Alþýðublaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stefnubreyting „Framsóknar tt Þegar Framsóknarflokkurinn valdi sér nafn, þá hefir það vafa- ; laust verið ætlunin, aö hann yrði það, sem nafnið benti á: frjáls- - lyndur framfaraf lokkur. Fyrir þá, sem utan við stóðu, var engin ástæða til (þess að draga í efa, að þama væri að myndast framfaraflokkur, ekki sízt þar sem kunnugt Var að hann mýndaðist- svo að segja ut- an um samvinnufélagsskap ís- Lenzkra bænda. En bændur eru þegar á heildina er litið alt ann- að en vel efnum búnir, og verða að hafa ófan af fyrir sér með erfiðu starfi í sveita síns and- iitis eins og verkalýðurinn í kaupstöðunum. Þegar þetta er at- hugað virðist eðlilegt að Alþýöu- flokkurinn meðan hann var van- máttugur leitaði, styrks og sam- vinnu þar sem Framsóknarflokk- urinn var. Og þó Framsókn væri alt af heldur íhaldssamari en bú- ast hefði mátt við, þá var sam- vinnan við ' hana þó sæmileg fyrstu þingin. , En á þinginu í f yrra má segja að fareyting yrði á þessu. Hætti þá samvinnan af hendi Fram- sóknarmanna, sefn þá höfðíi að engu flest áhugamál Alþýðu- flokksins, og hafði til þess ýrns- ar leiðir. T. d. létu þeir tillöguna um berklaveikismálin falla í neðri deild með því að gera hvor- ugt að greiða atkvæði með henni eða rnóti, en tóbakseirikasölu- frúmvai'pið, sem komið var gegn um fimm umræður og átti ekki nema eina eftir (í efri deild) svæfðu þeir og létu ekki koma fram þar í tæka tíð fyrir þing- slitin. Höíðu þeir þar nokkur hundruð þúsund krónur af lands- sjóði, en íhaldið hrósaði sigri. Veröur ekki annað séð af með- ferð Framsóknarflokksins á þessu sama máli. nú á þinginu en að' hann ætli nú aftur a'ð hafa sömu aðferð og láta málið ekki ganga fram. Virðist þó. liggja nær að •taka í land&sjóðinn á þennan hátt nokkur hundruð þúsund króna heldur en vera að streitast við að ná í sjójöinn nokkrum þúsundum króna með því að lækka kaup hjúkrunarkvenna eða hafa af tímakennurum við skóla í Reykjavík einhverja aura af hinni lítt öfundsverðu launabót, er þeir fengu í fyrra. 1 Því er ekki að leyna, að þessi framkoma Framsóknarflokksins í fyrra olli því, að allmikill kurr fór að heyrast víða úr Alþýðu- floTtknum, og kom þetta greini- legast í ljós á Alþýðusambands- þinginu, þegar þar kom fram og var samþykt mjög skorinorð til- laga, þar sem því var lýst yfir, að hlutleysi Alþýðuflokksins, gagnvart Frámsókn væri lokið. Margir höfðu þó vohast eftir að skilningsleysi það, er í fyrra virtist ríkja hjá Framsókn á mál- j um Alþýðuflokksins, myndi á þessu þingi víkja þessu þingi víkja fyrir 'skilningi á því, að nauðsynlegt er, ef sam- komulag á að haldast með tveim aðilum, áð fult tillit sé tekið til beggja. En Frarnsókn virðist ekki hafa skilið að hér væri um tvo aðila að ræða, en hafa litiLð á Alþýðuflokkinn eins og sjálfsagð- an eft/rbát eða pramma aftan i Framsóknarskútunni. Hefir Fram- sókn á þessu 'þingi, sem nú stend- ur, ekkert tillit tekið til Alþýðu- flokksins, og mun flesturn verka- mönnum minnisstætt