Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 33 / Hæ, krakkar! Ekki veit ég hvort þið þekkið hann Trölla. Sum ykkar þekkja hann. Þið sáuð hann á leikvöll- unum í sumar. Trölli er stundum í leiðu skapi. Þá tekur hann lúðurinn sinn og spilar. Eftir stutta stund kemst hann í gott skap. Ef þið eruð í vondu skapi, skuluð þið syngja eða spila eða gera eitthvað skemmti- legt. Ég veit ekki hvort þið kunnið vísuna um hann Grím. Hún er svona: Nú er úti veður vott verður allt að klessu. Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Verið þið sæl að sinni, ykkar einlægur Trölli. Menn úr eldspýtum Margt skemmtilegt er hægt að gera úr eldspýtum og eldspýtnabrotum, sem eru límd saman. Boxararnir hér á teikningunni eru þannig til orðnir. Brjóttu fyrst brennisteininn framan af eldspýtunum og geymdu þær því næst í rökum klúti í tvær til þrjár klukkustundir. Þá verða þær mjúkar, svo að þær brotna síður, ef þú beygir þær. Reyndu við eitthvað svipað og hér er sýnt, og ef vel gengur, getur þú ef til vill gert heilt fótboltalið. Stuttbuxur og jafnvel bol gerir þú á íþróttamennina með því að vefja þá með tvinna í mismunandi litum. Amnesty International: Kannar áhuga á virkri þátttöku íslandsdeildar ÍSLANDSDEILD alþjóðasamtakanna Amnesty International gengst á næstunni fyrir fundum til kynningar á starfsemi samtakanna og fræðslu um starfsaðferð- ir þeirra. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Norræna hús- inu, mánudaginn 28. jan- úar kl. 20.15. Þar verður fjallað um stofnun Amn- esty International og íslenzku deildarinnar og starf á liðnum árum, gerð grein fyrir markmiðum samtakanna og helztu leiðum, sem farnar eru til að vinna að þessum mark- miðum. A fundinum verður kannaður áhugi á þátt- töku í virku starfi innan íslandsdeildar og gefst þeim, sem vilja, færi á frekari upplýsingum og fræðslu á vikulegum fundum næstu tvo mán- uði. 1956 1963 I ' ■ . I ( íÉÉðMft 1964 HEIMA BEZT Hefur þú áhuga á fólki?... ... eða þjóðlegum fróðleik? Allt frá árinu 1956 hefur Heima er bezt birt for- síðuviðtöl við menn og konur sem starfa á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þessi viðtöl nálgast nú þriðja hundraðið, en það eru einmitt þessi viðtöl sem hafa skapað Heima er bezt sérstöðu meðal annarra blaða. í viðtölum þessum má oft lesa um kröpp kjör i æsku og harða lifsbaráttu, frásagnir sem eru eins ólíkar að efni og mennirnir eru margir. Fjölbreytt efni Auk forsiðuviðtalanna er Heima er bezt barmafullt af fjölbreyttu efni: Skrifað er um bókmenntir og menningarlíf, birtar eru ritgerðir, Ijóð, endurminn- ingar, sögur og margt fleira eftir þjóðkunna höf- unda, og fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Fastir þættir eru einnig t.d. heimilisþáttur með matar- uppskriftum og húsráðum. Lesefnið er varanlegt að verðleikum, fróðlegt og skemmtilegt en umfram allt þjóðlegt. öll fjölskyldan mun hafa óblandna ánægju af blaðinu bæði núna og síðar meir, því þeir eru margir sem safna blaðinu og binda inn. Gamlir árgangar af Heima er bezt eru núna hreinustu dýr- gripir. Það borgar sig Allir lesendur Heima er bezt fá árlega senda Bókaskrá, þar sem þeim eru boðnar bækur á ótrú- lega lágu verði. Þá höfum við hleypt af stokkunum Bókaklúbbi Heima er bezt, þar sem við munum mánaðarlega bjóða bækur til áskrifenda með allt að 50% afslætti. Ódýrari máti að eignast bækur þekkist ekki. Gerist áskrifendur strax í dag og fáið blaðið heimsent mánaðarlega. Ár- gangurinn kostar ekki nema 8000 krónur! Heima erbezt Þjóðlegt heimilisrit Kemur út mánaðarlega Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Heima er bezt: Nafn Heimilisfang Póstnúmer Póststöð □ Sendi hér með kr. 8000. □ Óska eftir að fá blaðið sent í póstkröfu. □ Óska eftir að fá einnig senda síðustu Bókaskrá Heima er bezt. Sendið þetta til: Heima er bezt. Pósthólf 558, 602 Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.