Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Versnandi ástand í íran og árás ofsatrúar- manna á stórmoskuna í Mekka sýnir hvernig íran og önnur lönd við Persaflóa eru orðin eitt viðkvæmasta svæði heims. Deila Bandaríkj- anna og írans sýnir líka hvað Vesturveldin geta lítil áhrif haft á þróunina með því að beita hervaldi, nema til að koma fram hefndum sem gæti haft öfug áhrif. Sennilega ákvað Carter forseti að senda herskip til Persa- flóa vegna þrýstings frá almenningsálitinu, en ekki til að undirbúa hernaðaraðgerðir. Undirrót atburðanna í Teher- an og árá.sanna á bandarísku sendiráðin í Pakistan og Líbýu er spenna í múhameðskum þjóð- félögum vegna tilrauna þeirra til að aðlaga sig nútíma breyt- ingum og vestrænum áhrifum og verja um leið hefðbundin menningarverðmæti sín. Ný- fenginn olíugróði hefur flýtt fyrir þessari þróun. í íran stafar þróunin líka af banda- lagi bandaríkjamanna við fyrrverandi íranskeisara, sem nánast gerði íran að banda- rísku verndarríki. Uppreisnin í Mekka virðist hins vegar hafa beinzt gegn almennum múham- eðskum hugsunarhætti og minnir á sams konar uppreisn heittrúarmanna og kom núver- andi konungsætt til valda á sínum tíma. Trúarvakníng Stjórn Carters hefur verið sein að átta sig á almennri trúarvakningu, sem hefur átt sér stað á skömmum tíma í heimi múhameðstrúarmanna, og því ekki getað brugðizt fljótt og ákveðið við þróuninni. Þessi trúarvakning ógnar einnig ríkisstjórnum landa, sem hafa til skamms tíma verið meðal dyggustu bandalagsþjóða Bandaríkjanna. og lagt er fast að þeim að hætta stuðningi sínum við bandarísku stjórn- ina. Ayatollah Khomeini hefur í raun hvatt til heilags stríðs gegn Bandaríkjunum og ráð- gjöfum Carters hefur verið ráðlagt að rannsaka Kóraninn, því að án þekkingar á honum verði ekki hægt að endurskoða stefnu Bandaríkjanna. Forseti Pakistans, Zia Ul- Ilaq, sem er heittrúaður mú- hameðstrúarmaður, hefur oft ráðlagt Vesturlöndum að binda endi á krossfara-hugsunarhátt, sem hann telur koma fram í afstöðu þeirra til múhamcðs- trúarmanna. Stjórn hans held- ur því fram að almenningur fagni því að strangar refsingar úr Kóraninum, eins og hýð- ingar. hafa aftur verið teknar upp, þar sem þeir, sem þeim sæti, séu aðallega glæpamcnn, sem fátækt fólk verði fyrir barðinu á. Ýmsir Múhameðs- trúarmenn telja trúarvakning- una jákvæða, þar sem með henni aukist áhrif alþýðunnar og skorið sé á síðustu tengslin við gamla nýlendustjórn- arfyrirkomulagið, sem aðeins hafi ýtt undir fámenna valda- stétt og millistétt. Þeir telja, að í samskiptum sínum beini Bandaríkjamenn aðallega at- hyglinni að þeim sem hafi áhrif og njóti forréttinda. Þótt það geti gefizt vel þegar jafnvægi ríki reynist það illa í umróti eins og í íran, þá sé um seinan að snúa við blaðinu. Of lítið hafi verið treyst á ágæta sérfræð- inga í málefnum Islams í Bandaríkjunum. Valdapólitík Aðrir leita skýringa á erfið- leikum Bandarikjamanna i Æstir Teheran-búar safnast saman fyrir framan sendiráð Bandarikjanna. gamaldags valdapólitík og deil- um ísraelsmanna og Egypta. Þegar sýndur sé áhugi á frið- samlegri lausn telji margir það bera vott um veikieika. Banda- rikjamenn þurfi að skýra stefnu sína betur og sýna meiri ákveðni, kannski með hótunum um að beita