Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 41 fclk f fréttum Ráðherrar sverja trúnaðareiða + ÞESSIR heiðursmenn eru allir ráðherrar í ríkisstjórn Suður-Kóreu. Myndin er tekin í höfuðborginni, Seoul, er ráðherrarnir, hver með sitt bréf upp á sinn ráðherradóm, gengu fyrir forseta landsins, Choi Kyu-hah, sem er 10. forseti lýðveldisins, og sóru honum trúnaðareiða. Forsætisráðherra stjórnarinnar er Shin Hyonhwack. „Herra AIheimur“ + VIÐ verðum að vona að það gleðji augu kvenþjóðarinnar að fá hér tækifæri til þess að sjá karlmannlegasta manninn, „Herra Al- heim“, Þjóðverjann Jusip Wilkoss. Það fylgja engin mál í t extanum, sem er þó viðtekin regla þegar birt er mynd af „Ungrú Alheimi". Við látum það ósagt hvort Jusip er kynþokkafullur eður ei. (Án alls gamans, eigum við ekki heldur að halda okkur að döm- unum?) /■ Ur einu stofufangelsinu í annað + MÆÐGUR, sem kom- ið hafa við sögu í stjórn- málabaráttunni í Pakist- an og eru núverandi stjórnvöldum ekki að skapi, hafa verið fluttar frá höfuðborginni, Kar- achi, til bæjarins Lark- ana og settar þar í þriggja mánaða stofu- fangelsi. Móðirin er ekkja Zulfikar Ali Bhuttos, Nusrat að nafni. Dóttirin heitir Benazir. Þær tóku upp hina pólitísku baráttu, er Zulfikar Bhutto, sem var þar forsætisráðherra um skeið, var tekinn af lífi af núverandi stjórn- arherrum í aprílmánuði á síðasta ári. Mæðgurn- ar lét forseti landsins, Mohammed Zia ul-Haq, handtaka fyrir stjórn- málastarfsemi í októ- bermánuði á sl. hausti. Síðan hafa þær verið í stofufangelsi í höfuð- borginni. Mæðgurnar fara því úr einu stofu- fangelsinu í annað. Kominn í ball ettflokkinn + BLAÐAFREGNIR af flóttamanninum og ball- ettmeistaranum mikla Alexander Godunov, sem flúði Sovétríkin í ágúst- mánuði síðastl. herma að hann muni nú hefja störf með hinum fræga bandaríska ballett, Am- erican Ballet Theater. — Um þetta hafi verið þrefað nokkuð, og eitt- hvað dróst nafn hans inn í deilu sem stjórnendur fyrirtækisins áttu í við dansarana. — En nú er þetta allt um garð geng- ið og mun hinn heims- frægi ballettmeistari dansa með ballettflokkn- um á danssýningu í Chicago 11. febrúar næstkomandi. Félag Járniðnaöarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðiö hefur verið að viöhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaö- armannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriöjudaginn 29. janúar n.k. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráö og 7 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar félagsins í skrifstofu þess að Skólavörðustíg 16, 3. hæö, ásamt meömælum a.m.k. 79 fullgildra félags- manna Stjórn Félags járnidnadarmanna. ia«te JON HJ. JÓNSSON kristniboði heldur tvo fyrirlestra í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19. sunnudaginn 27. janúar kl. 8.30. Efni: GHANA (skuggamyndir). Einsöngur: Garöar Cortes. Mánudaginn 28. janúar kl. 8.30. Efni: Biblían og vísindin (skuggamyndir). Einsöngur: Garöar Cortes. Á báöum fyrirlestrunum verður tekiö á móti fjárfram- lögum til kristniboösins í Ghana. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.