Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 21 Þórhallur Vilmundarson Baldur Jónsson Bjarni Vilhjálmsson hátt o.fl. og taldi hann að íslensk málnefnd hefði þar ráðgjafarhlut- verki að gegna. Örn Bjarnason sagði nokkur orð og tók undir það sem fram hafði komið. Baldur Jónson kvað þessar hugmyndir mjög í samræmi við þær- sem hann hefði lengi haft í huga. Hann taldi eðlilegt að íslensk málnefnd yrði forystuafl í slíku miðstjórnar- og samræm- ingarstarfi sem fundarmenn hefðu lagt áherslu á og benti á að þær væru í anda 1. gr. Reglna um starfsemi íslenzkrar málnefndar nr. 49/1965. Þórhallur Vilmundarson tjáði sig einnig mjög samþykkan þeim Komið verði á fót orðabanka ræn ferðamannaorð" og nefndi þess ýmis dæmi að verkefnin væru ærin. Fjárhagur nefndarinnar hefur hins vegar lengst af verið bágborinn og er það löng rauna- saga. Að lokum skýrði formaður tengsl Islenskrar málnefndar við málnefndir annars staðar á Norð- urlöndum. — Að inngangsorðum Baldurs loknum kynntu menn orðanefndir sínar. Þrándur Thoroddsen kynnti fslandsdeild NFTU (Nordisk Film og TV Union). NFTU er samband þeirra félaga og einstaklinga á Norðurlöndum sem starfa við kvikmyndun og sjónvarp. íslands- deildin hefur átt formlega aðild að NFTU í þrjú ár en íslenskt kvikmynda- og sjónvarpsfólk hef- ur haft samband við samtökin síðan 1968. NFTU hefur samið orðasafn á ensku og sett við norrænar þýð- ingar. Islandsdeildin (Þrándur, Jón D. Þorsteinsson og Þórarinn Guðnason) hefur tekið þátt í þessu verki, bætt inn íslenskum þýðing- um, og lauk því verki af hálfu íslandsdeildarinnar sl. vor, en ekkert hefur komið út enn. Reynir Axelsson kynnti orða- söfnunarstarf íslenzka stærðfræðafélagsins. Þar er ekki um eiginlega orðanefnd að ræða en nokkrir menn vinna þetta starf á vegum félagsins. Þeir eru nú að vinna að orðasafni um stærð- fræðiorð og er það á þessu stigi í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða stærðfræðiorð í íslensku máli (þar hafa verið orðteknar íslenskar stærðfræði- bækur; einnig hafa stærðfræði- kennurum verið sendir orðalistar sem þeir hafa getað aukið við og breytt og sent svo aftur til félags- ins). Hins vegar er um að ræða enskt-íslenskt orðasafn, þ.e. enskt stærðfræðiorðasafn með íslensk- um þýðingum. Ætlunin er að koma söfnum þessum á tölvu- spjöld, gera síðan bráðabirgðaút- gáfu sem gagnrýnd verði og end- urskoðuð áður en haldið verður áfram. Páll Theodórsson talaði fyrir hönd Orðanefndar Eðlisfræðifé- lags íslands. Orðanefnd þessi varð til seint á þessu ári. Páll lagði áherslu á að „snertifletir" væru við ýmsar aðrar greinar og lýsti áhuga á samvinnu við aðrar nefndir. Hann kvaðst hafa áhuga á tölvuvinnslu orðasafns og drap á þá hugmynd að safnað yrði í „tölvubanka" sem hinir ýmsu að- iljar gætu haft aðgang að og vinsað úr. Helgi Hálfdanarson kynnti starf Orðanefndar Kennarahá- skóla íslands. Nýlega er komin út orðaskrá úr uppeldis- og sálar- fræði og skyldum greinum, fjölrit- uð sem handrit. Helgi lýsti starfi og aðstöðu nefndarinnar á síðustu árum. Hann fór síðan nokkrum orðum um þessa orðaskrá sem nú hefur verið gefin út og lýsti efni hennar og innri skipan með nokkrum dæmum. Örn Bjarnason kom fram fyrir hönd Orðanefndar Læknafélags íslands. Hann kynnti rit Guð- mundar Hannessonar, greindi frá Læknablaðinu og gat þess að efnisskrá Læknablaðsins um síðustu áratugi væri nú komin í tölvu. 