Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Rögnvaldur Ólafsson: Breytingar á launahlutf öllum nái kröfur ASÍ fram að ganga Breytingar á launa- hlutföllum nái kröfur ASI fram að ganga Eftir lestur á kröfum ASI reikn- aði ég út breytingar á launum í landinu á næstu árUm, nái þessar kröfur fram. Þetta var gert mér til glöggvunar en ekki til að birta opinberlega, þar sem ég þóttist viss um að aðrir yrðu til þess. Ég hef hins vegar ekki séð það gert, og því tel ég rétt að benda á hver áhrif þessar kröfur munu hafa á hlutföll launa í landinu, nái þær fram að ganga. Hér er um tvenns konar breytingar að ræða, annars vegar miklar breytingar á launa- hlutföllum og hins vegar stórfelld- ar færslur milli hópa með mis- munandi launakerfi en svipuð laun, þar eð frá hópum með föst mánaðarlaun til hópa með lágan grunntaxta en ýmiskonar álögur ofan á hann til dæmis vegna ákvæðisvinnu, uppmælinga og annarra kaupauka. Mér þykir ólíklegt að kröfur um jafnmiklar færslur milli launþegahópa hafi áður verið gerðar hér og vona að þetta greinarkorn verði til þess að auka umræður um réttmæti þeirra, kosti og galla. Kröfur ASÍ og for- sendur reikninganna Kröfur ASÍ eru þríþættar: 1. Kröfur um félagslegar breyt- ingar svo sem breytingar á orlofi, sköttum og tryggingum. 2. Krafa um almenna 5% kaup- hækkun. 3. Kröfur um verðbætur sem fari eftir grunnlaunum manna. Félagsmálakröfurnar er erfitt að meta til fjár og verður það ekki reynt hér. Almenna 5% krafan hefur ekki áhrif á launahlutföll og verður því heldur ekki uin hana fjallað, heldur einungis þriðju kröfuna, þ.e. kröfuna um verðbæt- ur og verða henni nú gerð frekari skil. Kröfurnar gera ráð fyrir þrenns konar verðbótum eftir því hver grunnlaun manna eru: 1. Á laun milli 300 og 400 KKr á mánuði komi fullar vísitölu- bætur, þ.e. þessi laun halda verðgildi sínu á samningstím- anum. Þessi laun mun ég kalla „meðallaun“. 2. Á laun yfir 400 KKr komi sama krónuhækkun og á 400 KKr laun. Þau fá því ekki fullar verðbætur og lækka því á samningstímanum að raun- gildi. Þessi laun kalla ég „há- laun“. 3. Á laun undir 300 KKr komi sama krónuhækkun og á 300 KKr laun. Þessi laun hækka því að verðgildi þar sem prósentu- hækkun þeirra er meiri en sem nemur verðbólgu. Ég kalla þessi laun „láglaun". Áuk þessa er krafist að sama prósentuhækkun komi á alla kaupauka og álög eins og á grunntaxtann. Þetta leiðir til þess að ein tegund launa, sem ég mun nefna „kaupaukalaun", sker sig mjög úr öðrum. Þessi laun byggj- ast á lágum grunntaxta með ýmiskonar kaupaukum sem koma raunverulegum launum upp og verða til þess að laun sem teljast „láglaun“ verða í raun „meðal-“ eða „hálaun“. Þrátt fyrir það fá þau sömu vísitölubætur, í prósent- um, og lágu launin og hækka því mun meira en sem nemur verð- bólgu. „Kaupaukalaun“ hækka því að verðgildi á samningstímanum. Þekktasta dæmi um „kaupauka- laun“ eru laun uppmælingamanna en mjög margir aðrir hafa á undanförnum árum byggt sín laun upp á sama veg og nægir að nefna verkfæraálag, óþrifaálag, starfs- þjálfunarhækkun, bónus, fæðis- peninga, greudda en óunna mat- artíma, yfirborganir o.s.frv. í reikningunum hefur verið gert ráð fyrir ofangreindum kröfum ASI og síðan reiknað út hverjar hækkanir hinir ýmsu launaflokk- ar fengju miðað við 25% og 50% árlega verðbólgu. Laun eru reikn- uð 1. janúar ár hvert á því verðlagi sem þá gildir en eru síðan færð aftur til verðlags 1. janúar 1980 til þess að gera samanburð möguleg- an. Þegar talað er um raunlaun er átt við laun á verðlagi nú, þ.e. miðað við 1. jan. 1980. Reikningarnir ná 4 ár fram í tímann, en auðvelt er að sjá hver