Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 48
^Sími á ritstjórn og skrifsíofu: 10100 2M*rgunbl«t>id ^Síminn á afgreiöslunm er 83033 JH*r0tinblnl>i?> LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1980 Hrööu gengissigi loíaö næstu vikur Reiknað með 350 þúsund tonna þorskafla við ákvörðun fiskverðs VIÐ fiskverðsákvorðun munu stjúrnvöld hafa heitið fiskvinnslunni 2—3% ííenKÍssigi næstu daga og 2—3% gengissigi til viðbótar í febrúarmánuði. Þá var við ákvörðun fiskverðsins lagt til grundvallar að þorskafli í ár yrði hinn sami og í fyrra. þ.e. um 350 þúsund lestir, en ekki 300 þúsund lestir eins og fiskifræðingar hafa lagt til. KVIKMYNDIN Land og synir var frumsýnd samtímis í Reykjavík og Dalvík í gær- kvöldi og var húsfyllir á báðum stöðunum. Að lokinni sýningu í Reykjavík voru aðstandendur myndarinnar kallaðir upp á sviðið og þcim fagnað með lúfataki. Meðfylgjandi mynd er tekin í hléi sýningarinnar í Austurbæjarbíúi, Ágúst Guð- mundsson og Indriði G. Þor- steinsson ræða við forsetahjún- in, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldúru Eldjárn. (Ljósm. Mbl. Kristján) Annar fulltrúi kaupenda í Yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, fjyjólfur Martinsson, sagði í gær að með gengissigi ætti fiskvinnslan að sleppa, en lofað hefði verið 2—3% gengissigi í janúar og svipuðu í febrúar. Árni Henediktsson, hinn fuiltrúi kaupenda, sagði að eftir þ'essa ákvörðun yrðí heildarhráefn- iskostnaður vegna holfiskvinnslu 94.fi milljarðar. Hanr, hefði verið 88 milljarðar fyrir hækkunina, en hráefniskostnaður fiskvinnslunnar hækkar nú um 7.3'» . Kristján Ragnarsson, formaöur IjítJ, annar fulltrúi seljenda, sagði t Refirnir þrífast vel við Eyjafjörð Á FJÓRUM loðdýrabúrum eru nú 280 refir, 210 tæíur og 70 karldýr. Þrjú þessara búa eru ný og voru húsin reist í sumar. Flest dýranna eru á Grenivík þar sem Grávara er með yfir 2000 minka og 100 tæfur. 50 tófur eru á Sólbergi á Svalbarðsströnd, 30 á Grund á Svalbarðsströnd og 30 á Lómatjörn í Höfða- hverfi. Á þrjú síðastnefndu búin eru væntanlegir minkar í apríimánuði. Dýrin hafa þrifist vel síðan þau komu hingað til lands og allt gengið eins og framast var reiknað með. Pörunartími dýranna er í miðjum marz- mánuði, en tæfurnar byrja síðan að gjóta upp úr miðjum maí. gær, að það lægi fyrir, að forystu- menn allra stjúrnmálaflokka hefðu tekið afstöðu til heildarþorskveiði á þessu ári og gert ráð fyrir sömu veiði og á síðasta ári. Kristján sagði, að eftir þessa fiskverðsákvörðun og miðað við aflabrögð 1979 væri, í byrjun þessa tímabils, afkoman þannig, að bátarnir og togararnir væru með lítils háttar hagnað, en minni togararnir alveg á núllpunkti. Árni Benediktsson sagði aðspurður um stöðu frystihúsa, að þau hefðu staðið mjög tæpt fyrir þessa ákvörð- un og ekki sízt með tilliti til þess, að ýmsar kostnaðarhækkanir eru fram- undan. — Það má nefna kauphækk- anir, sem vafalítið verða 1. marz, farmgjaldahækkanir og auk þess að það er ljúst, að tekjur af loðnuafurð- um verða minni en gert var ráð fyrir, þannig að það vantar verulega inn í dæmið sagði Árni. Hann var spurður um stöðu sjávarafurða í Bandaríkj- unum og svaraði því til, að framund- an væri greinilega mjög hörð sam- keppni í sjávarafurðasölu almennt. Sjálfstæðisflokkurinn gaf einn jákvætt svar BENEDIKT Gröndal tilkynnti i gær, að hann myndi í dag skýra forseta íslands frá gangi stjórn- armyndunarviðræðna, sem hann stýrir, en áður verður fundur í þingflokki Aiþýðuflokksins. þar sem fjallað verður um svör hinna flokkanna við viðræðugrundvelli Alþýðuflokksins, sem afhentur var Kanadamenn bjóða fisk á lægra verði en Coldwater gerir 1 FRAMHALDI af fréttum í Mbl. hefur blaðið aflað sér frekari upplýsinga um stöðu fisksölumála i Bandaríkjunum. Guðmundur II. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði aðspurð- ur. að saia á þorskblokkum ug þorskflökum hefði gengið vel á síðasta ári og væru litlar birgðir af þessum vörum hjá frystihúsum SH og hjá Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Verð á þorskflökum í 5 punda pakkningum, sem er algengasta pakkningin, er nú 1.60 dollarar á hvert pund, sem er um 40 centum hærra verð en sambærileg pakkn- ing frá Kanada. Verðið hefur verið stöðugt um nokkurn tíma og haldið þrátt fyrir það, sem að framan greinir, sagði Guðmundur. Þakkaði hann það m.a. vörugæðum og sterkri markaðsaðstöðu. Varðandi þorskblokk, sem er að ýmsu leyti viðkvæmari fyrir verð- samkeppni, að sögn Guðmundar, þá greiðir Coldwater fyrir hana 1.08 dollara á pund og hefur greitt það verö alllengi. Að undanförnu hefur það gerzt, að Kanadamenn hafa boðið þorskblokk á 98 cent á hvert pund. Þetta hefur valdið ákveðnum erfiðleikum, sem til þessa hefur tekizt að yfirstíga. Morgunblaðið spurði Guðmund H. Garðarsson hvort niðurstöðutöl- ur lægju fyrir um vörusölu Cold- water á síðasta ári. Sagði hann svo vera og væru þær 224 milljónir dollara eða tæpir 90 milljarðar íslenzkra króna. Aukning í sölu Coldwater nam 9% í dollurum á milli ára. í fyrradag. Sjálfstæðisflokkur gaf einn jákvætt svar, en gerði fyrir- vara um efnisatriði grundvallar- ins, cn Framsóknarflokkur hafn- aði grundvellinum í heild, en bauðst sjálfur til þess að leggja fram nýjan grundvöll. Áður hefur komið fram, að Alþýðubandalagið hafnaði grundvellinum strax. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér, mun þing- flokkur sjálfstæðismanna, sem fjallaði um grundvöllinn i gær, leggja áherzlu á, að Benedikt Gröndal haldi áfratn tilraun sinni til myndunar meirihlutastjórnar og í gær sagði Geir Hallgrímsson í samtali við Morgunblaðið, að það væri ábyrgðarleysi að ganga ekki úr skugga um, hvað raunverulega bæri í milli flokkanna. Það er því alls kostar óljóst, hvort Benedikt muni skila umboði sínu eða ekki, er hann hittir forsetann í dag, en á blaða- mannafundi í gær, kvaðst hann ekki vilja skýra opinberlega frá því, hvað hann myndi segja við forsetann. Hann yrði fyrstur manna til að fá vitneskju um fyrirætlanir sínar. Þingflokkur og framkvæmda- stjúrn Framsúknarflokksins fjallaði um umræðugrundvöll Alþýðuflokks- ins í fyrradag og fyrrakvöld og var þar samþykkt svofelld ályktun: „Sameiginlegur fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsókn- arflokksins ályktar, að tillögur þær, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt fram, geti ekki orðið grundvöllur að myndun ríkisstjúrnar með þátttöku Framsúknarflokksins. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að leggja fram endurskoð^ðar til- lögur um málefnasamning fyrir meirihlutastjórn." Sjá nánar á miðsíðu Mbl. í dag. Þýzkalandsrækjan endurunnin nyrðra LÍKUR eru á því, að sú rækja, sem farin var til kaupenda í V-Þýzkalandi og kvartað var yf- ir, verði send á ný hingað til lands og endurunnin hjá K. Jónsson og co á Akureyri. Samn- ingamenn frá K. Jónsson og co og Sölustofnun lagmetis koma heim um helgina frá V-Þýzkalandi þar Nýtt fíkniefna- mál í rannsókn NÝTT fíkniefnamál er í rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Tveir menn hafa verið úrskurðáðir í gæzluvarðhald í sambandi við rannsókn þessa máls. Guðmundur Gígja lögreglufull- trúi tjáði Morgunblaðinu í gær- kvöldi, að málið væri í frumrann- sókn og óljóst væri á þessu stigi hversu umfangsmikið það væri. sem fjallað hefur verið um þessi mál. Morgunblaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson formann stjórnar Sölustofnunarinnar og sagði hann m.a.: — Ég hef ástæðu til að ætla, að engum markaðshagsmunum hafi verið hætt, sagði Heimir. — í öðru lagi hefur engin umdeilanleg vara farið út á markaðinn og í þriðja lagi er vilji fyrir því, en samning- ar eru ekki frágengnir, að um þessi mál verði samið, þannig að ekki verði málaferli eða illdeilur. — Líklegt er að varan verði endurframleidd og þá eru hæg heimatökin með þá vöru, sem ekki er farin til Þýzkalands, en aðeins hluti þessarar 220 milljón króna framleiðslu hefur verið sendur til kaupenda. Eðlilega hefur það kostnað í för með sér, en ekkert í líkingu við þær tölur, sem nefndar hafa verið, sagði Heimir Hannes- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.