Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 37 Húshitunarolía þrítugfaldast í verði: „Olíuhitun verði ekki hærri en 2,5-falt heitavatnsverðu Feðjíarnir Kristján og Símon dóttir hennar er aðeins hafði gift verið Kristjáni Ragnari syni þeirra hjóna í tæplega eitt ár er slysið varð og áttu þau tveggja mánaða gamlan son. Væri sá dagur einn hinn hlýj- asti sólskinsblettur í vegferð okk- ar samtíðar, að okkar ágætu rækjuveiðisjómenn, allir sem einn, afhjúpuðu látlausan minnis- varða sem vott virðingar og heið- urs þessum merka frumherja í okkar framfarasögu, með söfnun arðs þeirra eigin handa úr loka- róðri vertíðar, þar til svo dygði, að vel mætti fara. Hér var sá geisli tendraður í okkar atvinnusögu, sem eftir átti að lýsa í órofa framvindu tímans. Þessi maður barðist hörkubaráttu við skilningsleysi og vantrú við að ryðja þá braut, sem eftir átti að verða hraðfaravegur til bættrar og óþekktrar afkomu, til órofa nytja þess auðs sem á botni allra okkar fjarða lá óþekktur og ónot- aður. — Þetta er og þá ekki síður einn sá þáttur í okkar þjóðarsögu sem ekki má gleymast hver sá brautryðjandinn var, sem blá- snauður landnemi lagði alla sína lífsorku til fullkomnunar þeirra verka, að nú fleytir þjóðin milljón- um gullkróna af árangri þeirra vanþökkuðu verka þeirra manna, sem hér lögðu orku sína og afkomu alla á einum þeim lökustu eymdartímum, sem á seinni árum muna mega þeir bezt, sem þá stóðu í nokkru því, sem til lífsbjargar mátti verða, fjárvana og undir háðskum himni þeirra, sem hér töldu slíka ævintýra- mönnum líkasta. En þetta er ekki eina dæmið um þann huga, sem oft á landi hér hefir verið sýndur þeim mætu mönnum sem fremstir í víglínu staðið hafa til framvindu þeirra hluta, sem giftusamlegast oft hafa af sér leitt ómælda farsæld til virkra athafna og betra lífs. Yfir minningu þeirra feðga hvílir unaðsleg rósemd þakkar og virðingar, sem um ókomin ár stendur sem óbrotgjarn minnis- varði um þrotlausa baráttu fyrir því málefni til sigurs, sem ein- beitni og trú megna ein að leysa. Þó nú með hinu sorglega slysi, er Símon Olsen og sonur hans Kristján Ragnar fórust í norðan- áhlaupi hér í Djúpi 25. september 1961, væri þeirra lífssögu hér lokið, mátti nærri geta, að í huga og tilveru þeirra nánustu hafði nú sú djúpa og sára blæðandi und gagntekið svo hug þeirra og um- hverfi allt, að seint mun svo heilt gróa, að ekki rifjist upp minningar þeirra liðinna stunda. En ekki hafði það eplið langt frá eikinni fallið, sonurinn Ole N. Olsen, frá þeirri þrautseigju og áræði til virkra athafna, þá hér var komið sögu. Hann einsetti sér þá ásamt móður sinni, að hvað sem það kostaði, skyldi öllu til þess fórnað, að ná Karmöy upp af sjávarbotni, sem þeim og tókst á giftusamleg- an máta, og þá ekki síður hvatti þau til þeirra dáða vonin um fund jarðneskra leifa þeirra feðga. Höfðu enda forlögin svo um búið, að formaðurinn góði og farkostur- inn voru þar knýtt órofaböndum, og lágu þar saman hver við annars hlið. Símon Olsen var því jarðsett- ur á ísafirði að viðstöddu miklu fjölmenni. Sonurinn Kristján Ragnar fannst hins vegar ekki. Hann lét eftir sig hina elsku- legustu konu eftir um árs hjúskap, og tveggja mánaða gamlan son. En saga súðbyrðingsins, sem settur var niður kambinn við Fjarðarstrætið vormorguninn góða 1935, var, þrátt fyrir þær djúpu rúnir sem nú höfðu verið ristar í lífssögu hans og aðstand- enda allra, ekki hér með öll. Lét nú sonurinn Ole N. Olsen fram fara þá aðgerð sem framast þurfa þótti til nýrrar sóknar og áfram- haldandi virkra athafna sem áður. Gerði hann bátinn út um tveggja ára skeið, en var þá seldur nýjum eiganda, Kjartani Sigmundssyni frá Hælavík. Telur Kjartan bát þennan hafa verið hina mestu sjóborg og afburðagott sjóskip. Eftir að Kjartan eignaðist þennan ágæta bát, var hann skírður Reynir og hélt þá áfram sínu upphaflega verkefni: rækju- veiðum á vetrum en færaútgerð á sumrum, og til þess að ekki fari á milli