Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 19 skal vikið að mynd þeirri, sem fylgdi Hlaðvarpagrein Morgun- blaðsins. Þessi mynd er gerð eftir teikningu Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings og er hún líklega frá sumrinu 1906, en þá var Bjarni á annan mánuð við fiskirannsóknir á Coot. I Andvaragrein sinni um fiskirannsóknir ársins 1906 ber Bjarni lof á skipshöfnina á Coot og segir m.a.: „Mér er ljúft að geta þess að kynni þau, er ég hafði af skipshöfninni, voru hin beztu, sérstaklega má ég þakka skip- stjóra fyir, hve boðinn og búinn hann var til að gera allt sem hann mátti til þess að ég hefði sem mest gagn af veru minni á skipinu, auk þess sem hann gerði fúslega fyrir mig ýmsar athuganir viðvíkjandi lífsháttum ýmissa fiska, allan útivistartíma skipsins þetta ár.“ Hróður Cootsmanna telst því enn aukast við það, að þeir hafa verið meðal fyrstu stuðningsmanna íslenzkra hafrannsókna. I Hlaðvarpagrein Morgunblaðs- ins er birt mynd af kútter á siglingu og hún sögð vera af Sigurfara, „hinu margfræga skipi" sem nú er geymt á Akran- esi. Hvorki verður það staðfest hér né því neitað, að myndin sé af Sigurfara, en á hinn bóginn verða nefnd nokkur söguleg atriði um fyrstu ár skipsins í eigu íslend- inga. Árið 1897 virðist hafa verio tímamótaár í sögu þilskipaútgerð- ar við Faxaflóa, kútteratíminn rann upp, en skonnortur hurfu af sjónarsviðinu. Kútterarnir voru keyptir í Bretlandi og fengust fyrir gott verð að því er menn töldu. Meðal þeirra, sem fóru til Bretlands til þess að kaupa kútt- era árið 1897 var Jón Jónsson skipstjóri og útgerðarmaður í Melshúsum á Seltjarnarnesi. Hann fór þrjár skipakaupaferðir sama árið og keypti fimm kúttera í Hull og Grimsby. Fyrstu ferðina fór hann í febrúar, aðra í júlí og hina þriðju í september. I miðferð- inni keypti hann Jón í Melshúsum tvo kúttera í Hull og hétu þeir Cornflower og Bacchante. Það er hinn síðarnefndi, sem hér verður fjallað um, því að bakkynjan átti eftir að breytast í Sigurfara, þó að ekki yrði það strax. Sá hét George William Cook, sem seldi Jóni í Melshúsum Bacchante, og er Cook þessi kallaður skútueigandi (smack owner) í afsalsbréfi. Salan fór fram 16. júlí 1897 og var verð skipsins 325 sterlingspund eða tæpar 6000 krónur. Danski kons- úllinn í Hull skrifaði upp á afsalið til staðfestingar því, að undir- skrift Cooks væri ófölsuð og því væri Jón í Melshúsum lögmætur eigandi Bacchante. Engar sögur fara af heimför Jóns með Bac chante til Islands, en vafalaust hefur hún gengið að óskum. Líður nú fram í september, en hinn 17. þess mánaðar gefur Jón út afsal fyrir skipinu.Þar segir m.a.: „Jeg undirskrifaður, skipstjóri Jón Jónsson í Melshúsum gjöri hjer- með kunnugt, að jeg með afsals- brjefi þessu sel trjesmið Magnúsi Sigfússyni Blöndahl í Hafnarfirði skipið Bacchante 85 10/100 Tons að stærð, með rá og reiða í því ástandi, sem það er nú, liggjandi á Seilunni í Skerjafirði, fyrir 8500 kr. — átta þúsund og fimm hundruð krónur.“ Þess má geta, að annar vitundarvotturinn að ofan- greindum gjörningi var enginn annar en Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, sem þá var einn helzti hvatamaður þess að efla þilskipaútgerð við Faxaflóa. Ekki verður annað sagt en Magnús Blöndahl hafi fengið góða opin- bera fyrirgreiðslu til skipakaup- anna, því að hann fékk 5000 kr. lán úr landssjóði til þeirra. Augljóst er, að Jón í Melshúsum hefur hagnazt nokkuð á þessum við- skiptum, því að 2500 kr. verðmun- ur er á skipinu frá því að það lá í dokk í Hull og þar til það var komið á Seiluna í Skerjafirði. Þegar næst fréttist af Bac- chante, er skipið komið með nýtt nafn