Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 „Þegar þeir töl- uðu blessaðir, um minnihlutastjórnu CAireaw Imerican V c>rr|g Electran væntanleg í dag HIN nýja vöruflutningavél Iscargo er væntanleg til landsins í dag, en vélin er af gerðinni Lockhead Electra. Meðfylgjandi mynd var tekin í Los Angeles á dögunum og hefur vélin verið máluð í litum Iscargo. Eins og sést á myndinni eru miklir poilar á vélarstæðinu, en miklar rigningar töfðu fyrir að vélin legði af stað hingað til lands. Dalborgin staðin að ólöglegum veiðum Grænlandsmegin miðlínu: Útgerðinni gert að greiða 15 milljónir SVO SEM menn rekur minni til birti Morgunblaðið hinn 13. janúar síðastliðinn baksíðufrétt um óformlegar viðræður um myndun minnihlutastjórnar Framsóknarflokks og Alþýðu- fiokks. bessar viðræður áttu sér stað á sama tíma og Geir Hallgrímsson fór með umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Þessari frétt reiddust ýmsir Tómas Árnason: Frétt Morgun- blaðsins er röng TÓMAS Árnason, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði sam- band við Morgunblaðið í gær og kvaðst vilja taka fram, að sú frétt, sem birtist í Morgunblað- inu sl. sunnudag um að meðan Geir Hallgrímsson hefði kannað möguleika á þjóðstjórn hafi aðr- ar óformlegar stjórnarmyndun- arviðræður átt sér stað um myndun minnihlutastjórnar Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks og forystumenn þar um hafi verið Tómas Árnason og Sighvat- ur, væri röng. Morgunblaðið stendur við fréttina ATHS. RITSTJ. Vegna athuga- semdar Tómasar Árnasonar vill Morgunblaðið taka fram að það stendur við frétt sína og hefur fyrir henni traustar heimildir. FYRIR skömmu var kveðinn upp í sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum dómur yfir Elíasi Hauki Snorrasyni fyrir fíkniefnamis- ferli hér á landi. Hann var dæmdur í eins árs sakaauka, en Elías hafði áður verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og 10 mánaða menn í Framsóknarflokki og Alþýðuflokki og Tómas Árna- son, ritari Framsóknarflokks- ins sendi Morgunblaðinu at- hugasemd, þar sem hann sagði frétt blaðsins ranga. í viðtali við formann Fram- sóknarflokksins, Steingrím Her- mannsson, sem birt er á miðsíðu Morgunblaðsins í dag, þar sem hann er að lýsa vonbrigðum sínum með viðræðugrundvöll Al- þýðuflokksins, segir hann m.a.: „Mér hafði skilizt allan tímann," sagði formaður Fram- sóknarflokksins, „og ekki sízt, þegar þeir töluðu blessaðir um minnihlutastjórn, að þeir væru að tala um að nálgast okkur og voru menn því undir það búnir að fram kæmu tillögur, eins og þeir höfðu sjálfir sagt, sem væru málamiðlun. En þarna sýnist okkur farið í þveröfuga átt. Er það nánast móðgun að sýna slíkar tillögur." Hvaða minnihlutastjórn átt þú við? „Eins og þú veizt voru krat- arnir alltaf að tala um minni- hlutastjórn þeirra og okkar, og þótt ég hafi ekki tekið undir það, þá hafa ýmsir gert það og þá hefur það fylgt, að þeir væru reiðubúnir að nálgast okkur í tillögum sínum — og það má segja að tillögurnar, sem þeir lögðu fram í desember, hafi ekki verið langt frá okkur. Því bjugg- ust menn frekar við því, að þarna væri eitthvað, sem væri