Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 47 KR-stúlkurnar meistarar í körfuknattleik í FYRRAKVÖLD íór fram leikur í meistaraflokki kvenna í körfu- knattleik. Áttust þar við lið ÍS og KR. KR-stúlkurnar sigruðu i leiknum með 55 stigum gegn 50 og eru þar með búnar að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn i ár. Þær hafa ekki tapað leik í mótinu til þessa. Leikur ÍS og KR var mjög spennandi og framan af fyrri hálfleik var allt útlit fyrir að KR myndi tapa leiknum. Rétt fyrir hálfleik var staðan 31 — 13 fyrir ÍS en með mikilli baráttu tókst KR-stúlkunum að síga á, jafna metin og sigra í leiknum. Lið KR á aðeins eftir einn leik í Reykjavíkurmótinu og sigri liðið í þeim leik eru þær einnig orðnar Reykjavíkurmeistarar. — þr. • 1. flokkur KR, talið f.v. Efri röð: ólafur Finnsen, Hilmar Viktorsson, Jön G. Guðlaugsson, Bogi Fransson, Guðjón Jóhannesson. Neðri röð f.v.: Árni Guðmundsson, Sófus Guðjónsson, Guðmundur Pétursson og Björn Björgvinsson. Strákhnokkinn heitir Guðmundur Sófusson. Ljósm. Emilía. Venjarin hjá HB farin av landinum Hevur hverki verift professionellur fót- bóltsspælari ella venjari Nýi þjalfarinn vissi varla deili á UPP kom meiri háttar hneyksl- ismál í Færeyjum fyrir skömmu, er knattspyrnufélagið HB óskaði eftir því við danska knattspyrnu- sambandið, að það útvegaði góð- an þjálfara. Þótti Dönum ekkert vera sjálfsagðara og að vörmu spori mætti maður nokkur að nafni Abraham Mendes til leiks hjá HB. Það reyndist hins vegar ekki allt vera . með felldu, því að þrátt knattspyrnu fyrir bestu meðmæli frá danska knattspyrnusambandinu, kom í ljós, að Mendez hafði hvorki reynslu að baki sem knattspyrnu- maður né þjálfari. Mendez hafði haft vit á því að undirrita enga samninga í Færeyjum með þeim orðum að orð hans nægðu. Lét hann sig síðan hverfa, en eftir sátu forráðamenn HB „sjokkerað- ir yfir að vera fuppaðir" eins og lesa má í Dimmalætting. Fram - Haukar í bikarnum EINN leikur fer fram í bikar- keppni HSÍ á sunnudagskvöldið, er það viðureign Fram og Hauka og hefst leikurinn klukkan 19.00. Einn leikur hefur þegar farið fram, sannarlega fyrir luktum dyrum. Þrátt fyrir feluleik hefur Mbl. grafið upp úrslitin, en KR lagði þá að velli UBK 26—21. Leikur Hauka og Fram fer fram í Laugardalshöllinni og gæti orðið tvísýn viðureign, en bæði liðin hafa til þessa ekki sýnt hvað virkilega í sér býr það sem af er íslandsmótinu. Gæti sigur orðið til þess að hleypa fjöri i viðkomandi lið. • í fyrravetur var keppt á Akureyri og er myndin frá þeim leik. Sigra Reykvíkingar aftur í íshokkíinu? í DAG kl. 15.00 fer fram á Melavellinum bæjarkeppni í ishokkí milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keppt verður um veglegan bikar og er aðgangur að leiknum öllum ókeypis. Allt bendir til þess að um hörkuleik verði að ræða. í fyrra sigruðu Reykvíkingar 4 — 1, en Akureyr- ingar hafa löngum verið i fremstu röð í greininni og munu sjálfsagt ekki gefa það eftir á morgun. Lið Reykjavíkur hefur æft vel að undanförnu og er skipað góðum leikmönnum. Þar eru fremstir í flokki synir Helga Geirssonar formanns skautaráðs Reykjavíkur. Það sem stendur ishokki íþróttinni nú einna helst fyrir þrifum er að ekki er vél- fryst skautasvell til að æfa á fyrir hendi. Sigurliðið frá 1978 er ekki lengur til Létt hjá Laugdælum UMFL tryggði sér enn einn öruggan sigurinn í 1. deild íslandsmótsins i biaki á fimmtu- dagskvöldið, er Víkingarnir sóttu Laugdæli heim. Sigraði meistaraliðið 3—0,15—10,15—9 og 15—7, áttu Víkingarnir ekk- ert svar við sterkum leik UMFL. Kvennaíið Víkings var með í förum og hefndi ófara karlanna. Sigraði Víkingur UMFL örugg- lega í kvennaflokki 3—0, 15—8, 15-6 og 15-7. SEM kunnugt er urðu Argentínu- menn ekki aðeins heimsmeistar- ar í knattspyrnu 1978, heldur varð unglingalandslið þeirra einnig heimsmeistari á síðasta ári. Þjálfarinn Cesar Menotti hefur að undanförnu verið gagn- rýndur mjög fyrir að tæta í sundur sigurliðið frá 1978 og nota leikmenn unglingaliðsins í stórum stíl er hann teflir fram A-landsliðinu. Hitt er svo annað mál og fæstir skilja, að misjafnlega er komið fyrir þeim leikmönnum sem færðu Árgentínu heimsmeistaratitilinn 1978. Aðeins þrír, kannski fjórir gera. geta talist liðtækir landsliðinu í dag. Það eru fyrirliðinn Daniel Pasarella, Americo Gallego, Ubaldo Fillol og Jose Olguin. Af hinum má geta þeirra Daniel Bertoni, Mario Kempes, Rene Houseman, Osvaldo Ardiles og Ricardo Villa, sem allir leika vel um þessar mundir (nema House- man sem er í letikasti og hefur ekki hreyft sig í 2 mánuði), en sá er galli á gjöf Njarðar, að þessir menn leika allir erlendis, í Evr- ópu. Luis Galvan þykir vera of gam- all, Oscar Ortiz liggur á spítala með heilaskemmdir og Leopoldo Luque er að drukkna í þrálátum meiðslum, leikbönnum og slíku. Loks má geta Alberto Tarantini sem lék um tíma með Birming- ham, en líkt er komið með honum og Rene Houseman, þ.e.a.s. kæru- leysi. Tarantini hefur hvorki æft eða leikið að undanförnu. Það er ! því engin furða að Menotti hafi gefið ungu leikmönnum möguleika að undanförnu, enda ekki stætt áj öðru þegar að er gáð. Menotti er farinn að hugsa til HM 1982 sem fram fer á Spáni. Sem heims- meistarar verða Argentínumenn að mæta þar með frambærilegt lið og að því stefnir Menotti, með því að byggja ungu heimsmeistarna sína upp í kring um hinn bráðefni- lega Diego Maradonna. Aðalfundur Víkverja Aðalfundur Víkverja verður haldinn næstkomandi laugardag, 2. febrúar, að Mjölnisholti 14. Fundurinn hefst kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Austur-Húna- vatnssýslu óskar eftir aö ráöa knattspyrnuþjálfara n.k. keppnistímabli. N Upplýsingar gefur Guömundur Guðmundsson í síma 95-4123 milli kl. 8 og 23 og 13—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.