og heitir nú Guðrún Blön- dahl, en það var nafn eiginkonu eigandans. Heimildin um nafna- breytinguna er frá, 7. marz 1898, en þá var skipið mælt upp í Hafnarfirði og gefið út mælingar- bréf f.vrir það. í því er raunar fundið að aðbúnaði áhafnar og talið, að vistarverur skipsins séu þröngar, illa lýstar og í þeim sé slæm loftræsting. Má finna svip- aðar athugasemdir við fleiri brezkættaða kúttera frá þessum árum. Athuga ber, að Bacchante var orðin 12 ára, þegar hún kom til Islands, en skipið var smíðað í Burton Stather árið 1885. Kútterinn Guðrún Blöndahl var ekki lengi í eigu nafngjafa síns Magnúsar Th. S. Blöndahls, því að hinn 28. september 1898 seldi hann skipið þeim Pétri Sigurðs- syni í Hrólfsskála á Seltjarnar- nesi og Gunnsteini Einarss.vni, sem þá bjó í Skildinganesi í sama hreppi. Svo var háttað eignarhaldi þeirra félaga á skipinu, að Pétur átti % þess en Gunnsteinn 'A, en Gunnsteinn var jafnframt skip- stjóri. Þeir hafa sjálfsagt talið, að ekki væri gott, að skipið bæri nafn eiginkonu fyrri eiganda og þess vegna gaf Pétur því nafn, sem notað hafði verið á opnum skipum frá Hrólfsskála og kallaði það Sigurfara. Um þetta er til eftir- farandi bréf frá þeim Pétri og Gunnsteini til sýslumannsemb- ættisins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, dagsett 14. maí árið 1900: „Hjer með bið jeg firverandi síslumann, Herra F. Siemsen, að sjá um, að kútter skipið Guðrún Blöndahl frá Hafnarfirði, verði hjereptir kallað „Sigurfari“.“ Nú var Sigurfaranafnið loksins komið fram og því átti eftir að fylgja lukka. Sigurfari sigldi fyrst í átta ár á útvegi Seltirninga, síðan í 12 ár hjá Duus, þá í meira en hálfa öld í færeyskri eigu og nú er hann loks kominn í lokahöfn á Akra- nesi. Umsókn um kútter Guðrún Blöndahl. áður Bacchantc, hljóti nafnið Sigurfari. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur Meistaramót BR í tvímenning hefst miðvikudaginn 30. janúar 1980 í DOMUS MEDICA kl. 19.30. Mótið verður með baró- meterfyrirkomulagi, allir við alla 4 eða 5 spil á milli para. Spilin eru tölvugefin og fyrir- framröðuð. Mótið mun standa yfir 6 kvöld og því ljúka 5. marz. Þátttaka er öllum heimil. Þátt- tökutilkinningar verða að hafa borizt til stjórnarinnar eigi síðar en sunnudaginn 27. janúar. Rétt er að vekja athygli spil- ara á, að í fyrra þótti þetta mót einhver skemmtilegasta keppni, sem völ var á í Reykjavík og nágrenni. Bridgefélagið Ás- arnir Lokið er firmakeppni félagsins 1980. Yfir 20 pör tóku þátt í mótinu, sem var með tvímenn- ingssniði. Úrslit urðu þau, að Aðalbraut h/f sigraði, en fyrir það spiluðu Guðmundur Sv. Her- mannsson og Skafti Jónsson. Úrslit urðu: Aðalbraut h/f: Guðmundur Hermannsson — Skafti Jónsson 754 Augl.stofa Kristínar: Oddur Hjaltason — Egill Guðjohnsen 752 Bókabúðin Veda: ísak Ólafsson — Guðbrandur Sigurbergss. 750 Hárgreiðslu/Snyrtistofan Edda Rúnar Lárusson — Lárus Herm. 708 Félagsheim. Kópavogs: Erla Sigurjónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 697 Solnaprent: Guðm. Sigursteinsson — Gunnl. Karlsson 696 Málning h/f Ásm. Pálsson — Stefán Guðjohnsen 691 G.K.hurðir Sverrir Ármannsson — Valur Sigurðsson 689 Meðalskor 660 stig. Keppnisstj. Ólafur Lárusson. Félagið þakkar veittan stuðn- ing. Á mánudaginn kemur hefst aðalsveitakeppni Ásanna 1980. Keppt verður í einum flokki, allir við alla, tveir leikir á kvöldi. Skáning stendur yfir hjá Ólafi Lár. (41507), Jón Páli (81013), Sigurði Sigurj. (40245) og Jóni Bald. (77223). Félagar eru eindregið hvattir til að vera með, en einnig eru nýir spilarar velkomnir. Stjórn- in mun leitaSt við að aðstoða pör við myndun sveita, sé þess