áhrifin eru eftir styttri tíma t.d. 1 eða 2 ár. Niðurstöður Niðurstöður eru sýndar á tveim- ur gröfum. Annars vegar fyrir 25% verðbólgu en hins vegar fyrir 50% verðbólgu. I raun eru niður- stöðurnar ekki mjög háðar verð- bólgu þótt áhrifin komi nokkru fyrr fram þegar verðbólga er mikil. Á hvorri teikningu eru annars vegar sýndar breytingar á grunn- töxtum eða þeim launum sem ekki hafa kaupauka, föstum launum, en hins vegar á launum með kaup- auka. Við reikning á „kaupauka- launum" er miðað við grunntaxta 230 KKr/mán. en viðmiðunartaxti uppmælingamanna mun nú vera 229 KKr/mán. Á gröfunum eru laun 1. janúar 1980 merkt á lóðrétta strikið lengst til vinstri og með því að fylgja ferlunum til hægri má sjá hvernig raungildi launanna breyt- ist allt fram til 1. janúar 1984. Athugasemdir Þrennt vekur sérstaka athygli þegar litið er á gröfin: 1. „Kaupaukalaun" hækka Gullaldartungan fær taugaáfall Bjarni Bernharður: LJÓÐFÖRÁ IIENDUR GRÁSTEINI Orð og myndir. Útgáfa höfundar 1979. Ljóðför á hendur grásteini er fjórða ljóðabók Bjarna Bernharðs. Þótt manni sé ekki alltaf ljóst Bókmenntlr eítir JÓHANN HJÁLMARSSON hvert Bjarni Bernharður stefnir með skáldskap sínum má hafa gaman af ljóðum hans og oft getur hann verið hnyttinn. Kannski er þó mest um vert að ljóð hans virðast ort utan við alfaraveg, líklega í einhvers konar vímu. Sem slík eru þau forvitnileg án þess að til sé ætlast að lesandinn láti heillast af þeim, verði upphafinn við lesturinn. Ljóð Bjarna Bernharðs eru yfir- leitt ruglingsleg og oft virðist höfundurinn fastur í einhverri hugmynd eða bundinn einni sýn sem birtist honum. Málfarslega eru ljóð Bjarna Bernharðs gölluð og stafsetningin er hans eigin. Samt kysi maður ekki að hann fengi sér leiðbeinanda sem geril- sneyddi ljóð hans og breytti þeim í Bjarni Bernharður gullaldaríslensku. Tungan er einu sinni verkfæri, ekki minjagripur um forna frægð. Með hliðsjón af boðskapnum virðist mér Ljóðför á hendur grásteini með því veikasta sem Bjarni Bernharður hefur sent frá sér. Hann er jafn ákafur að prédika og gamall stúkumaður sem skilur ekki að með skrifum sínum vinnur hann það eitt að gera þjóðina þyrsta. í Bréfi til félaga svarar Bjarni Bernharður sjálfum sér með niðurstöðunni: „Heimskulegt að gera ónæði í flugnaskítnum“.Gamlir hippar fríka á neyslu og taka glaðir þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Hvers vegna útiloka þá og er ekki fríkað á margan veg? Samt þykir mér ádeila Bjarna Bernharðs skemmtilegri en háalvarleg um- ræða margra róttæklinga. Til þess að gefa nókkra hug- mynd um ljóðasmíð Bjarna Bernharðs þegar hann er ekki að gegnumlýsa þjóðfélagið og al- þjóðaauðhringana birti ég dæmi um martraðarkennda þjóðernis- hyggju hans, hneigð til að ánetjast hefð sem ekki hefur alveg kallað kútinn: Tók nú sollurinn: blóð nndveKÍspilta af noróurlandi þrjá hra'óur frá Bakka Kverinu KÓða stampað á þjóðráði holvaður kotturinn étur allt og hann bróður minn líka Nú hampa strengum þeir: Af ruslahaug gamla frasa er hyggjast á spánýrri óld uppi þilið draga. Sóískinið brennheitt á krabbafæti (Sagan) Fá Kín- verjar vopn frá Banda- ríkjunum? Washington. 24. jan. — AP. CARTERSTJ ÓRNIN hef ur ákveðið að selja vopn og hergögn til Kína til að draga úr áhrifum Sovét- manna í þessum heims- hluta, að sögn formanns utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar Lester Wolff. Aftur á móti sagði háttsettur aðili innan stjórnar Carters að engin ákvörðun hefði verið tekin um þetta mál og væri sennilegt að Wolff hefði þarna gefið full kröftuga og ekki tímabæra yfirlýs- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.