Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 15 Norsk íþróttasambönd vilja að hæjt verði við þátttöku í 01 í Moskvu Ósló, Washington. London. Tókýó. 24. janúar. AP. NORSKU frjálsíþrótta- og sund- samböndin hvöttu norsku Ólympíu- nefndina í dag til að samþykkja að norskir iþróttamenn færu ekki til leikanna i Moskvu í sumar og að hvatt yrði til alþjóðlegrar sam- stöðu i þeim efnum vegna afskipta Sovétríkjanna af innanríkismálum í Afganistan og vegna ofsókna á hendur sovézkum þegnum. Fleiri sérsambönd eru sögð sama sinnis. Hans B. Skaset, formaður frjáls- iþróttasambandsins, óskaði eftir fundi i nefndinni n.k. mánudag. Sagði hann að sambandið mundi legg)a til að engir íþróttamenn yrðu sendir til leikanna ef ekki yrði breyting á stefnu sovézkra yfirvalda í mannréttindamálum. Vei Akureyri 1 alskýjað Amsterdam 7 skýjao Aþena 16 bjart Barcelona 16 skýjaö Berlín 2 skýjað BrUssel 5 skýjaö Chicago 0 skýjao Denpasar, Bali 30 hálfskýjaö Dublin 5 heiðríkt Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 6 rigning Genf 9 skýjað Helsinki -5 snjokoma Hong Kong 20 bjart Jerúsalem 9 heiðríkt Jóhannesarborg 17 skýjað Las Palmas 20 alskýjað Lissabon 16 rigning London 9 bjart Los Angeles 23 bjart Madrid 10 bjart Mallorca 17 heiðríkt Malaga 17 hálfskýjað Miami 26 skýjaö Montreal 6 snjókoma Moskva -8 skýjað Nýja Delhi 23 bjart New York 6 heiðríkt Ósló 0 skýjaö París 7 skýjað Reykjavík -1 léttskýjaö Rio de Janeiro 36 skýjaö Rómaborg 13 skýjaö San Francisco 19 bjart Stokkhólmur -2 skýjaö Sydney 24 bjart Tel Aviv 15 rigning Tókýó 10 b|art Vancouver 0 skýjað Vínarborg 5 skýjað Brasilía: 26 drukknuðu Belo Horizonte, Braziliu, 23. jan. AP. AD MINNSTA kosti 26 manns hafa drukknað í flóðum sem urðu í kjölfar mikilla rigninga í miðhluta Brazilíu síðustu daga. Sao Franciscoáin, ein helzta á landsins, flæddi yfir bakka sína í rigningunum og hreif með sér þorp og bæi við bakka sína. Ástandið á flóðasvæðunum er mjög slæmt en björgunarsveitir vinna þar kapp- samlega og heldur virðast flóðin nú í rénun. Ein af kröfunum væri að Nóbels- verðlaunahafinn Andrei Sakharov yrði algjörlega frjáls maður. „Ástandið er nú orðið það alvar- legt. að við verðum að beita Ól- ympiuleikunum sem pólitisku vopni," sagði Skaset. Samþykkt var með 386 atkvæðum gegn 12 í fulltrúadeild Bandaríkja- þings ályktun, þar sem lýst yrði stuðningi við tilögur Carters um flutning Ólympíuleikjanna frá Moskvu og að bandarískir íþrótta- menn tækju ekki þátt í þeim ella. Öldungadeildin tekur samsvarandi ályktun til afgreiðslu í næstu viku. Viðskiptanefnd öldungadeildarinn- ar samþykkti þó samhljóða áskorun á bandarísku Ólympiúnefndina, á þá leið að nefndin óskaði eftir því að leikarnir yrðu færðir til eða þeim aflýst. Samsvarandi ályktun var samþykkt í utanríkisnefnd fulltrúa- deildarinnar með einu mótatkvæði. Muhammad Ali fyrrum heims- meistari í hnefaleik, en hann varð Ólympíumeistari 1960, lýsti stuðn- ingi við Carter forseta, og sagði að lönd hins frjálsa heims ættu að sameinast um að senda ekki íþrótta- fólk til Moskvu, og sporna þannig við útþenslu Sovétríkjanna. „Það er öllu mikilvægara að friður haldist í heiminum en að Ólympíuleikarnir haldi áfram," sagði Ali. Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels hefur lýst stuðningi við stefnu Carters forseta varðandi Ólympíuleikana, og hvatt, til þess að íþróttamenn verði ekki sendir til Moskvu nema Sovétríkin dragi heri sína frá Afganistan. Þá var skýrt frá því í Ankara að tyrknesk yfirvöld hefðu til athugunar áskor- un Carters, sem forsetinn sendi Fahri Koruturk forseta, en diplóm- aiar spáðu að beðið yrði eftir því hver viðbrögð annarra ríkja yrðu áður en ákvörðun yrði tekin. Varaforseti kínversku Olympíu- nefndarinnar sagði að Kínverjar fylgdust vel með viðbrögðum við tillögum Carters, og að farið yrði að fordæmi annarra ríkja ef fylgi yrði við að hætta þátttöku í leikunum vegna atburðanna í Afganistan. Forseti indversku Ólympíunefnd- arinnar lýsti sig hins vegar and- vígan tillögum Carters og sagði að íþróttum og stjórnmálum ætti ekki að blanda saman. í sama streng tók varaforseti júgóslavnesku Ólympíu- nefndarinnar. Loks sagði einn