Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 2 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Organleikari Birgir Ás. Guðmundsson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar kl. 10.H0 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Sr. Erlendur Sig- mundsson, farprestur þjóðkirkj- unnar messar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnastarfið í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14. Sr. Jón Bjarman. BÚSTAÐAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Miðvikud. 31. jan.: Félagsstarf aldraðra milli kl. 2 og 5. Æskulýðsfundur kl. 20:30. Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- og Hólaprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnud.: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartar- son. GRENSÁSKIRKJA< Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Jón G. Þórar- insson. Almenn samkoma n.k. fimmtudag kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Messa kl. 2. Sr: Karl Sigur- björnsson. Fyrirbænamessa þriðjudag kl. 10:30 árd. Munið kirkjuskóla barnanna á laugar- dag kl. 2. GUÐSPJALL: Matt.8: Jesús gékk ofan af fjallinu. LITUR DAGSINS: Grænn. Litur vaxtar og þroska. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 f.h. Sr. Arngrím- ur Jónsson. Messa kl. 2. Sr. Tómas Sveinsson. Organleikari dr. Orthulf Prunner. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Foreldrar og forsvarsmenn barna eru hvattir til að mæta með þeim til guðsþjónustunnar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11. Athugið vel að tímanum er breytt til hagræðis fyrir morgunsvæfa. Jón Stefánsson, skáldhjónin Jenna og Hreiðar, Kristján Ein- arsson og sóknarpresturinn ann- ast þessa stund. Guðsþjónusta kl. 2. Ræðuefni: Hann gekk um og læknaði. Predikun Sig. Hauk- ur Guðjónsson. Organleikari Jón Stefánsson. Eftir guðsþjónust- una bjóða nokkrir velunnarar upp á kirkjukaffi og umræður um efnið „Hvernig getur kirkjan náð til fleiri með helgihaldi sínu“. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 26. jan.: Guðsþjón- usta að Hátúni 10B níundu hæð kl. 11. Sunnudagur 27. jan.: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Mánud. 28. jan.: Fundur fyrir foreldra fermingarbarna í kjallarasal kirkjunnar kl. 20:30. Þriðjud. 29. jan.: Bænaguðsþjón- usta kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2. Kirkju- kaffi. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESSÓKN: Barnaguðsþjónusta í félags- heimilinu kl. 11 árd. FRÍKIRKJAN í Reykjavík Bænaguðsþjónusta kl. 2. Organ- leikari Sigurður ísólfsson. Prest- ur sr. Kristján Róbertsson. KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins: Messa kl. 2 síðd. Kaffiveitingar í Kirkjubæ að lokinni messu til styrktar Bjargarsjóði. Séra Emil Biörnsson. FILADELFÍUKIRKJAN: Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Organisti Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gíslason. DÓMKIRJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 10 árd. Séra Jakob Jónsson prédikar. ESK messa verður í háskólakap- ellunni kl. 2 síðd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10, árd. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Deildarstjórinn major Gudmund Lund og frú stjórna og tala. KIRKJA Jesú Krists hinna siðari daga heilögu-Mormónar: Samkomur að Höfðabakka 9 kl. 14 og kl. 15. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. VÍÐISTAÐÁSÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. — Almenn guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigurð- ur H. Guðmundsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala Hafnarfirði: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnarðar- heimili Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 13 í dag, laugardag. í Ytri- Njarðvíkurkirkju verður sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Sóknar- prestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Mun- ið skólabílinn. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. G AULVERJ ABÆJ ARKIRK J A: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sókn- arprestur. AKRANESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Helgi Hróbjartsson préd- ikar. Altarisganga. Sér Björn Jónsson. — Þetta gengur ekki, eða hvað? Verðið þið konur ekki að leggja til atlögu við þennan texta, hvíslaði Kristján J. Gunn- arsson stríðnislega, þar sem við, fræðsluráðsfólkið, sátum og hlustuðum á börnin í einum skólanum í Reykjavík syngja á jólaskemmtuninni sinni um að ungir drengir spörkuðu bolta og ungar stelpur vögguðu brúðu. Og fékk hvatskeytslegt svar: — Má ég þá heldur biðja um hefð- bundna barnasönginn „Nú skal segj a“ á íslenzku en Attikatti- nova, emissa demissa, dolla missa dei..., sem barnaheimilin hafa árum saman lagt kapp á að kenna hverju barni, sem kemur á áhrifasvæði þeirra. Krakkarn- ir skilja þó hvað þau eru að fara með og geta þjálfað beygingar, framburð og skilning á merkingu íslenzku orðanna. Af þessum orðaskiptum leiddu spurningar og hugleiðingar. Ætli sé svona miklu léttara að kenna ungum börnum þulu af merkingarlausum hljóðum? Ef öll sú orka, sem í öll þessi ár er búin að fara í að kenna öllum þessum börnum, og hjá þeim í að læra þessa löngu þulu, hefði nú verið virkjuð í söngva á íslenzku, hefði það þá ekki getað bætt í orðaforða barnanna? Á titilblaði bókarinnar, sem hann Símon Jóh. Ágústsson valdi í vísur fyrir börn með myndum Halldórs Péturssonar, felst stefnuyfirlýs- ing Vísnabókarinnar: Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverri stund. En hvernig eiga börn að vera trú tungunni, sem þau ekki heyra eða læra á þeim aldri, sem þau eru að velta nýjum hljóðum og orðum í munni sér og tengja merkingu í huganum? Lærum við ekki sjálf ný orð og me. \ - ingar t.d. í erlendum máiu.ii, með því að heyra þau og lesa og láta smám saman skýrast og tengjast í huganum merking- unni? Ekki lærist þó ylhýra málið af að hlusta á það, ef það er allt beyglað og bjagað. Ef til dæmis þeir, sem boðskap sinn flytja oft í útvarpi og sjónvarpi, beygja meira og minna vitlaust eða bera ástkæra málið fram upp á útlensku með áherslu á seinni atkvæðum orðanna, eins og fyrir kemur. Það er leikur að læra leikur sá er mér kær. Læra meira og meira meira í dag en í gær orti Guðjón Guðjónsson í hvatn- ingarsöng til krakkanna. Og ég hefi það fyrir satt að alveg eins sé hægt að leika sér að því að læra réttskapað íslenzkt mál, eins og hrognamál. Meira að segja við hinar verstu sendingar á borð við Strumpana. Andrés Indriðason brást snögglega við og af hugkvæmni, þegar strumpamálið barst inn á hans heimili. En strumparnir, sem haldið er að börnum um þessar mundir, láta sér nægja eina sögn um allt sem sagt er á fósturjörðu. Dæmi: Nú strumpar mér ekki fyrir dámar mér ekki. Strumpið ykkur fyrir flýtið ykk- ur. Vonandi strumpar þetta smyrsl einhvern árangur fyrir ber árangur. Látið það ekki misstrumpast fyrir mistakast. Eg fékk hugstrump fyrir hug- mynd. Við strumpum um það fyrir keppum um það, svo ein- hver gullkorn þessara bók- mennta séu til tínd. Andrési leist sýnilega ekkert á þetta andlega fóður á heimilinu og áhrif þess á framtíðarmálfar dætra hans. Svo hann bjó til leik, þar sem heimilisfólk keppt- ist um að finna orð, sem nota mætti í hverju tiíviki fyrir sögnina að strumpa. Þannig varð leikur að læra — og sjálfsagt aukinn orðaforði og skilningur á nákvæmri merkingu orðanna. Á barnaárinu sáluga varð eitt- hvað sem heitir barnamenning munntamt orð. Ég skil það að vísu ekki almennilega, enda missti ég víst af miklu af hinum lærðu útskýringum á því í fjöl- miðlum. Ég vissi ekki annað en að við værum öll á sama menn- ingarsvæðinu hér á þessu íslenzka skeri — og sypum þar af sama brunni, í misstórum sopum að vísu, þar sem hver sötrar ekki hraðar en hann ræður við eða hefur lyst á. Ég held að oft áe gróflega vanmetið hvað börnin geta