1973 var skipuð þriggja manna orðanefnd og fór Örn nokkrum orðum um starfsemi hennar og verksvið sem virðist vera ærið. Jakob Gislason gerði grein fyrir störfum Orðanefndar RVFÍ. Verk- fræðingafélag íslands hóf nýyrða- starf 1919 en á fjórða tug aldar- innar varð á því starfi nokkurt hlé. Rafmagnsverkfræðmgadeild félagsins stofnaði orðanefnd 1941 (Orðanefnd RVFÍ) og hefur hún starfað óslitið siðan. 1952 gaf nefndin út orðakver með raftækniorðum en síðan hefur hún unnið að þýðingum á alþjóðlegum raftækniorðasöfnum og hefur gef- ið út tvö bindi raftækni- og ljósorðasafns en mikið efni á því sviði bíður nú útgáfu. Jakob sagði að nefndarmenn hefði oft langað til að hafa samband við aðrar orðanefndir og reyndar oftlega fundið nauðsyn þess. Sigrún Helgadóttir kynnti Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands. Skýrslutæknifélag Islands er félag þeirra sem starfa við tölvuvinnslu. Félagið skipaði orðanefnd 1968 og hefur hún gefið út orðalista, enskt orðasafn með íslenskum þýðingum. Undanfarið ár hefur nefndin farið yfir alþjóð- legan staðal um gagnavinnslu. Sigrún minntist á tölvuvinnslu orðasafna og kvaðst hafa í fórum sínum skýrslu um tölvukerfi sem hægt væri, með nauðsynlegum breytingum, að nota í þessu skyni. Hún óskaði eftir skriflegri grein- argerð frá öðrum orðanefndum þar sem gerð væri grein fyrir því hvernig menn vildu að slíkt kerfi væri úr garði gert. Baldur Jónsson þakkaði mönnum ágæta nefndakynningu og hvatti nú til almennra um- ræðna. í upphafi þeirra bar hann fram nokkrar spurningar sem hann taldi þörf að ræða: 1. Er ástæða til að koma heild- arskipulagi á nýyrðastarfsem- ina í landinu? Hvernig ætti það skipulag að vera? 2. Getur Isl. málnefnd orðið orða- nefndum og einstaklingum að liði við óbreyttar aðstæður og þá hvernig? 3. Er ástæða til að efla ísl. málnefnd til meiri þátttöku í nýyrðastarfseminni og hvernig á að efla hana? Páll Theodórsson taldi að ein- stakar orðanefndir hlytu að hafa samstarf ef tölvuvinnsla við orða- söfnun kæmist á, slík aðferð kallaði á samstarf. Eitt meginat- riði við nýyrðasöfnun og nýyrða- smíð væri að fá sem fyrst góð orð og koma þeim þegar á framfæri. Þá nefndi hann það að unglingum, sem yrðu að notast við erlendar kennslubækur í námi sínu, væri það mikil stoð ef til væri íslenskur orðalisti um hugtök og orðafar í slíkum greinum. Þrándur Thoroddsen lýsti reynslu sinni af þýðingum fyrir sjónvarp og taldi fulla þörf á sameiginlegum „orðabanka" sem menn úr ólíkum greinum gætu gengið í. Lagði hann áherslu á að koma þyrfti nýyrðum á framfæri. Þorsteinn Sæmundsson varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri brýnt að íslensk málnefnd skipulegði þennan orða- eða tölvu- banka. — Hann minntist á orða- skrá Khí sem gengið hefði milli manna þar á fundinum. Ekki skyldi maður ætla að óreyndu sagði Þorsteinn, að stjörnufræð- ingur fyndi í slíku orðasafni íslensk orð sem hann gæti notað í fræðum sínum. Slíkt hefði samt gerst núna. Hann hefði ekki verið búinn að fletta nema nokkrum blaðsíðum þegar hann hefði rekist á orð sem hann teldi að vel færi á að nota í stjörnufræði. Páll Theodórsson tók aftur til máls og fór nokkrum