Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 25 Á fundi með bandarísku björgunarmönnunum, sem lentu í þyrluslysinu: „ÞAÐ VAR skelfileg tilfinning þegar ég gerði mér grein fyrir því að þyrlan var að hrapa stjórn- laust til jarðar. Sannleikurinn er nú samt sá, að ég hafði ekki tima til að hugsa um eilífðina og kvað við tæki, ef þú átt við það. ósjálfráð viðbrögð og áralöng þjálfun kalla fram viðbrögð, ósjálfráð viðbrögð,“ sagði Charles Singleton, flugstjóri þyrlunnar, sem hrapaði til jarðar á Mos- feilsheiði í desember siðastiiðn- um. á blaðamannafundi í gær. Ásamt honum voru tveir félaga hans, sem voru með þyrlunni hinn örlagaríka dag. Þeir Manuel Fernandez, aðstoðarflugstjóri, og Thomas Berry, flugvélstjóri. Þeir Fernandez og Berry halda utan til Bandarikjanna í dag til frek- ari meðferðar. Fernandez fót- brotnaði og kjálkabrotnaði og Berry brotnaði á hné og ökkla. Singieton rifbeinsbrotnaði. auk þess sem hann meiddist i andliti og fór úr axlarlið. Singleton heldur bráðlega utan til læknis- skoðunar, þar sem skorið verður úr um hvort hann er hæfur til að fljúga á ný. Romie Brown, lið- þjálfi, var í gær fluttur af Land- spitalanum til sjúkrahússins á Keflavikurflugvelli. Þvi hafa allir Bandarikjamennirnir, sem ientu i þyrluslvsinu, farið til Keflavikur. Er einhver ótti í ykkur við að fljúga aftur eftir hina skelfilegu reynslu á Mosfellsheiði? Singleton hafði fyrst orð fyrir þeim félögum: „Nei, síður en svo. Ég vil komast í loftið á ný sem fyrst. Þrátt fyrir slysið á Mosfellsheiði er ég enn þeirrar skoðunar, að þyrlur séu öruggari tæki en venjulegar flug- vélar. Ég hef ekki í hyggju að breyta til og mun hefja þyrluflug á ný — þá á Okinawa í Japan.“ Og hinir tveir voru síður en svo á því að leggja árar í bát. „Ég vonast til að vera farinn að fljúga aftur í júlí,“ sagði Berry. Hverjar voru niðurstöður rann- sóknar þyrluslyssins? „Niðurstöð- ur liggja enn ekki fyrir, svo við getum ekkert tjáð okkur um hugs- anlegar orsakir," svaraði Single- ton. Kraftaverk að þyrlan skyldi ekki verða alelda Teljið þið ykkur ekki lukkunnar pamfíla að hafa komist úr þeim Íífsháska sem þið lentuð í? „Það er auðvitað ekkert nema kraftaverk að við skulum vera á lífi. Það var kraftaverk að þyrlan skyldi ekki verða alelda," sagði Singleton og hann hélt áfram: „ég man það eitt, að við vorum að hrapa og síðan var ég í brakinu. Dauðakyrrð ríkti. Ég fór þegar að reyna að hjálpa fólkinu að komast út úr þyrlunni ásamt íslenzka lækninum og ein- hverjum öðrum. Það skipti öllu að komast út úr flakinu hið fyrsta." „Skrölt vélsleðans sem ljúfasta músík“ „Þegar þyrlan hafði brotlent var dauðaþögn," hélt Singleton áfram. „Við fórum þegar að reyna að koma fólkinu út úr þyrlunni eins og ég sagði áður. Svo heyrði ég skrölt vélsleðans og ómur hans var eins og ljúfasta músík í eyrum mínum. Fólk hefur oft talað um, að þegar það hafi heyrt í þyrlu á leið til bjargar þá hafi það hljómað sem músík. Þarna í flaki þyrlunnar skyldi ég við hvað það átti. Áður Mynd Mbl. Kristinn óiafsson. Fernandez, Slingieton og Berry á Keflavíkurflugvelli í gær. „Skrölt vélsledans sem ljúfasta músík“ hafði maður alltaf verið að bjarga — nú var verið að bjarga manni og slíkt var mikil lífsreynsla.