Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 23 Geir Hallgrímsson um viðræðugrund- völl Alþýðuflokks: „ÞINGFLOKKSFUNDUR okkar samþykkti að svara Benedikt Gröndal jákvætt með fyrirvara um efnisatriði í málefnagrund- velli þeim, sem lagður hefur verið fram,“ sagði Geir Hall- grimsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins i samtali við Morgun- blaðið i gær. Geir kvað fyrirvar- ana m.a. varða landbúnaóarmál o. fl. „Það er ýmislegt, sem við höfum við þessar tillögur að athuga og einnig viljum við koma að viðbótum," sagði Geir. Morg- unblaðið spurði þá, hvaða mögu- leika hann teldi á því að tilraun Geir Hallgrimsson. Ábyrgðarleysi að ganga ekki úr skugga um hvað í milli ber Benedikts Gröndals tækist í ljósi synjunar Framsóknarflokksins. Hann sagði: „Það er auðvitað ekki mitt að dæma um það, en við leggjum megináherzlu á, að und- inn verði bráður bugur að því að mynduð verði ríkisstjórn, sem nýtur meirihlutastuðnings á Al- þingi. Teljum við nauðsynlegt, að allir flokkar leggi sig fram um að svo geti orðið." En er það ekki borin von á þessum grundvelli, þar sem Framsókn hefur hafnað honum? „Mér er ekki kunnugt um, hvað ber í milli. Það hefur ekki komið í ljós, en það er ekki rétt að mínu mati að afskrifa þennan mögu- leika, fyrr en efnislega hefur verið gengið úr skugga um, hvað í milli ber — slíkt væri ábyrgðar- leysi. Guðmundur með 3 vinn- inga eftir 8 umferðir GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari er í 9. —10. sæti á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi með 3 vinninga eftir 8 umferðir. Efst- ur er Seirawan með 6V2 vinn- ing, Browne hefur 5Vi vinning og Kortchnoi og Ree hafa 5 vinninga. Guðmundi gekk illa framan af mótinu. Hann lenti iðulega í tímahraki og beið lægri hlut í skákum, þar sem hann hafði lengst af Detra tafl. í tveimur síðustum umferðunum hefur Guðmundur hlotið IV2 vinning, hann sigraði Lichetenring og gerði jafntefli við Browne. I dag teflir Guðmundur við Sunyeje frá Brasilíu og hefur hvítt. ÁVARI> MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar ávarp frá nokkrum stuðningsmönnum Péturs Thorsteinssonar við forsetakjör. Ávarp þetta fer hér á eftir. Morgunblaðið mun birta slík ávörp frá stuðningsmönnum annarra frambjóðenda við forsetakjör ef og þegar þau berast: Fyrir dyrum stendur að kjósa hinn fjórða forseta íslenska lýð- veldisins. Mikið er í húfi fyrir þjóðina, að val hins nýja forseta takist vel. Við þurfum þjóðhöfðingja, sem hefur til að bera bæði virðuleik og skörungsskap. Við þurfum þjóðhöfðingja, sem hef- ur í heiðri siði og venjur þing- ræðis, en hikar ekki við að taka eigin ákvarðanir og fylgja þeim eftir, þegar hagsmunir þjóðar, þings og stjórnar krefjast. Pétur Thorsteinsson hefur verið sendiherra íslands bæði í Sovétríkjunum og Bandaríkjun- um og einnig í Frakklandi og Þýskalandi. Nú er Pétur Thor- steinsson sendiherra íslands í Kína og fleiri Asíuríkjum. Mun leitun á manni meðal íslendinga, sem er jafn kunnur málefnum þjóða bæði í austri og vestri. Hann hefur borið hróður íslands víða og hvarvetna komið fram fyrir Islands hönd með miklum ágætum. Pétur Thorsteinsson var ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins í nær sjö ár. Hann er óháður stjórnmálaflokkum en er ger- kunnugur íslenskum stjórnmál- um. Við treystum Pétri Thor- steinssyni til að skipa embætti forseta íslands af festu, skör- ungsskap og virðuleik, svo sem hæfir þjóðhöfðingja. Við undirrituð leitum því stuðnings kjósenda við framboð Péturs Thorsteinssonar til for- setakjörs hinn 29. júní n.k. Arnór Hannibalsson Ágúst Bjarnason Árni Kristjánsson Bjarni Óskarsson Egill Ólafsson Emil Jónsson Dr. Friðrik Einarsson Geirþrúður Hildur Bernhöft Guðjón Sveinsson Guðmundur Daníelsson Guðrún P. Helgadóttir Gunnar Egilsson Halldór Laxness Haraldur Blöndal Hákon Bjarnason Ingibjörg Elíasdóttir Ingvar Vilhjálmsson Jón Pálsson Karl T. Sæmundsson „ Kristján Ragnarsson Kristinn Guðlaugsson Ólafur H. Torfason Páll. A. Pálsson Ragnar Stefánsson Ríkarður Pálsson Selma Kaldalóns Sigrún Jónsdóttir Sigurður Thoroddsen Sólveig Sveinbjarnardóttir Sveinn Tryggvason Sveinn B. Valfells Skarphéðinn Ásgeirsson Tryggvi Emilsson Sr. Valdimar Hreiðarsson Valtýr Pétursson Vigdís Guðfinnsdóttir lektor skrifstofustjóri píanóleikari byggingafulltrúi hlj ómlistarmaður fv. forsætisráðherra læknir ellimálafulltrúi rithöfundur rithöfundur skólastjóri klarinetleikari rithöfundur héraðsdómslögmaður fv. skógræktarstjóri. fulltrúi útgerðarmaður dýralæknir kennari framkvæmdastjóri L.Í.