Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 21. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sakharov- vitnaleiðslur í Amsterdam? llaaK. Varsjá, Moskvu. Itrrn. 25. janúar. AP. TVEIR landflótta Sovétmenn, feðgarnir dr. Mikhail og Victor Shtern, hafa ákveðið að efna til alþjóðlegra vitnaleiðslna í nafni Andrei Sakharovs, til þess að vekja athygli á þeirri meðferð, sem hann hefur sætt hjá sovézkum yfirvöldum. Vonast feðgarnir til að vitnaleiðslurn- ar geti hafist innan fárra vikna í Amsterdam og hefur um 100 manns verið boðið að taka þátt í þeim. I hópi þeirra, sem fengið hafa boð um þátttöku, eru rússneski rithöfundurinn Alexander Sol- zhenitzyn, Henry Kissinger fyrr- um utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, franski heimspekingurinn Jena-Paul Sartre og bandaríski rithöfundurinn Saul Bellow. Allir hafa þessir menn hlotið Nóbels- verðlaun. Einnig hefur andófs- manninum Andrei Amalrik, sem fór frá Sovétríkjunum 1976, verið boðin þátttaka. Shtern-feðgar kenna báðir við háskóla í Hollandi. Annar þeirra fluttist frá Sovétríkjunum 1975, en hinn tveim árum síðar. Þeir sögðu blaðamönnum í dag, að í Flugræningjar gefast upp á Kúbu Atlanta. Ilavana. 25. janúar. AP. TVEIR flugræningjar, sem fyrr í dag höfðu þvingað L-1011 þotu í eigu Delta Airlines til þess að lenda á Kúbu, voru í kvöld yfirbugaðir og teknir í gæzlu lögreglu, að því er fregnir frá Havana hermdu. Áður höfðu allir farþegar vélarinnar, 65 að tölu, fengið að fara ómeiddir frá borði. Flugvélin var á leið frá borg- inni Atlanta í Georgíufylki til New York, þegar ræningjarnir neyddu flugstjórann til að breyta um stefnu og fljúga til Kúbu. Þar kröfðust þeir þess, að þeim yrði fengin önnur vél, sem flygi með þá til Irans. Því höfnuðu yfirvöld á Kúbu, en orðrómur var lengi dags á kreiki um að Delta-flugfélagið kynni að senda flugvél með þá til Teher- an. Úr því varð þó ekki. Flugræningjarnir voru blökkumenn og sögðust tilheyra samtökum múhameðstrúar- manna í röðum blökkumanna. vitnaleiðslunum yrði fjallað ítar- lega um ævi Sakharovs og starf. „Takist að þagga niður í manni sem þessum, missa Vesturlönd síðustu vonina u'm að einhverju fáist breytt í Rússlandi," sagði Vietor Shtern. Andófsmenn í Póllandi lýstu í dag yfir samstöðu sinni með Andrei Sakharov og sögðust mundu taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til þess að frelsa hann. Varsjárlögreglan sektaði í dag þrjá menn, sem sakaðir höfðu verið um að ganga með merki andófshreyfinga á sér. Stjórn Sviss, sem að jafnaði deilir ekki á önnur ríki, vítti í dag handtöku Sakharovs. Segir í yfir- lýsingu svissnesku stjórnarinnar að aðgerðir Sovétstjórnarinnar gegn Sakharov' séu í andstöðu við Helsinki sáttmálann. Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að Sakharov mundi ekki ákærður fyrir neitt og að honum mundi heimilað að sinna vísinda- störfum sínum. „Sakharov var ekki sendur í útlegð. Hann var færður út fyrir borgarmörk Moskvu,“ sagði í fréttaskýringu Tass í dag. Ættingjar og nánir vinir Sakh- arov-hjónanna héldu í dag í bíl áleiðis til borgarinnar Gorky og höfðu meðferðis bækur, hlýjan fatnað og mat handa þeim. Þau hafast nú við í fjögurra herbergja ibúð í Gorky, sem er um 400 km austan við Moskvu. Ókunnug eldri kona er sögð búa í íbúðinni með þeim. S-Afrískir lögreglumenn taka sér stöðu framan við Volkskasbankann í Pretóríu, eftir að þrír blökkumenn tóku þar 25 gísla og kröfðust þess, að pólitískir fangar yrðu látnir lausir. simamynd ap. Fjórir láta lífið í skot- bardaga í Pretóríu Pretóría, 25. janúar. AP. VOPNUÐ lögregla réðst í dag inn í banka í Pretóríu í Suður-Afríku, þar