Morgunblaðið - 30.01.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980
Veggteppi eftir Ásgerði Búadóttur
afhent á Norrænu menningarmála-
skrifstofunni í Kaupmannahöfn
ÁSGERÐI Búadóttur listakonu
var sumariö 1978 falið að ann-
ast gerð veggteppis sem hanga
á í Norrænu menningarmála-
skrifstofunni í Kaupmanna-
höfn. Stjórn Menningarsjóðs
Norðurlanda ákvað að kaupa
verk handa skrifstofunni frá
aðildarlöndum sjóðsins. Var
forstjóranum, Klas Olofson, og
ráðuneytisstjóra danska
menntamálaráðuneytisins, Ole
Perch Nilsen, falið að annast
framkvæmd málsins. Urðu þeir
sammála um að leita eftir vefn-
aði frá íslandi og samþykkti
stjórnin þá tilhögun. Var Ás-
gerði falið verkið eins og áður
er getið.
„Vefnaðinn kalla ég „Þar sem
eldurinn aldrei deyr“. Nafnið er
tvíþætt og helgast annar þáttur-
inn íslandi þar sem eldurinn
undir býr, en hinn er í symb-
Kaupmannahafnar til að sjá
hvar teppinu var ætlaður stað-
ur,“ sagði Ásgerður í samtali við
Mbl. „Það var ekki laust við að
ég fengi smá hjartslátt þegar ég
gekk inn í salinn, það er ekki
alltaf sem maður fær svona
verkefni.
Það var eitthvað svo ágætt að
sjá Ásgrím þarna uppi á vegg og
myndin hans hafði góð áhrif á
mig. Svo var líka búið að segja
mér að Snaregade 10 væri sama
húsið og Kvistur var í, prent-
smiðja Jónasar Hallgrímssonar
og félaga. Það gerði það auðvitað
ennþá merkilegra í mínum aug-
um.
Ég fór þangað 2 eða 3 morgna
til að rissa og mæla og bara að
fá tilfinningu fyrir umhverfinu.
Það fannst mér mikið atriði.
Maður vinnur innan ákveðins
ramma, það er ekki bara veggur-
inn sem teppið á að hanga á, það
Myndin var tekin þegar Ásgerður Búadóttir afhenti listaverk sitt. Með henni á myndinni er forstjóri
Norrænu mcnningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn, Klas Olofson.
Eldur íslands og listarinnar
ólskri merkingu um þann eld eða
aflgjafa sem Menningarsjóður
Norðurlanda er og á að vera
norrænni list og menningu."
Þannig lýsti Ásgerður veggteppi
sínu við afhendingu þess í fund-
arsal skrifstofunnar í Snaregade
10 í Kaupmannahöfn 17. des-
ember s.l. Viðstaddir athöfnina
voru m.a. sjóðsstjórn menning-
arsjóðsins og sendiherrar Norð-
urlanda í Kaupmannahöfn.
Teppið er tvískipt en í heild er
það 3,3 metrar á breidd. Það er
ofið úr íslenskri ull.
„Ég hóf verkið á því að fara til
er salurinn í heild, húsgögn og
ýmislegt annað sem kemur inn í
myndina. Verkið á helst ekki að
stangast á við umhverfið heldur
að falla að því. Að nokkru leyti
er þetta kannski erfiðara — en
þó ekki. Það er líka gott að geta
stuðst við eitthvað ákveðið. Það
var ekki fyrr en eftir að ég var
búin að senda út teikningu sem
var samþykkt að mér fannst
þetta byrja fyrir alvöru.
Ég byrjaði á því að lita. Ég
notaði tvenns konar rautt jurta-
litarefni og svo notaði ég sauð-
svarta, og hvítt.
Ég geri alltaf teikningu í fullri
stærð áður en ég fer að vefa og
vík eiginlega aldrei út frá henni
eða sjaldan. En litina hef ég að
mestu í höfðinu. Stundum getur
það verið erfitt því á láréttum
vefstól sér maður ekki meira en
svo sem 30 cm af vefnum í einu.
Maður verður því aðeins að
reyna að sjá heildina fyrir sér í
huganum og vona að maður hitti
á það rétta. Stundum væri gott
að geta bara málað yfir.“
— Hvar fékkstu hugmyndina
að veggteppinu?
„Það er nú stundum erfitt að
útskýra, en það er sagt að
verkefni skapi eða sé kveikja
hugmynda. Það fer í öllu falli
eitthvað af stað í manni. Mér
finnst til dæmis eitthvað svo
magnað þegar ég les svona
yfirskrift í blöðum eins og „Að
búa á eldfjalli“ eða „Þar sýður
jörðin undir fótum manns“!