innbyrgt á þeim aldri, sem þau eru opnust og gleypa það sem að berst, hvers kyns sem það er. Fyrir jólin sá ég sýningu barna í Melaskólanum á Skugga-Sveini, sem þau sýndu fyrir félaga sína á aldrinum 6—11 ára. Leikritið var að vísu nokkuð stytt. Á fremstu bekkj- unum sátu yngstu börnin, 6 og 7 ára gömul. Matthías Jochums- son notar ekkert barnamál í textanum og raunar úir þar og grúir af orðum, sem nútíma- börnum eru framandi. Þar er talað um þingmannaleið, grasa- fjall og fleira þvílíkt. En viti menn, allur barnahópurinn sat eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR og raunverulega hlustaði og fylgdist með. Hefur eflaust ekki skilið hvert orð, en merkinguna samt — og bætt við sig þekk- ingu. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, þegar ég heyri litlu krakk- ana vera að syngja gamla söngva, sem einhver hefur geng- ið í skrokk á og breytt handa þeim, hvort það sé gert í þeim fróma tilgangi að einfalda og láta þau skilja. Eins og þegar hann Gamli Nói er afbakaður, hættur að vera mikils háttar maður, guðhræddur og vís, en farinn að keyra kassabíl án þess að kunna að stýra og byrjaður að poppa og láta poppið skoppa. Oftast eru þessar afbakanir miklu klúðurslegri í máli og kveðandi en frumtextarnir. Allt- af er þörf fyrir ný barnaljóð, en gætu ekki útvaldir eða til kallað- ir eins samið nýja texta eins og að afbaka gamla? Margir góðir höfundar hafa gert skemmtileg- ar vísur fyrir börn. Það var t.d. mjög gaman á jólaskemmtun í Austurbæjarskólanum að heyra krakkana flytja verk eftir frá- bæra kennara, sem starfað höfðu í skólanum, eins og Jó- hannes úr Kötlum og Stefán Jónsson. Enn hlýtur að vera hæfileikafólk, sem kann og vill semja söngljóð fyrir börn — á íslenzku. Og auðvitað vilja fóstr- ur, kennarar og aðrir sem um- gangast börn kenna þeim söngva á góðri íslenzku — og gera það í vissum mæli. Ef krökkunum eru veittir möguleikar á að læra orð og mál á þeim aldri, sem þau eru hvort sem er að reyna það, og öll tækifæri notuð til þess þar sem þau eru á þeim aldri, ætli þau þurfi þá nokkuð annars konar „barnamenningu". Geti bara eignast hlut í íslenzkri menn- ingu ómengaðri. Á listahátíð barna í sumar sýndu krakkarnir sannarlega að þau eru hlutgeng í öllum list- greinum, sem fullorðnir stunda. Ráðstefna á, vegum S.D.Í. í DAG verður haldin á Loftleiða- hóteli ráðstefna, sem stjórn Sam- bands dýraverndunarfélags ís- lands, efnir til með trúnaðar- mönnum S.D.Í. af öllu landinu. Hefst ráðstefnan klukkan 10 árd. Forseti íslands, sem er verndari sambandsins, mun vcrða við setningu ráðstefnunn- ar. Mun hann ávarpa ráðstefnu- fulltrúa. Er þetta í fyrsta skipti sem sambandið heldur slíka ráðstefnu. Meðal helztu mála ráðstefnunnar eru að rædd verða dýraverndunar- og forðagæzlulögin. Mun Sigríður Asgeirsdóttir héraðsdómslög- maður vera frummælandi. Þá mun Ólafur R. Dýrmundsson landnýt- ingarráðunautur fjalla um vetrar- beit og útigang. Fjallað verður um umhverfismál og mun Haukur Hafstað framkvæmdastjóri Land- verndar reifa það mál. Formaður S.D.Í., Jórunn Sörensen, mun fjalla um ýmis innansambands- mál, svo sem samstarf trúnaðar- manna og um blað sambandsins hið gamla virðulega blað Dýra- verndarann. Byggingarfram- kvæmdir á Sauð- árkróki í blóma SAMKVÆMT upplýsingum bygg- ingarfulltrúans á Sauðárkróki, Jó- hanns Guðjónssonar, var á árinu 1979 byrjað á byggingu 28 íbúða, en 99 voru í smíðum frá fyrra ári og hefur þannig verið unnið meira og minna við 127 íbúðir á árinu og urðu 43 fullgerðar eða teknar í notkun. Hafa ekki fyrr svo margar íbúðir komist í gagnið á einu ári. Um áramótin eru því 84 íbúðir í smíðum. Fullgerðir urðu 31 bíl- skúr og byrjað á 32 og voru 52 skúrar í smíðum um áramótin. Fullgerðar urðu einnig 9 aðrar byggingar af ýmsu tagi og mis- stórar. Byrjað var á 11 og 14 eru í byggingu nú. Byggingarnefndin hélt 21 fund á árinu 1979. KÁRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.