hvernig drepið var frumvarpið um kaup og. kjör verkamanna í opinberri vinnu, hvernig drepnar voru til- lögur Haralds Guðmundssonar í tolla- og skatta-málunum og frumvörpum, sem heild stungið undir stól. Kunnugt er hvernig Framsókn tekur í þingmanna- f jölgun Reykjavíkur og Sogsvirkj- unarmálið. Er þétta hið síðast- nefnda eitt mesta áhugamál Al- þýðuflokksmanna í Reykjavík og Hafnarfirði, enda hagsmunamál allra nálægra sveita. Minnast má hér þess, að lögin um verka- mannabústaði hafa fram að þessu að engu haldi komið vegna þess, að landsstjórnin hefir ekki séð fyrir nejnu fé til þessa mikla á- hugamáls verkalýðsins. Stjórnin lét þó þrjár. milljónir af láninu, isem tekiðr var í haust, í Búnaiðar- bankann, . og af þvi fékk Sam- band 'ísl. samvinnuféIagaTV2 milj. króna þegar í stað, svo ekki er því til að dreifa, s að peningar hafi ekki verið til, heldur ein- göngu hinu, að óþaTfi væri að taka tillit til Alþýðuflokksins. . Kaupdeilum lökið. Sogsvirkjunar- málið á aiþingL Umræður um Sogsvirkjunar- frumvarpið héldu áfram á mið- vikudaginn íneðri deild alþingis. Meðal annara, er til máls tóku, voru tveir af þingmönnum sýsln- anna á Suðurláglendinu, Gunnar og Jörundur. Voru undirtektir Gunnars fremur góðar, en Jör^- undur talaði gegn frumvarpinu. Málinu var vísað til 2. umræðu. Hannes einn greiddi atkvæði gegn því þá þegar. Þótt frumvarþið sé komið frá rneiri hluta allsherjar- nefndar yildu „Framséknar"- flokksmenn senda það til nefndar á ný, og kom fram tillaga frá þeim um, að því yrði vísað til fjárhagsnefndar. öðrum deildar- mönnum þótti ekki ástæða til að hrekja málið inilli nefnda, og var því sú tillaga feld. Frá Norðfirði. (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) Norðfirði, 1. apríl: Verkfallinu er lokið. Atvinnurekendur reyndu 4\ gær að pakka fisk í 3 stöðum með skrifstofur- og búðar-fólki og ófélagsbundnum mönnum, . en verkallsmenn hihdruðu það á 2 stöðum í þriðja staðnum komust verkfallsTarjótarnir inn og læstu sig inni, voru þeir 7 alls. Við fiskhús fíigfúsar Sveinssonar lenti í nokkrum ryskingum, annars gekk alt friðsamlega. Atvinnurek- endur höfðu safnað liði og leit- úðu aðstoðar lögreglustjóra til þess að ryðja frá húsdyrum, því þröngin var!s.vo mikil að enginn komst inn, en ér þessi íhalds- varalögregla kom á véttvang lenti 'í ryskingum; stóðu þær yfir nokkra stund bg lauk syo, að verkamenn yrðu ekki hraktir frá dyrunum, enda stóðu þeir sam- an sem einn ma'ðuT. Að rysking- unum loknuim var haldinn fundur í samninganefndum félaganna og þar ákveðið að reyna að fara milliveg. Skuldbundu atvinnurek- endur sig til áð gera enga tilraun til að láta vinna á meðan, svo friður mætti haldast. Varð tillaga nefndanna samþykt, og voru samningar undirskrifaðir í nótt- Vinna byrjaði í morgun. Unnist hefir nokkur kauphækkun í dag- vinnu og eftirvinnu, mikil hækkun í kólavinnu, kjör sjómanna samn- ingsbundin í fyrsta dnn og fyrsti maí viðurkendur fridagúr. Kaup- deilan hefir staðið yfir síðan 11. 