Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Mozart Undrabarnið, sem Evrópa dáði Oft hlýtur að vera erfitt að vera „undrabarn". Stundum verða börn fræg á unga aldri og eru hæfileikar þeirra í hávegum hafðir. Ekki geta þau þó lifað á frægðinni einni saman og gleymast nöfn margra svokallaðra „undrabarna" með tímanum. Wolfgang Amadeus Mozart var eitt þeirra barna, sem hélt áfram að þroskast og eflast í leikni og að hæfileikum ásamt með hugkvæmni. Hann samdi fegurstu verk sín á fullorðins árum. En því miður varð honum ekki langra lífdaga auðið. Hafi nokkurt barnið verið „undrabarn" þá var það hann. Fjögurra ára hóf hann tónlistarnám, sex ára samdi hann fyrstu tónverkin og ári síðar komu þessi verk út — fjórar sónótur fyrir píanó og fiðlu. Um svipað leyti kemur hann fram á tónleikum víðs vegar í Evrópu við hina mestu hylli og fögnuð áhorfenda. Æska hans var vissulega eins og fallegt ævintýr. „Engar mannlegar hendur leika svo fallegau Margar sögur væri unnt að segja frá æskuárum hans. Við verði n að láta okkur nægja lítið eitt. Einu sinni, er Mozart var sex ára, heimsótti hann dómkirkjuna í Ips með föður sínum. Af miklum áhuga og einbeitni skoðaði hann orgel kirkjunnar, sem var stórt og mikið. Hann hafði aldrei leikið á slíkt hljóðfæri. Þegar faðir hans lauk við að útskýra fyrir honum hvernig orgelið væri smíðað og samsett stóðst Mozart litli ekki freistinguna. Hann varð að fá að leika á það. Skömmu síðar ómuðu fagrir tónar orgelsins í kirkjunni. Munkarnir, sem voru nýsestir að snæðingi, stóðu upp og gengu út í kirkju. Þá langaði til að athuga hver vogaði sér að snerta þetta dýrmæta verkfæri. Þegar þeir komu inn í kirkjuna stönsuðu þeir allir og horfðu í áttina að orgelinu: Þeir sáu engan! Gamli organistinn signdi sig og sagði alvarlegur: „Engar mannlegar hendur leika svo fallega". En stuttu síðar tóku þeir í sig kjark og gengu nær. Þeim til mikillar undrunar sáu þeir, að við orgelið sat aðeins sex ára drengur. Faðir hans baðst afsökunar á því, að þeir skyldu hafa gert þetta í leyfisieysi og sagði þeim hvernig í öllu lá. „Þessu hefði ég aldrei trúað,“ sagði yfirmaður kirkjunnar hrifinn, „ef ég hefði ekki séð þetta með mínum eigin augum." Og gamli organistinn lagði hendur sínar á höfuð drengsins og sagði: „Barnið mitt. Einhvern tíma munt þú vinna mikil afrek Guði til dýrðar. Hann haldi sinni verndarhendi yfir þér á öllum þínum vegum." Hamingjusamt æskuheimili í æsku naut Mozart hamingju á heimili sínu. Faðir hans var mikill tónlistarmaður, og þegar hann kom auga á hæfileika sonar síns og dóttur, gaf hann sér mikinn tíma til að leiðbeina þeim og hjálpa. Hann hélt þeim vel við námið, umgekkst þau með miklum kærleika og skilningi, og gætti þess einnig að þau léku sér úti á hollan og heilbrigðan hátt. Mozart litla þótti vænt um föður sinn og sagði stundum: „Mér þykir vænst um pabba næst á eftir Guði.“ Móðir þeirra hugsaði einnig vel um þau. Hún reyndi að láta þau njóta móðurkærleikans í eins ríkum mæli og henni var unnt. Hún var glaðlynd og fjörug og allur heimilisblærinn bar vott um gleði og hamingju. Blessun Guðs hvíldi yfir Mozart á öllum vegum hans. Margar fleiri sögur væri unnt að segja um æsku þessa mikla snillings, en þessar verða að nægja að sinni. Enginn efi leikur þó á því, að sú aðhlynning, kærleikur, örvun og skilningur, sem hann naut á heimili sínu hefur átt mikinn þátt í að móta þetta „undrabarn", sem enn á hug og hjörtu miljóna manna um víða veröld. Ef ég væri fíll Einu sinni gengu lítið lamb og kálfur hlið við hlið úti í haga. „Hugsaðu þér,“ sagði litla lambið, „ef ég væri nú fíll.“ „En þú ert nú enginn fíll,“ sagði kálfurinn. „Ég veit það,“ sagði lambið, „en ef ég væri það, þá hefði ég fílstennur." „Þú hefur engar tennur," sagði kálfur- inn. „Og alls engar fílstennur. Þú bullar bara.“ „Hugsaðu þér, ef ég ferðaðist um með fjölleikamönnum og sýndi fyrir fólk ...“ Litla lambið lét sig dreyma um alls konar ævintýraferðir. Kálfurinn greip fram í fyrir lambinu. „Þú kemst aldrei með fjölleikamönnum. Þeir vilja ekki hafa þig. Ég er alveg viss um það.“ „Ég gæti alveg farið með þeim, ef ég væri fíll,“ sagði litla lambið. „Þeir vilja alltaf taka fíla.“ „Já, en þú ert ekki fíll og verður það aldrei," sagði kálfurinn og stappaði fætin- um reiðilega. „Jæja,“ sagði lambið sorgmætt. „Ég skal hætta að leika mér. Þú kannt ekki að leika þér. Þú getur aldrei ímyndað þér neitt. Þetta er „þykjustuleikur", auðvitað." Kálfurinn horfði á lambið stutta stund. Svo sneri hann allt í einu við og sagðist ætla að fara heim. „Það er aldrei neitt gaman að vera með þér. Þú vilt alltaf vera eitthvað annað en þú ert.“ Svo hljóp hann af stað. Litla lambið horfði á eftir honum. Svo hélt það áfram að láta sig dreyma um að það væri stór fíll. Úr ísla ndssöaunni — fíirirn hi ■ m/M/m m/m W/m/ kYf wérw Teikningar & texti UJ v/f t €/ fltt i/\Jb Friðrik G. Sturluson 1-IApiJK HE T P-j Í7RN /i^UfeWE-FNi C? 3UívJA F'fKA HÍ\MN E* HAMU vAfc A n£Þ V/NI fislUl*] AÞéÍM*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.