nær okkar hugmyndum." fangelsi í Svíþjóð fyrir fíkniefr í- sölu. Hann hafði afplánað dómii í Danmörku en var fluttur hingað til lands í lok síðasta árs frá Gautaborg til þess að afplána þann dóm, sem hann hlaut í Svíþjóð. Hér á landi beið ódæmt mál, sem Elías átti aðild að, og var dæmt í því fyrir nokkrum dögum. RÆKJUTOGARINN Dalborg frá Dalvík var staðinn að veiðum Grænlandsmegin við miðlinu milli íslands og Grænlands 10. desem- ber síðastliðinn. Skipstjórinn var sektaður og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Sekt og veiðarfæri voru metin á 100 þúsund krónur dansk- ar og aflinn á önnur 100 þúsund, þannig að kostnaður útgerðarinn- ar nam um 14.6 milljónum íslenzkra króna. í frétt, sem Mbl. hefur borizt frá Grænlandi, segir svo: „Islenzkt út- gerðarfélag vær dæmt til að greiða samtals 200 þúsund krónur danskar til danska ríkisins fyrir ólöglegar veiðar milli A-Grænlands og Is- lands. Varðskipið „Beskytteren" stóð íslenzka togarann Dalborg ólöglegum rækjuveiðum á hafsvæð- inu milli íslands og Grænlands. Skipstjórinn viðurkenndi strax að hafa verið of nálægt strönd A- Grænlands og einnig, að hann hefði ekki leyfi til veiða á þessum slóðum. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði trollið verið gert upptækt, en útgerðinni var gefinn kostur á að kaupa trollið. Sektin vegna brotsins og kaup á trollinu kostaði útgerðina 100 þúsund krónur danskar. Islend- ingarnir höfðu fengið 5 tonn af rækju, sem einnig voru gerð upp- tæk. En útgerðinni var einnig gefinn kostur á að kaupa rækjuna og hún var metin á 100 þúsund krónur danskar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkt skip er gert að greiða sekt vegna landhelgisbrots í Græn- landi. MJÖG góð loðnuveiði var í fyrrinótt og þegar Mbl. hafði síðast fregnir af í gærkvöldi var áframhaldandi góð veiði. Loðn- an er nú mun austar en áður og telja sjómenn að loðnan sé nú lögð af stað í hrygningargöngu Vegna þessarar fréttar hafði Mbl. samband við Landhelgisgæzluna og sagði Guðmundur Kjærnested að á síðasta ári hefði Landhelgisgæzl- unni þrívegis verið tilkynnt um að Dalborg hefði verið grænlandsmeg- in við miðlínu. Fyrst 7. júní, þá 19. september og loks 10. desember, en í tvö fyrri skiptin var skipið þó mun nær miðlínunni og var ekkert gert í málinu í þau 2 skipti. austur og suður með landinu. Heildaraflinn nálge t nú 90 þúsund lestir, en á föstudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Hrafn 650, Skírnir 450, Þórður Jónasson 440, Dagfari 520, Magn- ús 470, Húnaröst 590, Jón Finsson 600, Fífill 600, Skarðsvík 620, Hilmir 500, Gígja 680, Bergur 510, Börkur 1150, Pétur Jónasson 670, Hákon 800, Sigurfari 850, Haförn 800, Helga II 450, Bjarni Ólafsson 800, Svanur 600, Faxi 300, Óskar Halldórsson 410, Arnarnes 600, Sigurður 1200. Síðdegis á miðviku- dag bættust 3 skip við þau, sem Mbl. hefur áður greint frá: Helga Guðmundsdóttir 220, ísleifur 150, Súlan 90. Viðræður um gaffalbita lauk ekkLí Moskvu SAMNINGANEFNDIN sem síðustu daga hefur verið í Moskvu vegna sölu á gaffalbitum héðan, er vænt- anleg heim um helgina. Samningar hafa ekki tekizt enn og verður viðræðum fram haldið