Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Miiminq: Dr. Jón Gíslason fynv. skólastjóri Fæddur 23. febrúar 1909. Dáinn 16. janúar 1980. Flestir nemendur dr. Jóns Gíslasonar og samstarfsmenn munu hafa séð í honum mynd hins formfasta og agaða læriföður og stranga skólastjóra, enda átti hann afar auðvelt með að láta nemendur sína bera lotningarfulla virðingu fyrir sér. Framkoman var hæg og virðuleg, málfarið hátíðlegt og formfast, en orðin hnitmiðuð og umræðuefnið gjarn- an blandað tilvitnunum i forn fræði Grikkja og Rómverja. Vissu- lega var. dr. Jón þannig. En undirritaður átti því láni að fagna að mega kynnast því, að í honum bjó ekki aðeins þessi yfirvegaða persóna, sem hann oftast sýndi, heldur einnig hlýr og vingjarn- Jegur mannvinur sem hafði ríka þörf fyrir mannleg samskipti og gleðskap. Landsmenn allir munu um •ókomin ár geta kynnst fræði- manninum dr. Jóni með því að lesa rit hans og kennslubækur. En hversu hin fornu grísku fræði voru orðin samofin hugsun hans og sálarlífi síðustu áratugina, kemur bezt fram í ræðum hans, sem margar hverjar hafa verið prentaðar í skólaskýrslum Verzl- unarskólans og víðar. Lærimeistarann dr. Jón þekkja vel þeir fjölmörgu nemendur sem hann kenndi við Verzlunarskóla íslands og víðar. Margar kennslu- bækur liggja eftir hann, en við Verzlunarskólann kenndi hann latínu, frönsku, ensku og þýzku. Einkar gott lag hafði hann á að halda athygli nemenda sinna vak- andi og ógjarnan vildu þeir mæta óundirbúnir í kennslustund til hans. Stjórnandann dr. Jón sáu menn aðeins í fjarlægð. Hann náði markmiðum sínum fremur með því að hrífa samstarfsfólk sitt með snjallri orðræðu eða góðu fordæmi, en með því að láta frá sér fara mikið af fyrirskipunum, boðum og bönnum. Nákvæmar framkvæmdaáætlanir sem fylgt væri eftir með ströngu eftirliti munu heldur ekki hafa verið honum ýkja tiltæk vinnubrögð. Dr. Jón hafði lag á að láta vilja sinn sjást fremur en heyrast og það var erfitt að andmæla honum og enn erfiðara að breyta gegn vilja hans. En hverjar svo sem stjórnunar- aðferðir hans kunna að hafa verið þá er það víst að árangurinn varð stórkostlegur. Samkennarar hans muna vart eftir að alvarleg stjórn- unarvandamál hafi svo mikið sem orðið til, í skólastjóratíð dr. Jóns og betur er varla hægt að gera. Framkvæmdamanninn dr. Jón hafa færri séð en vera ætti. Oft heyrist sagt að skólastjóratími hans einkennist meir af festu og stöðugleika en breytingum og djörfum ákvörðunum, en þetta er alrangt. Slíkt álit manna stafar einungis af því hversu ákvarðanir og framkvæmdir dr. Jóns gengu auðveldlega og hávaðalítið fyrir sig. I skólastjóratíð dr. Jóns var gamla skólahúsið að Grundarstíg 24 stækkað um tvær kennslustofur og miklar endurbætur gerðar á því, t.d. var það allt þiljað að innan. Byggt var nýtt skólahús á aðliggjandi lóð við Þingholts- stræti og malbikað bílastæði á báðum lóðunum. Húsið og lóðin á horni Grundarstígs og Hellusunds var keypt, þannig að nú á skólinn alla þá torfu sem þessar þrjár samliggjandi lóðir milli Grund- arstígs, Hellusunds og Þing- holtsstrætis marka. Þá var lóðin á horni Hellusunds og Grundarstígs gegnt gamla skólahúsinu keypt. Þar eru nú bílastæði en vel mætti byggja þar gott kennsluhúsnæði. Allar þessar framkvæmdir eru fjármagnaðar án framlags frá ríkissjóði. Dr. Jón var hér vissu- lega ekki einn að verki. Hann naut þess hversu áhugasamir og hæfir menn skipuðu skólanefndina og þeirra fjölmörgu kaupsýslu- manna, sem af áhuga einum lögðu fram fé sitt. En spyrja má hver skapaði og hvatti áhuga þessara manna og það er víst að þeir nutu dr. Jóns. Skólamaðurinn dr. Jón er Iíklega mikilvirkastur allra þeirra persónuleika sem í honum bjuggu. Því hann þorði að standa gegn ýmsum tízkustefnum sem þá flæddu yfir landið, með óvenju- legri staðfestu, og tryggði með því tilveru skólans, sem