af fréttaskýrendum Novosti frétta- þjónustunnar (APN) sovézku að Carter beitti sér fyrir skerðingu mannréttinda með því að leggja til að leikarnir yrðu færðjr frá Moskvu, eða að þjóðir heims sendu ekki keppendur til Moskvu. Klofnar komm- únistaflokkur- inn i Noregi? Osló. frá fréttaritara Mbl. Jan-Erik Lauré. INNRÁS Sovétríkjanna í Afgan- istan gæti orðið til þess, að norski kommúnistaflokkurinn klofnaði. Mikill ágreiningur varð í mið- stjórn flokksins um afstöðuna til aðgerða Sovétmanna, en meirihluti stjórnarmanna var fylgjandi inn- rásinni. Nokkrir miðstjórnar- manna, sem lentu í minnihluta, hafa hótað því að segja sig úr flokknum vegna þessa máls. Búizt er við hörðum deilum um málið á landsfundi flokksins síðar í vetur og er talið að formaður hans, Martin Gunnar Knudsen, verði þar harðlega gagnrýndur fyrir þjónkun við Sovétríkin. 2 f lugslys — og allir sluppu líf s Munchen, Varsjá 24. jan. AP. TVEIMUR farþegaflugvélum hlekktist á í lendingu á evrópsk- um ílugvöllum í gærkvöldi og dag, en mannskaði varð i hvor- ugu tilvika. Annað slysið varð i Munchen nú síðdegis, en hið fyrra við Varsjá síðla miðviku- dagskvölds. í Munchen var DC8 vél með 203 innanborðs að lenda, þegar spiakk á einum hjólbarða vélarinnar. Skall vélin á lendingarljós og þeyttist síðan áfram um 200 metra, áður en tókst að stöðva hana. Talsmaður flugvallarins sagði, að allir hefðu komizt heilir á húfi út um neyðarútganga. Farangri var síðan náð úr vélinni og var henni ekið að flugstöðvar- byggingunni. Einu óþægindi þessa voru þau að flugvellinum var lokað nokkra hríð. Vélin var í eigu Air Jamaica og var í leiguflugi frá Kingston til Munchen. í Varsjá hlekktist Tubolev 134 vél á, einnig í lendingu, en talið er að einn maður aðeins hafi slasast og það ekki alvarlega. Vélin var í áætlunarflugi frá Brussel og hefur ekki verið skýrt gjörla frá því hvernig slysið bar að höndum. Einhverra orsaka vegna rakst vélin á flugstöðvarbygginguna og skarst af henni annar vængurinn. Geta menn sér til um að annað tveggja hafi gerzt, að vélinni hafi verið beint rangt á brautina elleg- ar hemlar hafi bilað. Ekki hefur verið sagt hversu margir voru með þessari vél. Þetta gerðist 1979 - Allír flugyellir í íran lokaðir til að hindra komu Khomeínis klerks, Jóhannes Páll páfi II íeggur upp í för sína til SaÖur-Ameríku. 1971 — Idi Amin hershöfðmgi steypir Obote í Úganda. 1965 - Páll páfi VI tilnefnir 27 nýja kardinála. 1952 — Vincent Massey skipaður landsstjóri Kanada. 1949 — Fyrstu kosningar í nýju riki, ísrael. 1934 — Bankarseninginn John DUlínger handtekinn í Tuscon. 1932 — Rússar og Pólverjar skrifa undir vináttusamning. 1802 ~ Napoleon Bonaparte verður forseti ítalska lýðveldis- ins. 1787 — Misheppnuð tilraun gerð til að taka bandaríska vopnabúr- ið í Springfield í Massachusetts. 1544 - Sir Thomas Wyatt krefst herútboðs í Englandi til að láta andstöðu í Ijós við fyrirhugaða giftingu Maríu I. 1494 — Alfonso II tekur við Napólikrúnunni af Ferdinand I. Aímtvli — Robert Burns, skozkt skáld, 1759-1796 - William Somerset Maugham, brezkur rit- höfundur, 1874-1965. Andlát — Robert Burton, rit- höfundur, 1640. Innlent — Kolbeinn grön veginn 1254 — Reikningar Skúla land- fógeta kvittaðir 1837 - f. Páll Kolka 1895. Orð dagsins — Verstu lygarnar eru oft með þögninni sagðar. Robert Louis Stevenson, skozkur rithöfundur, 1850—1894. Simamynd — AP. Ilopur fólks mótmælir handtöku Sakharovs fyrir utan sovézka sendiráðið í París. Bera mótmælendur myndir aí Sakharov og skriðdrekum, en Olympíuhringirnir, tákn jafnréttis og bræðralags, friðar og frelsis, einkenna hjólaútbúnað þeirra. Á myndinni má sjá (2. t.h.) Eduard Kuzneitsov, kunnan andófsmann. & olðBrSIð UTSALA Á ÍSLANDI Fatnaóur áalla fjölskylduna. Skór, leikföng, postulíns- og kristals- vörur, hljómplötur veiðistangir, hjól o.fl. Opið í dag frá kl. .1-10 , 23 fyrirtæki selja nýjar og vandadar vörur með afslætti allt aö 70% g5!^2í- ¦ÝWB0^L Opiö í dag kl. 1 —10 Oöiö laugardag kl. 9—12 Opiö mánudag kl. 1—6 Nú er tækifæri aö gera mjög göö kaup STRÆTISVAONALEID NR. 10 SYNINGARHÖLLIN. Bíldshöfða 20, sími 81199.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.