mála, hver endalok fleytunn- ar urðu, skal þess hér getið, að hinn 13. ágúst 1974, er tveir bræður, þeir Kristmundur og Gísli Skarphéðinssynir frá ísafirði, höfðu hann á leigu til færaveiða og voru að koma á land úr róðri, að óstöðvandi leki kom að bátnum undir ísvarningu að framan, og hafði þá Ágúst Einarsson, frá Dynjanda dregið bátinn inn með Grænuhlíð meðan á floti hélst, en sem svo að lokum sökk grunnt fram af Staðarskorum. Hér er þá til enda skráður ferill fleytunnar góðu, sem Bergsveinn vélsmiður færði niður malar- kambinn við Fjarðarstrætið vorið 1935. Margt hafði hún mátt súrt og sætt þola á sinni löngu og söguríku ferð um sitt lífsins haf. Enginn gerði sér grein fyrir því, er kjölur hennar var lagður, að eftir hann lægju þær ristu rúnir, sem nú geymast á spjöldum sögunnar um fengsæla fiskimenn á inn- fjörðum íslands þar sem áður enginn þekkti þau ósköp af auðæf- um, sem nú eru þaðan dregin, á þeim árstíma einmitt, sem myrk- urskuggarnir hvíla jafnlengst yfir og veðrafár ógnar oft athöfnum minni báta til langsóknar út á úfið haf. Þótt e.t.v. mætti hér margt betur gera, vil ég þó ekki láta það aftra því, að þeir minnispunktar, sem hér að framan skráðir eru, týnist svo úr minni, að torveldara verði upp að tína, er frá eru farnir þeir sem í mestri snertingu geta vitni um þann merka söguþátt borið í íslenskri athafnasögu, — sem jafn gífurlega þýðingu hefur átt í allri framvindu hennar hin síðari ár. Og þótt enga orðu hafi okkar landsfeður séð ástæðu til að veita þessum merku frumherjum á hinni stórkostlegu framfara- braut til nýrrar og áður óþekktrar atvinnusköpunar og dáða, og nema síður væri, séð ástæðu til að veita þeim eftirlifandi eiginkonum þeirra hina minnstu umbun, verð- ur minning þeirra engu að síður talin sem ein sú merkasta sem skráð verður á spjöld okkar at- vinnusögu. Jens í Kaldalóni. FRAM er komið frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir niðurgreiðslu olíu til húshitunar þann veg, að olíukostnaður við kyndingu húsa verði eigi hærri en sem nemur 2,5—földu vegnu meðalverði hjá hitaveitum lands- ins. Ríkissjóður greiði Orkusjóði óafturkræft framlag, sem varið skal til niðurgreiðslunnar. — Fyrsti flutningsmaður er bor- valdur Garðar Kristjánsson (S), þingmaður Vestfirðinga. Með- flutningsmenn eru Tómas Árna- son (F), fyrrverandi fjármálaráð- herra, Stefán Jónsson (Abl), þingmaður af Nl-eystra og Eiður Guðnason (A) þingmaður Vest- lendinga og formaður fjárveit- inganefndar Alþingis. Hvað verður greitt niður? Samkvæmt frumvarpinu skal hið vegna meðaltal heitavatns- verðs reiknað út fjórum sinnum á ári og verði þá jafnframt tekið tillit til þeirra verðbreytinga, sem orðið hafa frá síðasta útreikningi. Niðurgreiðslan verði í formi styrkja til eftirtalinna aðila: • 1. Til húsráðenda, sem nota olíu til upphitunar íbúðar- húsnæðis. Skal upphæð fara eftir stærð fjölskyldu og stærð íbúðar. • 2. Til þeirra, sem nota olíu til upphitunar atvinnuhúsnæð- is. • 3. Til skóla og annarra menn- ingarstofnana, sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofn- ana og dvalarheimila fyrir aldraða og unga. • 4. Til þeirra aðila, sem ekki eiga kost á raforku frá samveitu og verða að leysa raforkuþörf sína með rekstri dísilstöðva. Verð olíu, sem hitaveitur nota sem orkugjafa og rafveitur nota til framleiðslu rafmagns til upp- hitunar húsa, skal greitt niður. Niðurgreiðslur verði í formi styrkja í sama hundraðshluta af verði olíunnar. Styrkir greiðist ársfjórðungslega. Þeir teljast ekki til tekna við álagningu opinberra gjalda. Enginn, sem á möguleika á upphitun frá hitaveitu, á rétt á olíustyrk. Iðnaðarráðherra setji reglugerð um nánari fram- kvæmdaatriði. — Frumvarp um breyttar olíuniður- greiðslur Þorvaldur Garðar Kristjánsson Hækkun gasolíu 2800% í greinargerð kemur fram að gasolía til húshitunar hefur hækk- að úr kr. 5,30 hver lítri í kr. 155,25 eða um 2829%, þ.e. verðið hefur nær þrítugfaldast. Gildandi