Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 7 „Hvers er aö vænta af slíkum „fuglum“?“ Sovéska njósna- ffettastofan A.P.N. gefur út einhvers konar „mál- gagn“, „Fróttaþjónust- una“, hér á landi til þess aö gefa „sínum mönnum" línuna. Þar var sagt frá því á fimmtudaginn, „aó margir og margs konar fuglar fljúgi nú um loftið“ í Afganistan, — og e.t.v. hafa sumir þeirra verið rauðir í stélið, þótt þess sé ekki getiðl Degi fyrr mátti þar lesa svofellda klausu: „Moskva (APN) At- vinnugrátkonur aftur- haldsins halda áfram aö úthella tárum sínum á síðum fjölmiðla yfir þróun atburðanna í Afg- anistan, segir Pravda í dag. Sú andsovéska og andafganska móðursýki sem hefur verið blásin upp í sambandi við þá, er af eftirsjá vegna and- vanafæddra áforma um vopnaða íhlutun í inn- anríkismáli hins demó- kratíska Afganistan, sem komið var í veg fyir með sameinuðu átaki Afgan- istan og Sovétríkjanna. En þaö væri óskhyggja að álíta að þessar áætl- anir hafi verð jarðaðar fyrir fullt og allt. Þvert á móti, höfundar þeirra, sem hingað til hafa skýlt sér í skugganum, eru nú fyrst að koma fram í dagsljósiö." Síðar er haft eftir Prövdu, að „afganska lýðveldið“ muni mæta „þessari erlendu árásar- tilraun með öllu því afli, sem það hefur yfir aö ráða“. — Og þá gegn hinum rauða her, eöa hvað? Nei, vitaskuld ekki. Hann er þarna „til aö vernda sjálfstæði og frelsi Afganistans“, auö- vitað. Þannig lítur heim- urinn út í gegnum fall- byssuopin í kastalavíginu Kreml. „Varöandi Andrei Sakarov“ Það er ekki undarlegt, þótt njósnafréttastofan APN hafi sitthvað að segja „varðandi Andrei Sakarov'* í málgagninu „Fréttaþjónustunni“, sem frekar minnir á nætur- gagn: „Andrei Sakarov hefur tekið þátt í skaðsamleg- um framkvæmdum gegn Sovétríkjunum árum saman. Vegna þessa hef- ur hann fengið endur- teknar aðvaranir frá full- trúum ríkisins, félaga- samtökum og þekktum sovéskum vísinda- mönnum, vegna ólög- mætis slíkra athafna“, segir þar, en þó er hins ekki getið, hvort „félaga- samtökin" séu í ætt við „geðvernd" og hinir „þekktu sovésku vísinda- menn“ sömuleíöis „geð- læknar.“ Enn fremur segir undir fyrirsögninni „Rétt ákvörðun": „Moskva (APN) Heims- valdasinnar og and- kommúnistar af öllum gráðum hafa gert nafn Sakarovs að samein- ingartákni sínu af því að í honum sjá þeir einstakl- ing, sem hugsanlega gæti stuðlaö að hug- myndafræöilegri sundr- ungu meðal Sovétríkj- anna og hins sósíalíska samfélags, skrifar Iz- vestía. Blaðiö segir að fyrir nokkrum árum hafi Sakarov, sem er metnað- argjarn maður, reynt í krafti vísindaafreka sinna að afla sér frægðar á pólitískum vettvangi. Hann gekk svo langt að lýsa því yfir, að ef ran- nsóknir sínar og störf á sviði kjarnorkuvísinda kæmust í mótsögn viö „pólitíska baráttu sína“, þá myndi hann auðvitað meta „pólitísku barátt- una“ meira. Það var einn- ig á sama tíma sem hann kom fram meö þá fráleitu hugmynd sína, aö til þess að koma í veg fyir hættu af kjarnorkustyrjöld, yrði sósíalisminn aö gefast upp fyrir kapítalisman- um. Allt síöan þá voru allir „fálmarar" á lofti umhverfis Sakarov. Upp- hófust nú nánir, óopin- berir fundir hans með vestrænum sendiráðs- mönnum, aðallega bandarískum, með blaða- mönnum, sem einkum sýndu áhuga á þeim hlut- um í störfum Sakarovs, sem lutu að sovéskum varnarmálum. Izvestía segir að nú orðið hafi verið litið á Sakarov sem Trójuhest í búðum sósíal- ismans, alltaf hafi verið búist við nýjum aðgerð- um og skemmdarverkum af honum. Blaðið segir að jafnframt því að svipta hann öllum áðurfengnum heiðursmerkjum og titl- um hafi yfirvöld einnig tekið þá ákvöröun að reka hann frá Moskvu.