Morgunblaðið - 10.01.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 10.01.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Gissurarsón: Fjöldaflokkur stofnaður gegn sósíalistum Um ritgerðina Uppruna Sjálfstæðisilokksins eftir Hallgrím Guðmundsson Á þessu ári var gefin út ritgerðin UPPRUNI SJÁLFSTÆÐISFLOKKS- INS eftir Hallgrím Guðmundsson, en hún var lokaritgerð hans til B.A.-prófs í stjórnfræði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Höfund- urinn segir í henni frá því, þegar íslendingar skiptust í flpkka að fenginni heimastjórn og hafinni „iðnbyltingu“ (sem fólst á íslandi í vélvæðingu sjávarútvegsins) og hvernig menn með borgaralegar skoðanir sameinuðust í áföngum gegn sósíalistum og að lokum í Sjálfstæðisflokknum 1929. Ritgerðin, sem er 170 bls., er fróðleg og samin af mikilli sanngirni. Ég ætla í þessari grein að fara nokkrum orðum um hana. Það er tímabært, því að mjög er rætt þessar vikurnar um Sjálfstæðisflokkinn, hlutverk hans í stjórnmálunum, foringja hans fyrrverandi og núverandi, stefnu hans og skipulag. Jón Þorláksson. fyrsti formaður Sjálfstæóisflokksins. skildi bctur eðli nútímastjórnmála cn flestir samtíðarmenn hans. ok hlutur hans að flokkaskiptingu íslend- in»?a hefur verið vanmetinn. Er Sjálfstæðisflokkur- inn íhaldsflokkur eða frjálslyndisflokkur? Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður 25. maí 1929, þegar íhalds- flokkurinn og Frjálslyndi flokkur- inn sameinuðust. Það er þó rétt, sem ritgerðarhöfundur segir, að Sjálfstæðisflokkurinn var næstum því fullskapaður í íhalds- flokknum, sem stofnaður var 24. febrúar 1924. Sameiningin var umfram allt nafnbreyting hans. Ihaldsflokkurinn var mikiu fjöl- mennari en Frjálslyndari flokkur- inn og tók í rauninni einungis við þeim liðsauka 1929, sem rekinn var til hans af fyrstu „vinstri" stjórninni 1927—1931. Höfundur segir: „Uppruna stefnunnar, skipulagsins og forystusveitarinn- ar er því ekki fyrst og fremst að leita í sameiningu íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Þessir þættir voru allir afsprengi sögu fyrri ára.“ Var Sjálfstæðisflokkurinn þannig íhaldsflokkur? Svarið við þessari spurningu fer eftir því, hvernig menn nota hugtökin íhaldssemi og frjálslyndi. Jón Þorláksson, fyrsti og eini formað- ur íhaldsflokksins og fyrsti for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ritgerð í Eimreiðinni 1926, sem höfundur vitnar til af fullum skilningi: „Þegar frjálslyndi hefur verið ríkjandi og stjórnlyndi í einhverri mynd er að hækka seglin og sækja á, þá neyðast frjálslyndu mennirnir til að vera íhaldssamir til að verja hinar ríkjandi hugsjónir frjálslyndisins gegn áhlaupum stjórnlyndisins." Jón sagði og, þegar hann skýrði nafnbreytinguna og sameininguna í grein í Morgunblaðinu 30. maí (og Verði 1. júní) 1929: „Sú útskýring var gefin og að vísu tekin gild af gætnum og greindum mönnum, að „íhald" það eða varð- veisluhneigð, sem þessi flokkur kendi sig við, ætti fyrst og fremst að tákna varðveislu núverandi þjóðskipulags með einstaklings- frelsi því og atvinnufrelsi, sem hinir frjálslyndu flokkar síðustu aldar hafa barist fyrir og fengið framgengt, gegn því ofurvaldi Jón Magnússon var fulltrúi hinn- ar gömlu embættismannastéttar. varðsveitar réttarríkisins, sam- vizkusamur. sáttfús og góðgjarn. en enginn skörungur (Agnar Kl. Jónsson I, bls. 42). ríkis og ráðamanna, sem hinir ófrjálslyndu flokkar nútímans með sósíalista í fararbroddi vilja nú endurvekja.