olíustyrkur hefur aðeins tífaldast. Samkvæmt útreikningum, sem sýndir eru í greinargerð, kostar upphitun á olíuhitunarsvæði (des- ember/79) á meðalíbúð verka- manns nærri 13 vinnuvikur eða 24,6% af árslaunum umfram það sem kostar að kynda samsvarandi íbúð í Reykjavík. Er þá miðað við árslaun verkamanns í fiskvinnu og 40 klst. vinnuviku. Áætlaður kostnaður við hitun 450 rúmmetra einbýlishúss með olíu er 978.000 krónur, ef kynnt er með olíu. Núverandi olíustyrk- ur er 288.000 (miðað við 4ra manna fjölskyldu). Raunverulegur kyndingarkostnaður er því tæp 700.000. Niðurgreiðslan er því 29,5% af olíuverði. Samkvæmt þessu frumvarpi hækkar niður- greiðslan í 59%, þann veg að raunverulegur hitakostnaður sem var 700.000 lækkar í 402.000. Frumvarpið felur einnig í sér verulegar breytingar á fram- kvæmd olíustyrkja. Sanngirnismál — og styð- ur heildarhagsmuni Lokaorð greinargerðar frum- varpsins eru þessi: „Frumvarp þetta fjallar ekki um heildarskipan á verðjöfnun á þeim orkugjöfum, sem þjóðin not- ar. Það mál er í biðstöðu nú og tekur tima að leysa. En hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á verðjöfnun hljóta allir sanngjarn- ir menn að sjá, að við svo búið má ekki standa sem nú er hjá þeim hluta þjóðarinnar, sem notar olíu til upphitunar húsa. Þær busifjar, sem verðhækkun olíu veldur þessu fólki, eru svo miklar, að jafna má við áföll vegna náttúruhamfara eða aðra óáran, sem sjálfsagt þykir að hið opinbera bæti úr þegar í stað. Aðgerðaleysi í þess- um efnum er í hróplegri mótsögn við anda þeirrar samhjálpar og skilnings, sem þjóðin er vön að sýna þeim, sem í nauðum eru staddir. í þessu ljósi ber að líta á það frumvarp, sem hér er lagt fram. En hér er ekki einungis um sanngirnismál að ræða, heldur hagsmunamál þjóðarheildarinnar. Ef ekkert er aðhafst og ekki er skjótt við brugðið, vofir yfir brottflutningur fólks frá olíuhit- unarsvæðunum og stórfelld byggðaröskun í landinu öllum til ómælanlegs tjóns. Meginatriði þessa frumvarps er, að komið sé til bjargar með því að gera mögulegt, að kostnaður við olíukyndingu húsnæðis verði á hverjum tíma sem næst því, sem upphitunarkostnaður er hjá nýj- ustu hitaveitunum, sem hafa jarð- varma að orkugjafa. Kostnaður olíukyndingar er ákveðinn eftir viðmiðunarreglu, sem felur í sér sjálfvirkar breytingar á olíunið- urgreiðslunni eftir breytingum á verði olíu og gjaldskrám hita- veitna. Þetta þýðir nú, að kostn- aður þeirra, sem búa við olíukynd- ingu, lækki sem næst um helming frá því sem nú er, miðað við óbreytt verð á olíu og óbreyttar gjaldskrár hitaveitna." Útgjöld ▼egna oliukaupa til húshitunar i ísafirði borið aaman við kaup á tilsvarandi orku frá Hitaveitu Beykjavikur. HÍ c * áí B k U o. a II! « ou X •o II Jfí 1 Si3i! lii H - Jt 'SÍ j s| sP.s“ > > a l:'s )? VerÖlag 1/7 1973: 6 034 136 ltr. gasolia .... 5/30 31 980 920 3 051 10 482 43186 135/70 3183 8.0 -h oliustyrkur (enginn) 0 0 5/30 31 980 920 3 051 10482 43 186 185/70 818.8 8.0 Jafngildi í hejtu vatni: 781 975 ms 18/25 14 278 863 3 051 4 680 19 282 135/70 142.1 3 3 Mismunur 17 702 057 3 051 5 802 23 904 135/70 176.a 43 Verðlag 1/3 1979: 5 332 975 ltr. gasolia .... 68/90 367 441 978 3 054 120 315 495 698 981/— 505.3 12.6 -4- oliustyrkur 5/96 31 761 600 3054 10 400 42 858 981/— 43.7 1.1 Nettóútgjöld notenda .. 62/94 335 680 378 3 054 109 915 452 850 981/— 461.6 113 Jafngildi í heitu vatni: 691 110 m3 103/50 71 529 885 3 054 23 422 96499 981/— 98.4 2.5 Mismunur 264150493 3 054 86 493 356 351 981/— 363.2 9.0 Verðlag 21/12 1979: 5 392 512 ltr. gasolia .... 155/25 837 187 488 3 088 271110 1116 973 1391/— 803.0 20.1 -f- oliustyrkur 41/23 222 336 000 3 088 72000 296 640 1391/— 213.3 5.3 114/02 614 851 488 3 088 199 110 820 333 1391/— 589.7 14.8 Jafngildi í heitu vatni: 698 826 m» 119/— 83 160 294 3 088 26 930 110 952 1391/— 79.8 2.0 Mismunur 531 691194 3088 172 180 709 382 1391/— 509.9 12.8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.