hervaldi. Til dæmis er á það bent, að Bandarikja- menn gagnrýndu ísraelsmenn vægilega þegar nýlega fóru fram viðræður um sjálfstjórn Palestínumanna og það hafði neikvæð áhrif á traust Banda- rikjanna í Miðausturlondum. Aðrir segja, að Bandarikja- menn eigi að knýja fram endan- Iega lausn án tafar i Miðaust- urlöndum, þar sem lausn á Palestínumálinu sé forsenda þess að Bandaríkin geti end- urskoðað stefnu sina þannig að hún höfði meir til múhameðs- trúarmanna. Á það er bent, að það hafi veikt traust vina Band .-íkj- anna í Arabaheiminum á bandarískum stjórnvoldum, að þau hafi yfirgefið bandamenn sina — fyrrverandi íranskeis- ara, Víetnam og Taiwan. Talið er, að slik afstaða til vinaþjóða i Austurlöndum fjær og nær sé ein af ástæðunum til þess, að Saudi-Arabia og löndin við Persaflóa hafa fjarlægzt Banda- ríkin. Anis Mansour, trúnaðar- maður Anwar Sadats forseta og ristjóri Kaíró-tímaritsins Októ- ber, telur að stefna Bandaríkj- anna hljóti að breytast. Banda- rikjamenn hafi i síðasta sinn „beitt valdi með engum hótun- um í Víetnam og i íran muni þeir i síðasta sinn beita hótun- um með engu valdi“. Og varað er við því, að breyti Bandarikin ekki fljótlega stefnu sinni muni trúarvakning múhameðs- trúarmanna sópa burtu fleiri vinum Bandaríkjanna i þessum heimshluta. Minni olía Ástandið í Saudi-Arabíu gæti jafnvel reynzt hættulegra en ástandið í íran. Saudi-Arabía er olíuauðugasta land heims, stjórn landsins byggist á fjöl- mennri forréttindaætt skipaðri mismunandi miklu hæfileika- fólki, stjórnin hefur náin tengsl við Bandaríkin, miklar upp- bygginaráætlanir hafa valdið þjóðfélagslegum þrýstingi og þar við bætist uppreisnin í Mekka, sem gæti orðið neistinn Carter Khomeini Brown landvarnaráðherra. sem kveikir í olíutunnunni. Og á bak við áhyggjur vestrænna ríkja af atburðunum í löndum múhameðstrúarmanna býr ugg- ur út af olíusendingum frá svæðum, sem eitt sinnn voru aðalorkuforðabúr vestrænna iðnaðarríkja. Olíubirgðum Vesturlanda hefur hingað til verið talið ógnað aí háu oiíuverði OPEC, tímabundnum oiíustöðvunum, af pólitísku ástandi eins og í októberstríðinu 1973, og varan- legri stöðvun olíuflutninga vegna staðbundinna átaka eða ákvarðana ríkisstjórna, sem Rússar styðja og eru fjandsam- legar Vesturiöndum, um að skrúfa fyrir olíuna. ótti við síðastnefnda möguleikann varð til þess að rætt var um það í Washington, jafnvel áður en fyrrverandi íranskeisara var steypt, að senda landgonguliða til Persaflóa til að leggja undir sig olíusvæðin. Tilraun til að taka olíusvæðin í Saudi-Arabiu herskildi gæti virzt auðveldari í framkvæmd en svipaðar að- gerðir gegn íran, en mundi fljótlega valda miklum erfið- leikum og við mundi blasa ný Súez-deila í miklu stærri stíl en sú fyrri, með öllum þeim afleið- ingum sem af mundu hljótast. Ný þróun Nú verða vestræn ríki að horfast í augu við nýja þróun í olíuverðlagsstefnu OPEC- landanna (aðeins helmingur þeirra eru Arabalönd), hina mikilvægustu síðan verðhækk- anirnar miklu voru ákveðnar 1973—74. Það er sú tilhneiging OPEC-Jandanna að takmarka olíuframleiðsluna af cfnhags- Helztu ráðunautar Carters funda: Brzezinski, ráðgjafi í þjóðaröryggismálum, Vance utanríkisráðherra og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.