Ú, verkstjóri kennari yfirdýralæknir bóndi tannlæknir tónskáld kennari verkfræðingur húsfrú fv. frkvstj. Stéttarf. bænda iðnrekandi forstjóri verkamaður prestur listmálari bréfritari Kópavogi Reykjavík Reykjavík Mýrarsýslu Reykjavík Hafnarfirði Reykj avík Reykj avík Breiðdalsvík Selfossi Reykj avík Reykjavík Mosfellssveit Reykjavík Reykjavík Reykjavík Seltj ar narnesi SelfoSsi Reýkjavík Reykjavík Dalvík Stykkishólmi Reykjavík Skaftafelli Reykjavík Seltj arnarnesi Reykjavík Reykjavík Hafnarfirði Reykjavík Reykjavík Akureyri Reykj avík Reykhólum Reykj avík Reykjavík Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Tillögur Alþýðuflokksins bera vitni mikilli óbilgirni ÞINGFLOKKUR Alþýðubanda- lagsins samþykkti í gær ályktun um afstöðu flokksins til tillagna Alþýðuflokksins í þeim stjórn- armyndunarviðræðum, sem Bene- dikt Gröndal stýrir. Segir þar, að tillögurnar beri mikilli óbilgirni vitni, þar sem gefið hafi verið i skyn að hliðsjón yrði höfð af tillögum annarra flokka. Telur Alþýðubandalagið óeðlilegt, að það sé aðili að þeim viðræðum. sem nú fari fram um stjórnar- myndun. Ályktun þingflokks Al- þýðuhandalagsins er svohljóð- andi: „Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefir haft til athugunar nýjar tillögur Alþýðuflokksins um stjórnarmyndunargrundvöll. Tillögur þessar bera í heild vott um mikla óbilgirni, ekkj síst þar eð gefið er í skyn að við gerð þeirra hafi verið höfð hliðsjón af tillögum annarra flokka úr fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og hér sé því um tilraun til mála- miðlunar að ræða. Svo er alls ekki í reynd, a.m.k. ekki að því er Alþýðubandalagið varðar, og til- lögurnar virðast heldur ekki líklegar til að skila miklum ár- angri til lækkunar verðbólgu. Rétt þykir að þegar í stað komi fram afstaða Alþýðubandalagsins til nokkurra veigamestu atriða þessara tillagna Alþýðuflokksins. 1. í tillögunum er gert ráð fyrir því að vísitölubætur á laun verði lögbundnar við 5% á þriggja mánaða fresti út árið, án tillits til verðlagsþróunar. Samkvæmt þessu myndu laun lækka strax um 3—4% frá gildandi verðbót- arreglum. Kauplækkunin héldi svo áfram út árið og í árslok gæti hún samkv. þessu numið að minnsta kosti 10—12% 2. I tillögunum er gert ráð fyrir gjörbreyttum reglum um út- flutningsbætur á landbúnaðar- vörur. Ljóst er, að hér er vegið á hinn harkalegasta hátt að hags- munum bænda, og hlutur þeirra myndi skerðast um marga millj- arða þegar á þessu ári. Útflutn- ingur á ýmsum landbúnaðaraf- urðum yrði beinlínis útilokaður. 3. I tillögunum er lögð áhersla á stóriðju-rekstur í samvinnu við útlendinga. 4. Lagt er til að ríksstjórnin afsali sér í hendur Seðlabankanum fullnaðarvaldi um ákvörðun vaxta, gengisskráningu, bindi- skyldu og aðra þætti peninga- mála. 5. í tillögunum felst að Byggða- sjóður yrði í reynd lagður niður. 6. Gert er ráð fyrir byggingu hinnar umdeildu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Alþýðubandalagið er andvígt þeim atriðum, sem hér hafa verið nefnd og mörgum fleiri í tillögum Alþýðuflokksins og telur þau ým- ist óframkvæmanleg eða stór- hættuleg eins og nú er ástatt í íslenskum atvinnu- og efnahags- málum. Af hálfu Alþýðuflokksins hefur komið fram, að í þeim stjórnar- myndunarviðræðum sem nú fara fram undir forystu Benedikts Gröndals, eigi samtímis að kanna mismunandi kosti á stjórnar- myndun, ýmist með eða án þátt- töku Alþýðubandalagsins. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins telur slíkt óhæf vinnubrögð og telur t.d., að þeir flokkar, sem að svokallaðri Stefaníustjórn viljá standa, þ.e. Alþýðuflokkur, Sj álfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, verði einir að gera það upp sín á milli, hvort slík stjórn verður mynduð. Alþýðubandalagið telur sig því ekki aðila að þeim stjórnarmynd- unarviðræðum sem nú fara fram um myndun Stefaníustjórnar, enda óeðlilegt að það sé tengt slíkum viðræðum, þar sem ekki er gert ráð fyrir þátttöku þess. Alþýðubandalagið er hins vegar reiðubúið að ræða við formann Alþýðuflokksins eins og aðra for- ystumenn flokkanna um stjórn- armyndunarvandamálið, og um þátttöku í ríkisstjórn, enda sé þá um að ræða þann málefna- grundvöll sem viðunandi er fyrir Alþýðubandalagið. I því sambandi varðar mestu, eins og ítrekað hefur komiö fram af hálfu flokksins: að ekki verði um að ræða skerð- ingu á kaupmætti álmennra launa; að maktækur árangur náist varðandi hjöðnun verðbólgu; að samstillt átak verði gert til að efla innlenda atvinnuvegi og auka framleiðni þeirra; að staðið verði fast gegn er- lendri ásælni." EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SIMINN EK: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.