Alþýðublaðið - 04.04.1931, Page 3

Alþýðublaðið - 04.04.1931, Page 3
ALÞÝÐU3LAÐIÐ 3 þar til fóðrunin er greidd. Sýni fjáreigandi mótþróa gegn fyiir- mælum hreppsnefndar um fækk- un fénaðar, geti hún látið fram- kvæma þau með aðstoð fógeta. Frv. um tilbúinn áburð og um úrskurðarvald sáttanefnda voru bæði endursend efri deild. ' Frumvörpunum um lendingar- bætur á Eyrarbakka og um hafnargerðir á Akranesi, Sauðár- króki og Dalvík, var ölltun \ds- að til 3. umræðu, og var sam- komulag um að geyma þeirri um- ræðu frekari umræður um þau. 1 efri deild var frv. um inn- flutning sauðfjár til sláturfjár- bóta afgreitt til neðri deildar og frumvörpum þeim, sem nú skal greina, vísað til 2. umr.: Um bú- fjárrækt, vísað til landbúnaðar- nefndar, um veitingu ríkisborg- araréttar vísað til allsherjarnefnd- ar (bæði i, síðari deild) og um breytingu á helgidagalöggjöfinni, vísað til mentamálanefndar. Það frv. er um, að sömu ákvæði gildi um skírdag og nú gilda uan fyrri dag stórhátíðanna þriggja og föstudaginn langa, — að bann- aðar séu almennar skemtanir á skírdagskvöldi o. s. frv. Flutn- ingsmaður er Guðrún Lárusdóttir. I dag var enginn þingfundur haldinn. Um dðiffiinis ®§g veglnn. DÍÖNUFÉLAGAR! Enginn fund- ur um páskana. Gœzlum. VÍKINGS-fundur á mánudaginn (annan í páskum) kl. 8V2 síðd. St. „Esja“ á Álafossi heimsæk- ir. M. V. Jöh. sér um hag- nefndaratriði. Ungiingastúkan UNNUR. Fundur . annan páskadag kl. 10 f. h. Þá verður sagt frá hvenær af- mælisfagnaðurinn verður. Mæt- ið stundvíslega.' SVAVA nr. 23. Félagar! Enginn fundur um páskana. En munið heimsóknina til Framtíðarinnar á mánudagskvöld kl. 9 /og til Iþöku á miðvikudagskvöld kl. 9. Unglingastúkan BYLGJA heldur fund annan páskadag á venju- legum stað og tima. Fjölmenn- ið! Gœzlumadur. St. DpöFN nr. 55. Inntaka og hátíðarfundur kl. 4 á morgun. Á dagskrá alþingis é þriðjudaginn eru þingsálykt- unartillaga Erlings' Friðjónssonar um, að stjórnin leggi fyrir þing- ið skilríki þau, er sýna tildrögin að lokun Islandsbanka, og stjórn- arskrárbreytingin 4. og 5. mál í efri deiLd og frumvarp Haralds Guðmundssonar um dragnóta- veiðar 1. mál í neðri deild. Fund- imir byrja kl. 1, eins og venju- lega. §© aara. §0 anra. -CÍPfetÍÐF L|úfffea»gap og kaldar. Fást alSs staðar. I helldsoln fa|á Tðbaksverzlnn Islaids k. f. Þingmannafjöldi Reykjavíkur íhaldsblaðið Vísir flutti nýlega grein þar sem sagt er, að í- haldsmönnum sé ekki að treysta til þess að koma því réttLætis- máli frani, að Reykjavík hafi full- trúa á þingi í réttu hlutfalli við íbúatölu hennar, því að þeir séu hrœddir — og geri sér jafnvel vonir um að komast aftur til valda í krafti þeirrar ranglátu kjördæmaskipunar, sem rikt hef- ir undanfarið. Ef þetta ‘ er rétt — og Vísir ætti að vera kunnug- ur í herbúðunum, þá er varla þess að vænta, að íhaldið hjálpi til að fá frumvarp Héðins og Sigurjóns um 9 þingmenn fyrir Reykjavík samþykt.- Þeir fylgdu því þó til 2.' umræðu. — Reykjavík á að hafa 9 þingmenn, annað er ranglæti, en vel getur verið að hræðsla íhaldsins varni því, að sú réttlætiskrafa jafnaðar- manna nái fram að ganga. Við bíðum óg sjáum hvað setur. Ari. Áhrifaiikasti flokkurinn. „Tíminn“ kom út í nokkurskon-1 ar húrra-útgáfu 1. april. Skrifar ritstjórinn þar skjall mikið uri. hina svokölluðu fulltrúa bjarg- ráðafundarins, en forsætisráð- herra lætur birta ræðu, er hann flutti um leið og hann setti bjarg- ræðisfundinn. I grein sinni segir ritstjórinn, að Tímaflokkurinn sé nú áhrifamesti stjórnmálafiokkur- inn og ráði yfir flestum þingsæt- unum — og er mikið hlakk yfir þessu í manninum. Má segja um Timamenn eins og sagt var um karlinn, er stærði sig af því að hafa lagt sterkap mann að velli í fangbrögðum, er hrasað hafði um hnullung: Þú gerðir það nú ekki sjálfur, Gvöndur minn, það var helyítis hnullungurinn, sem lagði hann. — Því allir vita að þingfulltrúafjöldi Tímamanna er í röngu hlutfalli við fylgi þeirra meðal þjóðarinnar. Þeir hafa að minsta kosti 8 þingmönnum fleira en þeir ættu að hafa, ef rétt- læti ríkti í kjördæmaskipuninni.. R. Stefnubreyting „Framsóknar’* 1. þ. m. barst hingað svohljóð- andi simskeyti frá Akureyri: Bæjárstjórnin samþykti í gær að bærinn veitti ábyrgð fyrir 110 000 króna láni til