óskað. Skráningu lýkur á sunnudags- kvöld eða mánudag. Spilað er í Félagsheimili Kópavogs, og hefst keppni kl. 19.30. Bridgefélag Reyðarf jarðar og Eskifjarðar Föstudaginn 18.1. var haldið mót í sveitakeppni milli Bridgef- élags Fljótsdalshéraðs og BRE. 18 sveitir tóku þátt í mótinu og er þetta með fjölmennari mótum sem haldin hafa verið austan- lands. Keppt var um veglegan bikar sem Kaupfélag Heraðsbúa gaf til keppninnar. Og verður keppt um bikarinn næstu 10 árin. BRE vann í þetta skiptið með 106 stigum gegn 74. ÚRslit voru þessi: Magnús — Kristján 5-15 Björn — Aðalst. 9-11 Hallgr. — Ólafía 15-5 Ásdís — Friðjón 0-20 Gunnar — Búi 10-10 Bergur — Magnús 10-10 Bergur — Bjarni 5-15 Ingibj. — Guðm. 3—17 Guðrún — Gísli 17—3 Bridgefélag Hafnarfjarðar Siðastliðinn mánudag var spil- uð 9. umferð í aðalsveitakeppni BH. Úrslit urðu: Kristófer Magnússon — G.eirarður Geirarðss. 20—0 Magnús Jóhannsson — Ólafur Torfas. 20—0 Albert Þorsteinsson — Aðalst. Jörgensen 12—8 Sævar Magnússon — Jón Gíslason 16—4 Sigurður Lárusson — Ingvar Ingvarss. 11—9 Þorsteinn Þorsteinsson — Aðalh. Ingvad. 20—0 Staða efstu sveita: Kristófer Magnússon 147 Sævar Magnússon 137 Magnús Jóhannsson 132 Aðalsteinn Jörgensen 123 Næstkomandi mánudag ætla Gaflarar að sættast og samein- ast, því þá á að heimsækja Bridgefélag kvenna. Keppni milli þessara tveggja félaga hef- ur verið fastur liður í vetraspila- mennskunni nú hin síðustu ár og alltaf hin ágætasta skemmtun. Þó að við í BH þekkjum og virðum hið klassíska boðorð „la- dies first" þá ætlum við, þrátt fyrir að vera sannir heiðurs- menn, að reyna okkar besta til að vera sjálfir á undan. Spilað verður mánudaginn 28. jan. í Domus Medica og hefst spilamennska stundvíslega klukkan hálf átta. Bridgefélag Vestmannaeyja Um síðustu helgi var háð hér í Eyjum sveitakeppni Suðurlands 1980. Átta sveitir tóku þátt í keppninni, fimm ofan af landi og þrjár héðan. Oftast hefur svo farið, að einhver ákveðin sveit hefur strax tekið strikið á topp- inn og verið örugg með sigur. Svo var ekki að þessu sinni, keppnin var mjög hörð og jöfn og þegar aðeins einni umferðar ólokið á laugardagskvöld, áttu fjórar sveitir möguleika á efsta sæti. Efsta sætið hlaut sveit Har- alds Gestssonar frá Selfossi með 92 stig, í öðru sæti varð sveit Gunnars Þórðarsonar frá Sel- fossi með 85 stig og í þriðja sæti varð sveit Gunnars Kristinsson- ar, Vestm., með 82 stig. Þarna skilja aðeins 10 stig að fyrsta og þriðja sæti og hefur Suður- landsmót sjaldan eða aldrei unn- ist með undir 100 stigum fyrr en nú. Tvær efstu sveitirnar keppa í íslandsmótinu á þessu ári. Nú er aðeins einni umferð ólokið í sveitakeppni Bridgefé- lags Vestmannaeyja og hefur sveit Hauks Guðjónssonar enn aukið á forskot sitt. Er nú aðeins fræðilegur möguleiki á, að aðrar sveitir komi til greina í fyrsta sæti og þyrfti sveit Hauks að tapa stórt í síðustu umferð til þess. En allt getur gerst í bridge og þeir Guðmundur Jensson og félagar hans eru vísir til að velgja Hauki undir uggum í lokaumferðinni. En staðan er annars þannig þegar ein umferð er eftir: 1. Sveit Hauks Guðjónss. 99 2. Sveit Rich. Þorgeirss. 82 3. Sveit Gunnars Kristinss. 78 Þar sem eftir er að leika einn leik úr 6. umferð er ekki á hreinu hverjir eru í fjórða sæti, en það er annaðhvort sveit Guðmundar Jenssonar eða Jóhannesar Gíslasonar. Bridgedeild Vikings 2. umferð aðalsveitakeppninn- ar fór fram mánudaginn 21. janúar síðastliðinn. Úrslit urðu þessi: Magnús — Björn 0-20 Agnar — Viðar 18-2 Jón J. — Hjörleifur 0-20 Ólafur — IngiWörg 5-15 Ásgeir — Jón 01. 10-10 Geoff — Vilberg 14-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.