón- um króna. Einnig er álagningin há. Ég leyfi mér að efast um að til séu margar verslanir af þessu tagi sem hafa slíka veltu og slíka sölu, en eru reknar með tapi. Því munum við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins leggja fram svo- hljóðandi tillögu: Borgarstjórn samþykkir að S.V.R. hætti rekstri sælgáetissölu í áningarstaðnum á Hlemmi og að leiguaðstaðan verði boðin út að nýju með þeirri kvöð, að væntan- legur leigutaki annist jafnframt farmiðasölu án sérstaks endur- gjalds."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.