var í mikilli hættu. Verzlunarskóli íslands naut allra hans starfskrafta, sem ent- ust hálfan annan mannsaldur. Það sem ég tel að beri hæst og megi telja til mestra afreka í starfi hans er að honum skuli hafa tekizt að halda skólanum utan almættis ríkisvaldsins, og reka hann sem einkaskóla, lengst af með háum skólagjöldum, í samkeppni við ókeypis fræðslu menntaskólanna, en varðveita Verzlunarskólann samt sem einn eftirsóttasta skóla landsins. Við upphaf skólastjórn- ar dr. Jóns voru 345 nemendur í skólanum í 6 bekkjum, en síðasta ár hans voru um 700 nemendur í 4 bekkjum. Ekkert ber starfi dr. Jóns betra vitni en það hversu mikils virði sú menntun sem hann veitti nemend- ur skólans hefur þótt og þykir enn. Gleðimanninum dr. Jóni Gísla- syni hafa sennilega færri kynnst en vildu. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera með honum á fundum um skólamál í Kaup- mannahöfn nú fyrir fáeinum mán- uðum. Dr. Jón fór þó ferðina að þessu sinni fremur til þess að kveðja norræna skólamenn sem hann hefur átt mikil samskipti og samvinnu við um áratuga skeið, og til þess að kynna eftirmann sinn og leiðbeina honum við störfin, en til þess að sinna eiginlegum fund- arstörfum. Þar var dr. Jón hrókur alls fagnaðar og síðasti kvöldverð- urinn þegar hann flutti kveðju- ræðu sína og gerði upp reikn- ingana við þessa vini sína líður okkur seint úr minni. Þær stu-K :r sem við þá áttum saman veróa okkur hjónunum ógleymanlegar og við erum honum þakklát fyrir þá miklu vinsemd og hlýhug, sem hann sýndi okkur. Vinnusamur var dr. Jón með afbrigðum og e.t.v. hefur sú hugs- un hrjáð hann meir en allt annað að verða að þola það að verða óvirkur áhorfandi að átökum lífsins í stað þess að standa í miðri baráttunni. En fyrir fáum árum gekk hann undir uppskurði, sem hann hefur sennilega aldrei náð sér að fullu eftir. Svo virðist sem dr. Jón hafi í kjölfar þeirra veikinda efast um gildi alls lífsstarfs síns og jafnvel fundist sem það væ*-i af fáum metið. En á síðastliðnu ári taldi hann sig aftur finna svo margar órækar sannanir fyrir því að hann ætti djúp ítök í hjörtum nemenda sinna að full- yrða má að hann dó sáttur við lífsstarf sitt, land sitt og þjóð. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla íslands. Sá sem þessar línur setur á blað kynntist dr. Jóni Gíslasyni fyrir nokkrum árum, vegna tengda. Því miður kann ég ekki skil á aðal- fræðigreinum dr. Jóns, sem voru húmanísk fræði, en þó ég gæti ekki sem skyldi notfært mér greinargóðar frásagnir dr. Jóns í þessum efnum, átti hann svo mörg önnur hugðarefni, sem hann miðl- aði manni af, að alltaf lék um hann hress andblær. T.d. var gaman að heyra frásagnir hans á löngu liðnum atburðum íslands- sögunnar, sem hann átti svo auðvelt með að túlka á einfaldan og lífrænan hátt. En þó hugðar- efni dr. Jóns væru þannig mórg og margþætt, yfirgnæfði að mínum dómi eitt þeirra öll önnur, en það var heill og hamingja skólans, sem hann veitti svo lengi forstöðu, og þá einnig velferð og árangur nemendahna, sem hann hafði kynnst gegnum árin. En ég hygg að hann hafi haft einstakan vilja til að leiðbeina og styðja fyrri nemendur. Að mínum dómi lagði dr. Jón þjóðarbúinu til geysimikil verðmæti með góðri fræðslu vax- andi æsku þjóðarinnar, þegar hún er hvað viðkvæmust fyrir hvers- konar utanaðkomandi áhrifum. í mörgu minntu eiginleikar dr. Jóns mig á þær hugmyndir, sem ég hefi gert mér um skáldið og bóndann Stephan G. Stephansson. Vinnusemi og ræktun var þeim báðum í blóð borin. Auk þess sem dr. Jón hlúði að kennslumálum og var æskunni til fyrirmyndar með líferni sínu, átti hann gróðurreit upp við Hafravatn, hvar hann „eyddi" oft frístundum sínum við eflzt, og stækkað upp í 700 nem- enda skóla, þrátt fyrir mikil þrengsli. Verzlunarskólinn var við lok þess tíma einn eftirsóttasti menntaskóli