'marz. Þetta er í fyrsta sinn sem verklýðsfélagið hefir átt í deihi við alla atvinnurekendur bæjai'- ins í einu, og una verkameai» úrslitunum vel. Fréttaritari, Frá Patreksfirði. (Ei'nkaskeyti til Alþýðublaðsíns.) Patreksfirði, 2. april. Nýir samningar gengu í gildi í dag, svohljóðandi: Karlmenn almenn dagvinna 1,05, áður 0,90. Upp- og út-skipun 1,15, áður 1,10. Eft- irvinna 1,50, áður 1,30, nætur- og helgidagayinna 2,00, áður 1,60. Kvenmenn almenn dagvinna 9,65, áður 0,58, upp- og út-skipun 0,75,. áður 0,fi5, eftirvinna, 0,95, áður 0,85, nætur- og helgidaga-vinna 1,40, áður 1,-10. Kaffitími lengdur úr 15 mínútum í 20 mínútur. 1.. maí'frídagur í viðbót yið sumar- daginn fyrsta, 17. og 19. júní. Ragnar. Greiðsla blfreiðarstjórakaops. Frumyarp Héðins , Valdimars- sonar og Sigurjóns A. ólafsson- ar um, að Jögin' um greiðslu verkkaups skuli einnig • ná tiJ kaupgjalds bifreiðarstjóTa og, aksturslauna þeirra, hefir, nú verið lögtekið á alþingi, svo að bifreiðarstjórar njóta framvegis þeirrar örygðar um greiðsluna, sem þau lög veita. Lögin ganga í gildi þegar er þau hafa verið staðfest. Fá lög hafa enn verið afgreidd á þessu þingi, og er þetta fyrsta Alþýðuflokksfrumvarpið, sem náð hefir lögtöku á þinginu. Opinber greinargerð starfsmanna rikisins. veita forstöðu., Skulu erindin miða að því að veita almenn- ingi yfirlitsfræðslu um unnin störf og fyrirætlanir í' frarn- kvæmdum þjóðarinnar og opin- berri starfrækslu. Alþimgi. Flestum embættis- og sýslunar- mönnum ríkisins er nú gert að skyldu að gera gréin fyrir starfi sínu, Teikningslega eða á annan hátt, ýmist tíl hagstofunnar eða beint til ríkisstjórnárinnar. Þessi sjálfsagða greinargerð ætti að komast jafnharðan til allrar þjóð- arinnar, eftir því, sem 'unt er. Til þess, að svo verði, flytja þeir Ingvar Pálmason og Erling- ur Friðjónsson frumvarp á al- þingi- um, að embættis- og. sýsl- unar-mönnum ríkisins skuii skylt að flytja árlega, eftir því, sem ástæða þykir til, a. m. k. tvö foæðandi útvarpserindi um.stofn- «n þá eða starfsgrein, er þeir Lðg. Á mið,vikudaginn voru afgreidd lög um, að hlunnindi þaú, sem lögin um greidslu verkkaups veita, skuli ná ti-1 bifreiðarstióra. Einnig var lögtekin heimild handa atvinnumálaráðherra tiJ að ueita Jóni Þorleifi Jósefssyw' skí.rteini tíl vélstjórnar á íslenzk- um skipum, svo sem hann hefir á norskuþn skipum. — Voru bæði lögin afgreidd í efri deild. í neðri deild var Sogsvirkjunar- fmmvarpið afgreitt til 2.. umr. Sömuleiðís var vísað tií 2. umr. frv. frá landbúnaðarnefnd n. d. um að herða á for'Öagœzlulögun- um þannig, að ef forðag;æzlu- maður og hreppsnefnd telja, að ásetníng einhvers fjáreiganda sé svo óvarleg, að líkur bendi tii, að honum endist ekki fóður ef vetur verður í gjaffrekara lagi, þá skuli hreppsnefnd gera ráð- stafanir til þess, að , úr þvi sé bætt með öflun fóðurs, fækkun fénaðar eða með því að koma Sénaði hans í fóður arinars staðar, og hafi þá hver, er fénað hans tekur til fóðrunar, haldsrétt í fén*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.