“ Sjálfstæðisflokkurinn var og er íhaldsflokkur í ofangreindri merkingu, því að hann kýs að halda í frelsið. En hann er að sjálfsögðu umfram allt frjálslynd- ur flokkur. Hann er þjóðlegur, frjálslyndur íhaldsflokkur eða frjálshyggjuflokkur. Sumir menn hafa ekki skilið þetta. Þeir hafa notað orðið „íhald" í sömu merkingu og Þórbergur Þórðarson og Jónas Jónsson frá Hriflu á þriðja áratug þessarar aldar, en við þá má segja það, sem Kristján Albertsson rithöfundur sagði í frægri ritdeilu við Þórberg 1925: „Þú lýsir einhverri ófreskju í lífinu, sem þú kallar íhald og kennir um allar svívirðingar á jarðríki — og veizt þó vel, að orðið „íhald" er viðmiðað hugtak, að allt veltur á hvað það er. sem „haldið er í“, hvort það er eitthvað heilbrigt eða eitthvað spillt." Þessir menn hafa einnig misnotað frjálslyndishugtakið. Sá maður er ekki frjálslyndur, sem fer frjáls- lega með almannafé. öðru nær. Hann er stjórnlyndur. Hefur stefna Sjálfstæðisflokks- ins breytzt, eins og sumir menn segja þessar vikurnar? Stefna Sjálfstæðisflokksins fyrir alþing- iskosningarnar 2. og 3. desember sl. var umfram allt frjálslyndis- stefna, því að í henni fólst, að valfrelsi neytendanna á markaðn- um yrði aukið og borgurunum leyft að halda því fé, sem „vinstri" stjórnin síðasta ætlaði að taka af þeim. Að kalla þessa stefnu „íha- ldsstefnu" í niðrandi merkingu er að misskilja allt. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fylgt og fylgi enn þeirri stefnu, sem hann var stofnaður um, þótt hann verði að sjálfsögðu að semja sig að öllum aðstæðum. Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn f jölmennari en norrænu íhaldsflokkarnir? Andstæðingar Sjálfstæðis- Sigurður Eggerz haíði lifandi áhuga á sjálfstæðismálinu og var fulltrúi þjóðernishyggjumanna (Agnar Kl. Jónsson I, bls. 146). flokksins hafa stundum verið hissa á því, að hann er miklu fjölmennari en norrænu íhalds- flokkarnir, Hægri flokkurinn í Noregi, íhaldssami þjóðarflokkur- inn í Danmörku og Hófsami sam- einingarflokkurinn í Svíþjóð. En ástæðan til þess er sú, að hann er alls ekki sambærilegur við þá. þótt andstæðingar hans haidi það. Hann er miklu fremur sambæri- legur við heild borgaralegu flokk- anna í þessum löndum eða við íhaldsflokkinn í Bretlandi og Kristilega lýðræðisflokkinn í Þýzkalandi en innan þeirra flokka eru flestir þeir, sem eru með borgaralegar skoðanir eða með öðrum orðum ekki sósíalistar (og í hópi sósíalista eru að sjálfsögðu nasjónalsósíalistar eða nasistar). Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins eiga því fremur að vera hissa á því, að hann er fámennari en Ihaldsflokkurinn brezki og Kristi- legi lýðræðisflokkurinn þýzki (sem fá venjulega 45—50% at- kvæða), en á því, að hann er fjölmennari en norrænu íhalds- flokkarnir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 48% atkvæða í landskjör- inu 1930 og í alþingiskosningunum 1933. Hvers vegna hélt hann ekki þessu fylgi? Ég get ekki svarað þeirri spurningu í þessari grein, en ætla að reyna að skýra, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er fremur sambærilegur við brezku og þýzku borgaraflokkana en norrænu íhaldsflokkana, en ég sakna þeirrar skýringar í ritgerð- inni Uppruna Sjálfstæðisflokksins. Menn skiptust á nítjándu öld í flokka eftir því, hvort þeir kusu forréttindi kóngs, aðals og emb- ættismanna eða almenn mann- réttindi. Forréttindasinnarnir voru íhaldsmenn og hægri menn, mannréttindasinnarnir vinstri menn. Vinstri flokkarnir á nítjándu öld á Norðurlöndum voru frjálslyndir flokkar og börðust fyrir þingræði, einstaklingsfrelsi og einkaframtaki. Flokkaskipting- in breyttist að sjálfsögðu, þegar Jakob Möllcr kom eins og Sigurð- ur Eggerz úr Frjálslynda flokk- num og var frjálslyndur þjóðern- ishyggjumaður og fulltrúi þétt- býlisins (Agnar Ki. Jónsson, bls. 226). hugsjón þeirra var orðin að veru- leika. Hægri flokkarnir á Norður- löndum sættu sig við þann veru- leika, ágreiningur þeirra og vinstri flokkanna um sjálft skipu- lagið var lítill sem enginn. Orðin „hægri" og „vinstri" misstu merkingu sína í stjórnmálum, flokkarnir urðu frjálslyndir íhaldsflokkar, kusu að halda í fengið frelsi. En vegna liðinnar átakasögu sameinuðust borgara- flokkarnir norrænu ekki gegn sósíalistum, sem urðu áhrifamiklir á tuttugustu öld. í Bretlandi breytti íhaldsflokk- urinn stefnu sinni verulega á þriðja áratug tuttugustu aldar og tók í rauninni við hlutverki Frjálslynda flokksins, sem varð fámennur og áhrifalítill flokkur. Og í Vestur-Þýzkalandi var Kristilegi lýðræðisflokkurinn stofnaður eftir seinni heimsstyrj- öldina á rústum hins gamla Þýzkalands, þannig að liðin átaka- saga borgaraflokka spillti ekki fyrir. En hvað gerðist á íslandi? Flokkaskiptingin varð ekki, fyrr en þingræði var komið til sögunn- ar (1904) og kosningaréttur orðinn almennur (1915), eins og höfundur bendir á, og atvinnufrelsi hafði verið lengi. Flokkaskipting nítjándu aldar átti því aldrei við á íslandi, hugtökin hægri og vinstri skiptu aldrei máli, og frjálslyndi og íhaldssemi voru aldrei raun- verulegar andstæður. Flokka- skiptingin var ð því með þeim, sem kusu atvinnufrelsi og einkarekst- ur, og stofnuðu Sjálfstæðisflokk- inn og hinum, sem kusu ríkisaf- skipti og jafnvel ríkisrekstur, og stofnuðu sósialistaflokkana og Framsóknarflokkinn. Jón Þor- láksson gat því sagt það, sem höfundur vitnar til, 1926: „Eigi að líkja íhaldsflokknum við ein- hverja erlenda flokka hljóta það að vera vinstri menn, enda eru þeir nú víðast kjarni Ihaldsmanna erlendis, því að hægri manna gætir víðast fremur lítið og sum- staðar alls ekki.“ Orðin hafa blekkt menn Rétt er það, sem höfundur segir Kristján Albertsson var — og cr — frjálslyndur ihaldsmaður. menntamaður eða húmanisti. og ádeilur hans á þriðja áratugnum eiga enn við. um algengan misskilning samein- ingar Frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins: „í umfjöllun um stefnugrundvöll Sjálfstæðis- flokksins er ennfremur villandi að heimfæra nöfn íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins upp á þær stjórnmálastefnur, sem á enskri tungu eru nefndar „conservatism" og „liberalism“ og telja að með sameiningu þessara tveggja flokka hafi átt sér stað einhvers konar hugmyndafræðilegur sam- runi þessara tveggja meginstefna í stjórnmálum Evrópu. Skulu hér nefndar þrenns konar ástæður því til stuðnings að slík túlkun sé villandi. í fyrsta lagi voru mörg helstu atriðin í stefnu Sjálfstæðis- flokksins fullmótuð löngu áður en íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn komu til sögunnar; þau eru hvorki tengd þessum flokkum sérstaklegp, né sameiningu þeirra. í öðru lagi var stefna Ihalds- flokksins sambland af íhalds- sömum og frjálslyndum viðhorf- um, sem tóku í senn mið af séríslenskum aðstæðum og kenn- ingum þeirra manna, sem einkum túlkuðu stefnu íhaldsflokksins. í þriðja lagi var Frjálslyndi flokk- urinn ekki fyrst og fremst „liber- al“ flokkur í evrópskum skilningi. Hann var miklu fremur flokkur þjóðernissinna, sem lögðu mest kapp á þann lokasigur sjálfstæðis- baráttunnar, sem fælist í aðskiln- aði Islands og Danmerkur og fyrirheiti um stofnun lýðveldis þegar gildistími sambandslaga- samningsins rynni út.“ Orðin hafa blekkt menn. Þeir hafa ekki skilið, að íhaldsflokkurinn var frjáls- hyggjuflokkur, sem sameinaði frálslynda menn og íhaldssama, og að Frjálslyndi flokkurinn var þjóðernishyggjuflokkur, sem ávaxtaði arf sjálfstæðisbarátt- unnar (en engin mótsögn er að vísu með einstaklingshyggju og þeirri hóflegu þjóðernishyggju, sem er umfram allt virðing fyrir þjóðlegum verðmætum, máli, bók- menntum og sögu). Ég held þó, að höfundur geri of lítið úr áhrifum útlendra hugsuða á íslendinga með borgaralegar skoðanir, því að „enginn er ey-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.