skipa- og' veiðarfæra-kaupa fyrir samvinnu- félag sjómanna hér. Var sams konar ábyrgð samþykt í bæjar- stjórninrii fyrir rúmu ári, en var þá því skilyrði bundin, að rikis- ábyrgð fengist líka. Þingið sam- þykti að heimila ríkisstjórninni að veita ábyrgðina, en rikis- stjórnin neitaði þegar til hennar kasta kom. Fór félagsstjómin nú fram á, að bæjarstjómin félli frá skilyrðinu um rikisábyrgð, og gerði hún það. Það er tvent í þessari fregn, sem gerir hana mjög athyglis- v»rða, 1 fyrsta lagi það, að rik- isstjórnin neitar og sýnir með þeirri framkomu sinni, að hún vill ekki stuðla að því, að sjó- mennimir geti skipulagt atvinnu- veg sinn á samvinnugrundvelli. Og hitt, að hér er því um mikla stefnubreytingu hjá hinum svo- nefnda „Framsóknar“-flokki að i . ræða, og er ekki víst að allir flokksmennirnir séu ánægðir með slíkt háttalag. J. Hrafnarnir rifa augun hvor úr öðrum. 1. apríl segir Mgbl. að annar- hver fulltrúi á bjargræðisfundi Tímamanna gangi með þingmann í maganum. Er nú skörin farin , að færast upp í bekkinn þegar hrafnarnir fara að kroppa aug- un hver úr öðrum, því vitanlegt er að það er jafnt um litla og stóra íhaldið, að hinir svokölluðu fulltrúar hallærisfundarins og bjargræðisfundarins sækja þá að eins til að reyna að krafsa til sín eitthvaö af kræsing^m flokk- anna, því að pólitík beggja flokk- anna snýst ekki um þurftannál þjóðarinnar, heldur eigin hag flokkanna. Það er flokkapólitik, sem þeir reka. Ks. Hótel Súðin. Súðin liggur nú hér sem fljót- andi hótel fyrir Framsóknarmenn. Gista fulltrúar. bjargræðisfundar- ins þar. Ekki verður það um „Framsókn" sagt, að hún kunni ekki að nota sér aðstöðuna sem stjórnarflokkur. L. F.U.J á ísafirði. Félag ungra jafnaðarmanna var stofnað á isafirði í fyrra dag. Stofnendur voru 30. FramhaLds- stofnfundur verður haldinn á annan í páskum. Lifla-ihaldið fær ofanígjöf. Bjargráðafundur. Tímamanna hafði farið þess á leit við Helga Briem hagfræðing og banka- stjóra, að hann flytti erindi um skatta- og tolla-mál. Varð hag- fræðingurinn við þessari beiðni, en er hann kom á fundinn mun stjórn fundarins hafa verið orðin smeik um að skoðanir hans myndu ekki í einu og öllu sam- rýmast íhaldspólitík Framsóknar- manna á þingi, og ákvað því að gefa honum ekki nema 10 mín- Útna ræðutíma, en hagfræðingur- inn neitaði að byrja á erindi sinu ef hann fengi ekki lengri tíma. Fundurinn samþykti þá' að láta lrann hafa 45 mín. til umráða. Briem flutti svo erindið, og var það frá upphafi til enda harðorð ofanígjöf við „Framsókn“ fyrir pólitík hennar í tolla- og skatta- málum. Helgi Briem er eini hag- fræðingurinn í Framsóknar- flokknum. ** Kúban-kósakkauiir sem væntanlegir hafa verið um skeið, koma með „Lyrxi“ 6. þ. m. , og syngja þeir i GamLa Bíó 8., 9., 10. og 11. þ. m. Leikur mörgum hugur á að heyra þá, og er alt uppselt að fyrstu hljóm- leikum og farið að selja að öðr- um. Blaðið „Aust i“ hermir 18. marz., að hinn kunni konsúll, stórriddari og ktyrktar- maður, Jóh. Jóh., fyrv., hafi far- ,ið í voldugan leiðangur til hinna sólríku Miðjarðarhafslanda í þeim tilgangi að endurnýja andlega og efnalega krafta sína fyrir kosn- ingarnar 1. júlí í sumar. Og segja svo íhaldsfregnir, að hann muni einnig hafa í hyggju að freysta gæfunnar á hinum mislitu knatt- borðum spilavítisins í Monte Car- lo og þannig að greiða hinar fortöþuðu milljónir hins danska og dauða hluthafabanka. En hvers vegna fékk ekki Fjarðar-jón að vera ábyrgur í þessa skemti- för!! og hver borgar leiðangur riddarans ? Seydf. Manntal á Bretlandseyjum. London, FB„ í marz: 26. apríl n. k. fer fram allsherjarmann- tal í Stóra-Bretlandi og Norður- írlandi. Tíu ár eru liðin síðan allsherjarmanntal fór fram. í framtíðinni fer alLsherjanmanntal fram á fimm ára fresti. ÁriÖ 1921 reyndist mannfjöldi Bretlands og Norður-írlands að vera 37 887 000, en búist er við, aÖ manntalið i ár muni leiða í ljós, að íbúatalan hafi aukist upp í 39290000. — í aðalmanntalsstofunni í London vinna 500 manns, en starfsmenn manntalsstofunnar á manntals- svæðunum öllum eru 40000. Hafa þeir með höndum að útbýta manntalseyðublöðum, sjá um, að þau séu rétt útfylt og safna þeim saman aftur. Þegar því verki er

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.