Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 ÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Svía varð óhagstæður um 3,3 millj- arða sænskra króna fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, eða sem nemur 317 milljörðum íslenzkra króna, að sögn talsmanna sænska viðskiptaráðuneytisins. Á sama tíma á árinu 1978 var viðskipta- jöfnuðurinn hins vegar hagstæð- ur um nær 4,7 milljarða sænskra króna, eða sem nemur um 450 milljörðum íslenzkra króna. Út voru fluttar vörur fyrir 107,6 milljarða sænskra króna, eða sem næst 10300 milljörðum íslenzkra króna og er það um 21% aukning miðað við sama tímabil 1978. Hins vegar voru fluttar inn vörur fyrir 110,9 milljarða sænskra króna, eða sem næst 10650 milljörðum íslenzkra króna, sem er um 31% aukning frá árinu á undan. Af heildarverðmæti innflutn- ings var hlutur olíunnar um 21%, en sambærilegar tölur fyrir árið á undan eru 16%. Á núvirði er olíuinnflutningur Svía á um 23,2 milljarða sænskra króna, eða sem næst 2220 milljörðum íslenzkra króna, í samanburði við 13,5 millj- arða sænskra króna árið á undan, eða sem næst 1300 milljörðum íslenzkra króna. ist við því að hagnaður félaga innan IATA 1979 yrði um 1% af heildarveltu samanborið við 2,8% á árinu 1978. Hæfi- legur hagnaður er hins vegar talin vera á bilinu 4—6% Tandberg að kom- ast á réttan kjöl NORSKA fyrirtækið Tandberg, scm átt hefur í miklum rekstrar- örðugleikum á undanförnum misserum, virðist nú loks vera að rétta úr kútnum. Forráðamenn fyrirtækisins sögðu á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu að tap fyrirtækisins á árinu 1979 yrði aðeins óverulegt og reikna mætti með rekstrarafgangi á þessu nýbyrjaða ári. Tandberg hefur í gegnum árin verið mjög þekkt fyrir framleiðslu sína á ýmiss konar rafeindavör- um, eins og sjónvörpum, radíó- mögnurum, plötuspilurum og fleiru slíku. Eftir að miklar endurbætur voru gerðar á rekstri fyrirtækis- ins í upphafi síðasta árs tók norska fyrirtækið Norsk Data við rekstrinum, en áður var það í eigu norska ríkisins. Að sögn forráðamanna fyrir- tækisins var 'rekstrarhalli þess á seinni hluta ársins um 1,1 milljón norskra króna, eða sem næst 90 milljónum íslenzkra króna, en heildarrekstrarhalli fyrirtækisins yrði þá á milli 9—10 milljónir norskra króna, eða milli 750—850 milljónir íslenzkra króna. Staða Norsk Data, hinna nýju eigenda Tandberg, var mjög góð á síðasta ári, en rekstrarafgangur fyrirtækisins nam alls um 210 milljónum norskra króna, eða um Viðskipta- jöfnuður Svía óhag- stæður um 317 millj- arða króna Stjórnendaskipti hjá Hagvangi og Fjárfestingarfélaginu: „Stjórnendur fyrirtækja að verða sér meðvitandi um hag kvæmni rekstrarráðgjafar“ SÚ breyting hefur orðið á starfsemi ráðgjafafyrirtækis- ins Hagvangs og Fjárfestingarfélags íslands, að Sigurður R. Helgason, sem verið hefur framkvæmdastjóri beggja fyrirtækjanna, er hættur störfum. Við starfi Sigurðar hjá Hagvangi hefur tekið Ólafur Örn Haraldsson, sem áður var skrifstofustjóri, og Gunnar Helgi Hálfdanarson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Fjárfestingar- félagsins, auk þess sem hann tekur við stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra hjá Hagvangi. Hagvangur var stofnaður 1971 og þá fyrst og fremst sem ráð- gjafarfyrirtæki. Árið 1971 var svo Fjárfestingarfélagið stofnað, en jafnframt gengið svo frá, að Hag- vangur sæi um rekstur þess. Gunnar Helgi hefur starfað sem rekstrar- ráðgjafi hjá Hagvangi s.l. 3 ‘h. ár, jafnframt því sem hann hefur veitt Verðbréfamarkaði Fjárfestir {arfé- lagsins forstöðu. Ráðningarþjónusta Hagvangs var svo stofnuð 1976 og hefur starfað sem sérdeild innan Hagvangs síðan undir stjórn Ólafs Arnar. Árið 1977 var dótturfyrirtæki Hagvangs, Hag- tala, stofnað, en það er tölvuþjón- usta á bókhaldssviði. Morgunblaðið ræddi við þá félaga Ólaf Örn og Gunnar Helga í vikunni og bað þá að skýra í stórum dráttum, hvernig háttað væri rekstri þessara fyrirtækja og deilda. „Það er fyrst til að taka, að öll fyrirtækin hafa sameiginlegt almennt skrifstofu- hald. Hjá Hagvangi starfa síðan 11 ráðgjafar, þar