hér á landi. Heimir Hannesson, formaður stjórnar Sölustofnunar lagmetis, sagði í gær að ekki hefði náðst samkomulag um verð, en íslendingar hefðu boðið á milli 40 og 50 þúsund kassa af gaffalbitum. Hann sagðist ekki hafa ástæðu til að ætla, að gallamál hefðu haft áhrif á samn- ingaviðræður. „Ég fylgdist með furðu- hlutnum í 2—3 mínútur 66 Fleiri sáu furðuljós yfir Reykjavík á fimmtudag MARGIR virðast hafa séð furðuhluti yfir Reykjavík síðustu daga, en frá einni slíkri furðuperu var greint í Mbl. í gær. Þar var sagt frá hlut, sem birtist á himninum skömmu fyrir klukkan 1 aðfaranótt fimmtudags og meðal þeirra, sem höfðu samband við blaðið í gær, var Haraidur Haraldsson í Reykjavík. Ilann sagðist hafa verið staddur í Ármúla laust fyrir klukkan 1 um nóttina. Hefði hann þá séð hlut koma úr norðaustri og hefði hann fyrst birzt á milli Skálafells og Esju og stefnt á Öskjuhlíð. — Ég fylgdist með þessum hlut í 2—3 mínútur þangað til hann hvarf mér sjónum, sagði Haraldur,—Hluturinn var mjög upplýstur og hljóðið, sem frá honum kom ekki ósvipað þotu, sem kemur til lendingar. — Ég afgreiddi þennan grip með því að þarna hefði flugvél verið á ferð- inni, en þegar ég sá frásögnina í Morgunblaðinu, var ég ná- kvæmlega á sama máli og sjón- arvottur. Til að hann væri nú ekki einn talinn eitthvað skrýt- inn fannst mér rétt að segja frá því sem ég sá, enda hafa starfs- menn í Flugturninum sagt að þarna hafi flugvél ekki verið á ferðinni, sagði Haraldur. Ingibjörg Magnúsdóttir í Safamýri hafi einnig samband við blaðið og sagðist vilja taka undir það, sem sagði í frásögn blaðsins í gær. — Dauft hljóð eða suð heyrðist frá þessum hlut og líktist það ekkert hljóði flug- vélar, sagði Ingibjörg og kvaðst geta tekið undir frásögn piltsins að öllu leyti. Ekki virðist hafa verið nein flugumferð á þessum tíma og því sú skýring ekki nærtæk en pilturinn hafði þegar haft sam- band við flugturninn til að fá upplýsingar um ferðir flugvéla. Þá höfðu tveir 14 ára piltar í Reykjavík í gær samband við blaðið og kváðust hafa séð furðu- ljós á lofti í austri, er þeir voru á ferli í Fossvoginum snemma í gærmorgun. —Ég var á leið í skóla og nýlagður af stað að heiman þegar klukkuna vantaði 25 mínútur í 8 og sá þá yfir Breiðholti eða austar, kannski yfir Bláfjöllum hvít, dauf ljós, sem blikkuðu óreglulega. Ég horfði á þau í 1—2 mínútur, en hélt síðan áfram til félaga míns og horfðum við síðan á þau saman, sagði Guðmundur Gíslason. —Við fylgdumst með ljósun- um þar til klukkuna vantaði 15 mínútur í 8, en þá voru þau enn þarna og virtust færast snöggt til, sagði Sigurður Rafnsson, en við heyrðum ekkert hljóð frá ljósunum. Piltarnir kváðust viss- ir um að hér hefði hvorki verið á ferð flugvél, enda ljósin það langt hvert frá öðru, né heldur stjörnur, til þess hefðu Ijósin hreyfst of mikið til og gátu þeir ekki ímyndað sér neinar skýr- ingar á fyrirbærinu, en í þessu tilviki virðist ekki heldur hafa verið um flugumferð að ræða samkvæmt upplýsingum er Mbl. aflaði sér. Dæmdur í þrem- ur löndum fyrir fíkniefnamisferli Loðnan á austur- leið — Góð veiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.