Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Guðbjörg Einarsdóttir frá Aktaprýði — Mnnmg Fædd 26. marz 1892. Dáin 21. janúar 1980. Vaktu minn Jesús, vaktu í mér vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf. sé hún ætíð i þinni hlíf. Tengdamóðir mín, Guðbjörg Einarsdóttir, andaðist hinn 21. jan. eftir langa sjúkrahúsvist. Foreldrar Guðbjargar voru Ein- ar Gíslason, útvegsbóndi í Ak- urprýði, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir. Guðbjörg ólst upp í foreldrahúsum, og hefir átt heima hér á Akranesi alla sína æfi. Hún giftist Jóni Jónssyni, skósmið og kaupmanni hér á Akranesi, og lengst bjuggu þau í Asbergi, húsi sem Jón byggði. Var það eitt af reisulegustu húsum á Akranesi á sinni tíð, en er nú horfið af sjónarsviðinu. Þeim varð sex barna auðið. Eina dóttur, Jóhönnu, misstu þau á níunda ári, en 5 eru á lífi: Guðrún Margrét, gift Óðni S. Geirdal skrifstofu- stjóra; Einar Ottó vélvirkja- meistari, kvæntur Sigríði Jóns- dóttur; Guðlaug kaupkona, sem missti mann sinn, Einar E. Vest- mann járnsmíðameistara, hann andaðist 11. ág. 1971; Jóhann Grétar kaupmaður, var kvæntur Halldóru Marteinsdóttur, 3em hann missti 13. júií 1974; Guðjón Asberg myndskeri, Kópavogi, kvæntur Ágústu Markúsdóttur. Hjónaband Jóns og Guðbjargar var ákaflega hamingjusamt og til fyrirmyndar. Jón hafði allmikil umsvif hér á Akranesi, var mikill framfara- og atorkumaður, hafði hér skósmíðaverkstæði, stundaði útgerð um tíma, setti á fót verzl- un, og fleira mætti nefna. Hann t Faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGURDUR JÚLÍUSSON, Dalbraut 29, Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 23. janúar. Fyrir hönd vandamanna Guöný Sigurðardóttir. t Eiginkona mt'n, móðir, tengdamóðir og amma okkar, ANNA ESTER SIGUROARDÓTTIR Faxastíg 35, Vestmannaeyjum, er lést laugardaginn 19. janúar, veröur jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 26. janúar kl. 2. Sigurfinnur Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar og tengdamóðir MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR, Bjarmastíg 15, Akureyri, verður jarðsungin 26. janúar kl. 1.30. Gísli Bjarnason, Lóa Bjarnadóttir, Geir Jóelsson, Sigurbjörn Bjarnason, Axelína Stefánsdóttír, Valgerður Bjarnadóttír Gould, Ernest C. Gould. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUDRÚN ERLENDSDÓTTIR frá Noröurgarði í Mýrdal, veröur jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju, laugardaginn 26. janúar, kl. 2. Sætaferðir verða frá Umferðarmiöstööinni kl. 9.30. Jón Guömundsson og börn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö fráfall móður okkar GUÐMUNDU GUÐNADÓTTUR frá Skálholti Grindavík Börn hinnar látnu. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall eiginkonu minnar og móöur ÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Sveinbjörn Davíðsson. Minning: Júlíus Emil Sigvaldason Fæddur 31. júlí 1911. Dáinn 19. janúar 1980. Ég frétti andlát Júlíusar E. Sigvaldasonar, fyrrv. verkstjóra hjá Ríkisskip, hinn 19. þ.m. Ég var í sjálfu sér ekki undrandi. — Allir sem þekktu hann vissu að hverju dró. Én vissulega sakna ég vinar í stað. Júlíus var einstakur ljúflingur, hægur í öllu fasi, samvinnuþýður og góðviljaður, auk þess sem heiðarleiki var hans aðalsmerki. Hann var stjórnsamur við störf sín. Engan hefi ég heyrt hallmæla Júlíusi eða verkstjórn hans. Það vildi svo til að við lágum í sömu sjúkrastofunni. — Þótt hann væri oft sárþjáður, kvartaði hann aldrei, því hann var mjög andlega sterkur maður. Oft fór Júlíus viðurkenningarorðum um starfs- fólkið í Landaxotsspítala, í mín eyru fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu alla, enda úrvals fólk allt það fólk. Horfii n er góður íslenzkur þegn, en minningin um hinn látna mun geymast í hjörtum ástvina hans og þeirra sem til hans þekktu. Ég kveð vin minn, Guð blessi minningu góðs drengs. Tryggve Thorsteinsson. Júlli var sérlega góður dóttur minni Þjóðbjörgu, sem heitir eftir móður hans. — Ég minnist þess nú að í veikindum sínum sagði Júlli oft: Ég skal aldrei gleyma henni Þjóðbjörgu minni — þá blikaði tár í augum. Nú kveðjum við Júlla og þökk- um honum allar góðar stundir. Blessuð sé minning hans. Hulda Björg Lúðviksdóttir og börn. var í hreppsnefnd hér á Akranesi og starfaði í fleiri . nefndum á vegum hreppsfélagsins. Guðbjörg hafði því nógu að sinna, að sjá um stórt heimili, og ekki var þá þægindunum fyrir að fara, miðað við það, sem nú er, með öllum þeim nútíma heimilis- tækjum. Guðbjörg vann sitt starf í kyrrþey og af stakri hógværð og samviskusemi, sem var henni svo eðlileg; hún var alveg sérstök gæðakona, aldrei heyrðist frá henni styggðaryrði. Aldrei heyrði ég hana skipta skapi. Guðbjörg var nokkuð hlédræg