orðum um tölvubanka. Taldi hann að innan seilingar væri kerfi sem gerði mörgum aðiljum í senn (jafnvel símnotendum) kleift að leita vitn- eskju í upplýsingabanka. Væri ekki fráleitt að miða nýyrðasmíð og orðasöfnun við það að slíkt kerfi yrði að raunveruleika eftir nokkur ár. Reynir Axelsson ræddi nokkuð um tilhögun (sameiginlegs) orða- safns, ritstjórn, orðaval, útgáfu- hugmyndum sem fram hefðu kom- ið. Lagði hann áherslu á að íslensk málnefnd yrði efld og auglýsti eftir hugmyndum í því skyni. Sigrún Helgadóttir spurði hvort einstakar orðanefndir gætu hjálpað íslenskri málnefnd á ein- hvern hátt, t.d. með því að senda fjárveitingarvaldinu einhvers konar erindi. Baldur Jónsson tók undir þetta en bað menn að íhuga fleiri leiðir og spurði með hvaða hætti menn vildu að yrði framhald þessa fundar. Bergur Jónsson kvaðst sam- þykkur orðabankahugmyndinni. Hann greindi frá því að orðanefnd RVFÍ hefði viðað að sér nýyrða- söfnum, smáum og stórum, en nefndarmenn fyndu sífellt þörfina á samræmingu, miðlun og teng- ingu. Hann taldi að íslensk mál- nefnd hefði miklu hlutverki að gegna og hvatti til samvinnu. Hann minnti á athugasemd Þor- steins Sæmundssonar fyrr á fund- inum og kvaðst sjálfur hafa orðið fyrir sömu reynslu nú fyrir stundu. Páll Theodórsson taldi rétt að bíða í svo sem hálft ár með frekari aðgerðir. Þá yrði væntanlega hægt að leggja fram ákveðnar hug- myndir og áætlanir um tölvu- vinnslu orðasafns. Þorsteinn Sæmundsson taldi enga ástæðu til þess að bíða. Bjarni Vilhjálmsson lýsti þeirri skoðun sinni að semja þyrfti greinargerð um fund þennan, þar sem sýnt yrði fram á nauðsyn samvinnu og bent á framtíðar- verkefni. Slíka greinargerð aétti að gera öllum kunna. Þrándur Thoroddsen tók undir orð Bjarna og Þorsteins, ekki væri eftir neinu að bíða. Þórhallur Vilmundarson tók og undir orð Bjarna og spurði hvort ekki kæmi til greina a§ semja ályktun. Nokkrar umræður og orðaskipti urðu um það hvort og þá hvernig standa skyldi að slíkri ályktun eða með hverjum hætti öðrum vekja skyldi athygli á fundi þessum og málefnum þeim sem þar hefði verið fjallað um. Ýmsir voru þess rojög fýsandi að þegar kæmi fram í fjölmiðlum frétt um þennan fund. En í sambandi við skipti málnefndar við yfirvöldin kom fram sú hugmynd að einstakar orðanefndir sendu íslenskri mál- nefnd bréf þar sem lögð væri áhersla á hlutverk nefndarinnar. Helgi Hálfdanarson kvaddi sér hljóðs og taldi dæmið um viðbrögð manna á fundinum við orðaskrá Khí sýna þörfina á einhvers konar miðstýringu og taldi brýna nauð- syn á að efla íslenska málnefnd. Hann taldi fund þennan hinn gagnlegasta og merkasta og þakk- aði formanni íslenskrar mál- nefndar, Baldri Jónssyni, fyrir það framtak að efna til hans. Síðan þakkaði Baldur mönnum komuna og sagði fundi slitið. Baldur Jónsson (sign) Gunnlaugur Ingólfsson (sign) Prísarnir sem fá alla til að brosa Buxur frá kr. 2.900.- Blússur frá kr. 3.900- Skyrtur frá kr. 500.- Bolir frá kr. 500.- Peysur frá kr. 2.900- Úlpur frá kr. 5.000 - Þaö er sannkölluð fjölskylduskemmtun að koma á Partner verksmiðjuútsöluna, því þar fá allir eitthvað við sitt hæfi. OPIÐ í DAG KL. 10—7 og út næstu viku. Verksmiðju útsalan, bak við gamla Litavers- húsið, Grensásvegi 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.