“ „Sýndi mikla dirfsku“ „Björgunarmenn voru mjög hæf- ir og sá er fyrstur kom inn í þyrluna sýndi mikla dirfsku (Hall- grímur Skúli Karlsson). Hann fór umsvifalaust inn í þyrluna og sýndi með því mikla dirfsku auk þess að hann minnkaði hættu á íkveikju. Öll reynsla okkar af björgunarmönnum ber að sama brunni — þeir voru mjög færir, gengu öruggir og fumlaust til verks. Það, að þeir skyldu koma nánast strax á slysstað bjargaði okkur áreiðanlega. Ég hef aldrei kynnst fólki, sem vann jafn örugg- lega og hratt — björgunarmenn unnu stórkostlegt verk,“ sagði Singleton. miðri heiði, aðstæður voru allar mjög erfiðar. Ég tel síður en svo, að langur tími hafi liðið. Björgun- armenn voru komnir til okkar aðeins nokkrum mínútum eftir hrap þyrlunnar og um hálftíma síðar voru bílar komnir á staðinn yfir vegleysur. Þvert á móti — ég ítreka það enn að íslenzku björg- unarmennirnir sýndu snarræði og við erum þeim mjög þakklátir. Um árabil hafa verið gerðar út björg- unarþyrlur frá Keflavíkurflugvelli. Við höfum þá verið í hlutverki þess sem hjálpar. Nú vorum við hjálpar þurfi og það er gott til þess að vita að allir voru reiðubúnir að koma okkur til bjargar og á sjúkrahús," svaraði Singleton. Þá kom það fram á blaðamanna- fundinum, að Romie Brown, lið- þjálfi, var í gær fluttur af Land- spítalanum í Reykjavík til Kefla- víkurflugvallar. Þar verður metið hvort hann fer til Bandaríkjanna til frekari læknismeðferðar. Ljfcm. MM. RAX. Skömmu áður en lagt var upp í hið örlagaríka flug. Þeir Singleton og Fernandez við stjórnvölin. „Vissi fyrst af mér í snjónum“ „Ég vissi það fyrst af mér, að ég lá í snjónum og að verið Var að huga að mér. Ég man það næst, að mér var kalt og ég lét vita af því. Þeir héldu þá vel hita á mér. Allan tímann sem ég var þárna uppi á heiðinni voru 2—3 að huga að mér, sjá um að ekkert amaði að mér“, sagði Charles Berry, flugvélstjóri, en hann brotnaði á hné. íslenzku björgunar- mennirnir sýndu snarræði En leið ekki langur tími, að ykkar mati, þengað til þið voruð komnir á sjúkrahús? „Þú verður að minnast þess, að við vorum uppi á Ljósm. Mbl. RAX. Hlúð að hinum slösuðu eftir þyrluslysið. ólafur Kjartansson læknir gengur meðal hinna slösuðu ásamt björgunarmönnum. Væntanleg íbúðabyggð í Ástúnshverfi mun rísa á þessu svæði. Kópavogur: Samkeppni um íbúða- byggð í Ástúnshverfi Kópavogskaupstaður hefur nú efnt til samkeppni um íbúða- byggð í Ástúnshverfi i Kópa- vogi. Verður lögð áhersla á svo- kallað þétta lága byggð. þ.e. 1—2 hæða þar sem flestir íbúar hefðu yfir að ráða einkalóðum. Gæti verið þarna um að ræða a.m.k. 50 — 60 íbúðir. Heimild til þátttöku hafa þeir sem réttindi hafa til að skila teikningum til bygginganefndar Kópavogs svo og nemar í seinni hluta arkitektúrs. Heildar verðlaunaupphæð er 6 milljónir sem skiptist þannig: 1. verðlaun 2,5 millj. 2. verðlaun 2.0 millj. 3. verðlaun 1.5 millj. Heimilt er að kaupa tillögur fyrir allt að 1 millj. kr. ef dómnefnd sýnist svo. Dómnenfd er þannig skipuð: Magnús Skúlason, arkitekt, formaður, Sverrir Norðfjörð, arkitekt, (kjörnir af Arkitektafélagi Islands), Kristir.n Kristinsson, húsasmíðameistari, Loftur Þorsteinsson, verkfræðingur og Sólveig Runólfsdóttir, húsmóðir. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson. Keppnisgagna má vitja til trúnaðarmanns í Byggingaþjón- ustunni við Hallveigarstíg gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Dómnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.