landsins, og vantaði mikið á, að mögulegt væri að veita ðllum þeim viðtöku, sem til skól- ans leituðu eftir fræðslu. Þetta sýnir betur en nokkur orð hverrar virðingar og trausts skólinn og skólastjóri hans hafa notið. Skól- inn hefur verið og er í forystu viðskiptamenntunar, og við stjórn skólans hefur klassísk menntun og víðræk reynsla dr. Jóns blandazt farsællega þeirri viðskiptamennt- un, er skólinn veitir. Þar hafa menningin og viðskiptin átt jafn farsæla samleið og ávallt áður. Sem kennari var dr. Jón ná- kvæmur og athugull, og gerði sér far um, að nemendur næðu tökum á grundvallaratriðum námsefnis- ins, sem allt frekara nám byggist á. Athyglisvert var einnig, hve góðum aga hann hélt uppi án fyrirhafnar. Nemendur báru strax virðingu fyrir þeim sterka pers- ónuleika, sem dr. Jón var. Hann að gróðiirsetja trjáplöntur og hlynna að þeim. Allir hlutir eru framkvæmdir af alúð og sam- viskusemi, eftirkomendunum og honum sjálfum til lærdóms og þroska. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa kynnst þessum gáfaða og góða manni, en þar sem slíkir menn fara eru Guðs vegir. Að endingu langar mig að minna á hendingar Stephans G. sem mér þykja lýsa lífsskoðun mannkostamannsins dr. Jóns Gíslasonar betur en langt mál. Dr. Sigurður Nordal segir í bók sinni um skáldið, að hann hafi getað skilið sáttur og rólegur við lífið og sagt: _sv« viss, að i heiminum vari þó enn hver von min með ljós sítt og yi. það lifi. sem best var i sálu min sjálfs, að sólskinið verður þó til." Ég votta frú Leu og sonum þeirra hjóna innilegustu samúð. Aðalsteinn Jóhannsson. I dag verður gerð útför dr. Jóns Gíslasonar, fyrrverandi skóla- stjóra Verzlunarskóla íslands, en hann lézt þ. 16. þ.m., tæplega 71 árs að aldri. Með dr. Jóni er genginn mikil- hæfur maður, er var hvort tveggja í senn, mikill skólamaður og mikill fræðimaður. Verzlunarskóli íslands hefur átt þá gæfu að mega njóta ævistarfs dr. Jóns um meira en 45 ára skeið, og hefur hann haft meiri áhrif á mótun og þróun skólans en nokkur annar maður. Dr. Jón hóf störf sem kennari við skólann árið 1935, fyrsti fastráðni kennarl skólans, en 1942 varð hann yfirkennari og 1952 tók hann við starfi skóla- stjóra og gegndi því í 27 ár, þar til hann lét af því starfi 1. sept. s.I. vegna aldurs. Hann hélt þó áfram kennslu við skólann í vetur og hafði hug á að kenna á meðan starfskraftar entust. Á skólastjóratíma dr. Jóns hef- ur Verzlunarskóli íslands stórlega þurfti ekki að beita valdi. Þessi stjórnsemi bar ekki síður góðan árangur í starfi hans sem skóla- stjóri gagnvart sístækkandi hópi kennara og nemenda, enda mun jafn góður samstarfsandi og ríkir í Verzlunarskóla íslands vera fá- gætur. Dr. Jóni var umhugað um vel- ferð og framtíð Verzlunarskólans. Hugur hans fylgdist með því, sem fram fór í menntunarstefnum þjóðarinnar, og aðvörunarorð hans gagnvart eftirgjöf, losi og byltingum í menntunarmálum hafa reynzt gild. Hann vildi ekki kasta því burt, sem þrautreynt var og árangursríkt, til að taka upp lítt eða óreyndar nýjungar, sem oft höfðuðu til meðalmennskunn- ar einnar. Hann gekk að því sem lögmáli lífsins, að jafn réttur táknar ekki, að allir skulu verða eins. Þeir, sem gæddir eru góðum gáfum, þurfa að fá að nýta þær öllum til góðs. Allar framfarir mannkynsins hafa þróast fyrir tilstilli þeirra, sem skarað hafa framúr á hverjum tíma. Dr. Jón bar mjög fyrir brjósti, hvernig nemendum hans vegnaði í lífsbaráttunni. Hlýhugur og ein- læg vinátta hans kom vel fram í þeim hugvekjum, sem hann gaf nemendum sínum og öðrum, sem á hlýddu, við upphaf og lok hvers skólaárs. í þessum hugvekjum kom vel fram viðhorf hans til lífsins og tilverunnar, og hin djúpa virðing, sem hann bar fyrir höfundi lífsins og skapara okkar. Hann leit lífið og þróun mann- kynsins í stærra samhengi og af hærra sjónarhóli en mörgum