Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 29 inn svipur á suma, ef farið væri að krefjast rannsókna á þessum eiginleikum karlframbjóðenda. 5. Má vera einhleyp. Þetta krefst skýringa. Er þetta ekki undir- strikun á, að sá sem samið hefur eiginleikaprófið er kona, full vanmáttarkenndar gagn- vart karlpeningnum? Hver er meiningin, eftir alla þessa upp- talningu á kostum þeim, er viðkomandi frambjóðandi á að hafa til að bera, með því að undirstrika síðan, að hún megi standa á eigin fótum? Án nánari skýringa teljum við að hin góða grundvallarhugsun, sem örugglega býr að baki þessu framtaki, falli algjörlega í skugg- ann fyrir afbakaðri útfærslu. Konur með jafnréttiskennd." Samstjórn „I alþingiskosningum kýs þjóðin sér fulltrúa úr öllum stjórnmála- flokkum. Hún hlýtur því að ætlast til að allir flokkar vinni saman og stjórni málum eftir hlutdeild hvers og eins. Niðurstöður kosn- inga geta ekki leitt til annarrar niðurstöðu, að réttu lagi. Að útiloka einn eða fleiri stjórn- málaflokka frá þátttöku í stjórn, hlýtur því að vera gagnstætt vilja kjósenda. Þjóðstjórn, stjórn allra flokka, er hið eina sem samrýmist vilja kjósenda. Og framgangur mála á alþingi skyldi vera háður áliti hvers þingmanns, en ekki þröngra flokkssjónarmiða. I þjóðstjórn ætti líka að vera meiri möguleiki til frjálsra við- horfa hvers eins þingmanns, og fylgi hans við einstök mál ætti ekki að vera eins bundið við klafa eigin flokks. Samhugur allra þing- manna þjóðarinnar og samvinnu- vilji er hið eina, sem leyst gæti þau vandamál, sem við er að glima hverju sinni. O.O.' Um sjúkra- flutninga Kona, sem vildi láta nefna sig nöldurskjóðu, óskaði eftir að koma eftirfarandi á framfæri: — Ég vil fá að þakka sjónvarp- inu fyrir ágætan þátt í Kastljósi fyrir nokkrum vikum þar sem fjallað var um hjartasjúkdóma og sjúkraflutninga. Þar kom fram að SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti sveina í Belfort í Frakklandi í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra K. Hansens, Danmörku, sem hafði hvítt og átti leik, og G. Mass Garcia, Mexíkó. 13. Bxf7+! - Kxf7,14. Dc4+ - d5 (Ef 14 ... Ke7 þá 15. Rd5+) 15. Dxd5+ - Ke7, 16. f5! - Ha6, 17. Bg5+ - Hf6,18, De6 mát. Þeir Tempone, Argentínu og Short, Englandi urðu jafnir og efstir á mótinu með 8% v. af 11 hvor. Argentínumaðurinn var síðan úrskurðaður sigurvegari á stigum. þeir einu sem lifa af hjartatilfelli eru þeir sem njóta strax aðstoðar þeirra sem kunna blástursaðferð og helst líka hjartahnoð. Og nú þegar verið er að opna nýja Slysavarðstofu finnst mér að taka þurfi til endurskoðunar skipulag sjúkraflutninga og athuga hvort ekki þurfi að samræma þá meira við spítalana, að þar séu tiltækir sjúkrabílar sem læknar geti farið með þegar sinna þarf bráðatilfell- um af þessu tagi. Mér fyndist það verðugt verkefni fyrir þá sem standa að sjúkraflutningum að þjálfa sjúkraflutningamenn sér- staklega fyrir þessi tilfelli. í þessu sambandi langar mig einnig til að minnast á að við erum að senda lækna til hjálparstarfa úti í heimi, sem er í sjálfu sér ekki athugavert nema vegna þess að nú eru víða um landið ómannaðar eða illa mannaðar heilsugæslustöðvar og ættum við ekki að hugsa um þær líka? • Óvönduð mynd Þá vildi ég aðeins mega gagn- rýna hina nýju framhaldsmynd í sjónvarpinu sem Ragnheiður Steindórsdóttir leikur í og segja að mér finnst hún ekki nógu vönduð og held að mynd sem þessi með geðfúlum byssuhetjum og tilheyrandi rúmsenum eigi ekki erindi inn á heimilin, heldur eigi að sýna aðeins í kvikmyndahús- um. Ragnheiður stendur sig með sérstakri prýði í myndinni, en það er erfitt fyrir íslensk heimili að útiloka að börnin sjái svona mynd, það er erfitt að senda ung börn í háttinn þegar örlítið.eldri börn fá kannski að horfa, þannig að mér finnst myndin eigi betur heima í bíói. • Engin takmörk? I framhaldi af þessu mætti spyrja hvort erlend sendiráð geti óhindrað haft eins marga erlenda starfsmenn og þau vilja og keypt eins mörg hús og þau þykjast þurfa? Jaðrar það nánast ekki við landráð að láta af hendi svo miklar húseignir og margar að hægt sé að hafa riæstum því heilt þorp erlendra starfsmanna til ýmissa athafna hérlendis? afsláttur Seljum næstu daga meö miklum afslætti. Húsgagna- áklæöi og áklæoisbúta. Verö frá kr. 2.000- Sófasett áöur 490.000.- Nú 390.000- Stakur sófi áöur kr. 140.000.- Nú 80.000- Stakir stólar frá kr. 25.000- Verið velkomin HOGTSTI HREKKVÍSI :¦¦¦ ¦ -¦:¦¦.:: ¦ .¦¦ ¦¦ '¦ • ¦ ¦¦. -¦ . ¦ ;' . ¦ & SIGGA V/öGPk £ -ÍILVERAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.