“ Það er ekki undarlegt, þótt Laxness hafi við orð um ofsóknirnar á hendur Sakarov, „að svona tilfelli er merki um eitthvað ákaflega bágt ásigkomu- lag í þjóðfélaginu þar sem það gerist“. Óskað er eftir konu til að sjá um heimili fyrir ekkjumann, með 2 börn á skólaaldri. Að- hlynning barna mikilvægasti þáttur starfsins. Upplýsingar gefnar í síma 74544, fyrir hádegi. 151 Felagsmalastofnun || y Asparfelli 12. _________________J Reykjavikurborgar AKAI LJÓÐALESTUR í Norræna húsinu: Finnsk-sænska leikkonan MAY PIHLGREN les upp finnsk Ijóö á sænsku laugardaginn 26. jan. kl. 16:00. Ný dagskrá. Verið velkomin NORFÆNAHUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS N af nbrey ting- in mikil mistök - segir i fréttabréfi flugvirkja FLUGVIRKJAFÉLAG íslands heíur nýlega sent frá sér frétta- bréf, þar sem fjaljað er um margvísleg málefni. í bréfinu er meðal annars fjallað um samein- ingu Loftleiða og Flugfélags íslands i Flugleiðir á sínum tíma. og segir þar svo: „Það kemur æ betur í ljós, að sameining FI og LL virðist hafa verið mikil mistök. Helsta sönnun þess er auðvitað hinn gífurlegi samdráttur og fjöldauppsagnir starfsfólksins. Sameiningin átti að betrumbæta flesta hluti í flugrekstri okkar en hið gagn- stæða varð uppi á teningnum. Eitt af mistökunum var nafnbreyting- in sjálf. I áraraðir var búið að auglýsa FI og LL fyrir milljónir, bæði austan hafs og vestan, að því er virðist með góðum árangri. Allt í einu er svo farið að nota nýtt nafn sem enginn kannast við, nafn sem mun taka langan tíma og offjár að auglýsa upp. Þessi ákvörðun er tekin á mjög óheppi- legum tíma, þegar raunverulega engir fjármunir eru fyrir hendi til slíks. I radíóviðskiptum flugvél- anna hefur skapast hálfgerð ring- ulreið með nýja nafnið, vegna þess að láðst hefur að tilkynna það til flugstjórna víðsvegar. Gott dæmi um það er þegar flug 200 fór frá Kennedy-flugvelli þann 28. des- ember s.l. Er ekið var í áttina að flugbrautinni áttu sér stað venju- leg radíóviðskipti við flugstjórn vallarins. Tilkynnti hún áhöfn vélarinnar að ekki skyldi nota nafnið ICELANDAIR, fyrr en þeim hefði verið tilkynnt breyt- ingin, og sögðu síðan orðrétt: „Is this the old company we used to deal with“. Boston kallaði alltaf og svaraði LL-200, þó svo að áhöfnin notaði ICELANDAIR. Það sama skeði t.d. í sambandi við Quebeck og Montreal. Aftur á móti vissu allir um US-Air, hvað þeir hétu og voru. - SV.“ Komið og skoöið eina af húsagerðum okkar, að Kársnesbraut 128. Húsiö er opiö laugardaga og sunnudaga kl. 10—18, og virka daga frá kl. 10—18. KR SLMARMLIS Kristinn Ragnarsson húsasmíöameistari Kársnesbraut 128, sími 41077 Kópavogi Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Pla st- lagdar hillur með teak- Mahogany. °9 Furuviöar- l'ki 60 cm. á t’reidd oq f44 cm. a lengd. Jllvalið 'skápa . °9 hillur KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR VIÐARÞILJUR á gömlu lágu veröi IBJORNINN EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AlTíLYSINGA- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.