Svo leiddi hugmyndin af sér
nafnið sem ég fékk að láni úr
þulunum hennar Theódóru."
— Hvað ertu að gera núna?
„Ég tók þátt í sýningu úti í
Kaupmannahöfn með „Kolorist-
ene“. Það er mjög virtur lista-
mannahópur sem í eru um 20
manns, myndhöggvarar og mál-
arar. Við vorum tvær sem sýnd-
um vefnað. Þetta er í þriðja
skipti sem ég sýni með þeim, ég
er orðin nokkurs konar fasta-
gestur. Þar sýndi ég þetta teppi
og tvö önnur. Nú held ég bara
áfram að vefa. Það er dálítið sem
ég hef verið með í huganum
lengi sem ég vinn að nú, eigin-
lega bara fyrir sjálfa mig, það er
ég að vissu leyti alltaf að gera,“
sagði Ásgerður Búadóttir að
lokum.
^Dale .
Camegie
Sölunámskeiðið
Nýtt námskeið er að hefjast — Þriðjudagskvöld.
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öölast meir trú á söluhæfileikum þínum og
starfið verður auðveldara.
★ Aö nota vöruþekkingu þína og byggja upp
meiri eldmóð.
★ Þjálfa betri sölutækni og læra aö skilgreina
söluna.
★ Svara mótbárum á sannfærandi hátt.
Árangurinn verður sá að sölumaðurinn lærir að
ná: Vinsamlegri athygli, vekja áhuga, byggja
upp sannfæringu, kveikja löngun til aö Ijúka
sölunni.
Fyrir áhugasama sölumenn er þetta fjárfesting
sem skilar arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma:
82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
dai.e cakkegie Konráð Adolphsson
S.4MSKEIDJ*
Sylvester Stallone í Laugarásbíói
LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir í dag
bandarísku kvikmyndina „Bræður
glímukappans" (Paradise Alley).
Höfundur handritsins og leikstjóri
er Sylvester Stallone. Framleið-
endur eru John F. Roach og
Ronald A. Suppa. Tónlistin er eftir
Bill Conti.
Með aðalhlutverk fara Sylvester
Stallone, Lee Canalito, Armand
Assante, Frank McRae og Anne
Archer. Myndin segir frá þremur
bræðrum, Cosmo, Victor og Lenní
Carboni. Draumur Cosmos er að
gera Victor, sem er mikill að vexti,
að glímumanni sem komist langt í
þeirri grein. Áhugi Victors er ekki
of mikill en loks fer þó svo að
honum tekst að vinna mikinn sigur
í hringnum, þeytir keppinaut sínum
út til áhorfenda.
En það þeim
bardaga loknum trúir hann bræðr-
um sínum fyrir því að hann ætli að
gefa bardagann upp á bátinn.
Sylvester Stallone í hlutverki Cosmo Carboni í kvikmyndinni „Bræður
glímukappans".
Skólastjórar í Reykjavík:
Ahyggjur af vaxandi nef-
tóbaksnotkun unglinganna
SKÓLASTJÓRAR í Reykjavik hafa
af því nokkrar áhyggjur að færst
hefur í vöxt neftóbaksnotkun ungl-
inga i grunnskólum og ræddu þeir
þessi mál á fundi sinum nýlega og
hvað hægt væri að gera til að
sporna við þessari tegund tóbaks-
notkunar. Ásgeir Guðmundsson
skólastjóri tjáði Mbl. að á fundi
sínum hefðu skólastjórar ritað
fræðsluyfirvöldum og farið fram á
að neftóbaksefni þessi yrðu könnuð
og hamlað gegn innflutningi
þeirra, reyndust þau vera skaðleg.
Ásgeir Guðmundsson sagði nef-
tóbakstegundir þessar vera með
sérstökum ilmefnum, t.d. mentol, og
væri að sínu mati aðeins verið að
koma tóbaksnotkun að hjá fólki
eftir nýjum leiðum og með nýjum
umbúðum. Því hefðu skólastjórar
rætt þessi mál á fundi að notkun
þessara tóbaksefna virtist vaxandi í
grunnskólum og því erindi beint til
yfirvalda að kannað væri hvort rétt
þætti að stöðva þennan innflutning.
Kristján J. Gunnarsson fræðslu-
stjóri sagði erindi skólastjóranna
hafa verið sent borgarlækni og
skólayfirlækni til umsagnar og Páll
Gíslason upplýsti að það hefði verið
kynnt í heilbrigðisráði Reykjavíkur
og málinu vísað til borgarlæknis og
hann beðinn að kynna sér það og
hefði málið ekki komið að nýju til'
umræðu í ráðinu.