Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 35 Svörtu svæðin sýna þær þjóðir, sem höfðu meir en 5 þúsund dollara í meðal- tekjur — eða upphæð sem nemur rétt tæpum 2 millj- ónum króna. Gráleitu svæðin sýna þær þjóðir sem hafa minna en 2 millj- ónir króna og hvítu svæðin sýna þær þjóðir sem hafa innan við 200 þúsund krónur í meðaltekjur á íbúa. Meðaltekjur íbúa Meir en 2 milljónir króna. Minna en 2 milljónir króna. Minna en 200 þús, krónur. Meðaltekjur þjóða Island er í 14. sæti ÍSLAND varð í 14. sæti yfir tekjuhæstu þjóðir heims árið 1978, samkvæmt töflu sem Alþjóðabankinn hefur gefið út. Meðalbrúttótekjur á íslandi árið 1978 voru 3 milljónir 323 þúsund og átta krónur. Eins og undanfarin ár voru nú hæstar meðaltekjur í hinum olíuauðugu rikjum við Persaflóa. Hæstar meðaltekjur í heiminum voru í Kuwait, tæplega 5,7 milljónir króna á ári. Af Evrópulöndum var Sviss með mestar meðaltekjur, liðlega 4,8 milljónir á hvern íbúa. Þá komu Luxemburg. síðan Svíþjóð og Danmörk. Bandarikin voru í áttunda sæti, þá V-Þýzkaland, Noregur, Kanada, Belgía, Holland og ísland í 14. sæti. Af heimskorti má glögglega sjá að skipting auðsins er bundin annars vegar við olíuauð og hins vegar iðnríki heimsins. Minnstar voru þjóðartekjur í Bangladesh árið 1978 en þá voru meðaltekjur í því ríki rétt liðlega 35 þúsund krónur á íbúa. í tölum Alþjóðabankans er ekki skýrt hvernig tekjurnar skiptast milli íbúa, heldur einungis meðaltal. Þá er ekki skýrt hvernig fólk aflar tekna. í hinum nýríku olíuríkjum er gífurlegur munur milli þeirra sem njóta oliuauðsins og sauðsvarts almúgans, sem hefur lítið að segja af hinum gífurlega auð sem streymir inn í lönd þeirra. Hér fylgir listi yfir þær þjóðir, sem höfðu hæstar meðaltekjur í heiminum á hvern íbúa árið 1978 í íslenzkum krónum. Krónur 1. Kuwait 5.947.660 2. Arabísku furstadæmin 5.683.462 3. Qatar 5.088.356 4. Sviss 4.832.740 5. Luxemburg 4.157.754 6. Svíþjóð 4.077.874 7. Danmörk 3.962.048 8. Bandaríkin 3.874.180 9. V-Þýzkaland 3.834.240 10. Noregur 3.798.294 11. Kanada 3.662.498 12. Belgía 3.662.558 13. Holland 3.350.966 14. ísland 3.323.008 15. Frakkland 3.303.038 16. Færeyjar 3.227.152 17. Saudi-Arabía 3.211.176 18. Ástralía 2.911.626 19. Japan 2.927.602 20. Austurríki 2.807.782 Frá lögreglunni: Lýst eftir vitn- um að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar i Rcykjavik hefur beðið Morgunblaðið að lýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í höfuðborginni að undanförnu. Þeir, sem uppiýsingar geta veitt um þessar ákeyrslur, eru vin- samlega beðnir að hafa samband við Iögregluna hið fyrsta í síma 10200. Föstudaginn 21.12. 1979 var ekið á bifreiðina R-52804, sem er Ford Escort, á bifreiðastæði við hús nr. 15 við Fellsmúla. Þriðjudaginn 8.1. s.l. var ekið á bifr. R-2820 sem er Bronco jeppa- bifr. á akbraut að bifr.stæðum við Happdrætti Háskóla ísl. á Tjarn- argötu við Vonarstræti. Vinstri hurð er skemmd á bifr. R-2820 er rauð að lit. Miðvikudaginn 16.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-6887, sem er Dodge fólksbifr. blá að lit á bifr.stæði við Hamarshúsið í Tryggvagötu. Varð frá kl. 14.00 til 14.15. Vinstra framaurbretti svo og ljósarammi vinstra megin er skemmt. í skemmdinni er rauður litur. Fimmtudaginn 17.1. s.l. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina G-13362, sem er Austin Mini svört að lit. Atti sér stað frá 5.1. s.l. fram á 17.1. Bifreiðin var á bifr. stæði lögreglunnar við Hverfisgötu 113. Hægra framaurbretti er skemmt á bifreiðinni. Þann 17.1. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-67995, sem er Datsun græn að lit á bifr.stæði við verslunarhúsnæðið Suðurver í Stigahlíð. Átti sér stað þann 16.1. s.l. frá kl. 17.30 til 19.00. Skemmd er á afturaurbretti vinstra megin og er gul málning þar svo og svart eftir höggvaragúmmí. Föstudaginn 18.1. s.l. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R-67090 við Borgartún 5. Mun hafa orðið þann 17.1. s.l. frá kl. 17.00 og fram á morgunn þess 18.1. Vinstra afturaurbretti er skemmt og má greina rauða málningu í skemmdinni. Tjónvaldur er liklega amerísk bifreið. Föstudaginn 18.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-2530, sem er Volvo fólksbifr. dökkblá að lit. Átti sér stað frá kl. 11.30 til 12.15 við verslunina Dúnu í Síðumúla. Vinstra afturaurbretti er skemmt á bifr. Laugardaginn 19.1. s.l. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. H-675, á bifr.stæði við Hótel Esju. Átti sér stað aðfaranótt þess 19.1. Skemmd er á hægra afturljósi og afturaurbretti. Bifreiðin H-675 er Volvo gul að lit. Mánudaginn 21.1. s.l. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R-30181 sem er Toyota fólks- bifreið. Átti sér stað á bifr.stæði við Ferjubakka 8. Skemmd á bifr. er á hægra afturaurbretti í 1 meters hæð. Fimmtudaginn 24.1. s.l. var ekið á bifr. R-58428, sem er Lada 1600, brún að lit við Iðnaðarmannahúsið. Átti sér stað frá kl. 08.00 til kl. 16.00. Skemmd er á framhöggvara hægra megin. Skólaskákin að hef jast SKÓLASKÁK, samræmd skákmót í öllum grunnskólum landsins er nú að fara af stað öðru sinni en keppnin fór i fyrsta sinn fram á síðasta skólaári við miklar vinsældir. Þá tóku alls 3770 nemendur frá 166 skólum þátt I henni en alls voru haldin 293 mót í yngri og eldri flokki áður en að úrslit réðust á vcglegu landsmóti sem haldið var að Kirkjubæjarklaustri dagana 17. — 21. apríl. Skólaskákmeistarar fslands 1979 urðu Jóhann Hjartarson I eldri flokki og Halldór G. Einarsson frá Bolungarvik í yngri flokki. Skákmótum skólanna þarf að vera lokið fyrir 1. mars n.k. en sýslu- og kaupstaðamótin (í þeim keppa sigur- vegarar skólamótanna) eiga að fara fram í marsmánuði. Að þeim loknum munu sigurvegarar í sýslu- og kaup- staðamótum eigast við á kjördæmis- mótum. Síðasti hluti skólaskákkeppn- innar, landsmótið, verður haldið í aprílmánuði og þá keppa sigurvegar- arnir á kjördæmismótunum í báðum flokkum um titilinn Skólaskákmeistari íslands 1980. Skáksamband Islands og aðildar- félög þess vænta þess að í ár muni fleiri nemendur frá fleiri skólum taka þátt í keppninni en á síðasta ári. Skólar munu njóta aðstoðar fulltrúa Skáksambandsins og aðildarfélaga þess í einstökum sýslum og kaupstöðum og munu þeir veita alla þá aðstoð sem óskað kann að verða eftir. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ‘OÖ JBoreunblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.