Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 19 Áheyrendabekkir Hæstarettar voru þéttsetnir á miðvikudaginn og komust færri að en vildu. samantekin ráð ákærðu að bendla saklausa menn við þennan verkn- að. Saksóknari gerði að umtalsefni þær mörgu aðfinnslur, sem komu fram hjá verjendum á rannsókn málsins og taldi þann málflutning undanhald í vörninni. Hann sagð- ist ekki neita því, að einhverja hnökra mætti finna á rannsókn- inni en árásir á lögreglumennina væru ómaklegar, þetta væru menn sem hann þekkti og treysti til góðra verka. Þá kvað hann stöðu Þjóðverjans Karl Schutz ljósa í málinu, hann hefði verið ráðinn hingað til aðstoðar lögreglunni og væru skýrslur hans því jafngildar lögregluskýrslum. Fyrir lægi hæstaréttardómur vegna skop- mynda af Schiitz í Morgunblaðinu og þar var hann talinri njóta réttinda sem opinber starfsmaður. Líkamsárás í Keflavík Að lokum ræddi Þórður Björnsson um sérstöðu þessara sakamáia og sögulegt gildi þeirra og var frá því greint í Mbl. í gær. Hann skýrði frá framburði .’itnis- ins Páls Elíssonar um líkamsárás, sem hann varð fyrir í Keflavík um mánaðamótin september/október 1976, þar sem þrír menn réðust að honum og börðu hann svo að hann missti meðvitund og tennur brotn- uðu í munni hans. Taldi Páll að árásin hefði staðið í sambandi við upplýsingar, sem hann gaf í þessu máli. Þá minnti saksóknari á hótanirnar við vitnið Helgu Gísla- dóttur, sem Sævar reyndi að fá til að breyta framburði, varðandi barn hennar og þá spurningu hvort hún byggi ekki örugglega í timburhúsi. Sagði saksóknari, að hér væri komið að algjörlega nýju atriði í sögU okkar og ef svo héldi fram sem horfði kynni svo að fara, að vitnisburður kæmi ekki fram í málum vegna ótta. — Er ekki skýring fram komin á því hvers vegna vitni hafa dregið framburði sína til baka, hafa hikað, sagði saksóknari. — Það er mín einlæga von, sagði Þórður Björnsson í lokaorðum sínum, að hinn virðulegi réttur telji sig geta fundið sannleikann í máliriu og ég vona að hann komizt að sömu niðurstöðu og ég. Verjendur taka til máls á ný Verjendur tóku nú til máls öðru sinni og fluttu stuttar ræður. Páll A. Pálsson hdl. talaði fyrstur og sagði, að ákæruvaldinu bæri að sanna, að brotin hefðu gerst og ásetningur myndast um að fram- kvæma verknaðinn en það hefði saksóknara ekki tekizt. Fyrir í málinu lægju engar sannanir heldur aðeins reikulir framburðir, sem búið væri að draga til baka að mestu leyti og bæri að taka þeim með fullri varúð. Hann sagði að lokum, að Kristján Viðar hefði tekið miklum framförum og hann hefði fetað inn á nýjar brautir. Hann væri byrjaður á námi í iðnskólanum og einnig í bréfa- skóla og hann ætlaði sér að verða nýtur þjóðfélagsþegn. Jón Oddsson hrl. gerði fyrst að umtalsefni símhringingarnar á heimili Guðmundar Einarssonar og sagði, að hann hefði einungis lesið beint upp úr skjölum máls- ins, þetta stæði þar svart á hvítu. Hann vék að orðum saksóknara um hugmyndaauðgi verjenda og kvað eðlilegt að saksóknari kæm- ist að þeirri niðurstöðu því verj- endurnir hefðu bara lesið beint upp úr skjölum málsins. Hann ræddi um Kjarvalsstaðaförina og ítrekaði þá skoðun sína, að hún styddi fjarveru Sævars frá Keflavik þetta kvöld. Ef hins vegar dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu, að Sævar hefði verið þar þá bæri að hafa í huga, að Sævar hefði verið með peninga, sem greiða átti Geirfinni og þeir útilokuðu ásetning. Hann sagði að allan vafa bæri að meta sökunauti í hag. Hann ræddi um erfiða æsku Sævars, litla menntun og erfiðar aðstæður á heim 'i. Varnir eínislegar Ililmar Ingimundarson hrl. sagði að það kæmi hvergi fram í málinu að Tryggvi Rúnar Leifsson hefði verið staddur að Hamars- braut 11 þegar Guðmundur Ein- arsson hvarf. Þá lægju ekki fyrir margenuurteknar játningar hans í málinu eins og saksóknari héldi fram. Með eiðsvarinni skýrslu Erlu væri komin fram lögfull sönnun um fjarveru Tryggva Rún- ars. Þá mótmælti hann þeirri skoðun saksóknara að varnir í málinu hefðu ekki verið efnislegar og kvaðst líta á að sín vörn hefði verið efnisleg. Þá mótmælti hann því að lokum að einhver óöld myndi hefiast hér ef sýknað yrði í málinu, eins og fram hefði komið hjá saksóknaranum. Örn Clausen hrl. sagði að margt hefði komið fram í málinu sem drægi fram galla í rannsókn- inni en hann kvaðst aldrei á sínum 22ja ára lögmannsferli hafa orðið var við það að lögreglumenn beittu umbjóðendur sína harðn- eskju, ef undanskildir væru nokkrir rannsóknarmenn suður með sjó. Hann taldi fram komið í málinu að ekki væri um ásetnings- brot að ræða. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. kvaðst telja að hinai: röngu sakargiftir í málinu væru ekki til komnar af mannvonsku heldur fremur vilja til að blekkja rann- d sakara þess, og nöfn góðborgara •~ sem nefndir voru hefðu átt að !jj vekja efasemdir. Hann taldi að 3 margt mætti finna að rannsókn s málsins og orðalagið, nokkrir Í hnökrar, ætti ekki við heldur 15 sterkari orð eins og dæmin sönn- uðu. Sagði hann það rétt að það þyrfti að Jeita langt aftur til þess að finna hliðstæð mál en einnig þyrfti að leita langt aftur í tímann til þess að finna hliðstæðar rann- sóknaraðferðir. Málið lagt í dóm Benedikt Biöndal hrl. gerði athugasemdir við hinar nýju tímamælingar og sagði að ef meðalhraðinn til Keflavíkur hefði verið 84 km leiddi það af sjálfu sér að akstur um þéttbýli á þeirri leið yrði nokkru hægari. Sýndist hon- um að meðalhraðinn á Kefla- víkurveginum hefði þurft að vera 97—103 km og væri efamál að Volkswagenbifreið með fjórum mönnum innanborðs næði slíkum hraða. Hann sagði að mörg vafa- atriði væru í þessu máli og að lokum vitnaði hann í grein sem Ármann Snævarr hæstaréttar- dómari ritaði fyrir nokkrum ár- um. Saksóknari og verjendur ítrek- uðu gerðar kröfur og lögðu málið að því búnu í dóm. Var málið dómtekið klukkan 18.40 á mið- vikudag að loknum 35 klukku- stunda löngum málflutningi. -SS. Þorrinn hefst í dag Urvalt tviöasulta, svínaaulta, lunda- baggi, hrútspungar, bringukolla, blóð- mör, lytrapylsa, súr-hvalur, úrvals hákarl, síld, flatkökur, seytt rúgbrauö, hangikjöt, harðlískur, smjðr. Þorrabakkinn [ÖRI SMIÖR JOR ÍSMÍÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.