Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 45 umrætt frumvarp sitt í þinginu var þar aðeins einn þingmaður, (Albert Guðm.), sem kom með mótfrumvarp um rannsókn á Sambandinu. (Ætli það væri nú ekki meiri nauðsyn á að rannsaka ýmsan opinberan rekstur t.d. Rar- ik, Skipaútgerð ríkisins, Land- helgisgæsluna og ótal fleiri bæði þarfar og alóþarfar stofnanir, sem allar vinstristjórnir hafa verið mjög duglegar við að koma á fót.) Enginn þarf að efast um það að sæmilega rekinn einkarekstur hefur mikla yfirburði samanborið við flestan rekstur hins opinbera. Ég hefi unnið mikið bæði hjá einkaaðilum og opinberum. Einka- reksturinn reynir ætíð að ná „endum saman“ með hagræðingu eða ýtrasta sparnaði. Opinber rekstur er nær alltaf rekinn með stórhalla. Hann gerir sig ætíð sekan um gífurlegt bruðl, allt er kaffært í ráðum og nefndum og alls konar stjórum jafnvel fleiri en þeir sem verkin vinna. Þessi stað- reynd er að verða einhver alvar- legasta mengunin í stjórnkerfi okkar. ísraelska flugfélagið E1 A1 hefir átt við svipaða örðugleika og Flugleiðir að stríða. Nú hefir borist hingað bæði óvænt og gleðileg fregn, að samkomulag hafi náðst við starfsfólk fyrirtæk- isins um 40% tímabundna launa- lækkun! Mörgu starfsfólki var líka sagt upp. Trúað gæti ég að þessum stórmerku tíðindum yrði ekki ha- mpað í fjölmiðlum, því þetta sannar tvímælalaust að það eru fyrst og fremst kröfuþrýstihópar og hálaunamenn, sem eru að sliga efnahagskerfi þjóðarinnar þvert ofan í margítrekaðar yfirlýsingar þrýstihópaforystu Alþýðusamb- andsins og BSRB um það, að gífurlega há laun hafi engin áhrif á þjóðarhaginn. Ég held að töluðu íslenskir forstjórar og ráðamenn meira við starfsfólk sitt þegar þeir sjá engin ráð út úr örðugleikunum önnur en að draga saman seglin eða leggja fyrirtækin niður og trúi ég þá vart öðru en að allir sameinist um að leggja nokkuð af mörkum þar til hagur vænkast öllum til framtíðarhags. Staðreyndin er, að nú eru laun of margra hér alltof há. Það sýnir ótvírætt hin gífurlega óhófs- eyðsla, sem blasir nær alls staðar við. Minni aðeins á hin hryllilegu brennivínskaup fyrir síðustu jól og áramót á meðan þriðjungur barna í heiminum sveltur og þjóðfélagið rambar á gjaldþrotab- armi. Ingjaldur Tómasson. Þessir hringdu . . . • Nýr iðnaður? Áhugamaður um kvikmynd- ir og dægurtónlist kom með eftirfarandi hugmynd: —Um þessar mundir eru að hefjast í landinu frumsýningar á íslenskum kvikmyndum, sem gerðar hafa verið í sumar og skilst mér að ekki færri en 3 stórar myndir, þ.e. í fullri lengd séu að verða tilbúnar eða þegar orðnar það. Þetta hefðu þótt merkileg tíðindi fyrir fáum árum, en nú kippir sér kannski enginn lengur upp við það. En merkileg tíðindi eru þetta eigi að síður og hér er að hlaupa af stokkunum nýr iðnaður og ekki ómerkur. Ég þykist þess fullviss að vel megi koma íslensk- um kvikmyndum á framfæri er- lendis, kannski helst í Færeyjum eða öðrum Norðurlöndum, en það held ég samt að gerist ekki áreynslulaust. Hér þarf að koma til aðstoð frá ríkinu, það þarf að koma þessum myndum á framfæri erlendis og væri t.d. hægt að hugsa sér að sjónvarpið nýtti sambönd sín í þessu skyni, það þyrfti ekki að kosta svo mikið að sjónvarpið sendi upplýsingar um myndirnar til erlendra sjón- varpsstöðva eða kvikmyndadreif- ingarfyrirtækja. I þessu sambandi mætti einnig minna á framtak dægurtónlist- armanna, sem nú eru eða voru í Frakklandi, til að koma á fram- færi list sinni. Ríkið studdi ekki við bakið á þeim, enda kannski engin furða svona í fyrsta sinn, en ef þeim gengur vel þá er ég viss um að þar er líka kominn nýr iðnaður, sem við verðum að gefa nokkurn gaum, því á þessum sviðum báðum eiga íslendingar án efa að geta náð langt, ef um það er hugsað. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Pol- anica Zdroj í Póllandi í fyrra kom þessi staða upp í viðureign stór- meistaranna Planinc, Júgóslavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Spassovs, Búlgaríu. 