sem þrír blökkumenn höfðu 25 gísla á valdi sínu og hót- uðu að ráða þá af dögum nema tilteknum pólitísk- um föngum yrði sleppt. Blökkumennirnir þrír lét- ust allir í skotbardaga við lögregluna og sömuleiðis ein kona í hópi gíslanna. Átta aðrir gíslar og tveir lögreglumenn særðust. Louis le Grange, yfirmaður lögreglunnar í S-Afríku, sagði í dag að lögreglan hefði ekki ráðist inn í bankann fyrr en hryðju- verkamennirnir hefðu verið byrj- aðir að skjóta gíslana. Le Grange sagði, að lögreglan hefði rætt við hryðjuverkamennina áður en ráð- ist var til atlögu, en aldrei hefði komið til mála að semja við þá. Paul McCartney, fyrrverandi bítill, sést hér í fylgd með lögreglumönnum eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi í Japan í gær. (símamynd AP) McCartney var vísað frá Japan - engin mál höfðuð gegn honum Tókíó 25. jan. AP. PAUL McCartney og föruneyti hans var flutt til Narita flugvallar við Tókíó í morgun og ákveðið hefur verið af hálfu stjórnvalda að fella niður allar ákærur á hendur McCartney en hins vegar fær hann aldregi að koma aftur til Japan. Svo sem margsagt hefur verið frá var McCartney að koma með hljómsveit sinni Wings til Japan í hljómleikaferð. en í fórum hans fannst marijuana og var honum þá varpað í fangelsi, hvar hann hefur nú verið í viku rúma. — Það magn sem bítillinn fyrrver- úr landi, sem er staðinn að því að andi var með af marijuana var það koma með eiturlyf til landsins. mikið að hægt hefði verið að dæma McCartney fór flugleiðis til hann í 7 ára fangelsi og háa sekt, Amsterdam og mun þar skipta um að sögn japanskra lögfræðinga. vél og kemur til London i býtið á laugardagsmorgun. Segjast vinir Annað fordæmi mun ekki fyrir því hans og ættingjar ætia að taka á að Japanir láti duga að vísa manni móti honum með viðhöfn. Verður Bani- Sadr forseti? Tchcran. Washington. 25. janúar. AP. KHOMEINI erkiklerkur í íran. sem nú liggur í sjúkrahúsi í Teheran, greiddi í dag atkvæði í forsetakosningunum í landinu og skoraði á alla landsmcnn að gera slíkt hið sama. Að sögn embætt- ismanna í Teheran gengu kosn- ingarnar fyrir sig með eðlilegum hætti víðast hvar í landinu í dag, en þó er talið, að Kúrdar og fylgismenn Shariat-Madari ayat- ollah muni ekki taka þátt í kosn- ingunum. Átta frambjóðendur eru í kjöri í forsetakosningunum, en Bani-Sadr fjármálaráðherra, sem var utan- ríkisráðherra til skamms tíma, er t.alinn langsigurstranglegastur. Hassan Habibi menntamálaráð- herra er talinn eiga næstmesta möguleika á að hljóta kosningu. Ekki er telið að úrslit muni liggja fyrir fyrr en á mánudag. Hljóti enginn frambjóðandi meirihluta at- kvæða skal kosið milli tveggja efstu manna í kosningum hinn 8. febrúar. í Washington létu ráðamenn í dag í ljós von um að væntanlegur forseti verði betri samningsaðili varðandi framsal bandarísku gíslanna í Te- heran en þeir sem farið hafa með völd til þessa. Warren Christopher, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að Panamastjórn hlyti að fara í einu og öllu eftir eigin lögum, þegar afstaða yrði tekin til þess, hvort framselja skuli írans- keisara fyrrverandi. Kína fær beztu kjör WashinKton. 25. janúar. AP. FULLTRÚADEILD Banda ríkjaþings samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að veita Alþýðulýðveldinu Kína svokölluð beztu kjör í viðskipt- um. sem í framkvæmd þýðir. að kínverskar vörur verða tollað- ar í Bandaríkjunum með sama hætti og vörur frá öðrum ríkjum. Jafnframt gengur í gildi viðskiptasamningur Bandaríkjanna og Kína. sem undirritaður var i júlí sl. Sov- étríkin njóta ekki beztu kjara í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.