alla sína tíð, og framkoman öll til fyrirmyndar. Ég kom hingað til Akraness í nóv. 1932. Fljótlega kynntist ég dóttur hennar, Guðrúnu, en ég var hér öllum ókunnur, og ég minnist þess, hve hún tók mér vel blá- ókunnum. Alltaf var hún mér sérstaklega góð. Ég get ekki hugs- að mér betri tengdamóður. Guðbjörg var ágætur uppalandi börnum sínum. Það er mikil gæfa börnum að eiga góða móður. Guðbjörg var sannkristin kona, enda kom það fram í allri við- kynningu við hana. Mann sinn missti hún 16. marz 1940. Eftir það bjó hún hjá dóttur sinni, Guðlaugu, þangað til að hún fór á sjúkrahúsið, þar sem hún lézt. Ég þakka tengdamóður minni fyrir alla elsku hennar í minn garð, og bið henni allrar Guðs blessunar á landinu himneska, sem ég veit að hún er nú. Öllum börnum hennar, barna- börnum og tengdabörnum, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- Ur. Óðinn S. Geirdal Afmælis- og minningar* greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. Alltaf verður maður sleginn þegar nánir vinir eða ættingjar kveðja þetta jarðlíf. — Og nú er Júlli horfinn frá okkur. Mér verð- ur hann ætíð minnisstæður, svo sérstakur persónuleiki var hann. — Mér og börnum mínum var hann sérlega góður. — Atvikin höguðu því þannig að ég kom til hans er ég var 6 vikna gömul. Var ætlunin að hann gengi mér í föður stað, sem hann og gerði, þann tíma sem ég var hjá honum. — En svo fór sem fór. — Hann hafði oft orð á því hve sárt hann hefði fundið til er hann varð að skiljast við mig, enda var ég þá orðin mjög hænd að honum. — Hann gat þar engu um ráðið, en aldrei gleymdi hann mér. Júlli var einstaklega barngóður maður. Ef ég þurfti að skreppa í bæinn, báðu börnin mín mig þess að komið yrði við hjá Júlla, sem ætíð tók okkur hlýlega og jafnan átti eitthvað til að gleðja litla munna. Jóhannes Olsen Kveðjuorð Fæddur 18. október 1958 Dáinn 7. janúar 1980. Með þessum fáum línum viljum við kveðja vin okkar Jóhannes Olsen sem lést af slysförum hinn 7. janúar um borð í varðskipinu Tý. Jói eins og hann var yfirleitt kallaður var okkur afar kær, hann var yndislegur drengur, rólyndur góðhjartaður og alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á hjá vinum hans. Jói var félagslyndur og ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem menn komu saman. Félagarnir voru líka margir, enda fundu þeir allir fljótt í návist hans að þar áttu þeir vin, sem aldrei skipti skapi. Þessa félaga sína og vini var Jóa alla tíð annt um, þeir eru ekki margir því líkir, sem á sínu lífshlaupi eignast aldrei neinn óvildarmann. Lýsir þetta best skapferli hans og spegl- ar þá karlmennsku sem hann sýndi ávallt. Jói dó sem hverjum vöskum dreng sæmdi, við starf sitt í sjálfri hringiðu athafnalífs- ins. En skarð hans verður vart fyllt, guð gefi honum góðan byr á síðustu siglingunni. Við minnumst Jóa með miklum söknuði. Biðjum við góðan guð að styrkja foreldra hans og systkini á þessari erfiðu stund. Góöi Jesú, fyrir greftran þín gcfftu siðasta útför mín verði friðsöm og farsael mér. frelsuð sál nái dýrð hjá þér. Svo að lifa, ég sofni hægt. svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að xreftrast sem Kuðs harn hér Kefðu, sætasti Jesú. mér. (H.P.) Guðrún Jacobsen Rúnar Ingvarsson SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er þjónn fagnaðarboðskaparins. Alla ævi hef ég leitazt við að gera vilja meistara míns. En nýlega fékk ég alvariegt hjartaáfall, og þetta hamlar mér mjög í starfi mínu. Þetta hvílir þungt á mér. Þjónar Krists hafa líkama og geta orðið veikir rétt eins og aðrir. Biblían segir: „Þennan fjársjóð höfum vér í leirkerum“ (2. Kor. 4,7). Páll postuli ritaði þau orð. Hann var kunnugur þjáningum. Hann stríddi við veikleika, sem honum fannst vera sér til trafala í starfi sínu. Hann bað Drottin að taka þetta frá sér — en honum varð ekki að ósk sinni. Þess í stað sagði Guð: „Náð mín nægir þér,“ og Páll sagði: „Því vil ég mjög gjarna þess framar hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað hjá mér.“ Hann notfærði sér veikleikann, ekki öfugt, og hann vegsamaði Guð með honum. Allt varð honum tilefni til að lofa Guð, jafnvel dauðinn. Hann sagði: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur." Það var sama, hvað fyrir hann bar, því að hann var „á undan því“ og notaði það til að mikla frelsara sinn. Það er ekki víst, að neitt þurfi að draga úr þjónustu yðar. Hún mun að vísu breytast nokkuð. Söfnuður yðar mun fylgjast með þolgæði yðar í þjáningunum, og ef til vill verður vitnisburður yðar meira virði en áður. Athugið, að Guð hefur treyst yður til að bera þessa byrði. Ef þér snúizt réttilega við henni, veitist yður meiri styrkur til að þjóna Kristi en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.