Morgunblaðið - 05.01.1980, Page 32

Morgunblaðið - 05.01.1980, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 MW MORötlN/- KAffinu Já, en hvað um hárþurrkuna? Þrjú og fimm fyrir að klippa þennan dreng iágmark! Hús í þeim verðflokki, sem þið talið um, seldi ég árið 1950....! „Veit þá engi... „Árið 1979 hefur nú kvatt og runnið sitt skeið til enda í alda- hjúpið og kemur ei meir. En hin eilífa hringsrás lífgróandans streymir þó enn fram sem áður eftir sínum öruggu og óhaggan- legu lífslögmálum er höfundur lífsins skóp þeim í upphafi. Mun svo enn fram halda meðan sól vermir jörð og regndropar falla úr skýjum, tungl, stjörnur og norðurljós leiftra og blika um himinbogann og logavendir þeirra leifturljósa blika léttir og frjálsir um himinhvelin víð í sínum þús- undföldu litbrigðum. Já, það er vissulega fögur sjón að líta slíkt á heiðskírum og kyrrum vetrarkvöldum og hverj- um manni sálubót að gefa gaum að þeim hlutum í hinu mikla geimdjúpi himinhvolfsins. Og Davíð skáld frá Fagraskógi yrkir svo til höfundar lífsins í hátíðar- ljóði sínu á Þingvöllum 1930: „Allt lifandi lofsyngur þig, hvert barn, hvert blóm. Þó enginn skynji né skilji þinn skapandi leyndardóm." Nú, þá er rétt að víkja að öðru efni, af nógu virðist að taka. Um þessi áramót er mörgum dinimt fyrir augum og vonir manna ekki mjög glæsilegar um framvindu mála í íslenskum stjórnmálum og efnahagsmálum eins og nú er í pottinn búið. En rétt er að reyna að vera bjartsýnn og hugga sig við hið sígilda spakmæli að öll él birtir upp um síðir. Við skulum því vona hið besta. I nýafstöðnum kosningum virð- ist það hafa vafist nokkuð fyrir kjósendum að gjöra upp við sig að gefa skýr svör með atkvæði sínu hvaða stjórnarhætti þeir kysu helst í núverandi stöðu þjóðmál- anna. En þó er ljóst að Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur, sá er sleit stjórnarsamstarfinu, fengu í nýafstöðnum Alþingiskosningum meira en helming allra greiddra atkvæða í landinu og eru því í greinilegum meirihluta með þjóð- inni í dag. Vinstra stjórnarmyndunaræv- intýri Steingríms varð strax í BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í þriðju jólaþrautinni datt þér fyrst í hug að segja pass eftir opnun austurs á einu hjarta en endurskoðaðir hug þinn og sagðir einn spaða með spil suðurs. Aust- ur gaf spilið og þú varst utan hættu. Norður S. ÁD109832 H. - T. ÁD8 L. ÁG10 Suður S. KG654 H. D4 T. 543 L. KD6 Og þú varst fljótur að segja pass við sex spöðum makkers en þegar vestur hefur spilað út hjartatíu dettur þér fyrst af öllu í hug, að þakka makker fyrir að segja ekki alslemmuna. Spurt var hvort hægt væri að vinna spilið með nokkru öryggi. Svarið verður já, en þó með þeim fyrirvara áð trúa verður opnun austurs. Hann á þá öll háspilin, sem vantar og tígulsvín- ing þar með þýðingarlaus. Þér kann að hafa dottið í hug að taka einu sinni tromp, laufin, trompa bæði hjörtun og spila síðan tígli með það í huga að láta áttuna frá blindum. Austur gæti þá reynst fastur í neti en eingöngu vegna þess, að vestur brást þegar hann lét ekki níu eða tíu þegar þú spilaðir tíglinum. Norður S. ÁD109832 H. - T. ÁD8 L. ÁG10 Austur S. 7 H. ÁKG852 T. KG2 L. 542 Suður S. KG654 H. D4 T. 543 L. KD6 Vestur S. - H. 109763 T. 10976 L. 9873 Sjá má, að það hefði dugað vörninni. Eina hundörugga leiðin er að trompa útspilið, taka eins trompið, sem vantar, síðan slagina þrjá á lauf og spila hjartadrottn- ingu. í hana fer tíguláttan úr blindum, austur fær slaginn en verður þá með næsta útspili sínu að gefa þér tólfta slaginn. Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kríst|ónsdóttir sneri á islensku 11 fullir af beiskju í hans garð, það er ckki nema mannlegt. Þér eigið við að einhver keppinautanna kunni að hafa komið honum fyrir kattarnef? — Er það ekki sennilegast? Desiré sagði ekkert um ást- konur sonar sins og þá kenn- ingu að þarna hefði verið að verki afbrýðissamur cigin- maður eða eiskhugi. Kannski vissi hann ekkert um það. — Þekkið þér fólk sem átti í útistöðum við hann? — Nei það geri ég ekki. En ég veit að ýmsir höfðu horn í síðu hans. Þér getið sjáifsagt aflað yður upplýsinga um það. — Ileimsótti hann yður oft? — Næstum aldrei. Eftir að hann setti á stofn sitt eigið fyrirtæki samdi okkur ekkí sérlega vel. — Vegna þess að yður fannst hann of harðisvíraður? — Þess vegna meðal annars. Og af ýmsum ástæðum. En þær koma þessu ekki við. Og allt í einu þreifaði hann með gamalli hendi sinni upp i augað og þeytti hálfreiðilega burtu einu tári. — Hvenær get ég fengið að sjá hann? — Þér getið fengið að sjá hann á morgun, ef þér viijið. Hann fyllti bæði glösin og tæmdi sitt. Augnaráð hans var starandi og tómt. Maigrct lauk einnig úr sínu glasi og nokkru síðar lögðu þeir af stað út að bilnum. — Þú keyrir mig heim er það ekki? Svo getur þú haft bílinn og farið á honum heim. Klukkan var að nálgast tólf þegar hann gekk upp stigann og sá að dyrnar á ibúðinni þeirra opnuðust og kona hans kom fram á pallinn að taka á móti honum. Ilann hafði hringt heim um átta leytið og sagt henni að hann kæmi seint heim, þvi að hann hafði búist við að drjúgur timi færi i að fást við Theo ömmumorðingja. — Ég vona þú hafir ckki kvefast. — Ég hef varla farið út fyrir dyr. Bara þegar ég fór úr bilnum og inn i hann aftur. — Mér finnst þú nú rámur í röddinni. — Hvað. Ég hef ekki hósta og ekki hef ég þurft að snýta mér. — Biddu þangað til í fyrra- málið. þá gæti annað komið i Ijós. Ég ætla að búa til heitt toddi handa þér og gefa þér asperín. Játaði ungi maðurinn? Hún vissi aðeins að Stierent hafði drepið ömmu sina. — Já. það gekk fljótt fyrir sig. Hann bar ekki við að neita. — Var hann á eftir pening- um? — Hann er atvinnulaus og hafði verið hent út úr herberg- inu sínu sem hann hafði ekki borgað leigu fyrir. — Er hann ruddi? — Nei. Hann er illa gefinn eða vanþroska. Ég veit ekki hvort. Ég held hann geri sér ekki grein fyrir þvi sem hann hefur gert, né heldur hvað bíður hans. Hann reynir að svara eins og hann getur öllum spurningum eins og góður drengur. — Heldur þú að hann verði talinn óábyrgur gerða sinna? — Það verður dómarinn að skera úr um. Það er ekki mitt mál. — Er útlit fyrir að hann fái góðan verjanda? — Eins og venjulega verður það sjáifsagt einhver ungur lögfræðingur. Reyndar er það ekki hans skuld að ég kem svona seint. Þekktur maður var skotinn niður þegar hanna var að koma úr einu virðulegasta hóruhúsi Parisar. — Ég þarf að heyra meira. En nú heyri ég að ketillinn er að flauta. Toddiið verður til- búið eftir stutta stund. Og á mcðan afklæddist hann og fór i náttföt. velti fyrir sér hvort hann ætti að troða i siðustu pípu dagsins. Og endaði auðvitað með þvi að gera það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.