af 9 viðskipta- og hagfræðingar og 2 tæknifræðingar. Hjá Hagtölu starfa 4 starfsmenn og við Ráðningarþjónustu Hagvangs eru 2 starfsmenn. Hjá Fjárfest- ingarfélaginu er einn starfsmaður, sem vinnur í verðbréfamarkaði fé- lagsins auk Gunnars Helga,“ sagði Ólafur Örn. Varðandi Ráðningarþjónustu Hagvangs, þá byggist hún aðallega á því að bera saman þær upplýsingar, sem viðkomandi umsækjandi gefur, og óskir viðskiptavina okkar, sem eru atvinnurekendur, ráðningar- stjórar stórfyrirtækja og stjórnend- ur stofnana víðs vegar á landinu. Hjá þjónustunni er um að ræða algjöran trúnað á báða vegu. Hjá Hagvangi eru eins og áður sagði ellefu ráðgjafar, sem starfa við hin ýmsu verkefni á sviði hagrann- sókna og framleiðsluskipulagningar, auk þess sem tæknifræðingarnir aðstoða fyrirtæki við útboðs- og tilboðsgerð ýmiss konar. í fyrstu var nær einvörðungu unnið fyrir ríkisfyrirtæki, eða opin- berar stofnanir, en upp úr 1973 fór vaxandi ýmiss konar vinna fyrir einkafyrirtæki og í dag eru þau í miklum meirihluta okkar viðskipta- vina. Það má segja að við höfum starfað fyrir fyrirtæki í öllum grein- um atvinnulífsins þótt iðnaðurinn skipi þar hæstan sess. Við höfum unnið fjölmörg verkefni fyrir hin einstöku hagsmunasamtök, svo sem við athugun á töxtum og samningum þeirra, auk þess sem við höfum starfað mikið fyrir ýmsa lífeyris- sjóði. Þá má geta þess, að fyrirtækið hefur farið í vaxandi mæli inn á markaðs- og skoðanakannanir fyrir ýmsa aðila, eins og nú síðast t.d. lesendakönnun fyrir Morgunblaðið. Við erum töluvert með námskeið í einstaka fyrirtækjum auk þess sem við erum með námskeið hjá Stjórn- unarfélagi íslands. Fyrirtækið hefur og gefið út töluvert af kennslugögn- um, sem notuð eru í skólum og á námskeiðum," sagði Ólafur. Leita íslenzk fyrirtæki almennt eftir aðstoð ráðgjafarfyrirtækis eins og Hagvangs) „Til skamms tíma var lítið um það, en á síðustu árum eru fyrirtæki að verða sér meðvitandi um að þetta er mjög hagkvæmt fyrir þau. Það má í raun segja að lausn meirihluta þeirra vandamála sem upp koma sé til staðar í landinu og þá sérstaklega 18 milljörðum íslenzkra króna, miðað við aðeins 15 milljónir norskra króna árið áður, eða sem næst 1,3 milljörðum íslenzkra króna. Hagnaður Norsk Data af heild- arveltu nam um 7,5% á síðasta ári sem er það allra bezta í sögu fyrirtækisins. Hinir nýju stjórnendur Hagvangs og Fjárfestingarfélagsins. Ölafur örn Haraldsson tv. og Gunnar Helgi Hálfdanarson. LjiiSmynd Mbl.: Kristján. Fargjöld hækki samfara öllum eldsneytishækkunum IATA: FLEST stærstu flugfélög heimsins hafa gert þá kröfu að þau fái að hækka fargjöld sín jafnhliða og í beinu hlutfalli við eldsneytishækkanir og segja að öðrum kosti verði enn frekari glundroði í flugmálum heimsins en þegar er orðinn. Að auki hafa mörg smærri flugfélög innan IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, farið fram á enn frekari hækkanir. Harðar deilur hafa staðið um þau mál á fundi IATA sem nýlokið er í Genf. Mjög mikill munur er á verði eldsneytis eftir því hvar það er keypt. T.d. kostar gallon af flugvélabenzíni í Bandaríkjunum 65 cent, eða um 260 krónur íslenzkar, en í mörgum AfríkulÖndum kostar gallonið um 2,5 dollara, eða sem næst þúsund krónum íslenzkum. Meðaltalsverð á galloninu var um 45 cent í lok ársins 1978, eða sem næst 180 krónum íslenzkum. Mjög hefur verið unnið að því á undanförnum árum að framleiða mótora fyrir flug- vélar sem eyða minna elds- neyti en nú þekkist, og fékk sú vinna byr undir báða vængi þegar eldsneytisverðið fór að hækka fyrir alvöru á síðasta ári. í dag eru framleiddir mótorar sem eyða um þriðj- ungi minna eldsneyti en mót- orar sem framleiddir voru fyrir 4—5 árum og mjög mörg flugfélög hafa þegar tekið þá ákvörðun eða hafa hana til athugunar að skipta um mót- ora í eldri vélum. Þá hefur að því talið er tekist að minnka eldsneytis- notkun margra flugfélaga, einfaldlega með meira aðhaldi í stjórnun þeirra og nemur sá sparnaður um 10—15%. Talsmaður IATA sagði á fundi með ‘ fréttamönnum í Genf í vikunni að hann bygg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.