20. Rg5! — Ra3+ (Eina vonin, því 20. ... fxg5 yrði svarað með 21. f6 og skálína biskupsins á d3 opnast) 21. Kal og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI „HAMi'l MlLL TÁ íbEltoK % K6'i HÁOE6INU.'" Dómsmálaráðuneytið kynn- ir sér stöðu tveggja mála MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: Dómsmálaráðuneytið hefur kynnt sér stöðu tveggja rannsóknarmál- efna, sem fyrir alllöngu voru mjög umfjölluð, en nú hefur um hríð ekkert spurzt til. Telur ráðuneytið óæskilegt að almenningur geti feng- ið þá tilfinningu, að doði hafi færst yfir meðferð mála, sem álitin hafa verið méiriháttar sakarefni. Mál þessi eru: Svonefnt Landsbankamál (Ákv. gegn Hauki Heiðar). Mál þetta var kært af Landsbank- anum með bréfi, dagsettu 22. des- ember 1977. Ákæra var gefin út 12. marz 1979. Málið verður flutt fyrir sakadómi Reykjavíkur á næstunni. Málið hefur tafizt nokkuð nú undan- farið vegna annríkis dómara við annað meiriháttar mál sem verið er að ljúka dómi í. Hið síðara mál er Mál Hafskips h/f. Málið var kært af stjórn Hafskips til rannsóknarlögreglustjóra ríkisins 14. desember 1978. Rannsóknarlög- reglustjóri sendi ríkissaksóknara málið til fyrirsagnar 26. júní 1979. Síðan var málið tvívegis sent rann- sóknarlögreglustjóra til framhalds- rannsóknar en málið mun hafa tekið nokkrum stakkaskiptum við að kær- ur voru dregnar til baka. Máþð var síðast sent ríkissaksóknara 25. sept- ember sl. til fyrirsagnar. Má vænta þess að ákvörðun verði tekin um meðferð þess innan tíðar. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, 25. janúar 1980. Fraxinus exelsior i snjó. Ýmsar ask-tegundir þykja frábærlega fagrar að vetrarlagi, ekki hvað sist þegar jörð er snævi þakin. Myndin er tekin i Danmörku. ASKUR Fraxinus Eftir að það varð heyrum kunnugt að árið 1980 yrði „Ár trésins" hér á landi var þess þegar getið að BLÓM VIKUNNAR myndi að verulegu leyti verða helgað því málefni og er ekki annað að sjá en að svo geti orðið. Eins og vera ber verður ASKUR fyrstur á dagskrá en af hinu fornhelga tré ASKI YGGDRASILS kviknaði sjálft mannlifið hér á jörðu svo sem segir í Gylfaginningu: „Þá er þeir- gengu með sævarströndu þeir Borssynir, fundu þeir tré tvau ok tóku upp trén ok sköpuðu af menn. Gaf inn fyrsti önd ok líf, annarr vit ok hræring, þriði ásjónu, mál ok heyrn ok sjón, gáfu þeim klæði ok nöfn. Hét karlmaðurinn Askr, en konan Embla, ok ólst þaðan af mannkindin sú er byggðin var gefin undir Miðgarði". En ekki meira um það. Vilhjálmur Sigtryggsson, skógræktarfræðingur, hefur tekið að sér að fræða okkur lítilsháttar um Ask — ekki sem sjálfan lísmeiðinn — heldur sem venjulegt garðtré. Askur Til eru um 65 tegundir af aski í heiminum, flestar vaxa í Asíu og Ameríku en fáar í Evrópu. Flestar tegundirnar mynda falleg tré en þó eru þarna á meðal nokkrar sem aðeins vaxa sem runnar. Sú tegund af ask sem helst kæmi til greina að rækta hérlendis er Fraxinus exelsior, hann vex í Evrópu og Asíu. Askur vex norður eftir Noregi og er þar fallegt tré. í heimkynnum sínum getur askur orðið allt að 40 metra hár. Hann hefur stór stakfjöðruð blöð líkt og á reynivið en þriðjungi stærri. Árssprotinn er græn- eða gráleitur, brumin dökkbrún eða svört, gagnstæð. Askur blómast fyrir laufgun, blóm fjólublá í klösum, fræin eru vængjaðar hnetur og spíra á öðru ári eftir sáningu. Lítillega hefur verið plantað af aski hérlendis og mun hæsti askurinn vera á Laufásvegi 43 í Reykjavík, er hann þar í mjög góðu skjóli og um 13 metrar á hæð. Askur þarf mjög góðan jarðveg og vex best þar sem jarðvegur er kalkríkur. Hann vex mjög hratt við góðar aðstæður en vegna þess að sá askur sem hingað til lands hefur verið fluttur vex lengi fram á haust hættir honum við haustkali og dregur þá jafnframt úr vexti. Maðkur sækir nokkuð á ask um það leyti sem hann laufgast og þarf þá að úða trén með skordýraeitri. Askur er mjög góður smíðaviður, í háum verðflokki. V.Sigtr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.