Alþýðublaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIÐ Salaðsins er í Alþýðuhúsinu við lEgólíssíræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsiugum sé skilað þaugað sða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sera þær eiga aB korna í biaðið. skyldi senda siíka fregn, án þess að Ieíðrétta hana síðar, því fregn- in var svo sem við mátti búast lygafregn, sem enskir afturhalds- menn höfðu soðið saman. í þessu máli iiggur þannig er nú skal greina. Daily Herald er dagblað verkamanna í London, og eitthvert bezta jafnaðarmanna- dagblað í heimi. Það hefir ósvikið varið rússnesku þjóðina í barátt- unni gegn innrásum landvinninga- sjúkra Pólverja og annara flokka er líkar hvatir komu til árásanna. Þetta kom auðvitað brezkum stjórn- arvöldum illa, svo þau hugsuðu sér að eyðileggja álit blaðsins og gera það þannig skaðlaust. Stjórnin sendi þá öllum brezk- um blöðum nema Daily Herald þá frétt, að náðst hefði í loftskeyti er farið hefði á inilli Tchiícherin utanríkisráðherra Rússa og Litvi- noffs sendiherra Rússa á Norður- löndum. Skeyti þetta hafði átt að fjalla um peningasendingu til Daily Herald, í kínverskum verðbréfum, og hefði verið talað um blaðið í skeytinu svo sem bolsivíkar æítu í því hvert bein. Ætlun stjórnar- innar með þessu var sú, að láta blöðin vekja andúð fólks á Daily Herald, en það tókst ekki vegna þess að tvö ensk blöð, var annað þeirra hið merka blað Mancliester Guardian, sendu Daily Herald af- rit af fréttaskeyti stjórnarinnar. Lansbury ritstj. Daily Herald brá við þegar í stað og birti nákvæma skýrslu um efnahag og rekstur blaðsins, og sannaði fullkomlega að það hefði ekkert fé fengið hjá bolsivíkum. Síðan var farið að grafast fyrir hvaðan loftskeytinu hefði verið náð, og lá beinast við að ætla að stjórnin hefði sínar fregnir frá flotamálastjórninni, en flotamálastjórnin kvaðst ekkert við málið riðin og enginn kannaðist við að hafa náð í skeytið. Stóðu ákærendurnir þá uppi sem Jarðarför okkar kæra föður, tengdaföður og fósturafa, Guðmundar Þorgilssonar, fer fram fimtudag 2. september ki. I e. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Hverfisgötu 32 A. Sigurður Gnðmnndsson. Hólmfríður S. Björnsdóttir. Porsteinn B. Jónsson. B ósannindamenn, en málið féll strax niður. Vonandi leiðrétta fréttaberar dagblaðanna slíkar fregnir fram- vegis, þótt þeim verði máske sú skyssa á, að senda óáreiðanlegar flugufregnir í skeytunnm til blað- anna. Annað er gersamlega ósæmi- legt. Spectator. Vinarbðrnln. í tilefni af grein hr. dómstjóra Kristjáns Jónssonar í »Vísi« í gær, og með þvf að eg var einn þeirra manna er buðust til þess að taka við Vínarbörnum, leyfi ég mér að beina eftirfarandi spurn- ingum til dómstjórans: X. Með hvaða heimild gat hann neitað afdráttarlaust beiðni Volks- gesundheitsamts í Vín að tekið væri við Vínarbörnum hér, án þess fyrst að ráðfæra sig við þá, sem boðist höfðu til að taka börn, og að þvf er séð verðurán þess að ráðfæra sig við Vínar- barnanefndina? Hvernig var sfm- skeytið frá Volksgesundheitsamts og hvers vegna hefir það ekki verið birt í blöðunum? 2. Af hvaða ástæðum hefir nefndin aldrei ráðfært sig um þetta mál alt við þá, er ætluðu að taka börnin hér, að undantek- inni hinni fyrstu fyrirspurn um hvað þeir kysu helzt um aldur barnanna, kyn og til hve langs tíma þau yrðu tekin, og með hvaða heimild voru svör manna við þessari fyrirspurn gerð að skilyrðum fyrir töku barnanna? 3. Hafði hr. Jón Sveinbjörns- son og aðrir Kaupmannahafnar- búar í raun réttri á hendi allar framkvæmdir málsins án eftirlits héðan að heiman? Héðinn Valdimarsson. Vínbann i Sviþjói? Khöfn, 31. ágúst. Frá Stockhólmi er símað, að áfengismálanefndin sem sett var 1911 hafi nú Iokið starfi sínu, og legði til (það sem sumum hafi komið á óvart), að lögleitt sé í Svíþjóð algert vínbann (fyrir alla drykki er hafi meira áfengi inni að halda en 2 8/10 hundraðshluti)., Nefndin leggur jafnframt til að al- menn atkvæðsgreiðsla fari fram um bannið tveim árum eftir a®> þingið hefir samþykt það. Ii daginn og Yegii. Kveikja ber á hjólreiða- og; bifreiðaljóskerum eigi síðar en. kl. 8 í kvöld. Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Car- men“. Nýja Bio sýnir: „Sonur bankastjórans frá Broadway. Borg fór í gær til Reykjarfjarð- ar, Akureyrar og Seyðisfjarðar áleiðis til Svíþjóðar. ísland fór í dag kl. 2, meðal farþega Arngrímur Ólafsson list- málari o. m. fl. Yísir o’ní Mogga. Ekki er Vfsir orðinn ber, altaf sami grænjaxlinn. Morgunblaða í maga fer, en meltist illa, stúfurinn, F. i Yarasamt. Við suðausturhorffi hússins nr. 6 í Lækjargötu hafa verið settar kvíar á gangstéttina. Þetta er gert vegna þess að horn- ið á brunamúrnum er sprungið og getur þá og þegar hrunið. Þetta er auðvitað gott og blessað, eB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.