ððr- um okkar er gefið. Auk hinna miklu starfa fyrir Verzlunarskólann lagði dr. Jón stund á þýðingar úr fjarskyldum, erfiðum tungum. Orðgnótt hans, kjarngott, hnitmiðað íslenzkt mál kemur glöggt fram í þessum þýðingum, svo að aðdáun og virð- ingu vekur. Skilningur hans á efni og innihaldi var slíkur, að líkara er, að þær bókmenntir séu samdar á íslenzku en að þýddar séu. Slíkt verk er þrekvirki, og lýsir vel atorku og þrautseigju dr. Jóns. Hann hefur lýst því þannig, að þegar hann var að berjast við að þýða gríska harmleiki á okkar tungu, hafi sér verið eigi ólíkt innanbrjósts og Sisýfosi, sem var að bisa við að velta heljarmiklu bjargi upp bratta fjallshlíð, en þegar hann hugði sig einmitt vera að mjaka steininum upp á fjalls- brúnina, valt hann jafnharðan niður aftur. Samt stappaði þetta torleiði stálinu í dr. Jón. í starfi mínu í skólanefnd Verzl- unarskólans hefur mér orðið ljós- ara en áður, hve mikið og óeigin- gjarnt ævistarf dr. Jón Gíslason hefur innt af hendi í þágu Verzl- unarskóla íslands, verzlunarstétt- arinnar og íslenzku þjoðarinnar allrar. I röðum nemenda dr. Jóns hafa verið menn og konur, sem hafa komizt til áhrifa og verið falin forysta á flestum sviðum þjóðlífsins í ríkari mæli en sem svarar til stærðar skólans. Slíkur árangur af starfi dr. Jóns sem forystumanns í menntunarmálum talar sínu ótvíræða máli. Árang- urinn segir meira en mörg orð. Fyrir hönd Verzlunarskóla ís- lands þakka ég dr. Jóni Gíslasyni 45 ára ævistarf hans. Konu hans, frú Leu, og sonum þeirra sendi ég einlægar samúðar- og vinarkveðj- ur, og vona, að Guð gefi þeim nægan styrk. Sigurður Gunnarsson, formaður skólanefndar Verzlunarskóla fslands. Kveðja frá Verzlunarráði íslands I dag kveðjum við dr. Jón Gíslason, fyrrverandi skólastjóra Verzlunarskóla íslands, hinstu kveðju. Sviplegt fráfall hans var öllum, sem þekktu þennan mikil- hæfa mann, harmafregn. Dr. Jón Gíslason helgaði Verzl- unarskóla íslands starfskrafta sína í 45 ár og var skólastjóri skólans frá árinu 1952, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir s.l. haust. Á þessum árum hefur Verzlunarskólinn tekið miklum breytingum, stækkað og vaxið að áliti og virðingu. Verzlunarskólinn er í forystu viðskiptamenntunar í landinu á sínu skólastigi og þang- að sækja aðrir fyrirmyndir og reynslu, enda stendur skólinn á gömlum merg. Fyrir störf hans við Verzlunarskóla íslands stend- ur Verzlunarráð íslands og við- skiptalífið í landinu í ævarandi þakkarskuld við dr. Jón Gíslason. Hann var unnandi klassískra fornmennta og íslenzkra. Þýð- ingar hans og útgáfustörf og starf hans sem skólamanns efldu hvert annað. Störf hans eru árangur mikillar umhugsunar mikilhæfs fræðimanns, er stóð föstum fótum í íslenzku þjóðlífi. Dr. Jón auglýsti ekki ævistarf sitt, heldur rækti það af hógværð og lítillæti eins og einkennir marga mikilhæfa menn. Áratuga skólastarf í þágu viðskiptamennt- unar í landinu, útgáfa fjölda kennslubóka og snilldarlegar þýð- ingar hans standa nú eftir sem varanlegur minnisvarði um giftu- drúgt ævistarf. Verzlunarráð íslands hefur átt Iangt og ánægjulegt samstarf við dr. Jón Gíslason. I því samstarfi var hann veitandinn og ráðgjaf- inn. Þau störf hans fyrir Verzlun- arráðið verða seint fullþökkuð. Eftirlifandi konu hans, Leu Egg- ertsdóttur, og öllum aðstandend- um sendi ég innilegustu samúð- arkveðjur. Hjalti Geir Kristjánsson Kveðja frá stjórn nemendasambands Verzlunarskólans Hlekkur er brostinn. Dr. Jón Gíslasqn skólastjóri Verzlunar- skóla íslands er í dag kvaddur hinztu kveðju. Þúsundir Verzlun- arskólanemenda minnast þakklát- um huga framúrskarandi fræði- manns, frábærs læriföður og sér- stæðs persónuleika. Kennsla í 44 ár við sama skóla, og þar af skólastjórn í 27 ár, markar djúp spor á báða bóga hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.